Erlent

Bush viðurkenndi mistök í Írak

George Bush Bandaríkjaforseti viðurkenndi í fyrsta sinn í gær að hann hefði gert mistök með stefnu sinni í Írak um leið og hann tilkynnti að bandarískum hermönnum yrði fjölgað um 21.500 til þess að reyna að binda enda á blóðbaðið í landinu.

Erlent

Nýtur meiri vinsælda nú

Ehud Barak, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, tilkynnti nýlega að hann hygðist snúa aftur á vettvang stjórnmálanna. Barak gæti, samkvæmt nýrri skoðanakönnun, átt góða möguleika á að verða aftur leiðtogi Verkamannaflokksins.

Erlent

Fullyrðingar um málamiðlun

Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi afnámu í gær toll sem þau settu í síðasta mánuði á olíu frá Rússlandi, þegar Rússar hækkuðu verð á olíu. Áður höfðu talsmenn stjórnvalda í Minsk fullyrt að málamiðlun hefði náðst í deilunni eftir að forsetar grannlandanna tveggja, Viktor Lúkasjenko og Vladimír Pútín, ræddust við í síma í gær.

Erlent

Sex manns dóu í sprengingu

Sex létust og 22 særðust í sprengingu á markaði á Filippseyjum í gær. Önnur sprengja sprakk á sama svæði stuttu síðar og særði tvo.

Erlent

Villandi upplýsingar frá ESB

Evrópusambandið þarf að breyta „ónákvæmum og villandi“ ráðleggingum um bætur til flugfarþega segir umboðsmaður ESB, P. Nikiforos Diamandouros.

Erlent

Leiði heiminn inn í nýja tíma

Þjóðir Evrópu verða að breyta orku-neysluháttum sínum og leiða heiminn inn í „nýja tíma sem taka við af tímum iðnbyltingarinnar", sagði Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við kynningu á metnaðarfullri áætlun um það hvernig aðildarríkin geta farið að því að verða minna háð innfluttri olíu og gasi og minnkað losun gróðurhúsalofttegunda.

Erlent

Háttsettur al-Kaída-liði féll

Háttsettur liðsmaður Al-Kaída, sem hefur lengi verið eftirlýstur vegna gruns um að standa á bakvið hryðjuverkaárás á bandarísk sendiráð í Austur-Afríku, féll í loftárásum Bandaríkjahers í Sómalíu, að sögn Abdirizak Hassan, starfsmannastjóra forseta landsins.

Erlent

Bush leggur fram áætlun

Demókratar staðráðnir í að láta þingið greiða atkvæði um fjölgun í herliði Bandaríkjanna. Harðir bardagar hafa geisað í Bagdad síðustu daga.

Erlent

Framsalsáætlun CIA fyrir rétti

Réttur í Mílanó hóf á þriðjudag vitnaleiðslur til að skera úr um hvort lögsækja beri 26 Bandaríkjamenn og fimm Ítala fyrir mannrán á múslímaklerki grunuðum um hryðjuverkatengsl árið 2003.

Erlent

Flugvélin loks fundin

Hernaðaryfirvöld í Indónesíu hafa skýrt frá því að flak flugvélar sem fórst í Indónesíu í síðustu viku sé loks fundið. Svo virðist sem hluti af flakinu liggi á hafsbotni nærri Sulawesi, en vélin var á leið þangað. Lengi hefur verið leitað að vélinni og mikil reiði varð þegar herinn tilkynnti að vélin hefði fundist í fjallendi og tólf komist af en það reyndist síðan rangt.

Erlent

Bandaríkjamenn neita loftárásum

Bandaríkin hafa neitað því að hafa ráðist á skotmörk í Sómalíu í dag og segjast aðeins hafa gert árásir á mánudaginn síðastliðinn. Loftárásir voru þó gerðar og segja bandarísk yfirvöld að þar hafi verið að verki eþíópíski herinn.

Erlent

Chavez hyggur á frekari þjóðvæðingu

Hugo Chavez var í dag settur í embætti forseta Venesúela til næstu sex ára. Hann vann stórsigur í kosningum í fyrra og hefur á þeim grundvelli ákveðið að ýta úr vör umfangsmiklum þjóðvæðingarverkefnum. Chavez hafði þegar sagt að hann ætlaði sér að þjóðvæða fjögur olíuverkefni sem og fjarskiptafyrirtæki en bætti svo við í ræðu eftir athöfnina í dag að hann hygðist þjóðvæða jarðgasverkefni líka.

Erlent

Bush fjölgar hermönnum um 21.500

Samkvæmt nýjustu fregnum mun George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, fjölga hermönnum í Írak um 21.500 manns. Áður var talið að það myndu verða 20.000. Einnig hefur verið skýrt frá því að Bush ætli sér að biðjast afsökunar á því að hafa ekki haft nógu marga hermenn í Írak eftir innrásina.

Erlent

Hvalur biðst afsökunar á árekstri

Eigandi báts sem hvalir höfðu synt á og gert gat á sagði að hvalurinn sem gerði gatið hefði reynt að segja „Fyrirgefðu“ við sig þar sem hann fann svo góða tilfinningu streyma frá hvalnum. Maðurinn, sem heitir Lindsay Wright, var á siglingu 80 sjómílur vestur af Nýja-Sjálandi þegar þegar áreksturinn átti sér stað.

Erlent

Rússar skora á USA að samþykkja Kyoto samninginn

Rússneska þingið samþykkti ályktun í dag þar sem skorað er á Bandaríkin að samþykkja Kyoto samninginn og um leið að fella úr gildi verslunarhömlur sem hafa verið í gildi í fleiri áratugi. Ályktunin var samþykkt af öllum meðlimum Dúmunnar nema einum, sem sat hjá.

Erlent

IAEA aðstoðar ríki Afríku

Afrískar þjóðir sögðu í dag að þau hefðu ákveðið að herða öryggisgæslu við kjarnorkuver sem og kjarnaofna sem notaðir eru til rannsókna. Oft hefur verið sagt að öryggi í kringum þær sé ábótavant og alþjóðasamfélagið er farið að óttast að erlend öfl reyni að verða sér úti um úraníum í löndum í Afríku.

Erlent

Leitað að málverki eftir Da Vinci

Ein af helstu ráðgátum listaheimsins gæti ráðist á næstu dögum. Miklar getgátur hafa verið um hvort að enn sé eitt mesta meistaraverk Leonardo da Vincis ófundið en listfræðingar segja að hugsanlegt sé að 500 ára gamalt verk meistarans sé falið bak við vegg í ráðhúsinu í Flórens.

Erlent

11 látnir og 14 slasaðir í árás í Kerbala

Vígamenn í borginni Kerbala skutu í dag á tvær rútur fullar af shía múslimum sem voru að koma úr árlegri pílagrímsferð til Mekka með þeim afleiðingum að 11 létust og 14 særðust. Ríkisstjóri Kerbala sagði árásina sennilega vera hefndaraðgerð þar sem fregnir bárust af því í gær að rútu af súnní múslimum hefði verið rænt í nágrenni Anbar héraðsins en þær fréttir reyndust síðar rangar.

Erlent

Páfi stappar stálinu í Pólverja

Benedikt páfi skoraði á pólska kaþólikka til þess að herða sig í ljósi áfalla sem pólska kirkjan hefur orðið fyrir undanfarið. Einn biskup og annar prestur hafa sagt af sér á stuttum tíma í Póllandi vegna þess að upp komst að þeir hefðu verið njósnarar fyrir kommúnistaflokk landsins á tímum Kalda stríðsins.

Erlent

Japanir vara við vopnasölu til Kína

Japanir róa þess nú öllum árum að Evrópusambandið haldi í vopnasölubannið til Kínverja. Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, er á ferðalagi um Evrópu og Bandaríkin um þessar mundir til þess að afla framboði Japans til varanlegrar setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fylgis.

Erlent

Líf færist í olíuæðar Hvít-Rússa

Olía Rússa gæti flætt um leiðslur Hvít-Rússa eins og hún gerði áður fyrr, eftir aðeins nokkrar klukkustundir, eða um leið og Hvít-Rússar skila olíunni sem þeir stálu. Sendiherra Rússa hjá Evrópusambandinu sagði frá þessu eftir fundi með orkumálaráðherra Evrópusambandsins.

Erlent

Léku eftir aftöku Saddams

Litlu munaði að börn í bænum Gausdal í Noregi hengdu vin sinn á dögunum. Vinahópurinn hafði ákveðið að leika eftir aftöku Saddams Hússein, Íraksforseta, og fékk einn úr hópnum hlutverk einræðisherrans.

Erlent

Boða iðnbyltingu

Evrópusambandið boðar iðnbyltingu í nýrri áætlun um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjórn sambandsins vill að aðildarríkin minnki útblástur gróðurhúsalofttegunda um tuttugu prósent fyrir 2020. Evrópa verði að taka forystuna í að þróa efnahag sem byggi síður á kolefnum.

Erlent

Vopnhlé komið á í Súdan

Ríkisstjórn Súdans og uppreisnarmenn í Darfur héraði landsins hafa samþykkt 60 daga vopnahlé og fundi til þess að ræða hugsanlegt friðarsamkomulag. Á bak við þetta standa Afríkusambandið og Sameinuðu þjóðirnar.

Erlent

Indverjar vilja halda kjarnorkutilraunum áfram

Indverjar gætu dregið sig úr kjarnorkusamstarfi við Bandaríkin ef þeir fá ekki að framkvæma kjarnorkutilraunir og auðga úraníumúrgang þeirra kjarnorkuvera sem Bandaríkjamenn ætla að selja þeim.

Erlent

Bush þarf 497 milljarða í viðbót

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, þarf 6,8 milljarða dollara, eða um 497 milljarða íslenskra króna í aukafjárveitingu til þess að geta sent 20 þúsund viðbótarhermenn til Íraks. Inni í þessari upphæð er einnig kostnaður við uppbygginu og störf sem af henni hljótast en háttsettir embættismenn innan ríkisstjórnar Bush sögðu frá þessu í dag.

Erlent

Vildi ekki hulið höfuð

Egypskur ráðherra rak aðstoðarkonu sína út af fundi, þegar hún neitaði að fjarlægja höfuðbúnað sinn, sem huldi allt nema augu hennar. Það var trúarmálaráðherra Egyptalands sem þetta gerði.

Erlent

Dani og Svíi dæmdir fyrir skipulagningu hryðjuverka

Svíi og Dani fengu í dag þunga fangelsisdóma í Bosníu fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk. Svínn fékk fimmtán ára og fjögurra mánaða dóm en Daninn 13 ár og fjóra mánuði. Þá voru tveir Bosníumenn einnig dæmdir í fangelsi fyrir aðild að málinu.

Erlent

Hamas segist geta viðurkennt Ísraelsríki

Æðsti leiðtogi Hamas samtakanna sagði í viðtali í dag að Hamas viðurkenndi að tilvera Ísraelsríkis sé staðreynd. Khaled Meshaal, útlægur leiðtogi samtakanna virðist þarna taka mildari stefnu gagnvart Ísrael en áður. Í viðtalinu segir Meshaal að Ísrael sé raunverulegt og að það verði áfram til ríki sem heitir Ísrael. Það sé staðreynd.

Erlent

Kúbverjar sem neitað var um hótelgistingu komnir til Noregs

Kúbversk sendinefndinefnd sem neitað var um gistingu á hótelinu Edderkoppen í Osló í síðustu viku lenti á Gardemoen í dag. Berit Ås, fyrrverandi leiðtogi Sósíalíska vinstriflokksins, var meðal þeirra sem tók á móti hópnum með því að syngja kúbverska þjóðsönginn og þannig styðja málstað þeirra.

Erlent