Innlent

Leggur áherslu á mál sem formaður VR hafi sýnt lítinn áhuga

Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til formennsku í VR gegn Ragari Þór Ingólfssyni sitjandi formanni segir félagið verða að taka á málum sem formaðurinn hafi sýnt lítinn áhuga. Formanns- og stjórnarkjör hefst í VR, fjölmennasta verkalýðsfélagi landsins, í fyrramálið og liggja niðurstöður fyrir á hádegi á miðvikudag eftir viku.

Innlent

Alvarlegt að ekki hafi tekist að manna sjúkraflug

Heilbrigðisráðherra segir alvarlegt að maður sem beið eftir lifrarígræðslu hafi misst af tækifærinu þar sem ekki tókst að manna sjúkraflug. Tryggja þurfi að atvikið endurtaki sig ekki en til greina komi að taka upp bakvaktir til að tryggja að flugáhöfn sé alltaf til taks.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Um tíu þúsund börn búa við fátækt á Íslandi og fjölgar þeim milli ára. Leiðtogi hjá Barnaheillum segir fólk festast í fátæktargildru, sem erfitt reynist að komast út úr. Stjórnvöld þurfi að marka stefnu, sem hingað til hefur ekki verið til staðar og uppræta fátækt í eitt skipti fyrir öll.

Innlent

Myglu­drauga­banar geti fundið myglu þar sem þeir vilja

Hilmar Þór Björnsson arkitekt segir það vera vandamál að verkfræðistofan EFLA skuli bæði sjá um að greina myglu og bjóða upp á ráðgjöf við að fjarlægja hana. Sérfræðingur í myglu segir ekkert vera athugavert við það þar sem verkefnið sé flókið.

Innlent

Tekist á um formannsembættið í VR í Pallborðinu

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til embættis formanns ásamt honum mæta í beina útsendingu í Pallborðinu með Heimi Má Péturssyni fréttamanni klukkan tvö í dag. Kosning til formanns og stjórnar VR hefst á morgun.

Innlent

„Þetta var allt mjög ó­eðli­legt“

Rannsakendur lögreglu telja að Birgir Halldórsson, einn af sakborningum í stóra kókaínmálinu, sé ekki jafn lítið peð í málinu og hann heldur sjálfur fram. Hann segist aðeins hafa verið milliliður en lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins telur Birgir sé sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað,“ líkt og það var orðað við aðalmeðferð málsins. Annar rannsakandi sagði frá því að Birgir og sambýliskona hans hefðu lifað lúxuslífstíl þrátt fyrir að vera ýmist á bótum eða á lágmarkslaunum. 

Innlent

Dómurinn al­gjört ippon fyrir SA

Forseti Alþýðusambands Íslands segir niðurstöðu Félagsdóms í dag vera vonbrigði. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að verkbann Samtaka atvinnulífsins hafi verið löglega boðað og Samtökum atvinnulífsins yfirhöfuð heimilt að boða til verkbanna. Framkvæmdastjóri SA fagnar niðurstöðunni.

Innlent

Sér­­­stöku land­­steymi ætlað að bregðast við erfiðari málum strax

Á fimmta hundruð manns tóku þátt í svokölluðum þjóðfundi um framtíð skólaþjónustu í Hörpu í dag, þar sem ný heildarlöggjöf í málaflokknum er væntanleg. Mennta- og barnamálaráðherra segir þau hafa skort löggjöf og stofnun til að aðstoða kerfið við að bregðast við áskorunum en við því sé verið að bregðast. Hann mun koma á fót landsteymi á næstu dögum sem er ætlað er að taka á erfiðum málum.

Innlent

Engin form­leg leit hafin á Eski­firði

Greint hefur verið frá því í dag að leit sé hafin á Eskifirði að manni sem ekkert hefur spurst til um nokkurra daga skeið. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að frekar sé um eftirgrennslan að ræða.

Innlent

Missti af lifur því ekki tókst að manna sjúkraflug

Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig.

Innlent

Rukkaður um skuld á skemmti­stað og dró upp hníf

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hóta manni með hníf á skemmtistað. Sá sem varð fyrir hótuninni hafði reynt að ræða við manninn um greiðslu skuldar.

Innlent

Fær ekki að spyrja um Lindar­hvol

Meirihluti Alþingis hafnaði í dag að leyfa Jóhanni Páli Jóhannssyni þingmanni Samfylkingarinnar að leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. Þetta er í fyrsta sinn frá 1989 sem álíka atkvæðagreiðsla fer fram.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig. Við fjöllum um málið.

Innlent