Erlent

Íranar vilja ræða við Bandaríkjamenn um Írak

Íranar eru reiðubúnir til að hefja viðræður við Bandaríkjamenn um ástandið í Írak. Þetta sagði Larijani, ein helsti samningamaður Írana. Yfirlýsing hans er svar við beiðni eins helsta leiðtoga sjía-múslima í Írak um að Íranar tækju upp viðræður við stjórnvöld í Washington.

Erlent

Mótmælendur meðhöndlaðir eins og hryðjuverkamenn

Stjórnandstaðan í Hvíta-Rússlandi leggur á ráðinu um valdarán í landinu og dylja það með andstöðu við tilraunir Lukashenkos, forseta landsins, til að ná endurkjöri. Þetta sagði yfirmaður leyniþjónustu landsins í dag.

Erlent

Ströng gæsla við mótmæli í dag

Nemendur í háskólum og framhaldsskólum í gjörvöllu Frakklandi halda í dag áfram skipulögðum mótmælum gegn frumvarpinu um atvinnusamning fyrir ungmenni. Nicholas Sarkozy innanríkisráðherra boðaði skipuleggjendur mótmælanna á sinn fund til þess að reyna að koma í veg fyrir að mótmælin fari úr böndunum.

Erlent

Réttarhöldunum yfir Saddam frestað á ný

Réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, var í gær frestað til 5. apríl. Saddam bar vitni við réttarhöldin í gær og sagði þau vera hreinan gamanleik. Þegar dómarinn hafði fengið nóg lét hann rýma blaðamannastúkuna og tilkynnti skömmu síðar að réttarhöldunum hefði verið frestað.

Erlent

H&M ætlar að hækka verð

Og hér er slæm frétt fyrir alla íslensku aðdáendur H&M verslananna sem eru fjölmargir því forsvarsmenn verslunarkeðjunnar sænsku eru sagðir hafa ákveðið að hækka vöruverð í búðum sínum á næstu þremur árum. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten. Ekki verður þó gefin út opinber yfirlýsing um málið en ársfjórðungsuppgjör fyrirtækisins verður birt þann 29. mars og er þá búist við tilkynningunni. Verðlag í verslunum H&M hefur farið lækkandi síðastliðin tólf ár.

Erlent

Féllu í skothríð í Kaliforníu

Tveir féllu þegar maður hóf skothríð á veitingastað í suður Kaliforníu í gær. Þá særðist par í árásinni en fókið eru ekki í lífshættu. Eftir að árásarmaðurinn hafði lokið sér af, tók hann eigið líf. Fimmtán manns voru inni þegar skothríðin hófst en ástæða fyrir árásinni er enn ókunn. Málið er í rannsókn.

Erlent

Lík Milosevic komið til Belgrad

Lík Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu er komið til Belgrad í Serbíu. Þjóðernissinnaðir Serbar og aðrir stuðningsmenn Milosevic ætla að fjölmenna við útförina og er talið að þar kunni allt að ein miljón manna að koma saman. Enn er óvíst hvort serbnesk stjórnvöld muni veita honum heiðursútför en það er þó talið ólíklegt.

Erlent

Íraksþing kemur saman

Íraksþing verður sett með formlegum hætti í fyrsta sinn í dag, þremur mánuðum eftir fyrstu þingkosningarnar í landinu. Þingsetningarathöfnin verður haldinn á sama tíma og trúarátök í landinu stigmagnast dag frá degi, en margir segja að Írak sé á barmi borgarastyrjaldar. Geore Bush Bandaríkjaforseti segir þó enga hættu á borgarastyrjöld og að aðeins tímaspursmál sé hvenær friður komist á í Írak.

Erlent

Viðræður Öryggisráðsins þokast ekkert

Enn þokast ekkert í viðræðum fastafulltrúa í Öryggisráðinu um kjarnorkuáætlanir Írana. Jean Marc de La Sabliere, sendiherra Frakka í ráðinu sagði í gær, nauðsynlegt að Öryggisráðið kæmist fljótlega að niðustöðu um málið en á meðan Bandaríkjamenn, Frakkar og Bretar vilja beita Írana refsiaðgerðum, segja Rússar og Kínverjar það ekki tímabært enda myndu þær ekki skila öðru en frekari vandamálum.

Erlent

Maður dæmdur til dauða í Flórída

Maður á fertugsaldri var í gær dæmdur til dauða í Flórída fyrir að hafa numið ellefu ára stúlku á brott, nauðgað henni og síðan myrt. Brottnámið náðist á myndband eftirlitsmyndavélar og leiddi það til þess að maðurinn var handtekinn. Í síðasta mánuði baðst maðurinn fyrirgefningar á glæpum sínum. Hann sagðist hafa neytt heróíns og kókaíns í því skyni að fyrirfara sér, áður en hann nam stúlkuna á brott.

Erlent

Vaxandi tiltrú á íslensku krónunni

Þýskur banki gaf í gær út skuldabréf í íslenskum krónum, svonefnd krónubréf, og er það fyrsta erlenda peningastofnunin sem það gerir síðan Fitch Ratings gaf út skýrslu sína um íslensk efnahagsmál, sem olli lækkun krónunnar og hlutabréfavísitölunnar. Bankinn gaf út bréf fyrir tvo milljarða króna og er þessháttar útgáfa þá komin upp í 213 milljarða frá því að hún hófst síðsumars í fyrra. Tiltrú á íslenskt efnahagslíf viðrist því fara vaxandi á ný.

Erlent

Veiktust lífshættulega af nýju lyfi

Sex manns eru á gjörgæslu, þar af eru tveir í lífshættu, á sjúkrahúsi í Lundúnum eftir að hafa veikst af nýju lyfi sem verið er að gera tilraunir með. Sexmenningarnir voru allir við góða heilsu þegar þeir féllust á að taka þátt í prófun á nýju bólgueyðandi lyfi. Það var fyrirtækið Parelex sem stóð að tilraununum

Erlent

Bílsprengja í París

Maður lét lífið og annar særðist þegar bílsprengja sprakk í úthverfi Parísar í dag. Að sögn franskra fjölmiðla hafði maðurinn komist í kast við lögin og lögreglu grunar að um hafi verið að ræða hefndaraðgerð glæpaflokka.

Erlent

Yfirheyrður bak við luktar dyr

Dómarar í réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, hafa lokað dómssalnum á meðan einræðisherrann fyrrverandi ber vitni í málinu. Vitnaleiðslur yfir Saddam hófust í morgun.

Erlent

Lík Milosevic komið til Serbíu

Lík Slobodans Milosevic er komið heimalands hans, Serbíu. Flogið var með jarðneskar leyfar hans frá Hollandi í gær og flugvél sem flutti þær lenti í Belgrad í dag.

Erlent

Engin niðustaða enn

Rússar og Kínverjar neita að samþykkja tillögu Bandaríkjamanna, Frakka og Breta um að beita Írana refsiaðgerðum vegna kjarnorkuáætlana þeirra. Öryggisráðið mun ræða málið í dag.

Erlent

Samráð Bandaríkjanna, Ísraela og Breta

Framkvæmdastjóri Arababandalagsins, segir Bandaríkjamenn og Breta bera ábyrgð á árás Ísraelsmanna á fangelsi Palestínumanna í Jeríkó og þeim átökum sem urðu í kjölfarið. Hann segir ljóst að einhverskonar samráð hafi átt sér stað milli þeirra og Ísraela.

Erlent

Fuglaflensa komin upp í Danmörku

Fuglaflensan er komin upp í Danmörku. Yfirvöld þar í landi tilkynntu í morgun að veira af H5 stofni hefði fundist í dauðum villtum fugli. Ekki er ljóst hvort veiran er af stofninum H5N1, sem getur borist í menn, en boðað hefur verið til blaðamannafundar síðar í dag þar sem frekari upplýsingar verða gefnar.

Erlent

Lík af 90 mönnum finnast í Bagdad

Lík um níutíu manna fundust í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun en allir höfðu þeir verið skotnir í höfuðið. Talið er að mennirnir hafi verið myrtir í tengslum við sprengjuárás sem gerð var á hverfi sjía á sunnudag en þá létu 58 lífið og yfir 200 særðust.

Erlent

Milosevic jarðsettur í Belgrad

Háttsettir menn í flokki Slobodans Milosevic, fyrrverandi leiðtoga Júgólsavíu, tilkynntu í gærkvöld að Milosevic yrði jarðsettur í Belgrad, höfuðborg Serbíu. Lík Milosevic, sem lést í Haag í síðustu viku, er nú á Schipholflugvelli í Hollandi en verður væntanlega flutt á leiðarenda í dag. Eiginkona Milosevic, Mira Markovich og sonur þeirra vildu að hann yrði jarðsettur í Moskvu

Erlent

Bandaríkjamenn reiðubúnir fyrir kvenforseta

Bandaríska þjóðin er reiðubúin fyrir kvenforseta en það þyrfti þó að vera repúblikani. Þetta sagði Laura Bush, forsetafrú í Bandaríkjunum þegar hún heimsótti Kvennalistasögusafnið í Washington ásamt forsetafrú í Mexíkó og forsetafrú í Perú. Laura Bush hefur lýst því yfir að hún styðji Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í forsetaembættið, en Rice hefur aftur á móti margoft sagt að hún hafi engan áhuga á þeirri stöðu.

Erlent

Fimm lögreglumenn slösuðust

Fimm lögreglumenn slösuðust þegar til átaka kom á milli lögreglu og námsmanna í París í gær. Námsmennirnir voru að mótmæla fyrirhugaðri setningu laga um breytingu á lögum sem fjalla um starfssamninga fólks undir 26 ára aldri með ákvæðum um möguleika á uppsögn án útskýringa. Þeim er ætlað að hvetja vinnuveitendur til að ráða ungt fólk án þess að þeir þurfi að óttast að sitja uppi með starfsmenn sem ekki standa sig.

Erlent

Gáfust upp eftir daglangt umsátur

Palestínumennirnir sex sem gáfust upp fyrir ísraelska hernum eftir daglangt umsátur um fangelsið sem þeir sátu í, verða kvaddir fyrir ísraelskan dómstól og látnir svara til saka fyrir morð á ísraelskum ráðherra. Frá þessu greindi ísraelskur embættismaður í gærkvöld. Einn mannanna, Ahmed Saadat, er leiðtogi Alþýðufylkingar til frelsunar Palestínu

Erlent

Ósamkomulag innan Öryggisráðs SÞ

Fulltrúar þeirra ríkja í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sem hafa þar neitunarvald, Kína, Frakklands, Rússlands, Bandaríkjanna og Bretlands, hittust í gær til að ræða stöðu Írans. Engin niðustaða fékkst að þessu sinni en á meðan Kínverjar og Frakkar vilja ekki beita refsiaðgerðum vilja Frakkar, Bretar og Bandaríkjamenn það ólmir.

Erlent

Lík Milosevic flutt frá Haag

Lík Slóbódans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, var flutt frá Haag í Hollandi á flugvöllinn í Amsterdam síðdegis í kvöld. Marko Milosevic sótti lík föður síns. Serbneskur dómstóll hefur dregið til baka handtökuskipun á hendur Mirjönu Markovic, ekkju Milosevic, og hafa líkur aukist á að hann verði grafinn í heimalandi sínu.

Erlent

Franskir stúdentar mótmæla enn

Umsátursástand var í fjölmörgum háskólum víðsvegar um Frakkland í dag þegar mörg þúsund háskólanemar mótmæltu nýrri vinnulöggjöf stjórnvalda. Stúdentar segjast fullvissir að mótmælin hafi tilætluð áhrif og hætt verði við gildistöku laganna. Ekkert virðist þó benda til þess.

Erlent

Handtökuskipunin dregin til baka

Serbneskur dómstóll hefur dregið til baka handtökuskipun á hendur Mirjönu Markovic, ekkju Slobodans Milosevic. Þar með hafa líkurnar á að forsetinn fyrrverandi verði grafinn í heimalandi sínu, aukist. Marko, sonur þeirra, kveðst fullviss um að faðir sinn hafi verið ráðinn af dögum.

Erlent

Ólga á herteknu svæðunum eftir árás Ísraela

Ófremdarástand hefur ríkt á Gaza-ströndinni og Vesturbakkanum í dag eftir að Ísraelsher réðst á fangelsi í Jeríkó þar sem grunaðir hermdarverkamenn voru í haldi. Kveikt var í húsakynnum bandarískra og breskra stofnana og nokkrum Vesturlandabúum var rænt.

Erlent

Saadat hefur gefist upp

Ahmed Saadat og félagar hans hafa gefist upp fyrir ísraelskum hersveitum sem í allan dag hafa setið um fangelsi í Jeríkó þar sem þeir eru í haldi.

Erlent

Flóð í Grikklandi

Allt er á floti í austurhluta Grikklands þar sem ár hafa flætt yfir bakka sína og kaffært ræktarland og jafnvel hús. Mikið hefur snjóað og rignt á svæðinu síðustu daga og hafa flóðgarðar brostið. Óttast er að flóðin nú verði þau verstu í fimmtán ár.

Erlent