Erlent

Ætla ekki að framselja

Stjórnvöld í Súdan ætla sér ekki að framselja þá tvo einstaklinga sem saksóknarar alþjóðaglæpadómstólsins í Haag nefndu í ákærum sínum vegna rannsókna á stríðsglæpum í Darfur. Súdan sagði að dómstóllinn hefði enga lögsögu í landinu og að þeirra eigin dómstólar væru fyllilega hæfir til þess að sjá um málsóknir af þessu tagi.

Erlent

Þrír franskir hjálparstarfsmenn myrtir í Brasilíu

Þrír franskir hjálparstarfsmenn voru stungnir til bana á hótelherbergi sínu í Rio de Janeiro, höfuðborg Brasilíu, í dag. Lögreglan sagði að brasilískur samstarfsmaður þeirra, Tarsio Wilson Ramires, hefði játað að eiga þátt í morðunum.

Erlent

Versti dagur á Wall Street síðan 11. september 2001

Hlutabréf hríðféllu í verði á Wall Street í dag og var dagurinn sá versti síðan hlutabréfamarkaðurinn opnaði eftir 11. september 2001. Á þeim degi lækkaði Dow Jones vísitalan um 684,81 stig en í dag lækkaði hún um 415 stig.

Erlent

För Atlantis frestað

Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, skýrði frá því í kvöld að hún yrði að fresta skoti geimskutlunnar Atlantis. Henni átti að skjóta upp þann 15. mars næstkomandi. Ástæðan fyrir þessu eru skemmdir á ytra byrði hennar.

Erlent

Súdan framselur ekki grunaða stríðsglæpamenn

Stjórnvöld í Súdan ætla sér ekki að framselja þá tvo einstaklinga sem saksóknarar alþjóðaglæpadómstólsins í Haag nefndu í ákærum sínum vegna rannsókna á stríðsglæpum í Darfur. Súdan sagði að dómstóllinn hefði enga lögsögu í landinu og að þeirra eigin dómstólar væru fyllilega hæfir til þess að sjá um málsóknir af þessu tagi.

Erlent

Hinsti hvílustaður frelsarans sagður fundinn

Jesús átti í ástarsambandi við Maríu Magdalenu og þau áttu son. Þetta er staðhæft í nýrri heimildarmynd bandaríska leikstjórans James Cameron þar sem segir að hinsti hvílustaður frelsarans sé fundinn.

Erlent

Átta ára og tæp 100 kíló

Bresk yfirvöld íhuguðu það að taka átta ára dreng frá móður sinni og setja í öryggisgæslu vegna offitu. Drengurinn er rétt tæp 100 kíló, rúmlega þrefalt þyngri en jafnaldrar hans.

Erlent

Írakar ætla að funda með G8

Stjórnvöld í Írak ætla sér að koma á fundi háttsettra ráðamanna nágrannaríkja sinna ásamt fulltrúum G8 hópsins svokallaða. Þau ætla að reyna að halda fundinn strax í byrjun Apríl og á tilgangur hans að vera að koma á ró í landinu. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá þessu í kvöld.

Erlent

Íbúar í Uppsölum slegnir

Sex létust þegar tveir strætisvagnar á leið í gagnstæða átt rákust saman rétt utan við borgina Uppsali í Svíþjóð í morgun. Á fimmta tug til viðbótar slösuðust, þar af nokkrir lífshættulega. Ekki er vitað til þess að nokkrir Íslendingar hafi verið í vögnunum þegar slysið varð.

Erlent

Bandaríkjamenn sprengja og slasa 30 Íraka

Talsmenn bandaríska hersins í Írak sögðu að þeir hefðu sprengt upp sprengju í námunda við fótboltavöll í borginni Ramadi og að 30 hefðu slasast. Þar á meðal voru níu börn. Enginn hefði þó látið lífið. Írösk lögregla og ættbálkaleiðtogar sögðu frá því í dag að sprengjuárás nálægt knattspyrnuvelli hefði banað 18 manns og að meirihluti þeirra hefðu verið börn.

Erlent

Áhugaleysi gagnvart hagsmunum Serba

Rússar hafa áhyggjur af áhugaleysi vesturlanda gagnvart hagsmunum Serba í framtíðaráætlunum um sjálfstæði Kosovo. Sergei Lavror utanríkisráðherra Rússa sagði áætlanir undir forystu Martti Ahtisaari ekki taka tillit til málefna í Belgrad og áhyggjur Serba. Þetta sagði hann á fréttamannafundi í dag.

Erlent

18 börn létust í bílasprengju

Bílasprengja varð 18 börnum að bana á fótboltavelli í vesturhluta Ramadi borgar í Írak í dag. Þetta er haft eftir sjónvarpsstöðinni Iraqiya. Börnin voru að leik á vellinum þegar sprengjan sprakk, en ekki er ljóst hver er ábyrgur fyrir tilræðinu.

Erlent

Eldgos á Ítalíu

Eldgos er hafið á Stromboli eynni nálægt norðurströnd Sikileyjar á Ítalíu. Tveir gígar hafa myndast við tind eldfjallsins og hraun rennur í sjóinn. Almannavarnir hafa sett af stað viðbragðsáætlun og strandgæslan hefur sent tvo báta á staðinn. Ekki er talin hætta á ferðum, en samkvæmt heimildum BBC hefur íbúunum, sem telja 750 manns, verið sagt að halda sig frá ströndinni.

Erlent

Skriðufall í miðborg San Francisco

Klettar hrundu af hæð í miðborg San Francisco nú rétt í þessu og skemmdu næstu byggingar. 150 manns voru fluttir úr þremur byggingum við skriðuna. Engin slys hafa verið tilkynnt á fólki, en lögregla og slökkvilið hafa lokað næstu götu af. KTVU sjónvarpsstöðin hefur eftir talsmanni slökkviliðsins að nokkrir klettar úr hlíðinni hafi fallið niður við Broadway stræti og skemmt íbúðarhús og verslunarbyggingu.

Erlent

Alþjóða stríðsglæpadómstóllinn ekki með lögsögu

Dómsmálaráðherra Súdana segir Alþjóða stríðsglæadómstólinn í Amsterdam ekki hafa lögsögu í málum gegn Súdönum og geti því ekki réttað yfir þeim fyrir meinta glæpi í Darfur. Annar mannanna sem ákærðir eru, Ali Kushayb, er í haldi í Khartoum, höfuðborg Sudan, fyrir að brjóta gegn þarlendum lögum og er rannsókn í gangi vegna málsins.

Erlent

Íranir misreikna sig alvarlega

Tony Blair forsætisráðherra Breta sagði í dag að Íranir ögruðu alþjóðasamfélaginu og misreiknuðu sig alvarlega í andstöðu sinni við kröfur Sameinuðu þjóðanna um að hætta við kjarnorkuáætlun landsins. Þetta sagði hann á fundi eftir ummæli Írana um að þeir myndu aldrei hætta auðgun úrans, þrátt fyrir samkomulag stærstu ríkja heims um að vinna að nýrri ályktun Sameinuðu þjóðanna.

Erlent

Grafhvelfing Krists sögð fundin

Jesús átti í ástarsambandi við Maríu Magdalenu og þau áttu son. Þetta er staðhæft í nýrri heimildarmynd bandaríska leikstjórans James Cameron. Fræðimenn eru ekki á einu máli um það sem fram kemur í myndinni og kirkjunnar menn eru æfir.

Erlent

Offita barns til félagsmálayfirvalda

Móðir átta ára gamals drengs sem vegur tæp 90 kíló bíður nú úrskurðar um hvort félagsmálayfirvöld í Bretlandi taki son hennar til umönnunar. Connor McCreaddie vó rúm hundrað kíló fyrir síðustu jól. Það er fjórföld meðalþyngd heilbrigðs átta ára barns. Á tveimur mánuðum hefur hann lést um tæp tíu kíló eftir stranga æfingaáætlun og heilbrigðara mataræði.

Erlent

Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi verið í strætisvögnum

Að minnsta kosti sex létust þegar tveir strætisvagnar á leið í gagnstæða átt rákust saman rétt utan við borgina Uppsali í Svíþjóð í morgun. Á fimmta tug til viðbótar slösuðust, þar af nokkrir alvarlega. Ekki er vitað til þess að Íslendingar hafi verið á ferð með strætisvögnunum.

Erlent

Níu látnir í Baghdad

Að minnsta kosti níu létust og 25 slösuðust í þremur sprengingum í Bagdhad í Írak í dag. Haft er eftir lögreglu að fimm hafi látist og tíu slasast þegar bílsprengja sprakk í Karrada hverfinu í miðborginni. Tveir til viðbótar létust í sama hverfi í annarri bílasprengju þar sem fjórir slösuðust. Þá létust tveir í sprengju á vegi við Tayaran torg í miðborginni og ellefu slösuðust.

Erlent

Ákærðir fyrir stríðsglæpi í Darfur

Alþjóða stríðsglælpadómstóllinn í Amsterdam í Hollandi hefur upplýst nöfn fyrstu tveggja mannanna sem ákærðir eru fyrir stríðsglæpi í Darfur héraði í Súdan. Ahmed Haroun fyrrum innanríkisráðherra Súdan og Ali Kushayb fyrrum yfirmaður í varaherliði hefur verið stefnt fyrir dómstólinn. Í skýrslu segir að mennirnir tveir beri ábyrgð á glæpum gegn mannkyninu og stríðsglæpum í Darfur árið 2003 og 2004.

Erlent

Fuglaflensutilfelli í Laos

Stjórnvöld í Laos í Asíu hafa greint frá fyrsta fuglaflensutilfellinu í manni þar í landi. Þremur vikum áður hafði veiran fundist í alifuglum í úthverfi Vientiana, höfuðborgar landsins.

Erlent

Fjórði Frakkinn látinn

Franskur maður sem særðist í árás í Saudi Arabíu lést á spítala í morgun. Hann er sá fjórði sem lætur lífið úr hópi Frakka sem varð fyrir skotárás í eyðimörk í landinu í gær. Tölur um látna voru á reiki, en nú er staðfest að þrír létust samstundis. Ungi maðurinn var sonur franskrar konu af marokkóskum uppruna.

Erlent

Cheney var skotmark Talibana

Varaforseti Bandaríkjanna Dick Cheney var skotmark í sjálfsmorðsárás við aðalherstöð Bandaríkjamanna í Afghanistan í morgun. Þetta sagði talsmaður Talibana Mullah Hayat Khan í dag. Sprengjan varð tuttugu manns að bana þegar hún sprakk en Cheney gisti herstöðina í nótt.

Erlent

Þurfa að standast próf til að fá ríkisborgararétt

Þeir sem hyggjast sækja um danskt ríkisfang frá og með miðjum maí verða að standast sérstakt próf til þess að fá það. Eftir því sem Berlingske Tidende greinir frá er um að ræða próf þar sem spurt er um helstu þætti dansks samfélags og verða umsækjendur um danskan ríkisborgararétt að hafa 70 prósent svaranna rétt.

Erlent

Þurrkar ógna 1,5 milljónum Kínverja

Ein og hálf milljón manna í suðvestur Kína er hætt komin vegna mikilla þurrka sem geisað hafa þar í landi. Nú er svo komið að vatnsbirgðir þessa svæðis eru að mestu gengnar til þurrðar.

Erlent

Harðari viðurlög við farsímabrotum í akstri

Í dag taka í gildi í Breatlandi harðari viðurlög ef ökumenn tala í farsíma án haldfrjáls búnaðar. Þeir sem brjóta lögin fá þrjá punkta í ökuskírteinið og sektin sem var tæpar fjögur þúsund krónur hækkar í rúmar sjö þúsund krónur. Þá geta ökumenn átt á hættu að vera sviptir ökuleyfi.

Erlent