Handbolti

Nøddesbo fórnað fyrir Eggert

Ulrik Wilbek, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, ákvað í morgun að skipta línumanninum Jesper Nøddesbo út fyrir hornamanninn Anders Eggert.

Handbolti

Aron: Þurfum framlag frá mörgum mönnum

"Þetta er flott höll og það er víst mikil stemning hérna þannig að okkur hlakkar bara til," segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann mun glíma við arftaka sinn hjá Haukum, Patrek Jóhannesson, í dag.

Handbolti

Arnór inn fyrir Arnór

Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari þurfti að gera eina breytingu á landsliðshópi sínum í morgun. Arnór Atlason getur ekki haldið áfram leik og í hans stað er kominn hægri hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson.

Handbolti

Frakkar sendu Serba heim - Pólverjar og Rússar áfram

Frakkland fer með fullt hús inn í milliriðil tvö eftir þriggja marka sigur á Serbum í kvöld, 31-28, í lokaleik C-riðils á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku. Serbar eru aftur á móti á heimleið eftir riðlakeppnina aðeins tveimur árum eftir að þeir fóru alla leið í úrslitaleik EM.

Handbolti

Patrekur með í fótbolta á æfingu Austurríkismanna - myndir

Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska handboltalandsliðsins, og Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, eru mættir með lið sín til Herning en Ísland og Austurríki mætast á morgun í fyrstu umferð milliriðils eitt á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku.

Handbolti

Strákarnir komnir til Herning

Strákarnir okkar hefja leik í milliriðli EM á morgun. Þeir fluttu sig frá Álaborg í dag yfir til smábæjarins Herning en þar er engu að síður flottasta handboltahöll Danmerkur, Jyske Bank Boxen eða bara Boxið.

Handbolti

Spænsku nautabanarnir of sterkir

Strákarnir okkar gáfu allt sem þeir áttu gegn heimsmeisturunum og voru ekki fjarri því að leggja spænsku risana. Þeir halda nú í milliriðil í Herning með eitt stig í farteskinu og það stig gæti reynst afar dýrmætt.

Handbolti

Tveir banvænir sprettir Spánverja - myndir

Íslenska landsliðið varð að sætta sig við annað sætið í B-riðli og að taka bara eitt stig með sér í milliriðilinn eftir fimm marka tap á móti heimsmeisturum Spánverja í kvöld, 28-33, í lokaleik sínum í riðlakeppni Evrópumótsins í handbolta í Danmörku.

Handbolti

Ísland byrjar á lærisveinum Patreks

Ísland hefur leik gegn Austurríki í milliriðlakeppninni á Evrópumeistaramótinu í Danmörku á laugardaginn. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, stýrir austurríska liðinu.

Handbolti

Ísland með eitt stig í milliriðilinn

Ungverjaland og Noregur skildu jöfn, 26-26, í lokaleik B-riðils á EM í handbolta. Þar með er ljóst að Ísland fer í milliriðlakeppnina í Herning með eitt stig, rétt eins og Ungverjaland.

Handbolti