Handbolti

Chambery Savoie vann sinn fyrsta sigur

Guðmundur Árni Ólafsson skoraði ekki fyrir Bjerringbro-Silkeborg sem tapaði 29-26 fyrir franska liðinu Chambery Savoie í Frakklandi í dag í Meistaradeild Evrópu í handbolta.

Handbolti

Refirnir frá Berlin með magnaðan sigur á Barcelona

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin gerðu sér lítið fyrir og lögðu stórlið Barcelona að velli, 31-30, í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag. Refirnir lögðu þar grunninn að því að geta náð öðru sæti D-riðils.

Handbolti

Flensburg marði Balingen án Ólafs

Ólafur Gústafsson kom ekki við sögu þegar Flensburg-Handewitt marði eins marks sigur á Balingen-Weilstetten 30-29 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Flensburg var einu marki yfir í hálfleik 15-14.

Handbolti

Rússajeppinn kominn á leiðarenda

Handboltakempan og silfurverðlaunahafinn frá Ólympíuleikunum í Peking, Sigfús Sigurðsson, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir langan og farsælan feril.

Handbolti

Auðvelt hjá Kiel

Íslendingaliðið Kiel vann afar sannfærandi sigur, 29-40, gegn sænska liðinu Savehof í dag. Kiel í öðru sæti riðilsins, tveim stigum á eftir Veszprém.

Handbolti

Rúnar með fjögur mörk í fyrsta leik eftir meiðslin

Rúnar Kárason átti flotta endurkomu í þýska handboltann í kvöld þegar hann skoraði fjögur mörk í tveggja marka sigri Grosswallstadt á Wetzlar, 28-26, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Þetta var fyrsti keppnisleikur hans með Grosswallstadt en hann sleit krossband á landsliðsæfingu síðasta sumar.

Handbolti

Valsmenn ráku Patrek í kvöld

Patrekur Jóhannesson er hættur sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Val en Valsmenn birtu fréttatilkynningu inn á heimasíðu sinni í kvöld. Patrekur ætlaði að stýra Valsliðinu út tímabilið en taka svo við liði Hauka á næsta tímabili þegar Aron Kristjánsson fer í fullt starf sem landsliðsþjálfari.

Handbolti

Vignir með slitið krossband

Landsliðsmaðurinn Vignir Svavarsson varð fyrir miklu áfalli þegar í ljós kom að hann er með slitið krossband. Hann verður frá næstu mánuðina vegna meiðslanna.

Handbolti

Entrerrios frábær í jafntefli Nantes

Gunnar Steinn Jónsson skoraði eitt mark fyrir Nantes í kvöld þegar liðið gerði 30-30 jafntefli á útivelli á móti Chambéry í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Nantes vann upp þriggja marka forskot á lokakafla leiksins.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Fram 24-26

Frammarar unnu sigur á Aftureldingu í N1-deild karla í kvöld en leiknum lauk með 26-24 sigri gestanna. Frammarar leiddu allt frá miðjum fyrri hálfleik og var sigurinn ekki í hættu fyrr en á lokasekúndunum þegar leikmenn Aftureldingar söxuðu á forskot Frammara.

Handbolti

Hörður Fannar með slitið krossband

Hörður Fannar Sigþórsson spilar ekki meira með liði Akureyrar í N1-deild karla í vetur. Þessi sterki línumaður sleit krossband í hné eftir að hafa náð að spila aðeins átta mínútur með liðinu þetta tímabilið.

Handbolti

Sögulegur sigur hjá Þórey, Rut og félögum

Team Tvis Holstbro vann sögulegan sigur á Viborg HK í slag Íslendingaliða í dönsku kvennadeildinni í handbolta í dag en þetta var fyrsti sigur Tvis-liðsins á Viborg frá upphafi. Team Tvis Holstbro vann leikinn 32-29 en þetta var fimmti deildarsigur liðsins í röð.

Handbolti

Sex leikja bann fyrir veðmálasvindl

Einn besti handboltamaður heims, Frakkinn Nikola Karabatic, og sex aðrir leikmenn voru í gær úrskurðaðir í sex leikja bann vegna veðmálahneykslisins sem tröllreið öllu síðari hluta 2012.

Handbolti