Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um aðgerð matvælaeftirlits Reykjavíkur sem á dögunum fargaði nokkrum tonnum af matvælum sem fundust í geymslu sem var án allra tilskylinna leyfa.

Innlent

Ökklabrotnaði við fall í tröppum á Eiðistorgi og fær engar bætur

Tryggingafélagið Sjóvá er ekki skaðabótaskylt í máli manns sem féll niður tröppur í verslunarkjarnanum Seltjarnarnesi árið 2016. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu í vikunni ósannað að slysið hafi átt sér stað vegna vanrækslu Sjóvá eða vegna annarra atvika sem myndu gera félagið skaðabótaskylt.

Innlent

Varpaði mynd af Svan­­dísi á skjá og skaut föstum skotum

Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra, á­varpaði stjórn­endur í sjávar­út­vegi í gær í Hörpu á Sjávar­út­vegs­daginn. Hún sagði freistandi að ræða mál­efni líðandi stundar og nefndi sér­stak­lega Svan­dísi Svavars­dóttur, mat­væla­ráð­herra, en sagðist þess í stað ætla að ræða ný­sköpun í sjávar­út­vegi.

Innlent

Sundrung og sam­skipta­leysi hafa staðið Óperunni fyrir þrifum

„Slysið er ef Íslenska óperan er lögð af vegna fjárskorts áður en framtíðin hefur verið mótuð og það myndast þarna eyða í starfseminni sem er mjög erfitt að brúa seinna, fá aftur þá áhorfendur sem eru vanir að koma á sýningar og venjast því að þær séu ekki til staðar.“

Innlent

Lausa­göngu­fé ærir íbúa Vest­manna­eyja sem ætluðu að njóta efri áranna

Einhverjir íbúar Vestmannaeyja hafa fengið sig fullsadda á lausagöngufé í Heimaey. Bréf sem þrettán íbúar sendu bæjarráði Vestmannaeyja var tekið fyrir á fundi ráðsins í síðustu viku. Í fundarskýrslu segir að bæjarráð hafi fullan skilning á þreytu íbúa vegna málsins og leggur áherslu á í umfjöllun sinni að þeir sem fylgi ekki reglum um búfjárhald muni ekki fá leyfi til að halda slíku áfram.

Innlent

Hæsti­réttur sneri við dómi sem hefur þegar verið af­plánaður

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Ívar Guðjónssyni, fyrrverandi forstöðumanni eigin fjárfestinga Landsbankans, frá árinu 2014. Hæstiréttur hafði áður dæmt hann til tveggja ára fangelsisvistar en með umdeildri ákvörðun Endurupptökudóms var málið sent aftur til Hæstaréttar. Hann hefur þegar afplánað þann dóm og var því ekki dæmd refsing.

Innlent

Fagnar gjaldinu en hefur áhyggjur af hnignandi rafbílaeftirspurn

Framkvæmdastjóri FÍB, Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segist fagna áformum fjármálaráðherra um kílómetragjald rafmagns- og vetnisbíla en að þau hefðu mátt vera betur útfærð. Þá segist hann hafa áhyggjur af því að gjaldið gæti komið niður á áhuga landsmanna á rafmagnsbílum. 

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum fjöllum við um verðbólguna. Seðlabankastjóri segir þörf á því að hafa stýrivexti áfram háa til að hafa hemil á hagkerfinu. Mikilvægt sé fyrir lántakendur sem sjá fram á hærri afborganir að fara yfir sína stöðu.

Innlent

Gekkst við „bossa­partýi“ á leik­skóla

Ungur karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrot og kynferðislega áreitni gegn barni Ákvörðun um refsingu mannsins hefur verið frestað, og mun falla niður að fimm árum liðnum, en honum var gert að greiða þremur börnum miskabætur.

Innlent

Skokkarinn lagði Reykja­víkur­borg með minnsta mun

Starfsmaður Reykjavíkurborgar á rétt á slysabótum vegna slyss sem varð þegar hann hljóp heim til sín úr vinnunni. Þrír dómarar Hæstaréttar voru á þessari skoðun en tveir á móti. Þótt skokkarinn hefði ekki farið stystu leið heim þá hefði hún ekki verið úr hófi löng og réttlætanleg þar sem leiðin var um göngustíga.

Innlent

Áfram í gæslu eftir harmleikinn í Bátavogi

Krufning á 58 ára karlmanni sem fannst meðvitundarlaus í félagsíbúð við Bátavog í Reykjavík laugardagskvöldið 23. september bendir til þess að honum hafi verið ráðinn bani að sögn lögreglu. Kona á 42. aldursári var í dag úrskurðuð í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en hún var á vettvangi þegar lögreglu bar að garði.

Innlent

Styrkja rann­sóknir og efla eftir­lit með lagar­eldi

Fyrsta heildstæða stefnan um uppbyggingu og umgjörð lagareldis hefur nú verið birt. Efla á eftirlit og rannsóknir. Leyfishafar munu greiða gjald fyrir afnot af auðlindum. Ráðherra segir gott að fá heildstæða stefnu þrátt fyrir ólíka stöðu hverrar greinar.

Innlent

Vill frekar deyja en að fara aftur til Venesúela

Tugir komu saman við Hallgrímskirkju í morgun til að mótmæla ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja megi hælisleitendum frá Venesúela um alþjóðlega vernd. Mótmælendur, bæði Venesúelamenn og stuðningsfólk, lýstu reiði og ótta við framtíðina.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við seðlabankastjóra sem í morgun tilkynnti um að stýrivextir verði óbreyttir frá því sem var, eftir sífelldar hækkanir síðustu misserin. 

Innlent

Flóttamenn frá Venesúela mótmæla við Hallgrímskirkju

Um eitt hundrað flóttamenn frá Venesúela komu saman við Hallgrímskirkju klukkan tíu í morgun. Fólkið mótmælir fyrirhuguðum brottvísunum. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði á dögunum að heimilt væri að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi.

Innlent