Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Stjórnvöld eiga ekki að stíga inn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að svo stöddu, að mati formanns Viðreisnar. Þau þurfi þó að skerpa og auka heimildir ríkissáttasemjara þar sem vinnuumhverfi hans sé óviðunandi. Ný miðlunartillaga, sem ríkissáttasemjari íhugar nú, megi ekki leiða til höfrungahlaups.

Innlent

Met­dagur í gær en tuttugu metrar í kortunum

Metfjöldi heimsótti Hlíðarfjall á Akureyri í gær. Vetrarfrí í skólum standa yfir og höfðu fjölmargir skíðaáhugamenn lagt leið sína norður. Hvessa tók í dag og loka þurfti skíðasvæðinu snemma. Gert er ráð fyrir áframhaldandi suðvestanátt á morgun.

Innlent

Réttinda­laus ók lyftara á bíl

Ökumaður lyftara ók á bifreið við Hafnarfjarðarhöfn klukkan hálf tvö í dag. Ökumaðurinn var ekki með réttindi til að vinna á vinnuvél á opnu svæði.

Innlent

Efling beri ekki ábyrgð á staðfestri upplýsingagjöf

Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar, er harðorður í garð fyrirtækja innan Samtaka atvinnulífsins vegna lélegrar upplýsingagjafar í aðdraganda verkbanns. Allur gangur sé á hvort fyrirtæki hafi upplýst starfsfólk um afstöðu sína til verkbannsins. SA hafa áréttað að fyrirtæki hafi ekkert val um hvort taka eigi þátt í verkbanninu eða ekki. 

Innlent

„Ef að sam­fé­lagið fer að stöðvast þá verða stjórn­völd að grípa inn í“

Formaður Miðflokksins segir mikilvægt að ríkisstjórnin sé undirbúin fyrir það að hún gæti þurft að höggva á hnútinn í kjaradeilunni. Miðlunartillaga væri ein lausn og ríkisstjórnin þurfi í hið minnsta að vera tilbúin enda geti tekið tíma að bregðast við. Þingið og ríkisstjórnin geti ekki litið fram hjá vandanum þegar allt er að sigla í strand.

Innlent

170 ný störf verða til hjá Landeldi í Þorlákshöfn

Framkvæmdir við að koma upp stærsta landeldi landsins á koppinn standa nú yfir í Þorlákshöfn en þar á að ala 40 þúsund tonn af laxi árlega þar sem allur fiskeldisúrgangur stöðvarinnar verður nýttur í öflugan áburð. Um 170 ný störf munu skapast á svæðinu.

Innlent

Ekkert leyndar­mál að ný miðlunar­til­laga sé í vinnslu

Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins segir ekkert leyndarmál að hann vinni að nýrri miðlunartillögu. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um boðun nýs fundar í deilunni. Forsvarsmenn deiluaðila segjast tilbúinir að fresta verkbönnum og verkföllum ef kallið kemur. 

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kjaramál verða fyrirferðamikil í hádegisfréttum Bylgjunnar. Settur ríkissáttasemjari í deilu Eflingar og SA liggur enn undir feldi eftir vendingar í kjaramálum í Pallborðinu á Vísi. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um að boða nýjan fund. Framkvæmdastjóri SA og formaður Eflingar segjast tilbúin til að fresta verkbönnum og verkföllum ef kallið kemur. Forsætisráðherra segir ekki koma til greina að stjórnvöld stígi inn í deiluna að svo stöddu.

Innlent

Himinlifandi yfir því að rostungurinn Þór sé mættur til Íslands

Rostungurinn sem spókaði sig á flotbryggjunni á Breiðdalsvík í gær heitir Þór og kemur frá Bretlandi. Þarlend dýraverndarsamtök hafa borið kennsl á díla á hreifum hans og greint frá því að um sé að ræða sama rostung og heimsótti Bretland fyrir skömmu. Þar var hann nefndur Þór.

Innlent

Skoða að byggja göngu­brú yfir Hvít­ár­gljúfur við Gull­foss

Landeigendur jarðar austan megin við Gullfoss skoða nú ásamt öðrum að byggja göngubrú yfir Hvítárgljúfur við Gullfoss. Með brúnni væri hægt að koma í veg fyrir að ráðast þurfi í dýrar framkvæmdir við að byggja upp aðstöðu austan megin en ferðamönnum sem kjósa að fara þeim megin fer fjölgandi með hverju ári. 

Innlent

Læknar tækju aldrei þátt í rann­sóknum á föngum

Formaður Geðlæknafélags Íslands fullyrðir að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi samþykkti aldrei að taka þátt í rannsóknum á áhrifum hugvíkkandi efna á fanga vegna siðferðislegra sjónarmiða. Umræðan um efnin sé komin út á villigötur.

Innlent

„Ég upplifi það svo sterkt hvað ég var niðurlægð“

Kona sem lagði fram kæru á hendur annarri konu fyrir kynferðisbrot segist hafa fengið áfall þegar gerandinn var sýknuð í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun þessa mánaðar. Þrátt fyrir að játning hafi legið fyrir í málinu ákvað héraðsdómur að sýkna konuna á þeim grundvelli að athæfi hennar gat ekki talist „lostugt.“

Innlent

Flúðu hörmungar í heima­landinu: „Stríðið hófst í raun og veru árið 2014“

Þrír Úkraínumenn sem hafa sest að hér á landi eftir að innrás Rússa hófst segja stöðuna í heimalandinu áfram erfiða. Þau þakka fyrir stuðning Íslendinga og segjast hafa fengið góðar móttökur, þó flóttinn hafi falið í sér ýmsar fórnir. Öll segjast þau elska heimalandið og eru fullviss um sigur Úkraínu en það muni taka tíma. Ein sem kom upprunalega frá Donbas bendir á að stríðið hafi í raun staðið yfir í níu ár.

Innlent

„Þetta var svakalegt að sjá eldtungurnar“

Viðbragðsaðilar náðu að bjarga verðmætum Arctic Fish í Tálknafirði þegar húsnæði þess brann í gær og getur regluleg starfsemi fyrirtækisins því haldið áfram, að sögn sveitarstjóra, sem var með þeim fyrstu á vettvang brunans í gær.

Innlent

Munu aldrei gefa föngum hug­víkkandi efni án sam­þykkis allra

Fangelsismálastjóri segir að ekki verði gerðar tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum án þess að samþykki allra aðila, þar á meðal vísindasamfélagsins, liggi fyrir. Hann kveðst opinn fyrir hugmyndinni en andleg vandamál séu áberandi í fangelsum landsins og við því þurfi að bregðast.

Innlent

Móðir í fangelsi eftir for­sjár­deilu

Móðir tveggja barna hefur verið dæmd í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa farið með börn sín úr landi, haldið þeim þar í tvö ár, og þar með svipt föður forsjá barnanna. 

Innlent

Sólveig Anna gæti fallist á nýja miðlunartillögu

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru sammála um að tíminn til að ná samningum áður en Alþingi setji lög á deilu þeirra sé ekki langur og kostirnir ekki margir. Formaður Eflingar væri tilbúinn að setja rétt fram borna miðlunartillögu í dóm félagsmanna og bæði eru til í að ýmist aflýsa eða fresta verkföllum og verkbanni, boði ríkissáttasemjari þau til sáttafundar.

Innlent

Brúnni lokað og bræður læstir inni

Íbúar á Hólmi við Suðurlandsveg komast hvorki lönd né strönd nema á „35 tommu breyttum jeppum“ eftir að brúnni yfir Hólmsá hjá Geithálsi var lokað í dag. Íbúi kveðst hafa gert yfirvöldum viðvart og hefur áhyggjur af matarbirgðum og sjúkraflutningi.

Innlent

Stórhættulegt og beinlínis ólöglegt

Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri Skeljungs segist hafa séð fleiri dæmi um að fólk dæli þúsundum lítra af eldsneyti á opna plasttanka. Hann biður fólk að hætta því hið snarasta enda athæfið bæði stórhættulegt og beinlínis ólöglegt.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru tilbúin að fresta verkbanni og verkfalli kalli settur ríkissáttasemjari þau til viðræðna. Formaður Eflingar segir stjórnvöld einnig geta liðkað fyrir samningum með ýmsum aðgerðum. Um átta þúsund krónum munar á meðaltalshækkun launa í samningi Starfsgreinasambandsins og þess sem Efling fer fram á.

Innlent

Sólveig Anna og Halldór Benjamín til í að slíðra sverðin

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lýstu því yfir í Pallborði Vísis að þau væru tilbúin að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og vinnubanni ef boð komi frá sáttasemjara um að tekinn verði upp þráður í samningaviðræðum.

Innlent

Um­deildur dómur fyrir árás við Club 203 þyngdur veru­lega

Daniel Zambrana Aquilar, 24 ára karlmaður, var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Daniel hafði áður verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í héraði fyrir alvarlega stunguárás. Daniel var dæmdur til að greiða fórnarlambinu 1,5 milljón króna í miskabætur.

Innlent

Sendu sprengjuhótun meðal annars á leikskóla

Tölvupóstur með sprengjuhótun var sendur á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í morgun, þar á meðal nokkra leikskóla. Ráðhúsið í Reykjanesbæ var rýmt vegna hótunarinnar. Lögregla segir ekkert að óttast en en málið sé litið alvarlegum augum.

Innlent