Erlent

Jackson snýr aftur

Michael Jackson lenti í Las Vegas seint á laugardagskvöldið til þess að hefja endurkomu sína á sviði og í tónlist. Mun Jackson halda úti sýningu í ætt við þær sem Celine Dion, Wayne Newton og Britney Spears. Michael Jackson hefur undanfarið búið í Bahrain og Írlandi eftir að hann var sýknaður af ákæru um misnotkun á ungum drengjum.

Erlent

Eþíópía gerir árásir á Mogadishu

Stjórnvöld í Sómalíu sögðu í dag að þau hefðu lokað öllum landamærum sem og land- og lofthelgi landsins. Á sama tíma hefur eþíópíski herinn gert loftárásir á flugvöllinn í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, en múslimskir uppreisnarmenn ráða lögum og lofum í Mogadishu.

Erlent

Guðfaðir sálartónlistar allur

Sálarsöngvarinn James Brown er látinn. Hann lést í nótt, 73 ára að aldri, eftir að hafa verið lagður inn á sjúkrahús til meðferðar vegna alvarlegrar lungnabólgu. Brown sagði að hann sjálfur væri sá listamaður sem ynni allra manna mest og hann var líka þekktur sem „Herra Dýnamít" fyrir líflega sviðsframkomu sína.

Erlent

Jólin haldin hátíðleg í Betlehem

Hundruð pílagríma söfnuðust saman í Betlehem í dag til þess að sækja þar jólamessu. Grimmur raunveruleikinn var samt skammt undan þar sem ofbeldi á svæðinu hefur verið töluvert undanfarnar vikur.

Erlent

Jesú, konungur Póllands?

Hópur af pólskum þingmönnum hefur lagt fram tillögu á pólska þinginu um að gera Jesú að konungi Póllands. Samtals standa 46 þingmenn úr þremur stjórnmálaflokkum að tillögunni. Skýra þeir uppátæki sitt með því að segja að Jesú sé hinn eini sanni konungur í hjarta margra kaþólikka.

Erlent

Pakistan leyfir hjálparaðgerðir SÞ

Pakistan hefur samþykkt neyðaraðgerðir Sameinuðu þjóðanna sem eiga að miða að því að hjálpa um 80 þúsund manns sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna átaka í suðurhluta Pakistan.

Erlent

Egypsk kona deyr úr fuglaflensu

Egypsk kona lést í dag af völdum fuglaflensu en þar með eru mannslát af völdum hennar alls orðin átta í Egyptalandi. Konan dó aðeins nokkrum klukkustundum eftir að próf sýndu að hún væri með fuglaflensu en lækna hafði ekki grunað þar sem hún neitaði því að hafa komist í návígi við hvers konar fugla áður en hún veiktist.

Erlent

Scaramella handtekinn í dag

Ítalski tengilliður Alexanders Litvinenko, Mario Scaramella, var handtekinn í dag vegna gruns um vopnasölu og að ljóstra upp ríkisleyndarmálum. Scaramella var einn af þeim síðustu sem að hittu Litvinenko daginn sem eitrað var fyrir honum og fannst meira að segja lítið magn af geislavirka efninu pólóníum í líkama hans.

Erlent

Páfi gagnrýnir neysluæði jólanna

Í jólaávarpi páfa í Vatíkaninu í dag talaði Benedikt páfi um að fólk mætti ekki gleyma hinum sanna boðskap jólanna, nefnilega það að fagna fæðingu Jesú. Gagnrýndi hann einnig verslunarvæðingu jólanna en það efni hefur honum verið hugleikið undanfarið.

Erlent

Ísraelar jafnvel að sleppa föngum

Ísraelski forsætisráðherrann, Ehud Olmert, gaf í skyn í dag að Ísraelar gætu sleppt nokkrum palestínskum föngum fyrir áramót þó svo að herskáir Palestínumenn hafi ekki sleppt ísraelskum hermanni sem þeir hafa í haldi í Gaza.

Erlent

Jólahald um víða veröld

Á aðfangadegi jóla keppist hinn kristni hluti jarðarbúa við að undirbúa fæðingarhátíð frelsarans sem gengur í garð í kvöld. Sinn er hins vegar siðurinn í hverju landi.

Erlent

Ástand Kastró versnar

Kúbversk yfirvöld sendu í dag eftir spænskum skurðlækni, lyfjum og áhöldum til þess að annast hinn veika leiðtoga Fídel Kastró. Á hann að framkvæma ýmis próf til þess að athuga hvort að Kastró þurfi að gangast undir frekari aðgerðir vegna innvortis blæðinga sem hann varð fyrir í júlí síðastliðnum.

Erlent

Leiðtogar í friðarhug um jólin

Jákvæður andi ríkti á fundi Ehuds Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, í gærkvöld en þar ákváðu þeir að taka upp friðarviðræður á nýjan leik. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem leiðtogarnir ræðast við á formlegum nótum.

Erlent

Ömmur í fótbolta

Hópur eldri kvenna í bænum Jerez á Spáni hefur tekið sig saman og myndað knattspyrnulið. Liðið hefur nú verið starfrækt og vilja konurnar að stofnuð verði deild sem þær geti spilað í. Sú elsta í hópnum er áttræð og meðalaldur kvennanna er um 65 ár.

Erlent

Jólaávarp Benedikts páfa

Í jólaávarpi páfa í Vatíkaninu í dag talaði Benedikt páfi um mikilvægi lífs allt frá upphafi þess til eðlilegra loka þess. Mikil umræða hefur verið á Ítalíu undanfarið vegna þess að nú á dögunum framdi ítalskur læknir líknarmorð á frægu ítölsku ljóðskáldi en skáldið hafði beðið hann um það.

Erlent

Eþíópía hefur aðgerðir í Sómalíu

Ráðamenn í Eþíópíu hafa skýrt frá því að þeir hafi hafið árásir gegn múslimskum uppreisnarmönnum í Sómalíu og að þeir hafi ráðist á nokkra staði nú þegar.

Erlent

Íslenska krónan góður kostur

Alþjóðlega greiningarfyrirtækið TD Securities segir íslensku krónuna besta fjárfestingarkost sem gjaldeyriskaupmenn hafa völ á næsta ári. Að mati fyrirtækisins gætu þeir sem kaupa krónur fyrir Bandaríkjadali í byrjun næsta árs vænst þess að fá 22 prósenta arð af fjárfestingu sinni.

Erlent

Jólaskrúðganga í Rio

Í Rio de Janeiro í Brasilíu í gær var haldin jólaskrúðganga í fyrsta sinn. Borgin er fræg fyrir skrúðgöngur sínar og fór þessi fram á Copacabana ströndinni.

Erlent

Spennan eykst í Sómalíu

Vitni fullyrða að eþíópískar herflugvélar hafi í dag varpað sprengjum á tvo staði í Sómalíu en átökin á milli íslamskra uppreisnarmanna og stjórnarhermanna, sem studdir eru af Eþíópíu, hafa sífellt harðnað undanfarna daga.

Erlent

Þúsundir syrgja Túrkmenbashi

Þúsundir íbúa Askabats, höfuðborgar Túrkmenistans, lögðu leið sína í forsetahöllina til að votta Sapurmarat Niyazov, nýlátnum forseta landsins, virðingu sína.

Erlent

Íranir segja refsiaðgerðir engu skipta

Íranska ríkisstjórnin segir refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna engin áhrif hafa á kjarnorkuáætlun landsins heldur verði auðgun úrans haldið áfram af enn meiri þunga.

Erlent

Sjö létust í sprengjuárás

Sjálfsmorðssprengjumaður sprendi sjálfan sig upp í grennd við lögreglustöð í bænum Muqdadiya, norðaustur af Bagdad, í Írak í dag. Fleiri sprengingar urðu síðan á svæðinu og er talið að sjö manns hafi látist og yfir 30 særst.

Erlent

Friðargæsluliðar SÞ fá að koma til Súdans

Súdönsk stjórnvöld hafa fallist á það að hleypa friðargæsluliðum á vegum Sameinuðu þjóðanna inn í landið til þess að efla friðargæslu í hinu stríðshrjáða Darfur-héraði. Þetta staðfesti samningamaður Súdansstjórnar í dag.

Erlent

Íranar segja ályktun öryggisráðsins ólöglega

Írönsk yfirvöld fordæmdu í kvöld þá ákvörðun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna að samþykkja ályktun um að beita refsiaðgerðum gegn Írönum þar sem þeir neita að láta af auðgun úrans. Sögðu þau öryggisráðið fara út fyrir verksvið sitt með samþykkt ályktunarinnar.

Erlent

Olmert og Abbas funduðu í kvöld

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, áttu í kvöld fund í Jerúsalem. Þetta var fyrsti fundur þeirra eftir að Olmert tók við af Ariel Sharon sem forsætisráðherra snemma á árinu.

Erlent

Byssumenn skutu litla stúlku á Gasa

Byssumenn á Gasa skutu litla stúlku í dag í tilræði gegn yfirmanni í öryggissveitum. Þrjú ung börn voru skotin til bana fyrir stuttu, en það varð kveikja að aukinni spennu og átökum á svæðinu.

Erlent

Bretar vilja að jólatré séu gróðursett aftur

Jólaundirbúningur stendur nú sem hæst víða um heim en er með afar misjöfnu yfirbragði eftir heimshlutum, og eru áherslur mismunandi eftir löndum. Umhverfisverndarsinnar í Bretlandi hvetja nú Breta til að halda umhverfisvæn jól með því að endurvinna rusl og kaupa jólatré með rótum svo hægt sé að planta þeim aftur.

Erlent