Innlent Sigurður Líndal látinn Sigurður Líndal, fyrrverandi lagaprófessor, er látinn, 92 ára að aldri. Innlent 6.9.2023 07:24 Íbúar í Háaleiti dauðþreyttir á vandræðum með kalda vatnið Íbúi í Háaleitishverfi í Reykjavík sem hefur átt í vandræðum með þrýsting á kalda vatninu heima hjá sér eftir viðgerðir Veitna í hverfinu í byrjun ágúst er ósáttur við skort á upplýsingum frá Veitum vegna málsins. Þó nokkrar skýringar hafi verið gefnar á vandræðunum. Veitur segja þrýsting á köldu vatni í lagi. Innlent 6.9.2023 06:45 Fjórtán ára ökumaður stöðvaður í miðborginni um hánótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann í miðborginni um klukkan 3.30 í nótt en um reyndist að ræða fjórtán ára dreng. Hafði hann tekið umrædda bifreið í leyfisleysi og var sóttur af móður sinni. Innlent 6.9.2023 06:31 „Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“ Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið. Innlent 5.9.2023 23:45 „Þetta er óafsakanlegt“ Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segist þekkja fjölmörg dæmi þess að menn séu dregnir út á nærbuxunum einum klæða af lögreglu, líkt og gert var í Breiðholti í morgun, en slíkum tilfellum fari fækkandi. „Það er eiginlega ekki hægt að afsaka þetta í mínum huga,“ segir hann. Innlent 5.9.2023 22:24 Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað fyrir blóði Karlmaður hefur verið dæmdur til átta mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir brot í nánu sambandi, með því að hafa beitt dóttur sína ofbeldi og hótað henni og syni sínum ofbeldi. Hann hótaði dótturinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað fyrir blóði. Innlent 5.9.2023 21:09 Meirihluti landsmanna telur of marga flóttamenn fá hæli Algjör viðsnúningur hefur orðið á viðhorfi landsmanna til flóttamanna þar sem ríflega tvöfalt fleiri en áður telja þá of marga hér á landi eða um sextíu prósent. Fjármálaráðherra segir viðvörunarbjöllur hafa hringt lengi í þessum málaflokki. Innlent 5.9.2023 21:01 „Þetta var það minnsta sem ég gat gert“ Nic, aðgerðarsinninn sem var handtekin á mótmælunum við hvalveiðiskipin Hval 8 og Hval 9 í dag segist hafa verið að senda Anahitu, öðrum mótmælandanum, skilaboð þegar hún var handtekin eftir að hafa farið inn fyrir merktan lögregluborða. Anahita hafi verið í uppnámi og hún ætlað að hughreysta hana. Innlent 5.9.2023 19:14 Bundið slitlag lagt á nýja þjóðveginn um Teigsskóg Klæðningarflokkur frá Borgarverki hóf í dag að leggja bundið slitlag á nýja þjóðveginn um Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. Stefnt er að því að vegurinn umdeildi verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Innlent 5.9.2023 18:57 Grunaður um vopnuð rán á vespu og fimmtán önnur brot Gæsluvarðhald karlmanns, sem hann hefur sætt frá 6. ágúst síðastliðnum, hefur verið framlengt til 27. september næstkomandi. Hann er grunaður um að hafa framið tvö vopnuð rán sama daginn auk fimmtán misalvarlegra brota frá árinu 2019. Innlent 5.9.2023 18:08 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hvalveiðiskipin héldu út á sjó í dag eftir að tveir aðgerðasinnar sem hlekkjuðu sig við möstur þeirra fóru frá borði. Konurnar tvær voru handteknar og hafa verið kærðar fyrir húsbrot. Við sjáum myndir frá viðburðaríkum degi við Reykjavíkurhöfn í kvöldfréttum og ræðum við þau sem voru á staðnum. Innlent 5.9.2023 18:00 Sækja veiðarfæri og stefna á miðin á morgun Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandi Hvals hf, segir hvalveiðiskipin Hval 8 og Hval 9 á leið í Hvalfjörðinn. Þangað verða veiðarfæri sótt og í framhaldinu lagt á miðin á morgun. Innlent 5.9.2023 17:03 Tóku bakpokann af konunni til að flýta fyrir mótmælalokum Hvalur hf. hefur kært konurnar tvær sem mótmæltu hvalveiðum í tunnum í möstrum hvalskipa félagsins til lögreglu. Yfirlögregluþjónn segir ekki mannréttindabrot að taka bakpoka af fólki sem hafi gerst brotlegt við lög. Innlent 5.9.2023 15:56 Alvarlegt bílslys í Borgarfirði Hringvegurinn er lokaður í Norðurárdal vegna alvarlegs umferðarslyss. Tveir bílar skullu saman á Vesturlandsvegi til móts við Hvammskirkju, skammt frá Bifröst. Fjórir voru í bílunum. Innlent 5.9.2023 15:32 Funduðu með starfsfólki og nemum um sameiningu MA og VMA Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, og Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, héldu í dag fund með starfsfólki og nemendum beggja skóla um sameiningu skólanna. Skólameistararnir eru jákvæðir fyrir sameiningu. Innlent 5.9.2023 15:14 Sjáðu konurnar koma niður eftir 33 tíma dvöl Þær Anahita Babei og Elissa Bijou komu niður úr möstrum hvalveiðiskipanna Hvals 8 og Hvals 9 á þriðja tímanum í dag. Þar höfðu þær verið í 33 tíma til að mótmæla fyrirhuguðum hvalveiðum Hvals en þær voru fluttar á brott í lögreglubíl. Innlent 5.9.2023 14:56 „Maður fer að velta fyrir sér hvort þarna geti verið á ferðinni mannréttindabrot“ Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands veltir því fyrir sér hvort lögregla hafi brotið á mannréttindum annars mótmælandans í hvalveiðiskipinu með því að hafa svipt hana eigum sínum. Þá þurfi það að koma til alvarlegrar skoðunar hvort lögreglan hafi gætt meðalhófs í málinu. Fólk missi ekki mannréttindi sín við að viðhafa borgaralega óhlýðni. Innlent 5.9.2023 13:37 Ólíklegt að Kristján nái að veiða allan kvótann úr þessu Líffræðingur við Hafrannsóknarstofnun telur ólíklegt að Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., nái að veiða þann hval sem hann má veiða samkvæmt leyfi. Veður og birtuskilyrði muni hafa áhrif. Hann segir langreyðar ekki í útrýmingarhættu á norðurhveli jarðar. Innlent 5.9.2023 13:29 Fjöldi brota færist nær því sem var fyrir heimsfaraldur Brotum um helgar fækkar á milli ára í heild en fjölgun er á tilkynningum um líkamsárásir, líkamsmeiðingar og útköll sérsveita. Innlent 5.9.2023 12:20 Þrír handteknir í aðgerðum lögreglu í Flúðaseli Þrír karlmenn voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í húsi í Flúðaseli í Breiðholti í Reykjavík í morgun. Innlent 5.9.2023 12:14 „Okkur þykir náttúrulega miður að þetta skyldi koma upp“ Bæjarstjóri Reykjanesbæjar harmar vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum gagnvart sautján ára dreng á bæjarhátíðinni Ljósanótt í Reykjanesbraut. Málið varpi skugga á hátíðina Innlent 5.9.2023 12:09 Nafn mannsins sem lést í Eyjafirði Maðurinn sem lést í hlíðum Hagárdals inn í Eyjafirði á laugardag hét Jónas Vigfússon. Jónas lætur eftir sig eiginkonu, tvær uppkomnar dætur og sjö barnabörn. Innlent 5.9.2023 11:59 Hádegisfréttir Bylgjunnar Aðgerðir dýraverndunarsinna sem hófust í gærmorgun í Reykjavíkurhöfn verða enn í sviðsljósinu í hádegisfréttum Bylgjunnar þennan daginn. Innlent 5.9.2023 11:41 Snöruðu Héðni upp á gamla stallinn við Hringbraut Búið er að koma Héðni Valdimarssyni aftur fyrir við Hringbraut þar sem hann hafði staðið keikur í áratugi. Styttan var tekin niður fyrir fimm árum síðan, svo athygli vakti. Innlent 5.9.2023 10:59 Áfram forstjóri á meðan framtíðarfyrirkomulag innkaupamála er skoðað Setningartími Söru Lindar Guðbergsdóttur sem settur forstjóri Ríkiskaupa hefur verið framlengdur til áramóta. Vinna fer nú fram innan fjármála- og efnahagsráðuneytisins um framtíðarskipulag umgjarðar innkaupamála hjá ríkinu. Innlent 5.9.2023 10:42 Kristján stefnir á hvalveiðar um leið og veður leyfir Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandi Hvals hf., skilur ekkert í því hvers vegna fólki sem brjóti lög sé hampað út í það óendanlega. Hann segir slæmt veður hafa tafið hvalveiðar í september en siglt verði á miðin á morgun verði veður gott. Innlent 5.9.2023 10:32 Furðar sig á að sjúkralið taki við skipunum frá lögreglu Stuðningsmenn tveggja kvenna sem eru hlekkjaðar við tunnur í möstrum hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn segjast hafa hringt í ítrekað á sjúkrabíl vegna ástands annarrar þeirra en án árangurs í morgun. Vinur þeirra furðar sig á því að sjúkralið svari til lögreglunnar. Innlent 5.9.2023 10:12 Ísfirðingar opnir fyrir sameiningu Bæjarráð Ísafjarðarbæjar segir sveitarfélagið opið fyrir viðræðum um sameiningu við Árneshrepp. Hreppsnefnd Árneshrepps lýsti í síðasta mánuði yfir vilja til viðræðna við önnur sveitarfélög um sameiningu og óskaði jafnframt eftir að fá að fylgjast með umræðum í nágrannasveitarfélögum. Innlent 5.9.2023 10:11 Fær 215 milljóna króna styrk til að rannsaka málnotkun þingmanna Anton Karl Ingason, dósent í íslenskri málfræði og máltækni við Háskóla Íslands, hefur fengið 1,5 milljóna evra styrk, jafnvirði um 215 milljóna króna, frá Evrópska rannsóknaráðinu til verkefnis sem miðar að því að skýra hvernig málnotkun fólks breytist á lífsleiðinni. Þetta er stærsti styrkur sem fengist hefur til rannsókna á íslenskum málvísindum. Innlent 5.9.2023 10:00 „Ef þær koma niður fá þær að drekka og borða“ Lögreglan segist hafa boðið mótmælendum á hvalveiðiskipum Hvals bæði mat og drykk, en aðeins ef þær koma niður. Hann segir lögregluna ekki með neinar aðgerðir skipulagðar vegna mótmælanna. Skipin halda ekki út til veiða í dag vegna veðurs. Innlent 5.9.2023 09:07 « ‹ ›
Sigurður Líndal látinn Sigurður Líndal, fyrrverandi lagaprófessor, er látinn, 92 ára að aldri. Innlent 6.9.2023 07:24
Íbúar í Háaleiti dauðþreyttir á vandræðum með kalda vatnið Íbúi í Háaleitishverfi í Reykjavík sem hefur átt í vandræðum með þrýsting á kalda vatninu heima hjá sér eftir viðgerðir Veitna í hverfinu í byrjun ágúst er ósáttur við skort á upplýsingum frá Veitum vegna málsins. Þó nokkrar skýringar hafi verið gefnar á vandræðunum. Veitur segja þrýsting á köldu vatni í lagi. Innlent 6.9.2023 06:45
Fjórtán ára ökumaður stöðvaður í miðborginni um hánótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann í miðborginni um klukkan 3.30 í nótt en um reyndist að ræða fjórtán ára dreng. Hafði hann tekið umrædda bifreið í leyfisleysi og var sóttur af móður sinni. Innlent 6.9.2023 06:31
„Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“ Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið. Innlent 5.9.2023 23:45
„Þetta er óafsakanlegt“ Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segist þekkja fjölmörg dæmi þess að menn séu dregnir út á nærbuxunum einum klæða af lögreglu, líkt og gert var í Breiðholti í morgun, en slíkum tilfellum fari fækkandi. „Það er eiginlega ekki hægt að afsaka þetta í mínum huga,“ segir hann. Innlent 5.9.2023 22:24
Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað fyrir blóði Karlmaður hefur verið dæmdur til átta mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir brot í nánu sambandi, með því að hafa beitt dóttur sína ofbeldi og hótað henni og syni sínum ofbeldi. Hann hótaði dótturinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað fyrir blóði. Innlent 5.9.2023 21:09
Meirihluti landsmanna telur of marga flóttamenn fá hæli Algjör viðsnúningur hefur orðið á viðhorfi landsmanna til flóttamanna þar sem ríflega tvöfalt fleiri en áður telja þá of marga hér á landi eða um sextíu prósent. Fjármálaráðherra segir viðvörunarbjöllur hafa hringt lengi í þessum málaflokki. Innlent 5.9.2023 21:01
„Þetta var það minnsta sem ég gat gert“ Nic, aðgerðarsinninn sem var handtekin á mótmælunum við hvalveiðiskipin Hval 8 og Hval 9 í dag segist hafa verið að senda Anahitu, öðrum mótmælandanum, skilaboð þegar hún var handtekin eftir að hafa farið inn fyrir merktan lögregluborða. Anahita hafi verið í uppnámi og hún ætlað að hughreysta hana. Innlent 5.9.2023 19:14
Bundið slitlag lagt á nýja þjóðveginn um Teigsskóg Klæðningarflokkur frá Borgarverki hóf í dag að leggja bundið slitlag á nýja þjóðveginn um Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. Stefnt er að því að vegurinn umdeildi verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Innlent 5.9.2023 18:57
Grunaður um vopnuð rán á vespu og fimmtán önnur brot Gæsluvarðhald karlmanns, sem hann hefur sætt frá 6. ágúst síðastliðnum, hefur verið framlengt til 27. september næstkomandi. Hann er grunaður um að hafa framið tvö vopnuð rán sama daginn auk fimmtán misalvarlegra brota frá árinu 2019. Innlent 5.9.2023 18:08
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hvalveiðiskipin héldu út á sjó í dag eftir að tveir aðgerðasinnar sem hlekkjuðu sig við möstur þeirra fóru frá borði. Konurnar tvær voru handteknar og hafa verið kærðar fyrir húsbrot. Við sjáum myndir frá viðburðaríkum degi við Reykjavíkurhöfn í kvöldfréttum og ræðum við þau sem voru á staðnum. Innlent 5.9.2023 18:00
Sækja veiðarfæri og stefna á miðin á morgun Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandi Hvals hf, segir hvalveiðiskipin Hval 8 og Hval 9 á leið í Hvalfjörðinn. Þangað verða veiðarfæri sótt og í framhaldinu lagt á miðin á morgun. Innlent 5.9.2023 17:03
Tóku bakpokann af konunni til að flýta fyrir mótmælalokum Hvalur hf. hefur kært konurnar tvær sem mótmæltu hvalveiðum í tunnum í möstrum hvalskipa félagsins til lögreglu. Yfirlögregluþjónn segir ekki mannréttindabrot að taka bakpoka af fólki sem hafi gerst brotlegt við lög. Innlent 5.9.2023 15:56
Alvarlegt bílslys í Borgarfirði Hringvegurinn er lokaður í Norðurárdal vegna alvarlegs umferðarslyss. Tveir bílar skullu saman á Vesturlandsvegi til móts við Hvammskirkju, skammt frá Bifröst. Fjórir voru í bílunum. Innlent 5.9.2023 15:32
Funduðu með starfsfólki og nemum um sameiningu MA og VMA Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, og Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, héldu í dag fund með starfsfólki og nemendum beggja skóla um sameiningu skólanna. Skólameistararnir eru jákvæðir fyrir sameiningu. Innlent 5.9.2023 15:14
Sjáðu konurnar koma niður eftir 33 tíma dvöl Þær Anahita Babei og Elissa Bijou komu niður úr möstrum hvalveiðiskipanna Hvals 8 og Hvals 9 á þriðja tímanum í dag. Þar höfðu þær verið í 33 tíma til að mótmæla fyrirhuguðum hvalveiðum Hvals en þær voru fluttar á brott í lögreglubíl. Innlent 5.9.2023 14:56
„Maður fer að velta fyrir sér hvort þarna geti verið á ferðinni mannréttindabrot“ Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands veltir því fyrir sér hvort lögregla hafi brotið á mannréttindum annars mótmælandans í hvalveiðiskipinu með því að hafa svipt hana eigum sínum. Þá þurfi það að koma til alvarlegrar skoðunar hvort lögreglan hafi gætt meðalhófs í málinu. Fólk missi ekki mannréttindi sín við að viðhafa borgaralega óhlýðni. Innlent 5.9.2023 13:37
Ólíklegt að Kristján nái að veiða allan kvótann úr þessu Líffræðingur við Hafrannsóknarstofnun telur ólíklegt að Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., nái að veiða þann hval sem hann má veiða samkvæmt leyfi. Veður og birtuskilyrði muni hafa áhrif. Hann segir langreyðar ekki í útrýmingarhættu á norðurhveli jarðar. Innlent 5.9.2023 13:29
Fjöldi brota færist nær því sem var fyrir heimsfaraldur Brotum um helgar fækkar á milli ára í heild en fjölgun er á tilkynningum um líkamsárásir, líkamsmeiðingar og útköll sérsveita. Innlent 5.9.2023 12:20
Þrír handteknir í aðgerðum lögreglu í Flúðaseli Þrír karlmenn voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í húsi í Flúðaseli í Breiðholti í Reykjavík í morgun. Innlent 5.9.2023 12:14
„Okkur þykir náttúrulega miður að þetta skyldi koma upp“ Bæjarstjóri Reykjanesbæjar harmar vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum gagnvart sautján ára dreng á bæjarhátíðinni Ljósanótt í Reykjanesbraut. Málið varpi skugga á hátíðina Innlent 5.9.2023 12:09
Nafn mannsins sem lést í Eyjafirði Maðurinn sem lést í hlíðum Hagárdals inn í Eyjafirði á laugardag hét Jónas Vigfússon. Jónas lætur eftir sig eiginkonu, tvær uppkomnar dætur og sjö barnabörn. Innlent 5.9.2023 11:59
Hádegisfréttir Bylgjunnar Aðgerðir dýraverndunarsinna sem hófust í gærmorgun í Reykjavíkurhöfn verða enn í sviðsljósinu í hádegisfréttum Bylgjunnar þennan daginn. Innlent 5.9.2023 11:41
Snöruðu Héðni upp á gamla stallinn við Hringbraut Búið er að koma Héðni Valdimarssyni aftur fyrir við Hringbraut þar sem hann hafði staðið keikur í áratugi. Styttan var tekin niður fyrir fimm árum síðan, svo athygli vakti. Innlent 5.9.2023 10:59
Áfram forstjóri á meðan framtíðarfyrirkomulag innkaupamála er skoðað Setningartími Söru Lindar Guðbergsdóttur sem settur forstjóri Ríkiskaupa hefur verið framlengdur til áramóta. Vinna fer nú fram innan fjármála- og efnahagsráðuneytisins um framtíðarskipulag umgjarðar innkaupamála hjá ríkinu. Innlent 5.9.2023 10:42
Kristján stefnir á hvalveiðar um leið og veður leyfir Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandi Hvals hf., skilur ekkert í því hvers vegna fólki sem brjóti lög sé hampað út í það óendanlega. Hann segir slæmt veður hafa tafið hvalveiðar í september en siglt verði á miðin á morgun verði veður gott. Innlent 5.9.2023 10:32
Furðar sig á að sjúkralið taki við skipunum frá lögreglu Stuðningsmenn tveggja kvenna sem eru hlekkjaðar við tunnur í möstrum hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn segjast hafa hringt í ítrekað á sjúkrabíl vegna ástands annarrar þeirra en án árangurs í morgun. Vinur þeirra furðar sig á því að sjúkralið svari til lögreglunnar. Innlent 5.9.2023 10:12
Ísfirðingar opnir fyrir sameiningu Bæjarráð Ísafjarðarbæjar segir sveitarfélagið opið fyrir viðræðum um sameiningu við Árneshrepp. Hreppsnefnd Árneshrepps lýsti í síðasta mánuði yfir vilja til viðræðna við önnur sveitarfélög um sameiningu og óskaði jafnframt eftir að fá að fylgjast með umræðum í nágrannasveitarfélögum. Innlent 5.9.2023 10:11
Fær 215 milljóna króna styrk til að rannsaka málnotkun þingmanna Anton Karl Ingason, dósent í íslenskri málfræði og máltækni við Háskóla Íslands, hefur fengið 1,5 milljóna evra styrk, jafnvirði um 215 milljóna króna, frá Evrópska rannsóknaráðinu til verkefnis sem miðar að því að skýra hvernig málnotkun fólks breytist á lífsleiðinni. Þetta er stærsti styrkur sem fengist hefur til rannsókna á íslenskum málvísindum. Innlent 5.9.2023 10:00
„Ef þær koma niður fá þær að drekka og borða“ Lögreglan segist hafa boðið mótmælendum á hvalveiðiskipum Hvals bæði mat og drykk, en aðeins ef þær koma niður. Hann segir lögregluna ekki með neinar aðgerðir skipulagðar vegna mótmælanna. Skipin halda ekki út til veiða í dag vegna veðurs. Innlent 5.9.2023 09:07