Innlent

Veittist að fólki með stórum hníf

Lögregla handtók einstakling grunaðan um að hafa veist að fólk með stórum hníf á höfuðborgarsvæðinu. Sá var handtekinn fyrir brot á vopnalögum og er sagður hafa verið í annarlegu ástandi.

Innlent

Verkefnið farið fram úr björtustu vonum í Vestmannaeyjum

Tilraunaverkefnið Kveikjum neistann hefur nú verið í gangi í Vestmannaeyjum á þriðja ár og árangurinn farið fram úr björtustu vonum. Skólastjóri segir starfsmenn, foreldra og börn saman í liði og að þau sjái fram á að fylgja börnunum út alla þeirra skólagöngu.

Innlent

„Þurfum greinilega að gera betur“

„Ég þarf engar ráðleggingar frá Sigmundi Davíð þó það sé alltaf gaman að hlusta á hann. Hann er svolítill spéfugl og hefur gaman af því að tala.“ Þetta segir Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins innt eftir viðbrögðum við ummælum formanns Miðflokksins, sem segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að „umbúðaflokki“.

Innlent

Fýlupúka­fé­lag Sjálf­stæðis­flokksins snúið aftur

Formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að umbúðaflokki og að hann þurfi að huga aftur að sínum gömlu gildum. Hann segir nýlegar kvartanir þingmanna aðeins sýndarmennsku og telur það ekki nægja til að þagga raunverulega óánægju í flokknum. 

Innlent

Ekki sniðugt að plana gosferð í september

Jarðeðlisfræðingur segir að fólk ætti ekki að geyma það að sjá eldgosið við Litla Hrút fram í september, þar sem senn kunni að líða að goslokum. Hann segir um eðlilega lengd á eldgosi sé að ræða, og því gæti lokið eftir eina til tvær vikur.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum heyrum við frá þingmanni Sjálfstæðisflokksins sem segir mikla óánægju innan raða Sjálfstæðismanna með málamiðlanir sem gerðar hafa verið í þágu stjórnarsamstarfsins. Þrátt fyrir það standi samtarfið styrkum fótum. 

Innlent

Við­kvæmur hópur sem ekki endi­lega eigi heima á Vogi

Ekki allir eiga heima í meðferð hjá SÁÁ. Formaður segir mikilvægt að allir geti fengið meðferð, en að yfirvöld þurfi að setja sér heildræna stefnu svo hægt sé að útbúa meðferð sem henti þeim sem eru til dæmis þroskaskert og með fíknivanda. 

Innlent

Sinu­bruni við Mós­karðs­hnjúka

Eldur kviknaði í sinu við rætur Móskarðshnjúka á fjórða tímanum í dag. Slökkvilið er á svæðinu og segir varðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu að um mjög rólegan bruna sé að ræða. 

Innlent

Reykholtshátíð í Reykholti um helgina

Það verður mikið um að vera í Reykholti í Borgarfirði um helgina því þar fer fram Reykholtshátíð í tuttugasta og sjöunda skipti. Fjölmargir listamenn munu koma fram á hátíðinni, auk þess sem vígsluafmæli Reykholtskirkju verður minnst á morgun.

Innlent

Til­kynnt um grun­sam­lega menn með hnífa

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í nótt. Tilkynningar bárust um grunsamlegar mannaferðir víða um bæinn, þar á meðal tilkynning um grunsamlega menn með hnífa. Þá var mikið af ölvunartengdum málum og nokkur slagsmál.

Innlent

Synjun Sjúkra­trygginga í ó­sam­ræmi við lög: „Þetta snýst greini­lega ekki um peninga“

Umboðsmaður Alþingis gaf frá sér álit í vikunni þar sem fram kom að synjun úrskurðarnefndar velferðarmála um styrk til kaupa á hjálpartæki handa stúlku með sjaldgæfa taugasjúkdóminn AHC hafi ekki verið lögmæt. Faðir stúlkunnar vonast til þess að barátta hans við Sjúkratryggingar og úrskurðarnefnd velferðarmála komi til með að ryðja veginn fyrir börn í sömu stöðu og dóttir hans. 

Innlent