Handbolti

Fyrirliðinn og varnarjaxlinn framlengja

Framarar hafa framlengt samninga við fyrirliðann Ástu Birnu Gunnarsdóttur og varnarjaxlinn Steinunni Björnsdóttur. Þær verða því áfram í herbúðum Fram í Olís-deild kvenna í handbolta.

Handbolti

Hafði gott af því að flytja frá hótel mömmu

Róbert Aron Hostert varð Íslandsmeistari með Fram í fyrra og sér margt líkt með gengi liðsins þá og gengi ÍBV í vetur. Hann verður í lykilhlutverki í liði Eyjamanna sem mæta í kvöld Haukum í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu.

Handbolti

Berlínarrefirnir unnu

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füsche Berlin unnu tveggja marka sigur, 25-23, á TuS N-Lübbecke á heimavelli sínum í þýska úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Handbolti

Risasigur hjá Kiel

Kiel valtaði yfir Lemgo á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Lokatölur urðu 46-24, Kiel í vil.

Handbolti

Paris SG í úrslit frönsku bikarkeppninnar

Paris SG, lið þeirra Róberts Gunnarssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar, er komið í úrslit frönsku bikarkeppninnar í handbolta eftir tíu marka sigur, 37-27, á Dijon. Sigurinn var aldrei í hættu, en Paris leiddi í hálfleik, 22-10.

Handbolti

ÍR tók forystuna

Sturla Ásgeirsson skoraði tíu mörk þegar ÍR vann Stjörnuna í fyrsta leik liðanna um sæti í efstu deild karla í handbolta á næsta tímabili.

Handbolti

Aron og félagar í lokaúrslit

Kolding, undir stjórn landsliðsþjálfarans Arons Kristjánssonar, komst í dag í úrslitaleikinn um danska meistaratitilinn í handbolta eftir eins marks sigur, 24-23, á Team Tvis Holstebro í seinni leik liðanna í undanúrslitunum.

Handbolti

Ólafur og félagar byrja vel

Ólafur Guðmundsson og félagar hans í IFK Kristianstad tóku forystuna gegn Lugi HF með sjö marka sigri, 30-23, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitunum um sænska meistaratitilinn í handbolta í dag.

Handbolti