Innlent Snarpur skjálfti reið yfir rétt fyrir tvö Snarpur skjálfti reið yfir rétt fyrir klukkan tvö í nótt og fannst á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 6.7.2023 01:53 Komst í 17.500 feta hæð á svifflugvél í sérstökum skilyrðum Á þriðjudag mynduðust sérstök veðurskilyrði á Sandskeiði þannig að svifflugmenn drifu sig af stað. Ásgeir Bjarnason læknir komst í 17.500 feta hæð. Innlent 6.7.2023 00:06 „Ég finn fyrir miklum kvíða“ Íbúi Grindavíkur finnur fyrir miklum kvíða og óöryggi vegna skjálftanna á Reykjanesskaga. Hún segist eiga erfitt með svefn vegna skjálftanna og þeir hafi valdið skemmdum á húsi hennar. Hún vonar að það fari að gjósa svo lengi sem skjálftarnir hætti. Innlent 5.7.2023 23:26 Framkvæmdir hafnar vegna nýrra vindmylla í Þykkvabæ Framkvæmdir eru hafnar í Þykkvabæ vegna tveggja vindmylla, sem fyrirhugað er að rísi í september á undirstöðum þeirra vindmylla sem þar stóðu áður. Ný viðhorfskönnun sýnir að sextíu prósent íbúa í Þykkvabæ eru andvígir nýjum vindmyllum. Innlent 5.7.2023 22:22 „Við erum komin inn á eldgosatímabil“ Eldfjallafræðingur segir eldgosatímabil hafið og að tíð eldgos verði næstu 300 til 400 árin. Allt bendi til þess að eldgos sé á leiðinni sem verði sambærilegt eldgosinu við Fagradalsfjall að stærð. Hann útilokar þó ekki að hraun renni yfir Reykjanesbraut. Innlent 5.7.2023 21:20 Veiðitímabilið óhreyft þrátt fyrir tilmæli fagráðs Hreindýraveiðitímabilið verður óbreytt í ár að sögn Bjarna Jónassonar teymisstjóra hjá Umhverfisstofnun. Fagráð um velferð dýra vill seinka tímabilinu vegna velferðar hreindýrskálfa. Innlent 5.7.2023 21:02 „Það bendir hver á annan og við höfum engin svör fengið“ Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda virðist sem engin endurskoðun eigi sér stað hjá þeim um að leyfa ávísun lyfs til fullorðinna með taugahrörnunarsjúkdómsinn SMA, að sögn Flóka Ásgeirssonar lögmanns FSMA á Íslandi. Innlent 5.7.2023 20:20 „Það var ekki leiðtogafundur í Nettó“ Maður sem vakti athygli á vopnuðum lögreglumanni í Nettó segir að ekki megi normalísera vopnaburð lögreglunnar. Lögregluþjónninn reyndist vera sérsveitarmaður en samkvæmt verklagi eru þeir alltaf vopnaðir á vakt, þó þeir séu bara að kaup sér skyr. Innlent 5.7.2023 19:18 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum verðum við í beinni útsendingu frá Reykjanesi með nýjustu tíðindi af jarðhræringunum þar. Þótt flestir íbúar Grindavíkur séu orðnir vanir jarðskjálftum og eldgosum leggjast skjálftarnir misjafnlega í fólk. Við heyrum í konu sem er búin að fá alveg nóg. Innlent 5.7.2023 18:20 Bæjarstjórinn sneri úr fríi þegar skjálftahrinan hófst Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur var nýfarinn í sumarfrí þegar skjálftahrinan hófst á Reykjanesskaga og dreif sig aftur heim. Hann segir tímasetninguna óheppilega þar sem margir viðbragðsaðilar séu í sumarfríi og býst við gosi. Innlent 5.7.2023 16:56 Landrisið bendi til kraftmikils goss Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir umfang og útbreiðslu landriss á Reykjanesskaga benda til þess að nægilegt kvikumagn sé til staðar til þess að búa til kraftmikið gos. Slíkt gos yrði stærra en gos á Reykjanesskaga árið 2021 og 2022. Ljóst sé að kvika sé búin að ryðja sér til rúms í efri hluta jarðskorpunnar. Innlent 5.7.2023 16:37 Nokkrir boðið fram milljónir til að færa fjölskyldunni húsið aftur Einstaklingar hafa sett sig í samband við bæjarráð Reykjanesbæjar og boðist til að leggja fram fjármuni til kaupa á húsi ungs öryrkja sem missti heimili sitt á nauðungaruppboði. Nýr eigandi hefur ekki sýnt boðinu áhuga. Innlent 5.7.2023 14:01 Tíu mánuðir fyrir tvær líkamsárásir Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær karlmann á þrítugsaldri til tíu mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa framið tvær líkamsárásir, þar af eina á fimmtán ára dreng, og fyrir tvö umferðarlagabrot. Innlent 5.7.2023 13:46 Býst við skjálftum hátt í 6,3 að stærð Sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum býst við jarðskjálftum hátt í sex að stærð á næstu sólarhringum á Reykjanesskaga. Virknin á svæðinu er mjög sambærileg þeirri sem var í aðdraganda eldgossins á síðasta ári í Meradölum. Innlent 5.7.2023 13:43 Segist ekki hafa gert sér grein fyrir aldri Kólosseum Enskur ferðamaður, sem skar á dögunum nafn sitt og kærustu sinnar á vegg ítalska hringleikahússins Kólosseum, segist ekki hafa gert sér grein fyrir aldri mannvirkisins. Hann hefur nú beðið borgarstjóra Rómarborgar afsökunar á athæfinu og segir það „vandræðalegt“ að hann hafi ekki verið meðvitaður um háan aldur Kólosseum. Innlent 5.7.2023 13:13 Svandís endurheimti traust með því að draga ákvörðun sína til baka Traust og trúnaður þarf að ríkja á milli ríkisstjórnarflokkanna til að hægt sé að takast á við þau verkefni sem hún stendur frammi fyrir, segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Framganga matvælaráðherra við tímabundið bann hennar á hvalveiðum væri bein ögrun við stjórnarsamstarfið Innlent 5.7.2023 13:02 Átján þúsund Íslendingar á vanskilaskrá Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, segir fyrirtækið hafa veitt smálánafyrirtækinu eCommerce 2020 ApS of mikið traust. Þá segir hún átján þúsund Íslendinga skráða á vanskilaskrá og að líkur séu á því að sú tala hækki með hækkandi vöxtum og verðbólgu. Innlent 5.7.2023 12:04 Mátulegt „túristagos“ gott fyrir krónuna og verðbólguna „Ferðaþjónustan er orðin mjög mikilvæg atvinnugrein og hjálpar okkur sannarlega í baráttunni við verðbólguna,“ segir Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi um möguleg áhrif elgoss á stöðu efnahagsmála. Innlent 5.7.2023 12:02 Íbúar vanir skjálftum en þeir séu alltaf jafn óþægilegir Það er erfitt að venjast sífelldum jarðskjálftum segir formaður Bæjarráðs Grindavíkur og vettvangsstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Nú sé góður tímapunktur fyrir íbúa að fara yfir öll öryggisatriði sem þurfa að vera í lagi í skjálftahrinu. Innlent 5.7.2023 11:47 Hádegisfréttir Bylgjunnar Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi verður að sjálfsögðu fyrirferðarmikil í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 5.7.2023 11:35 Appelsínugulur litakóði kominn á Fagradalsfjall Alþjóðaflugið hefur núna fengið viðvörun um að eldstöðin Fagradalsfjall sýni aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi. Það gerðist á ellefta tímanum í morgun þegar alþjóðlegum litakóða var breytt úr grænum, sem þýðir engar vísbendingar um gos, yfir í appelsínugulan, sem táknar vaxandi líkur á eldgosi. Innlent 5.7.2023 11:31 Enn ófundinn eftir hnífstunguárás á Laugavegi Maðurinn sem stakk annan mann með hníf í miðbæ Reykjavíkur þar síðustu nótt er enn ófundinn. Árásin átti sér stað á Laugavegi í miðborginni en sá sem varð fyrir árásinni er á batavegi á Landspítala. Innlent 5.7.2023 11:22 Ferðamenn á svæðinu mesta áhyggjuefnið „Við ýtum bara á takka sem heitir copy/paste,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í samtali við Vísi um viðbrögð sveitarinnar við jarðhræringum á Reykjanesskaga. Fjöldi ferðamanna hefur verið á svæðinu frá síðasta eldgosi, sem Bogi segir mesta áhyggjuefnið. Innlent 5.7.2023 10:36 „Við tökum öllum ábendingum alvarlega“ Ábending til lögreglunnar á Suðurnesjum um að vopnaður maður gengi um götur Reykjanesbæjar í gærkvöldi reyndust ekki á rökum reistar. Varðstjóri segir að lögregla muni ávallt taka öllum slíkum ábendingum alvarlega. Innlent 5.7.2023 10:10 Verulegar líkur á gosi á næstu dögum ef þróunin verður áfram sú sama Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur var viðmælandi í Bítínu á Bylgjunni í morgun og sagði atburðarásina síðustu klukkustundir áþekka hrinunni fyrir gosið í ágúst í fyrra. Innlent 5.7.2023 10:08 Óvissustigi lýst yfir vegna skjálftanna Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst að kvöldi til 4. júlí og er enn í gangi. Innlent 5.7.2023 10:05 Vaktin: Beðið eftir eldgosi Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, segir menn nú frekar gera ráð fyrir að gos hefjist en ekki. Fundað var um stöðuna í morgun og óvissustigi hefur verið lýst yfir. Innlent 5.7.2023 09:27 Stærsti skjálftinn 4,8 að stærð Fjórir skjálftar við Fagradalsfjall hafa mælst stærri en 4 frá klukkan 7:30 í morgun. Stærsti skjálftinn hefur mælst 4,8 að stærð en hann varð klukkan 8:21. Innlent 5.7.2023 08:40 Akureyri og Egilsstaðir vænlegri landnámskostir moskítóflugna „Moskítófluga“ sem fannst í Laugardal í Reykjavík reyndist ekki vera moskítófluga heldur forarmý. Skordýrafræðingur segir tegundina algenga um allt land. Moskító þurfi menn til að komast til landsins og þar eru Akureyri og Egilsstaðir vænlegri landnámskostir en Keflavík. Innlent 5.7.2023 07:46 Skjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar Skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar klukkan 7:30 í morgun. Stórir skjálftar urðu einnig klukkan 7:42 og 7:46. Klukkan 8:21 varð skjálfti í kringum 4 að stærð. Innlent 5.7.2023 07:38 « ‹ ›
Snarpur skjálfti reið yfir rétt fyrir tvö Snarpur skjálfti reið yfir rétt fyrir klukkan tvö í nótt og fannst á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 6.7.2023 01:53
Komst í 17.500 feta hæð á svifflugvél í sérstökum skilyrðum Á þriðjudag mynduðust sérstök veðurskilyrði á Sandskeiði þannig að svifflugmenn drifu sig af stað. Ásgeir Bjarnason læknir komst í 17.500 feta hæð. Innlent 6.7.2023 00:06
„Ég finn fyrir miklum kvíða“ Íbúi Grindavíkur finnur fyrir miklum kvíða og óöryggi vegna skjálftanna á Reykjanesskaga. Hún segist eiga erfitt með svefn vegna skjálftanna og þeir hafi valdið skemmdum á húsi hennar. Hún vonar að það fari að gjósa svo lengi sem skjálftarnir hætti. Innlent 5.7.2023 23:26
Framkvæmdir hafnar vegna nýrra vindmylla í Þykkvabæ Framkvæmdir eru hafnar í Þykkvabæ vegna tveggja vindmylla, sem fyrirhugað er að rísi í september á undirstöðum þeirra vindmylla sem þar stóðu áður. Ný viðhorfskönnun sýnir að sextíu prósent íbúa í Þykkvabæ eru andvígir nýjum vindmyllum. Innlent 5.7.2023 22:22
„Við erum komin inn á eldgosatímabil“ Eldfjallafræðingur segir eldgosatímabil hafið og að tíð eldgos verði næstu 300 til 400 árin. Allt bendi til þess að eldgos sé á leiðinni sem verði sambærilegt eldgosinu við Fagradalsfjall að stærð. Hann útilokar þó ekki að hraun renni yfir Reykjanesbraut. Innlent 5.7.2023 21:20
Veiðitímabilið óhreyft þrátt fyrir tilmæli fagráðs Hreindýraveiðitímabilið verður óbreytt í ár að sögn Bjarna Jónassonar teymisstjóra hjá Umhverfisstofnun. Fagráð um velferð dýra vill seinka tímabilinu vegna velferðar hreindýrskálfa. Innlent 5.7.2023 21:02
„Það bendir hver á annan og við höfum engin svör fengið“ Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda virðist sem engin endurskoðun eigi sér stað hjá þeim um að leyfa ávísun lyfs til fullorðinna með taugahrörnunarsjúkdómsinn SMA, að sögn Flóka Ásgeirssonar lögmanns FSMA á Íslandi. Innlent 5.7.2023 20:20
„Það var ekki leiðtogafundur í Nettó“ Maður sem vakti athygli á vopnuðum lögreglumanni í Nettó segir að ekki megi normalísera vopnaburð lögreglunnar. Lögregluþjónninn reyndist vera sérsveitarmaður en samkvæmt verklagi eru þeir alltaf vopnaðir á vakt, þó þeir séu bara að kaup sér skyr. Innlent 5.7.2023 19:18
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum verðum við í beinni útsendingu frá Reykjanesi með nýjustu tíðindi af jarðhræringunum þar. Þótt flestir íbúar Grindavíkur séu orðnir vanir jarðskjálftum og eldgosum leggjast skjálftarnir misjafnlega í fólk. Við heyrum í konu sem er búin að fá alveg nóg. Innlent 5.7.2023 18:20
Bæjarstjórinn sneri úr fríi þegar skjálftahrinan hófst Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur var nýfarinn í sumarfrí þegar skjálftahrinan hófst á Reykjanesskaga og dreif sig aftur heim. Hann segir tímasetninguna óheppilega þar sem margir viðbragðsaðilar séu í sumarfríi og býst við gosi. Innlent 5.7.2023 16:56
Landrisið bendi til kraftmikils goss Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir umfang og útbreiðslu landriss á Reykjanesskaga benda til þess að nægilegt kvikumagn sé til staðar til þess að búa til kraftmikið gos. Slíkt gos yrði stærra en gos á Reykjanesskaga árið 2021 og 2022. Ljóst sé að kvika sé búin að ryðja sér til rúms í efri hluta jarðskorpunnar. Innlent 5.7.2023 16:37
Nokkrir boðið fram milljónir til að færa fjölskyldunni húsið aftur Einstaklingar hafa sett sig í samband við bæjarráð Reykjanesbæjar og boðist til að leggja fram fjármuni til kaupa á húsi ungs öryrkja sem missti heimili sitt á nauðungaruppboði. Nýr eigandi hefur ekki sýnt boðinu áhuga. Innlent 5.7.2023 14:01
Tíu mánuðir fyrir tvær líkamsárásir Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær karlmann á þrítugsaldri til tíu mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa framið tvær líkamsárásir, þar af eina á fimmtán ára dreng, og fyrir tvö umferðarlagabrot. Innlent 5.7.2023 13:46
Býst við skjálftum hátt í 6,3 að stærð Sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum býst við jarðskjálftum hátt í sex að stærð á næstu sólarhringum á Reykjanesskaga. Virknin á svæðinu er mjög sambærileg þeirri sem var í aðdraganda eldgossins á síðasta ári í Meradölum. Innlent 5.7.2023 13:43
Segist ekki hafa gert sér grein fyrir aldri Kólosseum Enskur ferðamaður, sem skar á dögunum nafn sitt og kærustu sinnar á vegg ítalska hringleikahússins Kólosseum, segist ekki hafa gert sér grein fyrir aldri mannvirkisins. Hann hefur nú beðið borgarstjóra Rómarborgar afsökunar á athæfinu og segir það „vandræðalegt“ að hann hafi ekki verið meðvitaður um háan aldur Kólosseum. Innlent 5.7.2023 13:13
Svandís endurheimti traust með því að draga ákvörðun sína til baka Traust og trúnaður þarf að ríkja á milli ríkisstjórnarflokkanna til að hægt sé að takast á við þau verkefni sem hún stendur frammi fyrir, segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Framganga matvælaráðherra við tímabundið bann hennar á hvalveiðum væri bein ögrun við stjórnarsamstarfið Innlent 5.7.2023 13:02
Átján þúsund Íslendingar á vanskilaskrá Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, segir fyrirtækið hafa veitt smálánafyrirtækinu eCommerce 2020 ApS of mikið traust. Þá segir hún átján þúsund Íslendinga skráða á vanskilaskrá og að líkur séu á því að sú tala hækki með hækkandi vöxtum og verðbólgu. Innlent 5.7.2023 12:04
Mátulegt „túristagos“ gott fyrir krónuna og verðbólguna „Ferðaþjónustan er orðin mjög mikilvæg atvinnugrein og hjálpar okkur sannarlega í baráttunni við verðbólguna,“ segir Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi um möguleg áhrif elgoss á stöðu efnahagsmála. Innlent 5.7.2023 12:02
Íbúar vanir skjálftum en þeir séu alltaf jafn óþægilegir Það er erfitt að venjast sífelldum jarðskjálftum segir formaður Bæjarráðs Grindavíkur og vettvangsstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Nú sé góður tímapunktur fyrir íbúa að fara yfir öll öryggisatriði sem þurfa að vera í lagi í skjálftahrinu. Innlent 5.7.2023 11:47
Hádegisfréttir Bylgjunnar Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi verður að sjálfsögðu fyrirferðarmikil í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 5.7.2023 11:35
Appelsínugulur litakóði kominn á Fagradalsfjall Alþjóðaflugið hefur núna fengið viðvörun um að eldstöðin Fagradalsfjall sýni aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi. Það gerðist á ellefta tímanum í morgun þegar alþjóðlegum litakóða var breytt úr grænum, sem þýðir engar vísbendingar um gos, yfir í appelsínugulan, sem táknar vaxandi líkur á eldgosi. Innlent 5.7.2023 11:31
Enn ófundinn eftir hnífstunguárás á Laugavegi Maðurinn sem stakk annan mann með hníf í miðbæ Reykjavíkur þar síðustu nótt er enn ófundinn. Árásin átti sér stað á Laugavegi í miðborginni en sá sem varð fyrir árásinni er á batavegi á Landspítala. Innlent 5.7.2023 11:22
Ferðamenn á svæðinu mesta áhyggjuefnið „Við ýtum bara á takka sem heitir copy/paste,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í samtali við Vísi um viðbrögð sveitarinnar við jarðhræringum á Reykjanesskaga. Fjöldi ferðamanna hefur verið á svæðinu frá síðasta eldgosi, sem Bogi segir mesta áhyggjuefnið. Innlent 5.7.2023 10:36
„Við tökum öllum ábendingum alvarlega“ Ábending til lögreglunnar á Suðurnesjum um að vopnaður maður gengi um götur Reykjanesbæjar í gærkvöldi reyndust ekki á rökum reistar. Varðstjóri segir að lögregla muni ávallt taka öllum slíkum ábendingum alvarlega. Innlent 5.7.2023 10:10
Verulegar líkur á gosi á næstu dögum ef þróunin verður áfram sú sama Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur var viðmælandi í Bítínu á Bylgjunni í morgun og sagði atburðarásina síðustu klukkustundir áþekka hrinunni fyrir gosið í ágúst í fyrra. Innlent 5.7.2023 10:08
Óvissustigi lýst yfir vegna skjálftanna Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst að kvöldi til 4. júlí og er enn í gangi. Innlent 5.7.2023 10:05
Vaktin: Beðið eftir eldgosi Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, segir menn nú frekar gera ráð fyrir að gos hefjist en ekki. Fundað var um stöðuna í morgun og óvissustigi hefur verið lýst yfir. Innlent 5.7.2023 09:27
Stærsti skjálftinn 4,8 að stærð Fjórir skjálftar við Fagradalsfjall hafa mælst stærri en 4 frá klukkan 7:30 í morgun. Stærsti skjálftinn hefur mælst 4,8 að stærð en hann varð klukkan 8:21. Innlent 5.7.2023 08:40
Akureyri og Egilsstaðir vænlegri landnámskostir moskítóflugna „Moskítófluga“ sem fannst í Laugardal í Reykjavík reyndist ekki vera moskítófluga heldur forarmý. Skordýrafræðingur segir tegundina algenga um allt land. Moskító þurfi menn til að komast til landsins og þar eru Akureyri og Egilsstaðir vænlegri landnámskostir en Keflavík. Innlent 5.7.2023 07:46
Skjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar Skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar klukkan 7:30 í morgun. Stórir skjálftar urðu einnig klukkan 7:42 og 7:46. Klukkan 8:21 varð skjálfti í kringum 4 að stærð. Innlent 5.7.2023 07:38