Íslenski boltinn

Lars Lagerbäck: Verð svekktur ef við vinnum ekki

Íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir Kýpur ytra í dag en leikurinn hefst klukkan 17.00. Strákarnir fóru til Kýpur með þrjú stig í ferðatöskunni eftir sigur á Norðmönnum. Landsliðsþjálfarinn ætlar sér sigur í kvöld og segist ekki hafa neinar áhyggjur af því að strákarnir hafi ekki báða fætur á jörðinni.

Íslenski boltinn

Íslenska landsliðið hefur aldrei unnið tvo fyrstu leikina

Íslenska karlalandsliðið getur náð sögulegum árangri á Kýpur í kvöld þegar liðið mætir heimamönnum í öðrum leik sínum í undankeppni HM í Brasilíu 2014. Með sigri verður liðið með fullt hús eftir tvo leiki sem hefur aldrei gerst áður í sögu Íslands í undankeppnum HM og EM.

Íslenski boltinn

Sparkaði ekki í bolta í rúma tvo mánuði en það dugði ekki til

Margrét Lára Viðarsdóttir, aðalmarkaskorari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, verður ekki með í lokaleikjum íslenska liðsins í undankeppni EM 2013. Þetta eru leikir á móti Norður-Írlandi og Noregi og þar geta íslensku stelpurnar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni sem fer fram í Svíþjóð á næsta ári. Það er mikið áfall fyrir landsliðið að vera án markadrottningarinnar í þessum mikilvægu leikjum.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Þór/KA-Selfoss 9-0 | Þór/KA Íslandsmeistari í fyrsta sinn

Þór/KA er Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta skipti eftir 9-0 stórsigur á Selfossi á Akureyri í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Þór/KA-liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og raðaði síðan inn mörkum í seinni hálfleiknum. Sandra María Jessen og Katrín Ásbjörnsdóttir voru báðar með þrennu fyrir Þór/KA í kvöld og Kayle Grimsley lagði upp fimm af mörkum liðsins.

Íslenski boltinn