Innlent

Sátu að sumbli og rifust um peninga

Maciej Jakub Talik, sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið herbergisfélaga sínum að bana í Hafnarfirði í sumar, segir að hinn látni hafi reynt að kúga út úr honum pening og hann hafi drepið hann í sjálfsvörn.

Innlent

Byssumaðurinn á Dubliner segist hafa verið „svo grillaður“

Karlmaður um þrítugt sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps á skemmtistaðnum The Dubliner í mars kaus að gefa ekki skýrslu við aðalmeðferð málsins sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann sagðist hafa verið „svo grillaður“ á þeim tíma sem atburðurinn átti sér stað.

Innlent

Sótti þrjú hundruð tonna línu­veiði­skip

Áhöfn björgunarskipsins Hafbjargar var kölluð út um hálf eitt í nótt til að aðstoða þrjú hundruð tonna línuveiðiskip sem var á veiðum út af Norðfjarðarhorni. Bilun hafði þá komið upp í skrúfubúnaði skipsins. 

Innlent

Eldur í kjallara á Stórhöfða

Eldur kom upp í kjallara iðnaðarhúsnæðis á Stórhöfða í Reykjavík í morgun. Slökkviliðið fékk tilkynninguna upp úr klukkan fimm og þegar komið var á vettvang sást eldur loga fyrir utan húsið.

Innlent

„Það eina sem hélt mér fastri var bíl­beltið“

„Ég horfi öðrum augum á lífið eftir þetta allt. Það er ótrúlegt að það þurfi ekki nema bara eitt augnablik og þá breytist lífið alveg. Allt í einu var mér bara kippt úr úr lífinu eins og ég þekkti það,“ segir hin tvítuga Þórhildur Björg Þorsteinsdóttir en hún lenti í alvarlegri bílveltu á Krýsuvíkurvegi fyrir tæpu ári og hefur síðan þá gengið í gegnum erfitt bataferli.

Innlent

Ástarlífið blómstrar í Fjallabyggð

Íbúum í Fjallabyggð fjölgar og fjölgar enda segir bæjarstjórinn að ástarlífið blómstri í sveitarfélaginu. Þá er verið að byggja mikið af nýju húsnæði í Fjallabyggð eins og á Siglufirði og í Ólafsfirði.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels telur að stríðið þar í landi muni vara í langan tíma. Þrjú hundruð ísraelsmenn og jafn margir Palestínumenn hafa látist frá því að stríð hófst í gærmorgun. Rétt verður við utanríkisráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar, sem segist hafa þungar áhyggjur af framvindu stríðsins.

Innlent

Vinna að því að koma Íslendingunum heim

Sigurður K. Kolbeinsson, fararstjóri níutíu manna hóps Íslendinga sem er staddur í Jerúsalem í Ísrael, segir unnið að því að koma hópnum heim. Það er til að mynda gert í samvinnu við neyðarteymi Icelandair.

Innlent

Skýjað og skúrir eða rigning sums staðar

Samkvæmt Veðurstofu Íslands verður suðvestanátt í dag, átta til fimmtán metrar á sekúndu. Það verður skýjað og sum staðar skúrir eða rigning á vestanverðu landinu en yfirleitt léttskýjað fyrir austan. Hiti fjögur til átta stig.

Innlent

Láta sig dreyma um fleira fólk í Skaft­ár­hreppi

Erfiðlega gengur að manna stöður á vegum sveitarfélagsins í Skaftárhreppi, hvort sem um er að ræða leikskóla, grunnskóla eða dvalarheimili. Sveitarstjóri segir það koma niður á þjónustu og grunar að skorti a fjölbreyttara húsnæði sé um að kenna.

Innlent

Sagðist hataður af fiskeldisfyrirtækjum og skammaður af mótmælendum

Fjölmenn mótmæli gegn sjókvíaeldi á Íslandi fóru fram á Austurvelli í dag. Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra þakkaði mótmælendum fyrir mætingu en fékk kaldar kveðjur til baka. Bubbi Morthens sagði Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra eina ráðherrann sem væri að standa sig.

Innlent

Fitubjúgur fær litla athygli hér á land

Fitubjúgur er sjúkdómur, sem fær litla athygli hér á landi á sama tíma og tíðni hans er um 11 prósent í löndunum í kringum okkur en hann leggst aðallega á konur. Geitabóndi í Borgarfirði hefur þurft að fara í tvær aðgerðir á sjúkrahúsi í Svíþjóð til að láta „tappa“ af sér 23 kílóum af fitu og er á leiðinni í þriðju ferðina.

Innlent

Inga Lind tekur upp hanskann fyrir Áslaugu

Fjölmiðlakonan Inga Lind Karlsdóttir segir að fréttaflutningur um ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, há­­skóla-, iðnaðar- og ný­­sköpunar­ráð­herra, um Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra hafi einkennst af útúrsnúningi.

Innlent