Innlent

Engar ábendingar borist vegna Sölva

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að hinum nítján ára gamla Sölva Guðmundssyni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa enn engar ábendingar borist vegna Sölva en lýst var eftir honum fyrr í dag.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Formaður BSRB segir fjarstæðukennt sé að árið 2023 séu kjaradeilur í svo hörðum hnút að grípa þurfi til verkfalla. Gera þurfi þá kröfu að fólk geti lifað af launum sínum. Margrét Björk fylgdist með baráttufundi verkafólks í dag og heyrði í verkafólki.

Innlent

Nafn hinnar látnu ekki gefið upp

Lögreglan á Suðurlandi hyggst ekki gefa upp nafn ungrar stúlku sem lést á Selfossi síðastliðinn fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Innlent

Ávinningurinn margfaldur en greiða þurfi úr flækjum: „Þetta er gríðarlega stórt verkefni“

Koma fyrstu rafmagnsvörubílanna til landsins markar byltingu að sögn forstjóra Brimborgar. Tæknilega væri hægt að skipta helmingi flotans út strax en kostnaður og skortur á innviðum er ákveðin hindrun sem bregðast þurfi við. Ávinningurinn sé þó margfaldur, ekki síst þegar kemur að því að ná loftslagsmarkmiðum. Áfram sé langt í land en þetta sé skref til framtíðar. 

Innlent

Íbúum fjölgar og fjölgar í Hveragerði

„Hvergi á landinu hefur verið jafn mikil fjölgun hlutfallslega af íbúum eins og í Hveragerði síðustu tvö árin eða um sjö prósent“. Þetta segir Geir Sveinsson, bæjarstjóri um leið og hann ítrekar að vaxtarverkir fylgi slíkri fjölgun því allir innviðir bæjarfélagsins þurfi að vera í lagi.

Innlent

Lög­reglan lýsir eftir Sölva

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sölva Guðmundssyni. Sölvi er nítján ára, tæpir 190 sentimetrar að stærð, grannvaxinn með dökkt, hrokkið hár og brún augu. Hann er klæddur í svartar jogging buxur, ljósa hettupeysu og svartan primaloft jakka með hettu. Hann er í hvítum slitnum Nike skóm.

Innlent

Hvetur fólk til að bretta upp ermar og mótmæla

Formaður VR er harðorður í grein sem hann skrifar í tilefni alþjóðlegs baráttudags verkalýðsins sem haldinn er í dag. Hann segir stjórnvöld hér á landi og Seðlabankann hafa tekið sér stöðu gegn fólkinu í landinu. Að hans sögn hefur verkalýðshreyfingin þó sjaldan verið í betra formi til að láta til skarar skríða.

Innlent

Bráðavandi blasi við heimilum landsins

Hátíðarhöld verða víða um land í dag 1. maí í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Kröfuganga fer af stað frá Skólavörðuholti í Reykjavík klukkan hálf tvö en í ár eru hundrað ár frá fyrstu kröfugöngunni hér á landi.

Innlent

Horfði á þátt í símanum á meðan hann keyrði

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í gærkvöldi bifreið vegna gruns um að ökumaður hennar væri að keyra undir áhrifum áfengis. Þegar lögreglan stöðvaði bílinn komst hún að því að ökumaðurinn var allsgáður en var að horfa á þátt í símanum sínum á meðan hann keyrði.

Innlent

MÍR dregur saman seglin eftir sjö­tíu ára starf

Sögufrægt menningarfélag Íslands og Rússlands sem státaði um tíma af á annað þúsund félögum og helstu jöfrum íslenskra bókmennta ákvað að hætta fyrri rekstri sínum og selja húsnæði sitt í fyrra. Samskipti félagsins við rússneska sendiráðið höfðu farið stirðnandi á undanförnum árum.

Innlent

Féll í klettunum við Kleifar­­vatn

Í nótt féll maður í klettum við Kleifarvatn og svaraði félögum sínum illa á eftir. Tveir sjúkrabílar og fjallabíll slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru sendir á staðinn og maðurinn sóttur. Hann reyndist töluvert lemstraður og með höfuðáverka. 

Innlent

Ný Þjórsárbrú við Árnes gæti farið í útboð í haust

Ný brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes er núna á lokastigi hönnunar og gæti farið í útboð í haust. Brúin styttir vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu en brúarsmíðin er hluti af vegagerð Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar.

Innlent

Hélt vöku fyrir ná­grönnum sínum

Maður var í nótt handtekinn fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu. Tilkynning barst lögreglu frá nágrönnum hans um að maðurinn væri ölvaður og héldi vöku fyrir nágrönnum sínum með hávaða í sameign. Maðurinn dróg ekki úr hávaða þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli lögreglu og var hann því vistaður í fangageymslu lögreglu.

Innlent

Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss

Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 

Innlent

Segja ríki og borg spila með fram­tíðar­öryggi lands­byggðarinnar

Oddvitar Sjálfstæðisflokksins í fjórtán sveitarfélögum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem áform innviðaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um að hefjast handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning íbúðauppbyggingar í Skerjafirði eru fordæmd. Þau setji framtíð Reykjavíkurflugvallar, og þar með framtíðaröryggi landsbyggðarinnar í uppnám. 

Innlent

Allar 150 kýrnar í fjósinu með nöfn

Vígdögg, Aðalborg, Stjörnuþoka, Lúpína, Hrun, Hrafnöld, Hornauga, Kleópatra , Ljósblá og Flatkaka. Hvaða nöfn skyldu þetta vera? Jú, þetta eru allt nöfn á kúm á bæ í Rangárvallasýslu en allar kýrnar í fjósinu, hundrað og fimmtíu eru með nöfn í stað númera.

Innlent

Litlu mátti muna að sinubruni læstist í skemmu

Brunavörnum Múlaþings gekk vel að ráða niðurlögum sinuelds sem kviknaði á túni við bæinn Dali í Hjalt­astaðaþing­há nú síðdegis. Eldurinn logaði alveg við verkfærageymslu á túninu en náði ekki að læsa sér í geymsluna.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa segir það hafa komið á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsi. Hún segir fólk ekki hætta að vera skjólstæðingar spítalans þó það hefji afplánun í fangelsi. Samstarf skorti á milli fangelsa og Landspítala.

Innlent

Vélar­rýmið fylltist af gufu

Vélarrúm björgunarskipsins Hannesar Þ. Hafstein fylltist af gufu þegar kælirör sprakk í æfingasiglingu út frá Sandgerði. Ekkert björgunarskip verður til taks í Sandgerði á næstunni.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Formaður ADHD samtakanna kallar eftir því að öllum föngum sé hleypt í ADHD greiningarferli strax við upphaf afplánunar, enda séu fjölmargir með ógreindar raskanir í fangeslum. Hlúa þurfi mun betur að þessum hópi sem oft glími við afleiðingar þess að engin hjálp hafi staðið til boða í æsku.

Innlent