Erlent Palestínumenn reiðir Bretum og Bandaríkjamönnum Vesturlandabúar hafa verið skotmörk ævareiðra Palestínumanna á Gasaströndinni og Vesturbakkanum í dag vegna umsátursástand við fangelsi í Jeríkó. Ísraelsher gerði áhlaup á það í morgun og var ætlunin að taka höndum Ahmed Saadat, einn helsta leiðtoga herskrárra Palestínumanna. Palestínumenn kenna Bretum og Bandaríkjamönnum um. Erlent 14.3.2006 16:15 Með fimm hundruð kíló af ufsaflökum í bílnum. Tollverðir í Noregi stöðvuðu nýlega ferðamann sem var með fimm hundruð kíló af ufsaflökum í bílnum. Á fréttavefnum interseafood.com segir að ferðamenn í Noregi stundi gjarnan stangveiðar við strendur landsins. Í seinni tíð séu þeir orðnir faglegir og tómstundagamanið farið að líkjast iðnaði. Erlent 14.3.2006 14:42 Bandaríkjaforseti aldrei óvinsælli Bandaríkjaforseti hefur aldrei verið jafn óvinsæll og nú og fjölgar þeim stöðugt sem krefjast þess að bandaríski herinn verði kvaddur heim frá Írak hið fyrsta. Bush segir ástandið í Írak sífellt fara batnandi og biður landa sína um að sýna stillingu. Erlent 14.3.2006 13:46 Hagnaður French Connection minni Útlit er fyrir að hagnaður tískufatafyrirtækisins French Connection á síðasta ári sé aðeins um helmingur af hagnaði ársins á undan eða um 15,7 milljónir punda. Stjórnarformaður French Connection, Stephen Marks er stærsti hluthafinn í félaginu með 42% hlut en Baugur á um 14% hlut í keðjunni, að því er fram kemur á fréttavef The Times. Mikil verðlækkun var á bréfum í French Connection í Kauphöllinni í London í morgun og lækkuðu bréfin um 3,5% á fyrsta klukkutímanum. Erlent 14.3.2006 13:44 Forsætisráðherrann óvinsæll Forsætisráðherra Taílands, Thaksin Shinawatra, sagði í dag að hann myndi lýsa yfir neyðarástandi í landinu ef mótmælendur andvígir stjórninni grípi til ofbeldis. Erlent 14.3.2006 13:42 Lennard Meri látinn Lennart Meri, fyrrverandi forseti Eistlands er látinn. Hann var 76 ára. Meri hafði háð langa baráttu við erfið veikindi að sögn talsmanns forsetaskrifstofunnar í Eistlandi. Erlent 14.3.2006 13:39 Vilja fá að kryfja líkið Rússnesk stjórnvöld hafa farið fram á það við Alþjóðastríðsglæpadómstólinn í Haag að rússneskir læknar fái að kryfja lík Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu. Utanríkisráðherra Rússa, segist einfaldlega ekki trúa þeim niðurstöðum krufningar að Milosevic hafi látist úr hjartaáfalli. Erlent 14.3.2006 13:36 Öryggisráðið ræðir stöðu Írans Fulltrúar þeirra ríkja í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sem hafa þar neitunarvald, Kína, Frakklands, Rússlands, Bandaríkjanna og Bretlands, hittust í gær til að ræða stöðu Írans. Engin niðustaða fékkst í málinu en á meðan Bandaríkjamenn og Bretar vilja beita refsiaðgerðum sem fyrst, segja Rússar þá aðferð skila engum árangri. Erlent 14.3.2006 09:30 Krefjast afsagnar forsætisráðherra Um 20 þúsund manns söfnuðust saman nærri bústað forsætisráðherra Taílands í Bangkok í gær og krafðist fólkið afsagnar Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra landsins. Búist er við að mótmælin haldi áfram í dag. Ásaka mótmælendurnir Thaksin um spillingu og að taka ekki rétt á uppreisn múslíma í Suður-Taílandi. Einnig að hefta málfrelsi fjölmiðla og að stunda fyrirgreiðslupólitík. Erlent 14.3.2006 09:15 Enn deilt hart um dauða Milosevic Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, verður grafinn í Belgrad án viðhafnar. Stjórnmálaskýrendur telja að allt að ein miljón manna verði við útförina. Dómstóll í Belgrad dró í gær til baka handtökutilskipunina á Miru Markovitch, ekkju Milosevic en Mira hefur dvalist í Rússlandi undanfarin ár ásamt syni sínum. Þau hafa verið eftirlýst í Serbíu, sökuð um að misnota vald sitt á valdatíma Milosevic. Erlent 14.3.2006 08:45 Tíu látist í skýstrokkum Að minnsta kosti tíu manns hafa farist af völdum skýstrokka í miðvesturríkjum Bandaríkjanna undanfarna tvo sólarhringa. Mest varð tjónið í Missouri-ríki þar sem fjórir létust. Skólar voru víða lokaðir í gær vegna skýstrokka og hvassviðris þar á meðal í Suður-Dakóta, Wisconsin og Minnesota, auk Missouri. Erlent 14.3.2006 08:30 Óvinsældir Bush aldrei meiri George Bush, forseti Bandaríkjanna, fullyrðir að þótt ástandið í Írak sé spennuþrungið, sé lítil sem engin hætta á borgarastyrjöld. Hvatti forsetinn landa sína til að vera þolinmóða. Sprengjutilræði í mosku sjía í Írak þann 22. febrúar leiddi til þess að hátt í þúsund manns hafa fallið í hefndaraðgerðum. Erlent 14.3.2006 08:15 Þurfti að beita táragasi Óeirðalögregla í París þurfti að beita táragasi til að dreifa fjölda námsmanna sem efndi til mótmæla gegn nýjum lögum um störf fyrir ungt fólk í gær. Lögin fjalla um starfssamninga fólks undir 26 ára aldri með ákvæðum um möguleika á uppsögn án útskýringa innan tveggja ára. Þeim er ætlað að hvetja vinnuveitendur til að ráða ungt fólk án þess að þeir þurfi að óttast að sitja uppi með starfsmenn sem ekki standa sig. Erlent 14.3.2006 08:00 Lík af ungabörnum fundust á heimili í Þýskalandi Þrjú illa farin lík af ungabörnum fundust á heimili 36 ára þýskrar konu í gær. Nokkur ár virðast liðin síðan börnin voru myrt. Erlent 13.3.2006 23:00 Þrír látnir úr fuglaflensu í Azerbædjan Þrjú dauðsföll af völdum fuglaflensu voru staðfest í Azerbædjan í kvöld. Fuglaflensa hefur ekki áður greinst í fólki í landinu. Erlent 13.3.2006 22:45 Markviss áróður gegn stjórnvöldum í Íran Bandaríkjastjórn hyggst hefja markvissan áróður gegn stjórnvöldum í Íran. George Bush, Bandaríkjaforseti, sakaði Írana í dag um að eiga stóran þátt í ófremdarástandinu í Írak. Erlent 13.3.2006 22:18 Milosevic hugsanlega jarðsettur í Serbíu Boris Tadic, forseti Serbíu, útilokar ekki að Slobondan Milosevic verði jarðaður í Serbíu. Fyrr í dag sagði Tadic það fullkomlega óviðeigandi að Milosevic yrði borinn til grafar þar. Erlent 13.3.2006 22:14 Rússar treysta ekki krufningu á Milosevic Eiturefnafræðingur segist hafa fundið lyf í líkama Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, sem hafi óbeint valdið hjartaáfallinu sem dró hann til dauða á laugardagsmorgun. Rússnesk stjórnvöld efast um hlutleysi þeirra sem skera úr um dánarorsök forsetans fyrrverandi. Erlent 13.3.2006 19:45 Rússar draga krufninguna í efa Eiturefnafræðingur segist hafa fundið lyf í líkama Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, sem hafi óbeint valdið hjartaáfallinu sem dró hann til dauða á laugardagsmorgun. Rússnesk stjórnvöld efast um hlutleysi þeirra sem skera úr um dánarorsök forsetans fyrrverandi. Erlent 13.3.2006 19:00 Kona handtekin vegna morðsins á Hariri Líbönsk kona sem grunuð er um aðild að morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, var handtekin í Sao Paulo í Brasilíu í gær. Brasilíska lögreglan greindi frá þessu í dag. Erlent 13.3.2006 18:15 Milosevic verði ekki borinn til grafar í Belgrad Boris Tadic, forseti Serbíu, hefur alfarið hafnað því að Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, verði borinn til grafar í Belgrad, höfuðborg Serbíu. Erlent 13.3.2006 17:45 Ekki óskað eftir framsali Taylors Stjórnvöld í Líberíu sögðu í dag ekkert til í þeim fréttum að þau hafi formlega farið þess á leit við yfirvöld í Nígeríu að Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, verði framseldur. Taylor er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi. Erlent 13.3.2006 17:30 Krefjast afsagnar forsætisráðherra Tælands Búist er við að allt að 100 þúsund mótmælendur safnist saman við skrifstofu Thaskin Shinawatra, forsætisráðherra Tælands á morgun til að krefjast afsagnar hans. Almenningur í Tælandi hefur staðið fyrir friðsömum fjöldamótmælum undanfarin mánuð í eftir að fjölskylda forsætisráðherrans seldi fyrirtæki sitt til fjárfestingarfyrirtækis í eigu stjórnvalda í Singapore. Fjölskylda forsætisráðherrans hagnaðist um tvo milljarða bandaríkjadal af sölunni en greiddi enga skatta til tælenska ríkisins. Erlent 13.3.2006 17:00 Rússar treysta ekki krufningarniðurstöðum Rússnesk yfirvöld segjast ekki treysta niðurstöðu krufningar á líki Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, sem framvkæmd var í Hollandi og sýnir að hann hafi látist úr hjartaáfalli. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, staðfesti í dag að handskrifað bréf hefði borist rússneskum yfirvöldum frá Milosevic. Erlent 13.3.2006 16:15 Fá greitt frá klámiðnaðinum Tölvuþrjótar fá greitt frá fyrirtækjum í klámiðnaði til að koma af stað svokölluðum pop-up gluggum hjá tölvunotendum um allan heim. Í grein sem birtist í Washington Post segir að þrjótarnir eru með leitarvélar sem eru starfandi allan sólarhringinn og finna óvarðar vélar sem ekki hafa veiruvarnarforrit og koma fyrir hugbúnaði sem gefur þeim fulla stjórn á viðkomandi tölvum. Þegar notandinn opnar vafra þá opnast sjálfkrafa ótal klámsíður svo kallaðir pop-up gluggar, með þessu eykst umferð á klámsíður og fyrir þetta borgar klámiðnaðurinn tölvuþrjótum stórfé. Erlent 13.3.2006 13:45 Ekki útilokað að Milosevic hafi verið byrlað eitur Ekki er útilokað að Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, hafi verið byrlað eitur en Milosevic lést úr hjartaáfalli samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. Krufningin var gerð af hollenskum réttarlæknum að tveimur serbneskum réttarlæknum viðstöddum. Saksóknarar segja að eiturefnafræðileg rannsókn verði samt sem áður gerð þótt dánarorsökin liggi fyrir. Þrálátur orðrómur er á kreiki um að hann hafi stytt sér aldur, jafnvel að eitrað hafi verið fyrir honum. Erlent 13.3.2006 12:45 Viðurkenndi að hafa fyrirskipað aftökur Einn af samstarfsmönnum Saddams Hussein viðurkenndi í morgun fyrir rétti að hann hefði gefið út fyrirskipun um aftöku 148 manna. Awad Hamed al-Bandar var áður yfirmaður byltingardómstólsins í Írak og er ásamt hinum sjö verjendunum kærður fyrir að bera ábyrgð á drápunum í sjítabænum Dujail árið 1982. Verði áttmenningarnir fundnir sekir, gætu þeir átt yfir höfði sér dauðadóm. Erlent 13.3.2006 12:30 Áfram réttað yfir Saddam Hussein Réttarhöldin yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, og sjö samstarfsmönnum hans, hófust að nýju í Bagdad í morgun. Verið er að taka skýrslur af sakborningunum, sem ákærðir hafa verið fyrir glæpi gegn mannkyninu með því að skipuleggja fjöldamorð á shitamúslinum. Erlent 13.3.2006 10:30 Mannskæðir skýstrókar fara um Bandaríkjunum Tveir létust þegar bíll sem þeir voru í lenti í skýstrók í Missouri í Bandaríkjunum. Bíllinn þeyttist upp á gastank með fyrrgreindum afleiðingum. Skýstrókar hafa eyðilagt um tuttugu heimili á um þrjátíu kílómetra leið frá Missouri að Illinois og hafa nokkrir særst í ósköpunum að sögn lögregluyfirvalda á staðnum. Erlent 13.3.2006 10:00 Sex látast í miklum eldum Sex hafa látist í miklum eldum í Texas og hafa sex til viðbótar slasast. Tveir hinna látnu voru að reyna að flýja heimili sín þegar þeir létust. Eldarnir ná yfir meira en 120 þúsund hektara lands og hefur erfilega gengið að ráða niðurlögum þeirra. Flugvélar og þyrlur hafa ekki getað tekið þátt í slökkvistarfinu vegna vinda en vindhraðinn hefur farið upp í 89 kílómetra á klukkustund í mestu hviðunum. Erlent 13.3.2006 09:00 « ‹ ›
Palestínumenn reiðir Bretum og Bandaríkjamönnum Vesturlandabúar hafa verið skotmörk ævareiðra Palestínumanna á Gasaströndinni og Vesturbakkanum í dag vegna umsátursástand við fangelsi í Jeríkó. Ísraelsher gerði áhlaup á það í morgun og var ætlunin að taka höndum Ahmed Saadat, einn helsta leiðtoga herskrárra Palestínumanna. Palestínumenn kenna Bretum og Bandaríkjamönnum um. Erlent 14.3.2006 16:15
Með fimm hundruð kíló af ufsaflökum í bílnum. Tollverðir í Noregi stöðvuðu nýlega ferðamann sem var með fimm hundruð kíló af ufsaflökum í bílnum. Á fréttavefnum interseafood.com segir að ferðamenn í Noregi stundi gjarnan stangveiðar við strendur landsins. Í seinni tíð séu þeir orðnir faglegir og tómstundagamanið farið að líkjast iðnaði. Erlent 14.3.2006 14:42
Bandaríkjaforseti aldrei óvinsælli Bandaríkjaforseti hefur aldrei verið jafn óvinsæll og nú og fjölgar þeim stöðugt sem krefjast þess að bandaríski herinn verði kvaddur heim frá Írak hið fyrsta. Bush segir ástandið í Írak sífellt fara batnandi og biður landa sína um að sýna stillingu. Erlent 14.3.2006 13:46
Hagnaður French Connection minni Útlit er fyrir að hagnaður tískufatafyrirtækisins French Connection á síðasta ári sé aðeins um helmingur af hagnaði ársins á undan eða um 15,7 milljónir punda. Stjórnarformaður French Connection, Stephen Marks er stærsti hluthafinn í félaginu með 42% hlut en Baugur á um 14% hlut í keðjunni, að því er fram kemur á fréttavef The Times. Mikil verðlækkun var á bréfum í French Connection í Kauphöllinni í London í morgun og lækkuðu bréfin um 3,5% á fyrsta klukkutímanum. Erlent 14.3.2006 13:44
Forsætisráðherrann óvinsæll Forsætisráðherra Taílands, Thaksin Shinawatra, sagði í dag að hann myndi lýsa yfir neyðarástandi í landinu ef mótmælendur andvígir stjórninni grípi til ofbeldis. Erlent 14.3.2006 13:42
Lennard Meri látinn Lennart Meri, fyrrverandi forseti Eistlands er látinn. Hann var 76 ára. Meri hafði háð langa baráttu við erfið veikindi að sögn talsmanns forsetaskrifstofunnar í Eistlandi. Erlent 14.3.2006 13:39
Vilja fá að kryfja líkið Rússnesk stjórnvöld hafa farið fram á það við Alþjóðastríðsglæpadómstólinn í Haag að rússneskir læknar fái að kryfja lík Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu. Utanríkisráðherra Rússa, segist einfaldlega ekki trúa þeim niðurstöðum krufningar að Milosevic hafi látist úr hjartaáfalli. Erlent 14.3.2006 13:36
Öryggisráðið ræðir stöðu Írans Fulltrúar þeirra ríkja í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sem hafa þar neitunarvald, Kína, Frakklands, Rússlands, Bandaríkjanna og Bretlands, hittust í gær til að ræða stöðu Írans. Engin niðustaða fékkst í málinu en á meðan Bandaríkjamenn og Bretar vilja beita refsiaðgerðum sem fyrst, segja Rússar þá aðferð skila engum árangri. Erlent 14.3.2006 09:30
Krefjast afsagnar forsætisráðherra Um 20 þúsund manns söfnuðust saman nærri bústað forsætisráðherra Taílands í Bangkok í gær og krafðist fólkið afsagnar Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra landsins. Búist er við að mótmælin haldi áfram í dag. Ásaka mótmælendurnir Thaksin um spillingu og að taka ekki rétt á uppreisn múslíma í Suður-Taílandi. Einnig að hefta málfrelsi fjölmiðla og að stunda fyrirgreiðslupólitík. Erlent 14.3.2006 09:15
Enn deilt hart um dauða Milosevic Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, verður grafinn í Belgrad án viðhafnar. Stjórnmálaskýrendur telja að allt að ein miljón manna verði við útförina. Dómstóll í Belgrad dró í gær til baka handtökutilskipunina á Miru Markovitch, ekkju Milosevic en Mira hefur dvalist í Rússlandi undanfarin ár ásamt syni sínum. Þau hafa verið eftirlýst í Serbíu, sökuð um að misnota vald sitt á valdatíma Milosevic. Erlent 14.3.2006 08:45
Tíu látist í skýstrokkum Að minnsta kosti tíu manns hafa farist af völdum skýstrokka í miðvesturríkjum Bandaríkjanna undanfarna tvo sólarhringa. Mest varð tjónið í Missouri-ríki þar sem fjórir létust. Skólar voru víða lokaðir í gær vegna skýstrokka og hvassviðris þar á meðal í Suður-Dakóta, Wisconsin og Minnesota, auk Missouri. Erlent 14.3.2006 08:30
Óvinsældir Bush aldrei meiri George Bush, forseti Bandaríkjanna, fullyrðir að þótt ástandið í Írak sé spennuþrungið, sé lítil sem engin hætta á borgarastyrjöld. Hvatti forsetinn landa sína til að vera þolinmóða. Sprengjutilræði í mosku sjía í Írak þann 22. febrúar leiddi til þess að hátt í þúsund manns hafa fallið í hefndaraðgerðum. Erlent 14.3.2006 08:15
Þurfti að beita táragasi Óeirðalögregla í París þurfti að beita táragasi til að dreifa fjölda námsmanna sem efndi til mótmæla gegn nýjum lögum um störf fyrir ungt fólk í gær. Lögin fjalla um starfssamninga fólks undir 26 ára aldri með ákvæðum um möguleika á uppsögn án útskýringa innan tveggja ára. Þeim er ætlað að hvetja vinnuveitendur til að ráða ungt fólk án þess að þeir þurfi að óttast að sitja uppi með starfsmenn sem ekki standa sig. Erlent 14.3.2006 08:00
Lík af ungabörnum fundust á heimili í Þýskalandi Þrjú illa farin lík af ungabörnum fundust á heimili 36 ára þýskrar konu í gær. Nokkur ár virðast liðin síðan börnin voru myrt. Erlent 13.3.2006 23:00
Þrír látnir úr fuglaflensu í Azerbædjan Þrjú dauðsföll af völdum fuglaflensu voru staðfest í Azerbædjan í kvöld. Fuglaflensa hefur ekki áður greinst í fólki í landinu. Erlent 13.3.2006 22:45
Markviss áróður gegn stjórnvöldum í Íran Bandaríkjastjórn hyggst hefja markvissan áróður gegn stjórnvöldum í Íran. George Bush, Bandaríkjaforseti, sakaði Írana í dag um að eiga stóran þátt í ófremdarástandinu í Írak. Erlent 13.3.2006 22:18
Milosevic hugsanlega jarðsettur í Serbíu Boris Tadic, forseti Serbíu, útilokar ekki að Slobondan Milosevic verði jarðaður í Serbíu. Fyrr í dag sagði Tadic það fullkomlega óviðeigandi að Milosevic yrði borinn til grafar þar. Erlent 13.3.2006 22:14
Rússar treysta ekki krufningu á Milosevic Eiturefnafræðingur segist hafa fundið lyf í líkama Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, sem hafi óbeint valdið hjartaáfallinu sem dró hann til dauða á laugardagsmorgun. Rússnesk stjórnvöld efast um hlutleysi þeirra sem skera úr um dánarorsök forsetans fyrrverandi. Erlent 13.3.2006 19:45
Rússar draga krufninguna í efa Eiturefnafræðingur segist hafa fundið lyf í líkama Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, sem hafi óbeint valdið hjartaáfallinu sem dró hann til dauða á laugardagsmorgun. Rússnesk stjórnvöld efast um hlutleysi þeirra sem skera úr um dánarorsök forsetans fyrrverandi. Erlent 13.3.2006 19:00
Kona handtekin vegna morðsins á Hariri Líbönsk kona sem grunuð er um aðild að morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, var handtekin í Sao Paulo í Brasilíu í gær. Brasilíska lögreglan greindi frá þessu í dag. Erlent 13.3.2006 18:15
Milosevic verði ekki borinn til grafar í Belgrad Boris Tadic, forseti Serbíu, hefur alfarið hafnað því að Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, verði borinn til grafar í Belgrad, höfuðborg Serbíu. Erlent 13.3.2006 17:45
Ekki óskað eftir framsali Taylors Stjórnvöld í Líberíu sögðu í dag ekkert til í þeim fréttum að þau hafi formlega farið þess á leit við yfirvöld í Nígeríu að Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, verði framseldur. Taylor er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi. Erlent 13.3.2006 17:30
Krefjast afsagnar forsætisráðherra Tælands Búist er við að allt að 100 þúsund mótmælendur safnist saman við skrifstofu Thaskin Shinawatra, forsætisráðherra Tælands á morgun til að krefjast afsagnar hans. Almenningur í Tælandi hefur staðið fyrir friðsömum fjöldamótmælum undanfarin mánuð í eftir að fjölskylda forsætisráðherrans seldi fyrirtæki sitt til fjárfestingarfyrirtækis í eigu stjórnvalda í Singapore. Fjölskylda forsætisráðherrans hagnaðist um tvo milljarða bandaríkjadal af sölunni en greiddi enga skatta til tælenska ríkisins. Erlent 13.3.2006 17:00
Rússar treysta ekki krufningarniðurstöðum Rússnesk yfirvöld segjast ekki treysta niðurstöðu krufningar á líki Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, sem framvkæmd var í Hollandi og sýnir að hann hafi látist úr hjartaáfalli. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, staðfesti í dag að handskrifað bréf hefði borist rússneskum yfirvöldum frá Milosevic. Erlent 13.3.2006 16:15
Fá greitt frá klámiðnaðinum Tölvuþrjótar fá greitt frá fyrirtækjum í klámiðnaði til að koma af stað svokölluðum pop-up gluggum hjá tölvunotendum um allan heim. Í grein sem birtist í Washington Post segir að þrjótarnir eru með leitarvélar sem eru starfandi allan sólarhringinn og finna óvarðar vélar sem ekki hafa veiruvarnarforrit og koma fyrir hugbúnaði sem gefur þeim fulla stjórn á viðkomandi tölvum. Þegar notandinn opnar vafra þá opnast sjálfkrafa ótal klámsíður svo kallaðir pop-up gluggar, með þessu eykst umferð á klámsíður og fyrir þetta borgar klámiðnaðurinn tölvuþrjótum stórfé. Erlent 13.3.2006 13:45
Ekki útilokað að Milosevic hafi verið byrlað eitur Ekki er útilokað að Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, hafi verið byrlað eitur en Milosevic lést úr hjartaáfalli samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. Krufningin var gerð af hollenskum réttarlæknum að tveimur serbneskum réttarlæknum viðstöddum. Saksóknarar segja að eiturefnafræðileg rannsókn verði samt sem áður gerð þótt dánarorsökin liggi fyrir. Þrálátur orðrómur er á kreiki um að hann hafi stytt sér aldur, jafnvel að eitrað hafi verið fyrir honum. Erlent 13.3.2006 12:45
Viðurkenndi að hafa fyrirskipað aftökur Einn af samstarfsmönnum Saddams Hussein viðurkenndi í morgun fyrir rétti að hann hefði gefið út fyrirskipun um aftöku 148 manna. Awad Hamed al-Bandar var áður yfirmaður byltingardómstólsins í Írak og er ásamt hinum sjö verjendunum kærður fyrir að bera ábyrgð á drápunum í sjítabænum Dujail árið 1982. Verði áttmenningarnir fundnir sekir, gætu þeir átt yfir höfði sér dauðadóm. Erlent 13.3.2006 12:30
Áfram réttað yfir Saddam Hussein Réttarhöldin yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, og sjö samstarfsmönnum hans, hófust að nýju í Bagdad í morgun. Verið er að taka skýrslur af sakborningunum, sem ákærðir hafa verið fyrir glæpi gegn mannkyninu með því að skipuleggja fjöldamorð á shitamúslinum. Erlent 13.3.2006 10:30
Mannskæðir skýstrókar fara um Bandaríkjunum Tveir létust þegar bíll sem þeir voru í lenti í skýstrók í Missouri í Bandaríkjunum. Bíllinn þeyttist upp á gastank með fyrrgreindum afleiðingum. Skýstrókar hafa eyðilagt um tuttugu heimili á um þrjátíu kílómetra leið frá Missouri að Illinois og hafa nokkrir særst í ósköpunum að sögn lögregluyfirvalda á staðnum. Erlent 13.3.2006 10:00
Sex látast í miklum eldum Sex hafa látist í miklum eldum í Texas og hafa sex til viðbótar slasast. Tveir hinna látnu voru að reyna að flýja heimili sín þegar þeir létust. Eldarnir ná yfir meira en 120 þúsund hektara lands og hefur erfilega gengið að ráða niðurlögum þeirra. Flugvélar og þyrlur hafa ekki getað tekið þátt í slökkvistarfinu vegna vinda en vindhraðinn hefur farið upp í 89 kílómetra á klukkustund í mestu hviðunum. Erlent 13.3.2006 09:00