Handbolti

Bergischer heldur sínu striki

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Arnór Þór Gunnarsson og félagar í Bergischer unnu  mikilvægan sigur á Nordhorn-Lingen 31-29 í B-deildinni í þýska handboltanum í dag.

Leikurinn var jafn og spennandi en Bergischer lagði grunninn að sigrinum með góðum leikkafla um miðbik seinni hálfleiks.

Bergischer er þar með komið í 28 stig í öðru sæti deildarinnar en Nordhorn-Lingen er í 7. sæti með 23 stig.

Alexander Oelze var markahæstur í liði Bergischer með 8 mörk og Michael Hegemann skoraði 6. Arnór skoraði tvö mörk í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×