Handbolti

Vignir með slitið krossband

Vignir í leik gegn Síle á HM.
Vignir í leik gegn Síle á HM. mynd/vilhelm
Landsliðsmaðurinn Vignir Svavarsson varð fyrir miklu áfalli þegar í ljós kom að hann er með slitið krossband. Hann verður frá næstu mánuðina vegna meiðslanna.

Þetta kemur fram á vef Rúv en þar segir að Vignir hafi dottið illa á æfingu hjá Minden í gær. Við læknisskoðun hafi síðan komið í ljós að krossbandið væri slitið.

Vignir segir í fréttinni að hann reikni með því að fara í aðgerð í næstu viku.

Vignir hefur spilað vel með Minden í vetur og fór svo á kostum með íslenska landsliðinu á HM í síðasta mánuðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×