Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um brunann á Funahöfða í Reykjavík í gær en nú fyrir hádegið var tilkynnt að maður sem var fluttur á slysadeild í gær sé látinn. 

Innlent

„Ég brýt á mér átta fingur af tíu“

Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 

Innlent

Agnes ætlar með málið fyrir dóm

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ætlar að kæra niðurstöðu úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar til dómstóla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum.

Innlent

„Þetta er svo mikil þvæla“

Nýir fjármála- og utanríkisráðherrar tóku formlega við störfum í dag þegar þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Bjarni Benediktsson skiptust á lyklum í ráðuneytunum tveimur.

Innlent

Í lífs­hættu eftir brunann á Funa­höfða

Þrír voru fluttir á slysadeild þegar eldur kom upp í dag í iðnaðarhúsnæði á Funahöfða, þar sem fjöldi fólks býr. Áður hafði verið greint frá því að aðeins einn hefði þurft aðhlynningu á sjúkrahúsi.

Innlent

Á­kvarðanir Agnesar í máli séra Gunnars „mark­leysa“

Ákvörðun Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, um að víkja séra Gunnari Sigurjónssyni úr starfi embættis sóknarprests í Digranesprestakall, vegna kynferðislegrar áreitni, var ólögmæt. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar, sem hefur komist að því að Agnes hafi ekki haft umboð til slíkra ákvarðana frá því um mitt síðasta ár.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Einn var fluttur á sjúkrahús þegar eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Funahöfða í dag. Íbúi segir að tugir hafi búið í húsinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við íbúa og slökkvilið í beinni útsendingu.

Innlent

Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu.

Innlent

Leggur til 1400 prósenta hærri niður­greiðslu vegna tækni­frjóvgunar

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, mælir síðdegis á Alþingi fyrir frumvarpi sínu um breytingar á lögum um tæknifrjóvgun. Málið snýst um að auka endurgreiðslur vegna tæknifrjóvgana til muna. Til að fjármagna þann kostnað leggur Hildur til að fella niður niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands á valkvæðum frjósemisaðgerðum.

Innlent

Kærð fyrir að löðrunga skólastelpu á Hótel Örk

Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar uppákomu á Hótel Örk liðna helgi þar sem fullorðin hvít kona löðrungaði unga stúlku, dökka á hörund, á gangi hótelsins. Myndskeið af löðrungnum er í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum og hefur vakið hörð viðbrögð.

Innlent

Ætlar að leggja sig alla fram við söluna Ís­lands­banka

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir ljóst að nýjar áherslur fylgi alltaf nýju fólki. Hún segir óhætt að segja að ekkert í hennar störfum bendi til þess að hún sé ekki fær um að bera ábyrgð á áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Innlent

Ekkert samtal fyrr en fólkið var komið á götuna

Rauði krossinn gagnrýndi framkvæmd stjórnvalda á þjónustusviptingu flóttafólks á opnum fundi í velferðarnefnd Alþingis í morgun. Framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði að ekkert samráð hefði verið haft við sveitarfélögin þegar félagsmálaráðherra fullyrti að þau myndu bera ábyrgð á þjónustunni

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um ástandið á Gasa-ströndinni en ekkert varð af opnun landamæranna til Egyptalands í morgun eins og boðað hafði verið.

Innlent