Innlent Dagur hyggst bjóða Kjötborgarbræðrum í kaffi Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hyggst bjóða eigendum Kjötborgar, bræðrunum Gunnari og Kristjáni Jónassonum til sín í kaffi. Hann vill skoða lausnir vegna gjaldskyldu við búð bræðranna að erlendri fyrirmynd. Innlent 2.10.2023 10:02 Viðbragðsaðilar kallaðir út eftir að maður sást ganga í sjóinn Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um hálfeittleytið í nótt vegna manns sem hafði sést ganga í sjóinn á Eiðisgranda. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu var lið strax kallað út ásamt köfurum eins og gert er í tilvikum sem þessum. Innlent 2.10.2023 07:06 „Að tengja þennan dag við fleiri jákvæða hluti er partur af batanum“ Guðný S. Bjarnadóttir beið í 721 dag frá því að hún kærði mann fyrir nauðgun þar til héraðssaksóknari tilkynnti henni að ekki yrði gefin út ákæra í máli hennar. Í dag verður hún 42 ára gömul, í dag eru tvö ár liðin síðan henni var nauðgað og í dag verður stofnfundur nýrra samtaka hennar - Hagsmunasamtaka brotaþola. Innlent 2.10.2023 07:00 Fækkar úr 124 í 49 á biðlista BUGL Alls bíða nú 49 börn eftir þjónustu Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans en þau voru 124 í janúar. Biðlistinn hefur ekki verið jafn stuttur frá árinu 2006. Innlent 2.10.2023 06:23 Krefjast þess að serbneski herinn hörfi frá landamærum Kósóvósk stjórnvöld hafa krafist þess serbneski herinn hörfi tafarlaust frá landamærum ríkjanna. Töluverð ólga hefur skapast milli ríkjanna á síðustu vikum. Innlent 1.10.2023 22:49 Vegurinn illa farinn eftir fjórtán tonna hertrukk Land í Þjórsárverum er illa farið eftir að þýskur ferðamaður ók fjórtán tonna hertrukk þar yfir og festist. Myndbönd sem ferðamaðurinn birti á netinu hafa vakið athygli. Innlent 1.10.2023 21:55 Treystir nefndinni þrátt fyrir þveröfuga niðurstöðu Bandaríkjamanna Dómsmálaráðherra segist treysta niðurstöðu kærunefndar útlendingamála um ástandið í Venesúela, þrátt fyrir þveröfuga niðurstöðu Bandaríkjamanna í sama málefni fyrir skömmu. Ráðherra segir það vera hluta af kerfinu að fólkið snúi til síns heima. Innlent 1.10.2023 21:01 Nýtt 200 manna hverfi verður byggt í Flóahreppi Framkvæmdir eru nú að hefjast við nýja tvö hundruð manna íbúabyggð í Flóahreppi með 65 íbúðalóðum þar sem hver lóð er um einn hektari að stærð. Sveitarstjóri Flóahrepps segir verkefnið mjög spennandi fyrir lítið sveitarfélag. Innlent 1.10.2023 20:05 „Við borgum það ekki með glöðu geði, heldur með óbragð í munni“ Gjaldskyldutími í bílastæði miðsvæðis í Reykjavík lengdist í dag og borga þarf meira á ákveðnum stöðum. Verslunareigendur segja gjaldtökuna ósanngjarna og skref í ranga átt. Innlent 1.10.2023 19:16 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dómsmálaráðherra segist treysta niðurstöðu kærunefndar útlendingamála um ástandið í Venesúela, þrátt fyrir þveröfuga niðurstöðu Bandaríkjamanna í sama málefni fyrir skömmu. Dómsmálaráðherra segir það vera hluta af kerfinu að fólkið snúi til síns heima. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum og fáum til okkar stjórnmálafræðing, sérfræðing í málum Venesúela, til að ræða stöðuna í beinni útsendingu. Innlent 1.10.2023 18:08 Ósáttur með verðlagningu og barði leigubílstjóra Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um mann sem hafði barið leigubílstjóra í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 1.10.2023 16:48 Vill koma böndum á leigur eftir að hafa komið að stúlku í blóðpolli Sólveig Arnarsdóttir leikkona kallar eftir því að slökkt verði á rafhlaupahjólum sem leigð eru út á kvöldin. Um helgina kom hún að meðvitundarlausri ungri stúlku sem lá í blóðpolli eftir að hafa dottið á rafhlaupahjóli. Innlent 1.10.2023 15:06 Dýralæknisfræðilegt afrek á Bessastöðum Dýralæknisfræðilegt afrek var unnið á Bessastöðum í Vestur-Húnavatnssýslu í gær þegar slasaðri meri var kippt í lið. Dýralæknirinn veit ekki til þess að þetta hafi áður verið gert hér á landi. Innlent 1.10.2023 13:01 Hádegisfréttir Bylgjunnar Lögmaður hælisleitenda frá Venesúela býst við miklum brottflutningum fólks á næstunni. Boðað var til fjölmennrar bænastundar í morgun. Fjallað er um málið í hádegisfréttum. Innlent 1.10.2023 11:56 „Það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar“ Lögmaður hælisleitenda frá Venesúela býst við miklum brottflutningi fólks vegna nýs úrskurðar kærunefndar útlendingamála. Meirihluta þeirra sem bíða svars verði vikið úr landi. Niðurstaðan sé mikil vonbrigði. Innlent 1.10.2023 11:53 Féll af svölum á fjórðu hæð Maðurinn sem féll fram af svölum í Vesturbænum í gær féll af fjórðu hæð. Talið er að um slys hafi verið að ræða en enginn vitni urðu að fallinu, heldur fannst maðurinn liggjandi í grasinu við húsið eftir að hann féll. Innlent 1.10.2023 11:17 Snjóbíll valt við björgun bíls sem valt Stór breyttur jeppi á vegum Útivistar valt á Fimmvörðuhálsi, skammt frá Fimmvörðuskála, í gær. Snjóbíll sem sendur var frá Hvolsvelli til að bjarga fólki um borð valt líka. Báðir bílar eru enn á hliðinni. Innlent 1.10.2023 10:28 Húsnæðismarkaður, innflytjendamál og fjárlög Ásgeir Brynjar Torfason, nýráðinn ritstjóri Vísbendingar, fjallar um húsnæðismarkaðinn á Sprengisandi í kjölfar viðtals við Gylfa Zoega fyrir viku. Hvað er til ráða fyrir þá sem lenda í snjóhengjunni þegar föstu vextirnar losna, er viðfangsefnið. Innlent 1.10.2023 09:31 Hvasst á sunnanverðu landinu Búast má við hvassviðri á sunnanverðu landinu fram eftir degi. Skil nálgast landið úr suðaustri og snýst því í norðaustanátt í dag með kalda og stiningskalda víða og dálítilli vætu. Þó mun rofa til um landið suðvestanvert. Innlent 1.10.2023 08:36 „Það er í lagi að vera forvitinn, en komiði samt kurteisislega fram“ David Telusnord, íbúi í Kópavogi, biðlar til fólks að koma fram af virðingu eftir að hafa lent í leiðinlegu atviki í sturtuklefanum í Breiðholtslaug í dag sem lyktaði af kynþáttafordómum. Eiginkona hans og barnsmóðir segir atvikið ekki eitthvað sem hún vilji bjóða börnum þeirra, sem einnig eru dökk á hörund, upp á. Innlent 30.9.2023 23:23 Aðstandendur Muggs andvígir nýrri og breyttri útgáfu af Dimmalimm Útgáfufyrirtækið Óðinsauga tilkynnti fyrir skömmu að barnabókin Sagan af Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson, Mugg, verði gefin út í nýrri útgáfu í október. Aðstandendur Muggs segja ósiðlegt að útgáfan verði undir hans nafni því verkið sé ekki eftir hann þegar myndum hans hefur verið skipt út. Innlent 30.9.2023 22:37 Guðni segir að ferðaþjónustan sé að drepa íslenskan landbúnað Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra gagnrýnir ríkisstjórnina og Alþingi harðlega fyrir sofandi hátt varðandi erfiða stöðu bænda og segir að hrina gjaldþrota blasi við verði ekkert gert. Þá segir hann ferðaþjónustuna vera að drepa hinn hefðbundna landbúnað. Innlent 30.9.2023 21:31 Venesúelamenn á Íslandi reiðir og óttaslegnir Hælisleitendur frá Venesúela segja það ekki rétt að ástandið í heimalandinu hafi skánað það mikið að öruggt sé fyrir þá að snúa aftur heim. Þeir eru hræddir og reiðir - og líður eins og Útlendingastofnun sjái þá sem tölur á blaði en ekki manneskjur. Innlent 30.9.2023 19:20 Hvalveiðivertíð lokið og 24 hvalir veiddir Hvalveiðivertíð er nú lokið en 24 hvalir voru veiddir þá 24 daga sem hún stóð yfir. Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9 eru nú komin í land með þrjár langreyðar. Innlent 30.9.2023 19:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hælisleitendur frá Venesúela segja það ekki rétt að ástandið í heimalandinu hafi skánað það mikið að öruggt sé fyrir þá að snúa aftur heim. Þeir eru hræddir og reiðir - og líður eins og Útlendingastofnun sjái þá sem tölur á blaði en ekki manneskjur. Við hittum hælisleitendur á Ásbrú í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 30.9.2023 18:11 Féll fram af svölum í Vesturbæ Maður féll fram af svölum í Vesturbæ Reykjavíkur í morgunsárið. Hann var fluttur á bráðamóttöku. Innlent 30.9.2023 16:46 Rak taílenskan þingmann út af veitingastað í Kópavogi Ari Alexander Guðjónsson, yfirkokkur Tokyo sushi, rak taílenska öldungardeildarþingmanninn Porntip Rojanasunan út af veitingastað keðjunnar á Nýbýlavegi í gær. Í myndbandi af gjörningum, sem hann deildi á Facebook, má heyra hann segja að Rojanasunan hafi skaðað Taíland. Innlent 30.9.2023 14:28 Vill aðeins skoða kosti og galla útvistunar Ásdís Kristjánsdóttir segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um útvistun á starfsemi Salarins, tónleikasal bæjarins. Starfshópur muni eingis skoða kosti þess og galla að útvista starfseminni. Innlent 30.9.2023 14:25 Jafna mætti rannsókn MAST við „alvarlegt einelti“ Matvælaráðuneytið hefur staðfest stjórnvaldssekt sem Matvælastofnun (MAST) lagði á nautgripabónda vegna brota á lögum um velferð dýra. Bóndinn taldi að rannsókn MAST hefði einkennst af einstrengingslegri háttsemi starfsmanna sem „jafna mætti við alvarlegt einelti“. Innlent 30.9.2023 13:35 Um 100 manns taka þátt í flugslysaæfingu á Húsavík Það er mikið umleikis á Húsavíkurflugvelli í dag því þar fer fram flugslysaæfing þar sem um eitt hundrað viðbragðsaðilar á svæðinu taka þátt. Æfingin gengur út á það að tuttugu manna flugvél hafi hrapað á vellinum þar sem margir eru illa slasaðir og einhverjir látnir. Innlent 30.9.2023 13:15 « ‹ ›
Dagur hyggst bjóða Kjötborgarbræðrum í kaffi Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hyggst bjóða eigendum Kjötborgar, bræðrunum Gunnari og Kristjáni Jónassonum til sín í kaffi. Hann vill skoða lausnir vegna gjaldskyldu við búð bræðranna að erlendri fyrirmynd. Innlent 2.10.2023 10:02
Viðbragðsaðilar kallaðir út eftir að maður sást ganga í sjóinn Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um hálfeittleytið í nótt vegna manns sem hafði sést ganga í sjóinn á Eiðisgranda. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu var lið strax kallað út ásamt köfurum eins og gert er í tilvikum sem þessum. Innlent 2.10.2023 07:06
„Að tengja þennan dag við fleiri jákvæða hluti er partur af batanum“ Guðný S. Bjarnadóttir beið í 721 dag frá því að hún kærði mann fyrir nauðgun þar til héraðssaksóknari tilkynnti henni að ekki yrði gefin út ákæra í máli hennar. Í dag verður hún 42 ára gömul, í dag eru tvö ár liðin síðan henni var nauðgað og í dag verður stofnfundur nýrra samtaka hennar - Hagsmunasamtaka brotaþola. Innlent 2.10.2023 07:00
Fækkar úr 124 í 49 á biðlista BUGL Alls bíða nú 49 börn eftir þjónustu Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans en þau voru 124 í janúar. Biðlistinn hefur ekki verið jafn stuttur frá árinu 2006. Innlent 2.10.2023 06:23
Krefjast þess að serbneski herinn hörfi frá landamærum Kósóvósk stjórnvöld hafa krafist þess serbneski herinn hörfi tafarlaust frá landamærum ríkjanna. Töluverð ólga hefur skapast milli ríkjanna á síðustu vikum. Innlent 1.10.2023 22:49
Vegurinn illa farinn eftir fjórtán tonna hertrukk Land í Þjórsárverum er illa farið eftir að þýskur ferðamaður ók fjórtán tonna hertrukk þar yfir og festist. Myndbönd sem ferðamaðurinn birti á netinu hafa vakið athygli. Innlent 1.10.2023 21:55
Treystir nefndinni þrátt fyrir þveröfuga niðurstöðu Bandaríkjamanna Dómsmálaráðherra segist treysta niðurstöðu kærunefndar útlendingamála um ástandið í Venesúela, þrátt fyrir þveröfuga niðurstöðu Bandaríkjamanna í sama málefni fyrir skömmu. Ráðherra segir það vera hluta af kerfinu að fólkið snúi til síns heima. Innlent 1.10.2023 21:01
Nýtt 200 manna hverfi verður byggt í Flóahreppi Framkvæmdir eru nú að hefjast við nýja tvö hundruð manna íbúabyggð í Flóahreppi með 65 íbúðalóðum þar sem hver lóð er um einn hektari að stærð. Sveitarstjóri Flóahrepps segir verkefnið mjög spennandi fyrir lítið sveitarfélag. Innlent 1.10.2023 20:05
„Við borgum það ekki með glöðu geði, heldur með óbragð í munni“ Gjaldskyldutími í bílastæði miðsvæðis í Reykjavík lengdist í dag og borga þarf meira á ákveðnum stöðum. Verslunareigendur segja gjaldtökuna ósanngjarna og skref í ranga átt. Innlent 1.10.2023 19:16
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dómsmálaráðherra segist treysta niðurstöðu kærunefndar útlendingamála um ástandið í Venesúela, þrátt fyrir þveröfuga niðurstöðu Bandaríkjamanna í sama málefni fyrir skömmu. Dómsmálaráðherra segir það vera hluta af kerfinu að fólkið snúi til síns heima. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum og fáum til okkar stjórnmálafræðing, sérfræðing í málum Venesúela, til að ræða stöðuna í beinni útsendingu. Innlent 1.10.2023 18:08
Ósáttur með verðlagningu og barði leigubílstjóra Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um mann sem hafði barið leigubílstjóra í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 1.10.2023 16:48
Vill koma böndum á leigur eftir að hafa komið að stúlku í blóðpolli Sólveig Arnarsdóttir leikkona kallar eftir því að slökkt verði á rafhlaupahjólum sem leigð eru út á kvöldin. Um helgina kom hún að meðvitundarlausri ungri stúlku sem lá í blóðpolli eftir að hafa dottið á rafhlaupahjóli. Innlent 1.10.2023 15:06
Dýralæknisfræðilegt afrek á Bessastöðum Dýralæknisfræðilegt afrek var unnið á Bessastöðum í Vestur-Húnavatnssýslu í gær þegar slasaðri meri var kippt í lið. Dýralæknirinn veit ekki til þess að þetta hafi áður verið gert hér á landi. Innlent 1.10.2023 13:01
Hádegisfréttir Bylgjunnar Lögmaður hælisleitenda frá Venesúela býst við miklum brottflutningum fólks á næstunni. Boðað var til fjölmennrar bænastundar í morgun. Fjallað er um málið í hádegisfréttum. Innlent 1.10.2023 11:56
„Það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar“ Lögmaður hælisleitenda frá Venesúela býst við miklum brottflutningi fólks vegna nýs úrskurðar kærunefndar útlendingamála. Meirihluta þeirra sem bíða svars verði vikið úr landi. Niðurstaðan sé mikil vonbrigði. Innlent 1.10.2023 11:53
Féll af svölum á fjórðu hæð Maðurinn sem féll fram af svölum í Vesturbænum í gær féll af fjórðu hæð. Talið er að um slys hafi verið að ræða en enginn vitni urðu að fallinu, heldur fannst maðurinn liggjandi í grasinu við húsið eftir að hann féll. Innlent 1.10.2023 11:17
Snjóbíll valt við björgun bíls sem valt Stór breyttur jeppi á vegum Útivistar valt á Fimmvörðuhálsi, skammt frá Fimmvörðuskála, í gær. Snjóbíll sem sendur var frá Hvolsvelli til að bjarga fólki um borð valt líka. Báðir bílar eru enn á hliðinni. Innlent 1.10.2023 10:28
Húsnæðismarkaður, innflytjendamál og fjárlög Ásgeir Brynjar Torfason, nýráðinn ritstjóri Vísbendingar, fjallar um húsnæðismarkaðinn á Sprengisandi í kjölfar viðtals við Gylfa Zoega fyrir viku. Hvað er til ráða fyrir þá sem lenda í snjóhengjunni þegar föstu vextirnar losna, er viðfangsefnið. Innlent 1.10.2023 09:31
Hvasst á sunnanverðu landinu Búast má við hvassviðri á sunnanverðu landinu fram eftir degi. Skil nálgast landið úr suðaustri og snýst því í norðaustanátt í dag með kalda og stiningskalda víða og dálítilli vætu. Þó mun rofa til um landið suðvestanvert. Innlent 1.10.2023 08:36
„Það er í lagi að vera forvitinn, en komiði samt kurteisislega fram“ David Telusnord, íbúi í Kópavogi, biðlar til fólks að koma fram af virðingu eftir að hafa lent í leiðinlegu atviki í sturtuklefanum í Breiðholtslaug í dag sem lyktaði af kynþáttafordómum. Eiginkona hans og barnsmóðir segir atvikið ekki eitthvað sem hún vilji bjóða börnum þeirra, sem einnig eru dökk á hörund, upp á. Innlent 30.9.2023 23:23
Aðstandendur Muggs andvígir nýrri og breyttri útgáfu af Dimmalimm Útgáfufyrirtækið Óðinsauga tilkynnti fyrir skömmu að barnabókin Sagan af Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson, Mugg, verði gefin út í nýrri útgáfu í október. Aðstandendur Muggs segja ósiðlegt að útgáfan verði undir hans nafni því verkið sé ekki eftir hann þegar myndum hans hefur verið skipt út. Innlent 30.9.2023 22:37
Guðni segir að ferðaþjónustan sé að drepa íslenskan landbúnað Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra gagnrýnir ríkisstjórnina og Alþingi harðlega fyrir sofandi hátt varðandi erfiða stöðu bænda og segir að hrina gjaldþrota blasi við verði ekkert gert. Þá segir hann ferðaþjónustuna vera að drepa hinn hefðbundna landbúnað. Innlent 30.9.2023 21:31
Venesúelamenn á Íslandi reiðir og óttaslegnir Hælisleitendur frá Venesúela segja það ekki rétt að ástandið í heimalandinu hafi skánað það mikið að öruggt sé fyrir þá að snúa aftur heim. Þeir eru hræddir og reiðir - og líður eins og Útlendingastofnun sjái þá sem tölur á blaði en ekki manneskjur. Innlent 30.9.2023 19:20
Hvalveiðivertíð lokið og 24 hvalir veiddir Hvalveiðivertíð er nú lokið en 24 hvalir voru veiddir þá 24 daga sem hún stóð yfir. Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9 eru nú komin í land með þrjár langreyðar. Innlent 30.9.2023 19:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hælisleitendur frá Venesúela segja það ekki rétt að ástandið í heimalandinu hafi skánað það mikið að öruggt sé fyrir þá að snúa aftur heim. Þeir eru hræddir og reiðir - og líður eins og Útlendingastofnun sjái þá sem tölur á blaði en ekki manneskjur. Við hittum hælisleitendur á Ásbrú í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 30.9.2023 18:11
Féll fram af svölum í Vesturbæ Maður féll fram af svölum í Vesturbæ Reykjavíkur í morgunsárið. Hann var fluttur á bráðamóttöku. Innlent 30.9.2023 16:46
Rak taílenskan þingmann út af veitingastað í Kópavogi Ari Alexander Guðjónsson, yfirkokkur Tokyo sushi, rak taílenska öldungardeildarþingmanninn Porntip Rojanasunan út af veitingastað keðjunnar á Nýbýlavegi í gær. Í myndbandi af gjörningum, sem hann deildi á Facebook, má heyra hann segja að Rojanasunan hafi skaðað Taíland. Innlent 30.9.2023 14:28
Vill aðeins skoða kosti og galla útvistunar Ásdís Kristjánsdóttir segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um útvistun á starfsemi Salarins, tónleikasal bæjarins. Starfshópur muni eingis skoða kosti þess og galla að útvista starfseminni. Innlent 30.9.2023 14:25
Jafna mætti rannsókn MAST við „alvarlegt einelti“ Matvælaráðuneytið hefur staðfest stjórnvaldssekt sem Matvælastofnun (MAST) lagði á nautgripabónda vegna brota á lögum um velferð dýra. Bóndinn taldi að rannsókn MAST hefði einkennst af einstrengingslegri háttsemi starfsmanna sem „jafna mætti við alvarlegt einelti“. Innlent 30.9.2023 13:35
Um 100 manns taka þátt í flugslysaæfingu á Húsavík Það er mikið umleikis á Húsavíkurflugvelli í dag því þar fer fram flugslysaæfing þar sem um eitt hundrað viðbragðsaðilar á svæðinu taka þátt. Æfingin gengur út á það að tuttugu manna flugvél hafi hrapað á vellinum þar sem margir eru illa slasaðir og einhverjir látnir. Innlent 30.9.2023 13:15