Erlent

Valdbeiting á landnemabyggðum

Ísraelskar hersveitir brutust með valdi inn í tvær landnemabyggðir gyðinga á Vesturbakkanum í morgun og drógu þaðan öfgahægrimenn sem komið höfðu sér þar fyrir. Lögreglumenn réðust inn í bænahús og borgarvirki í byggðunum Sanur og Homesh, en þar voru landnemar búnir undir átök.

Erlent

Tíminn of naumur

Formaður stjórnarskrárnefndar Íraks telur þrjá daga ekki nægja til að ná samkomulagi um stjórnskipan landsins. Vera má að plaggið verði borið undir þjóðaratkvæði þrátt fyrir andstöðu súnnía.

Erlent

Armstrong sakaður um lyfjanotkun

Stærsta íþróttablað Frakklands, Le Equipe segir að hjólreiðamaðurinn Lance Armstrong hafi notað hið forboðna lyf EPO þegar hann sigraði í fyrstu Tour de France hjólreiðakeppninni árið 1999.

Erlent

Khodorovsky í hungurverkfalli

Rússneski auðjöfurinn Mikhail Khodorovsky er í hungurverkfalli, í fangelsi sínu, til þess að mótmæla meðferðinni á viðskiptafélaga og vini, sem haldið er í einangrun.

Erlent

Deilt um öryggismyndavélar

Fregnum ber ekki saman af því hvort öryggismyndavélar á Stockwell neðanjarðarlestarstöðinni í Lundúnum hafi verið í lagi daginn sem Brasilíumaðurinn Jean Charles de Menezes var skotinn af lögreglunni. <b style="mso-bidi-font-weight: normal" /> </strong />

Erlent

Kynjaaðskilnaður í strætó

Yfirvöld í Nígeríu hafa ákveðið að grípa til aðgerða til þess að sporna gegn siðferðilegri hnignun í borginni Kanó í norðurhluta landsins.

Erlent

Brottflutningnum lokið

Rýmingu 25 landnemabyggða á Vesturbakkanum og Gaza-ströndinni lauk í gær. Þrátt fyrir mikla andstöðu á meðal heittrúaðra gyðinga kom til mun minni átaka en óttast hafði verið.

Erlent

Yfirgefa heimli sín vegna átaka

Hundruð Íraka hafa yfirgefið heimili sín í bænum Rawah, vegna stöðugrar baráttu milli bandaríska hersins og íraskra uppreisnarmanna. Hús, verslanir og opinberar byggingar eru víða í rúst og hafa margar götur verið lokaðar.

Erlent

Vildu selja ungling fyrir krakk

Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur komið upp um par í Ohio-ríki sem ætlaði að selja 15 ára stúlku í skiptum fyrir pakka af krakki. Nota átti stúlkuna í vændi.

Erlent

Portúgalar berjast enn við elda

Flugvélar sem notaðar eru til þess að berjast við skógarelda steyma nú til Portúgals, en stjórnvöld þar hafa beðið um aðstoð, þar sem þau ráði ekki lengur við eldana. Flugvélar frá Frakklandi og Spáni eru komnar til landsins, og fleiri eru á leiðinni, meðal annars frá Kanada.

Erlent

Brottflutning lokið á Gaza

Brottflutningi landnema gyðinga á Gaza lauk í gær, en Ísraelsher mætti ekki andstöðu þegar farið var inn í Netzarim, síðustu landnemabyggðina, síðdegis í gær.

Erlent

100 þúsund manna borg í hættu

Þúsundir slökkviliðsmanna og enn fleiri íbúar Portúgal unnu hörðum höndum við að ráða niðurlögum skógarelda sem geisa víða um landið. Hundrað þúsund manna borg er í hættu og ríkisstjórnin hefur beðið nágrannaþjóðir um hjálp. </font /></b />

Erlent

Tekist á um stjórnarskrá

Borgarastríð blasir við þvingi Sjítar og Kúrdar sína útgáfu af írakskri stjórnarskrá í gegnum þingið, þvert á vilja Súnníta.

Erlent

Deilt um stjórnarskrá í Írak

Ekkert bólar enn á stjórnarskrá Íraks en hún á að liggja fyrir í dag. Fréttaskýrendur segja hægt að lengja frestinn eða leysa upp þingið og efna til nýrra kosninga.

Erlent

Brasilísk stjórnvöld vilja svör

Ian Blair kveðst nú ekki hafa vitað að brasilíumaðurinn Jean Charles De Menezes hefði verið blásaklaus fyrr en sólarhring eftir að hann var skotinn á neðanjarðarlestarstöð í misgripum fyrir hryðjuverkamann.

Erlent

Ráðgátan um píanómanninn leyst

Píanómaðurinn svokallaði sem fannst holdvotur á strönd í Bretlandi fyrir fjórum mánuðum, hefur nú loks leyst frá skjóðunni og er farinn heim til Þýskalands.

Erlent

Varafréttastjóri TV 2 segir af sér

Varafréttstjóri sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 í Danmörku hefur sagt starfi sínu lausu, eftir að hún hleypti í gegn fréttapistli um innflytjendagengi, sem ekki var fótur fyrir.

Erlent

Saklausir fá engar bætur

Fangar í Bandaríkjunum sem hafa ranglega verið dæmdir fyrir glæpi sem þeir frömdu ekki eiga í miklum erfiðleikum með að sækja bætur frá ríkinu.

Erlent

Haldlögðu þrjú tonn af kókaíni

Sjóher Venezuela lagði í gær hald á rúmlega þrjú tonn af kókaíni sem voru um borð í skipi sem sigldi á alþjóðlegu hafsvæði austur af Trinidad-eyju. Í bátnum voru alls níu menn og voru þeir allir handteknir en skip sjóhersins hafði elt bátinn í þrjá daga. Eiturlyf frá Kólumbíu, aðallega kókaín, fer oft um Venezuela en þaðan er það flutt til Bandaríkjanna og til Evrópu.

Erlent

Vélina skorti eldsneyti

Fall á loftþrýstingi og eldsneytisskortur varð til þess að kýpverska flugvélin, sem hrapaði norður af Aþenu í Grikklandi fyrr í mánuðinum þegar 121 farþegar og áhöfn létust, missti afl.

Erlent

Stjórnarskrárdrög lögð fram í Írak

Drög að nýrri stjórnarskrá Íraks voru kynnt íraska þinginu í gær, þrátt fyrir mótmæli minnihluta súnnía. "Við höfnum stjórnarskrárdrögunum sem lögð voru fram því samþykki okkar vantaði," sagði Nasser al-Janabi, fulltrúi súnnía.

Erlent

Fyrsti gifti prestur Spánar

Kaþólski biskupinn á spænsku eyjunni Teneríf á Kanaríeyjum hefur skipað giftan, tveggja barna föður í embætti prests á eyjunni.

Erlent

Rútuslys í Nepal

Að minnsta kosti 13 manns fórust og um 30 slösuðust þegar rúta féll niður í djúpt gil í fjalllendi í norðvesturhluta Nepals í morgun. Féll rútan niður um 600 metra en slysið varð á afskekktum slóðum og því liður margar klukkustundir þar til einhver tók eftir flaki rútunnar.

Erlent

Réttarhöldum frestað

Héraðsréttur í Boksburg frestaði í gær máli yfir parinu sem grunað er um að hafa myrt Gísla Þorkelsson í Suður-Afríku. Þau Willie Theron 28 ára og Desiree Oberholzer 43 ára eiga að mæta aftur fyrir rétti 5. september.

Erlent

Fjörutíu særast í nautahlaupi

Að minnsta kosti fjörutíu særðust, þar af fimmtán alvarlega, eftir að þúsundir manna tóku þátt í nautahlaupi í Tlaxcala í Mexíkó í gær. Um er að ræða árlegan viðburð sem felst í því að sleppa fjölda nauta út á götur borgarinnar í von um að það nái engum en samskonar viðburður er haldinn á Spáni á hverju ári.

Erlent

Farfuglar smitleið fuglaflensu

Rússneskir farfuglar frá Síberíu þar sem fuglaflensa geisar munu verða á vegi íslenskra farfugla í vetur. Allar líkur eru á að flensan berist í kjölfarið hingað til lands í vor.

Erlent

Hagel vill bandaríska hermenn heim

Chuck Hagel, sem nefndur hefur verið líklegur frambjóðandi Repúblikana, í næstu forsetakosningum, sagði í viðtali á sjónvarpsstöðinni ABC í gær, að Íraksstríðið líktist æ meir  Víetnam stríðinu og að Bandaríkin þyrftu að gera áætlun sem gerði ráð fyrir að herinn færi frá landinu innan fárra ára.

Erlent