Erlent Bresku Bítlarnir loksins komnir á frímerki Bítlarnir eru loksins komnir á frímerki. Merkin verða gefin út hjá Roayl Mail, bresku póstþjónustunni, eftir áramótin. Frímerkin eru sex talsins og skarta myndum af jafnmörgum bítlaplötum. Formlegur útgáfudagur er 9. janúar. Erlent 29.12.2006 13:18 Skökk Sidney Tóbí Gutt var fullur tilhlökkunar þegar lagði upp frá Þýskalandi til þess að heimsækja kærustuna sína, sem býr í stórborginni Sydney, í Ástralíu. Hann hafði fundið ótrúlega hagstætt fargjald, á netinu. Það er sumar í Ástralíu á þessum árstíma og hann var því klæddur í stuttermabol og stuttbuxur. Erlent 29.12.2006 13:15 Ber ekki saman um aftöku Saddams Embættismönnum ber ekki saman um hvenær Saddam Hussein verður tekinn af lífi. Íraska varnarmálaráðuneytið segir að dómnum verði ekki framfylgt næsta mánuðinn en af orðum íraska forsætisráðherrans, gæti það jafnvel orðið á morgun. Erlent 29.12.2006 12:30 Milljónir í pílagrímsgöngu Áætlað er að um þrjár milljónir múslima séu komnar til Mekka í Sádi-Arabíu í árlega pílagrímsathöfn. Miklar öryggisráðstafanir eru á svæðinu þar sem á fjórða hundrað manna tróðust undir við síðustu athöfn. Áætlað er að Sádi-Arabar hafi eytt meira en 70 milljörðum íslenskra króna í að tryggja öryggi pílagríma. Erlent 29.12.2006 11:46 Verður sjónvarpað frá aftöku Saddams? Bandarískar sjónvarpsstöðvar velta nú fyrir sér hvernig þær eigi að haga fréttaflutningi sínum af aftöku Saddams Hussein um helgina. Búist er við því að aftkan verði tekin upp á myndband og hugsanlega sýnd í sjónvarpi í Írak. Fundað var sérstaklega um fyrirhugaðan fréttaflutning hjá að minnsta kosti tveimur bandarísku sjónvarpsstöðvanna í gær. ABC og CBS sögðust ekki ætla að sjónvarpa aftökunni í heild. Erlent 29.12.2006 11:17 Neyðarfundur til að semja um gasverð Hvítrússnesk neyðarsendinefnd fer til Moskvu um hádegið í dag, til að reyna að komast að samkomulagi um gasverð fyrir áramót. Ef ekki næst að semja mun rússneska fyrirtækið Gazprom skrúfa fyrir gas til Hvítrússa en þeir munu í staðinn loka leiðslum sem liggja um landið yfir til viðskiptavina fyrirtækisins í Evrópu. Erlent 29.12.2006 10:49 Saddam tekinn af lífi án tafar Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, sagði í dag að aftöku Saddams Hússeins yrði ekki frestað, né yrði dómurinn endurskoðaður. Þetta eru fyrstu orð hans um málið eftir að kröfu Saddams um áfrýjun var hafnað. Háttsettur embættismaður innan íraska varnarmálaráðuneytisins sagði í morgun að Saddam yrði ekki líflátinn fyrr en eftir mánuð, í fyrsta lagi. Erlent 29.12.2006 10:30 Engum Palestínumönnum sleppt fyrir hátíðina Ísraelar ætla ekki að frelsa neina palestínska fanga fyrir Eid-al-Adha, eina stærstu hátíð íslams, sem hefst í flestum múslimalöndum á gamlársdag. Ísraelska dagblaðið Haaretz hefur það eftir stjórnmálamönnum að engum föngum verði sleppt fyrr en ísraelska hermanninum Gilad Shalit verði sleppt úr haldi Palestínumanna. Erlent 29.12.2006 09:53 Eiga ekki fyrir kind Fjárskortur palestínsku heimastjórnarsvæðanna bitnar nú harkalega á sauðfjárbændum á svæðinu þar sem trúræknir múslimar hafa ekki pening til að kaupa kind til að fórna á Eid-al-Adha hátíðinni sem byrjar á morgun. Þeir múslimar sem geta, fórna þá kind, til þess að minnast vilja Abrahams til að fórna syni sínum. Erlent 29.12.2006 09:00 660 Palestínumenn létust í árásum á árinu Ísraelskir hermenn hafa banað 660 Palestínumönnum í ár, sem er þreföldun frá árinu á undan, samkvæmt tölum ísraelskra mannréttindasamtaka. Á sama tíma hafa árásir herskárra Palestínumanna á Ísraela orðið 17 óbreyttum borgurum og 6 hermönnum að bana, þeir hafa ekki verið færri frá því að átökin hófust á ný árið 2000. Erlent 29.12.2006 08:54 Orð gegn orði um aftöku Saddams Íraski varnarmálaráðherrann bar í morgun til baka orðróm um að Saddam Hussein yrði tekinn af lífi á næstu dögum, eins og bandaríska forsetaembættið sagðist telja. Lögfræðingur Saddams sagði í morgun að að hann hefði kvatt bræður sína í gær á þann hátt að hann búist ekki við að sjá þá á ný Erlent 29.12.2006 08:36 Brown fær fólk enn til að dansa Þrátt fyrir að James Brown sé farinn yfir móðuna miklu getur hann enn fengið fólk til þess að dansa. Þúsundir manna komu saman fyrir utan Apollo leikhúsið í Harlem í gær þar sem kista hans lá opin og fólk gat vottað honum virðingu sína. Brown steig fyrst á svið í Apollo leikhúsinu árið 1956 og var það upphafið að 50 ára ferli hans. Erlent 29.12.2006 08:00 Saddam hengdur fyrir áramót? Bandarískir ráðamenn búast við að Saddam Hussein verði hengdur á allra næstu dögum, jafnvel fyrir áramót. Þeir segja írösku ríkisstjórnina hafa tilkynnt Bandaríkjamönnum þetta. Mannréttindasamtök hafa gert alvarlegar athugasemdir við málsmeðferðina yfir íraska forsetanum fyrrverandi. Erlent 29.12.2006 08:00 Spilaglaðir kínverjar Kínverjar eru nú farnir að ógna orðspori Las Vegas sem mestu spilaborgar í heimi. Eyjaskeggjar á Maká eru að leggja lokahönd á 10 ný spilavíti sem bætast við þau 23 sem fyrir eru. Kínverjar eru spilaglaðir en þetta er eini staðurinn í kommúnistaríkinu sem þessi vestræna spilling er leyfileg, enda portúgölsk nýlenda til skamms tíma. Því koma um 60 þúsund Kínverjar af meginlandinu á hverjum degi til Maká til að freista gæfunnar við spilaborðin. Erlent 29.12.2006 07:20 Setja hugsanlega herlög Herlög verða væntanlega sett á í Sómalíu á næstu dögum, til að ná tökum á upplausn eftir að uppreisnarmenn yfirgáfu höfuðborgina. Íbúar fögnuðu dátt þegar stjórnarhermenn óku inn í höfuðborgina Mogadishu í gær, en glundroðinn heldur áfram, með ofbeldi og ránum. Næsta verkefni er að afvopna bardagahópa tengda ættbálkastjórnmálum, sem hafa mikil ítök í Sómalíu. Erlent 29.12.2006 07:08 Vill sjö konur í ríkisstjórnina Sjö kvenráðherrar verða í næstu ríkisstjórn Ekvadors, af sautján ráðherrum alls. Varnarmálaráðherra verður frú Guadalupe Larriva, en hún er forseti Jafnaðarmannaflokksins. Erlent 29.12.2006 06:00 Pílagrímar streyma til Mekka Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa á árinu bæði hert öryggisgæslu og bætt mjög aðstöðu pílagríma í Mekka til að koma í veg fyrir að fólk troðist undir. Erlent 29.12.2006 05:30 Götuvændi eykst til muna Sífellt fleiri konur selja blíðu sína á götum Stokkhólms. Á Malmskillnadsgatan og nærliggjandi götum selja sig rúmlega 225 konur og nokkrir karlar á degi hverjum, segir í frétt Dagens Nyheter. Erlent 29.12.2006 05:00 Misheppnað flugrán yfir Tékklandi Rússneskur karlmaður tilkynnti starfsfólki flugvélar sem hann var farþegi í að hann væri með sprengju og neyddi flugstjórann til að lenda á Ruzyne-flugvellinum í Prag í gærmorgun. Erlent 29.12.2006 04:30 Uppreisnarher á undanhaldi Hermenn Sómalíustjórnar og hermenn frá Eþíópíu héldu í gær inn í höfuðborgina Mogadishu, sem íslamskir uppreisnarmenn höfðu haft á valdi sínu síðan í júní. Stjórnarherinn mætti þar engri mótspyrnu, en síðustu daga hafði hann hrakið uppreisnarmenn frá helstu borgum í nágrenni höfuðborgarinnar. Erlent 29.12.2006 03:15 Fé fyrir að forðast kaup á blíðu Suður-kóreska ríkisstjórnin hefur boðið körlum fé, lofi þeir í staðinn að kaupa ekki þjónustu vændiskvenna eftir árslokaveislur fyrirtækja. Erlent 29.12.2006 03:00 Forstjóri Yukos undir grun Rússneskir saksóknarar hafa nafngreint fyrrverandi forstjóra olíurisans Yukos, Leonid Nevzlin, sem einn þeirra sem liggja undir grun í tengslum við morðið á fyrrverandi KGB njósnara, Alexander Litvinenko. Litvinenko lést úr pólón-210 geislaeitrun í Bretlandi í nóvember. Erlent 29.12.2006 02:00 Efaðist um réttmæti innrásar Nýlátinn fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Gerald R. Ford, efaðist mjög um réttmæti ákvörðunar George W. Bush, núverandi forseta Bandaríkjanna, um innrásina í Írak. Erlent 29.12.2006 01:00 Hvít-Rússar búast við lausn á gasdeilunni fyrir 1. janúar Hvíta-Rússland býst við því að deilan við Rússa um verðið á gasi þeim til handa verði leyst fyrir 1. janúar næstkomandi. Rússar hafa sagt að þeir muni skrúfa fyrir gasið ef samkomulag hefur ekki náðst fyrir þann tíma en þeir vilja fá hærra verð fyrir það. Hvít-Rússar hafa á móti sagst ætla að loka flutning gass til Evrópu ef í harðbakkann slær. Erlent 28.12.2006 23:30 Lögregla í Rio eykur viðbúnað Lögreglan í Rio de Janeiro munt tvíefla viðbúnað vegna áramótafagnaðar í borginni eftir að glæpagengi réðust á strætisvagna og lögreglustöðvar í borginni í dag og myrtu að minnsta kosti 18 manns. Sjö brunnu til dauða og nærri tveir tugir særðust alvarlega í árásinni en lögreglan kenndi eiturlyfjagengjum um hana. Erlent 28.12.2006 23:23 Ekvador deilir á aðgerðir Kólumbíu gegn eiturlyfjaframleiðslu Forseti Ekvadors, Rafael Correa, fór að landamærum Kólumbíu í dag til þess að skoða áhrif eitrana sem Kólumbíustjórn stendur fyrir til þess að drepa kókólaufaræktun en kókaín er unnið úr þeim. Forseti Kólumbíu, Alvaro Uribe, segir aðgerðirnar nauðsynlegar í baráttunni gegn fíkniefnum en Correa segir þær sýndarmennsku eina. Erlent 28.12.2006 23:15 Arbour varar við of miklum flýti í máli Saddams Yfirmaður mannréttindamála Sameinuðu þjóðanna, Louise Arbor, sagði í dag að írösk yfirvöld ættu að flýta sér varlega í að uppfylla dauðadóminn yfir Saddam Hússeins þar sem málsmeðferðin hefði ekki verið fyllilega sanngjörn en íraskir embættismenn sögðu í dag að Saddam yrði líklega líflátinn fyrir áramót. Erlent 28.12.2006 22:27 Apple í vandræðum vegna kaupréttarákvæða Steve Jobs, forstjóri Apple Computer, fékk kauprétt að hlutabréfum í fyrirtækinu fyrir allt að 7.5 milljónir dollara, eða sem nemur um 535 milljónum íslenskra króna, án þess að hafa tilskilin leyfi frá stjórn fyrirtækisins. Erlent 28.12.2006 21:33 Herlög verða sett í Sómalíu á laugardaginn Forsætisráðherra Sómalíu, Mohamed Al Gedi, skýrði frá því í kvöld að þing landsins myndi lýsa yfir herlögum frá og með laugardeginum og að þau myndu standa í þrjá mánuði. Erlent 28.12.2006 21:26 Auglýst eftir ferðafélaga á E-bay Breskur maður hefur auglýst til sölu á Ebay lúxusferð fyrir tvo til Jamaíka og er verðið aðeins brot af upprunalegu verði, eða um 90 þúsund krónur í stað 335 þúsund króna. Sá böggull fylgir þó skammrifi að aðeins konur geta keypt ferðina og þær verða að fara með þeim sem selur hana. Erlent 28.12.2006 21:15 « ‹ ›
Bresku Bítlarnir loksins komnir á frímerki Bítlarnir eru loksins komnir á frímerki. Merkin verða gefin út hjá Roayl Mail, bresku póstþjónustunni, eftir áramótin. Frímerkin eru sex talsins og skarta myndum af jafnmörgum bítlaplötum. Formlegur útgáfudagur er 9. janúar. Erlent 29.12.2006 13:18
Skökk Sidney Tóbí Gutt var fullur tilhlökkunar þegar lagði upp frá Þýskalandi til þess að heimsækja kærustuna sína, sem býr í stórborginni Sydney, í Ástralíu. Hann hafði fundið ótrúlega hagstætt fargjald, á netinu. Það er sumar í Ástralíu á þessum árstíma og hann var því klæddur í stuttermabol og stuttbuxur. Erlent 29.12.2006 13:15
Ber ekki saman um aftöku Saddams Embættismönnum ber ekki saman um hvenær Saddam Hussein verður tekinn af lífi. Íraska varnarmálaráðuneytið segir að dómnum verði ekki framfylgt næsta mánuðinn en af orðum íraska forsætisráðherrans, gæti það jafnvel orðið á morgun. Erlent 29.12.2006 12:30
Milljónir í pílagrímsgöngu Áætlað er að um þrjár milljónir múslima séu komnar til Mekka í Sádi-Arabíu í árlega pílagrímsathöfn. Miklar öryggisráðstafanir eru á svæðinu þar sem á fjórða hundrað manna tróðust undir við síðustu athöfn. Áætlað er að Sádi-Arabar hafi eytt meira en 70 milljörðum íslenskra króna í að tryggja öryggi pílagríma. Erlent 29.12.2006 11:46
Verður sjónvarpað frá aftöku Saddams? Bandarískar sjónvarpsstöðvar velta nú fyrir sér hvernig þær eigi að haga fréttaflutningi sínum af aftöku Saddams Hussein um helgina. Búist er við því að aftkan verði tekin upp á myndband og hugsanlega sýnd í sjónvarpi í Írak. Fundað var sérstaklega um fyrirhugaðan fréttaflutning hjá að minnsta kosti tveimur bandarísku sjónvarpsstöðvanna í gær. ABC og CBS sögðust ekki ætla að sjónvarpa aftökunni í heild. Erlent 29.12.2006 11:17
Neyðarfundur til að semja um gasverð Hvítrússnesk neyðarsendinefnd fer til Moskvu um hádegið í dag, til að reyna að komast að samkomulagi um gasverð fyrir áramót. Ef ekki næst að semja mun rússneska fyrirtækið Gazprom skrúfa fyrir gas til Hvítrússa en þeir munu í staðinn loka leiðslum sem liggja um landið yfir til viðskiptavina fyrirtækisins í Evrópu. Erlent 29.12.2006 10:49
Saddam tekinn af lífi án tafar Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, sagði í dag að aftöku Saddams Hússeins yrði ekki frestað, né yrði dómurinn endurskoðaður. Þetta eru fyrstu orð hans um málið eftir að kröfu Saddams um áfrýjun var hafnað. Háttsettur embættismaður innan íraska varnarmálaráðuneytisins sagði í morgun að Saddam yrði ekki líflátinn fyrr en eftir mánuð, í fyrsta lagi. Erlent 29.12.2006 10:30
Engum Palestínumönnum sleppt fyrir hátíðina Ísraelar ætla ekki að frelsa neina palestínska fanga fyrir Eid-al-Adha, eina stærstu hátíð íslams, sem hefst í flestum múslimalöndum á gamlársdag. Ísraelska dagblaðið Haaretz hefur það eftir stjórnmálamönnum að engum föngum verði sleppt fyrr en ísraelska hermanninum Gilad Shalit verði sleppt úr haldi Palestínumanna. Erlent 29.12.2006 09:53
Eiga ekki fyrir kind Fjárskortur palestínsku heimastjórnarsvæðanna bitnar nú harkalega á sauðfjárbændum á svæðinu þar sem trúræknir múslimar hafa ekki pening til að kaupa kind til að fórna á Eid-al-Adha hátíðinni sem byrjar á morgun. Þeir múslimar sem geta, fórna þá kind, til þess að minnast vilja Abrahams til að fórna syni sínum. Erlent 29.12.2006 09:00
660 Palestínumenn létust í árásum á árinu Ísraelskir hermenn hafa banað 660 Palestínumönnum í ár, sem er þreföldun frá árinu á undan, samkvæmt tölum ísraelskra mannréttindasamtaka. Á sama tíma hafa árásir herskárra Palestínumanna á Ísraela orðið 17 óbreyttum borgurum og 6 hermönnum að bana, þeir hafa ekki verið færri frá því að átökin hófust á ný árið 2000. Erlent 29.12.2006 08:54
Orð gegn orði um aftöku Saddams Íraski varnarmálaráðherrann bar í morgun til baka orðróm um að Saddam Hussein yrði tekinn af lífi á næstu dögum, eins og bandaríska forsetaembættið sagðist telja. Lögfræðingur Saddams sagði í morgun að að hann hefði kvatt bræður sína í gær á þann hátt að hann búist ekki við að sjá þá á ný Erlent 29.12.2006 08:36
Brown fær fólk enn til að dansa Þrátt fyrir að James Brown sé farinn yfir móðuna miklu getur hann enn fengið fólk til þess að dansa. Þúsundir manna komu saman fyrir utan Apollo leikhúsið í Harlem í gær þar sem kista hans lá opin og fólk gat vottað honum virðingu sína. Brown steig fyrst á svið í Apollo leikhúsinu árið 1956 og var það upphafið að 50 ára ferli hans. Erlent 29.12.2006 08:00
Saddam hengdur fyrir áramót? Bandarískir ráðamenn búast við að Saddam Hussein verði hengdur á allra næstu dögum, jafnvel fyrir áramót. Þeir segja írösku ríkisstjórnina hafa tilkynnt Bandaríkjamönnum þetta. Mannréttindasamtök hafa gert alvarlegar athugasemdir við málsmeðferðina yfir íraska forsetanum fyrrverandi. Erlent 29.12.2006 08:00
Spilaglaðir kínverjar Kínverjar eru nú farnir að ógna orðspori Las Vegas sem mestu spilaborgar í heimi. Eyjaskeggjar á Maká eru að leggja lokahönd á 10 ný spilavíti sem bætast við þau 23 sem fyrir eru. Kínverjar eru spilaglaðir en þetta er eini staðurinn í kommúnistaríkinu sem þessi vestræna spilling er leyfileg, enda portúgölsk nýlenda til skamms tíma. Því koma um 60 þúsund Kínverjar af meginlandinu á hverjum degi til Maká til að freista gæfunnar við spilaborðin. Erlent 29.12.2006 07:20
Setja hugsanlega herlög Herlög verða væntanlega sett á í Sómalíu á næstu dögum, til að ná tökum á upplausn eftir að uppreisnarmenn yfirgáfu höfuðborgina. Íbúar fögnuðu dátt þegar stjórnarhermenn óku inn í höfuðborgina Mogadishu í gær, en glundroðinn heldur áfram, með ofbeldi og ránum. Næsta verkefni er að afvopna bardagahópa tengda ættbálkastjórnmálum, sem hafa mikil ítök í Sómalíu. Erlent 29.12.2006 07:08
Vill sjö konur í ríkisstjórnina Sjö kvenráðherrar verða í næstu ríkisstjórn Ekvadors, af sautján ráðherrum alls. Varnarmálaráðherra verður frú Guadalupe Larriva, en hún er forseti Jafnaðarmannaflokksins. Erlent 29.12.2006 06:00
Pílagrímar streyma til Mekka Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa á árinu bæði hert öryggisgæslu og bætt mjög aðstöðu pílagríma í Mekka til að koma í veg fyrir að fólk troðist undir. Erlent 29.12.2006 05:30
Götuvændi eykst til muna Sífellt fleiri konur selja blíðu sína á götum Stokkhólms. Á Malmskillnadsgatan og nærliggjandi götum selja sig rúmlega 225 konur og nokkrir karlar á degi hverjum, segir í frétt Dagens Nyheter. Erlent 29.12.2006 05:00
Misheppnað flugrán yfir Tékklandi Rússneskur karlmaður tilkynnti starfsfólki flugvélar sem hann var farþegi í að hann væri með sprengju og neyddi flugstjórann til að lenda á Ruzyne-flugvellinum í Prag í gærmorgun. Erlent 29.12.2006 04:30
Uppreisnarher á undanhaldi Hermenn Sómalíustjórnar og hermenn frá Eþíópíu héldu í gær inn í höfuðborgina Mogadishu, sem íslamskir uppreisnarmenn höfðu haft á valdi sínu síðan í júní. Stjórnarherinn mætti þar engri mótspyrnu, en síðustu daga hafði hann hrakið uppreisnarmenn frá helstu borgum í nágrenni höfuðborgarinnar. Erlent 29.12.2006 03:15
Fé fyrir að forðast kaup á blíðu Suður-kóreska ríkisstjórnin hefur boðið körlum fé, lofi þeir í staðinn að kaupa ekki þjónustu vændiskvenna eftir árslokaveislur fyrirtækja. Erlent 29.12.2006 03:00
Forstjóri Yukos undir grun Rússneskir saksóknarar hafa nafngreint fyrrverandi forstjóra olíurisans Yukos, Leonid Nevzlin, sem einn þeirra sem liggja undir grun í tengslum við morðið á fyrrverandi KGB njósnara, Alexander Litvinenko. Litvinenko lést úr pólón-210 geislaeitrun í Bretlandi í nóvember. Erlent 29.12.2006 02:00
Efaðist um réttmæti innrásar Nýlátinn fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Gerald R. Ford, efaðist mjög um réttmæti ákvörðunar George W. Bush, núverandi forseta Bandaríkjanna, um innrásina í Írak. Erlent 29.12.2006 01:00
Hvít-Rússar búast við lausn á gasdeilunni fyrir 1. janúar Hvíta-Rússland býst við því að deilan við Rússa um verðið á gasi þeim til handa verði leyst fyrir 1. janúar næstkomandi. Rússar hafa sagt að þeir muni skrúfa fyrir gasið ef samkomulag hefur ekki náðst fyrir þann tíma en þeir vilja fá hærra verð fyrir það. Hvít-Rússar hafa á móti sagst ætla að loka flutning gass til Evrópu ef í harðbakkann slær. Erlent 28.12.2006 23:30
Lögregla í Rio eykur viðbúnað Lögreglan í Rio de Janeiro munt tvíefla viðbúnað vegna áramótafagnaðar í borginni eftir að glæpagengi réðust á strætisvagna og lögreglustöðvar í borginni í dag og myrtu að minnsta kosti 18 manns. Sjö brunnu til dauða og nærri tveir tugir særðust alvarlega í árásinni en lögreglan kenndi eiturlyfjagengjum um hana. Erlent 28.12.2006 23:23
Ekvador deilir á aðgerðir Kólumbíu gegn eiturlyfjaframleiðslu Forseti Ekvadors, Rafael Correa, fór að landamærum Kólumbíu í dag til þess að skoða áhrif eitrana sem Kólumbíustjórn stendur fyrir til þess að drepa kókólaufaræktun en kókaín er unnið úr þeim. Forseti Kólumbíu, Alvaro Uribe, segir aðgerðirnar nauðsynlegar í baráttunni gegn fíkniefnum en Correa segir þær sýndarmennsku eina. Erlent 28.12.2006 23:15
Arbour varar við of miklum flýti í máli Saddams Yfirmaður mannréttindamála Sameinuðu þjóðanna, Louise Arbor, sagði í dag að írösk yfirvöld ættu að flýta sér varlega í að uppfylla dauðadóminn yfir Saddam Hússeins þar sem málsmeðferðin hefði ekki verið fyllilega sanngjörn en íraskir embættismenn sögðu í dag að Saddam yrði líklega líflátinn fyrir áramót. Erlent 28.12.2006 22:27
Apple í vandræðum vegna kaupréttarákvæða Steve Jobs, forstjóri Apple Computer, fékk kauprétt að hlutabréfum í fyrirtækinu fyrir allt að 7.5 milljónir dollara, eða sem nemur um 535 milljónum íslenskra króna, án þess að hafa tilskilin leyfi frá stjórn fyrirtækisins. Erlent 28.12.2006 21:33
Herlög verða sett í Sómalíu á laugardaginn Forsætisráðherra Sómalíu, Mohamed Al Gedi, skýrði frá því í kvöld að þing landsins myndi lýsa yfir herlögum frá og með laugardeginum og að þau myndu standa í þrjá mánuði. Erlent 28.12.2006 21:26
Auglýst eftir ferðafélaga á E-bay Breskur maður hefur auglýst til sölu á Ebay lúxusferð fyrir tvo til Jamaíka og er verðið aðeins brot af upprunalegu verði, eða um 90 þúsund krónur í stað 335 þúsund króna. Sá böggull fylgir þó skammrifi að aðeins konur geta keypt ferðina og þær verða að fara með þeim sem selur hana. Erlent 28.12.2006 21:15