Erlent

Fuglar drápust úr ofdrykkju

Íbúum bæjarins Constanta í austanverðri Rúmeníu var brugðið þegar þeir fundu tugi dauðra starra í útjaðri bæjarins um helgina.

Erlent

Svínaflensudauðsföll í Danmörku

Tveir karlmenn á fimmtugsaldri hafa látist úr svínaflensu í Árósum í Danmörku. Hvorugur þeirra var talinn í áhættuflokki vegna undirliggjandi sjúkdóma.

Erlent

Einum of alþýðleg

Danska leyniþjónustan gnístir tönnum yfir Sólrúnu Lökke, eiginkonu Lars Lökke forsætisráðherra. Í Danmörku er talin mikil hætta á hryðjuverkaárásum.

Erlent

Læknir Jacksons dreginn fyrir rétt

Læknir poppstjörnunnar Michaels Jackson verður dreginn fyrir rétt en hann er grunaður um að hafa orðið honum að bana. Dómari í Los Angeles ákvað þetta í nótt og er læknirinn, Conrad Murrey, ákærður fyrir manndráp af gáleysi.

Erlent

Mannskætt bílslys í Kína

16 létust í bílslysi í miðhluta Kína í nótt þegar rúta sem fyllt hafði verið af allt of mörgum farþegum ók á smábíl. Fjórir létust á staðnum og tólf á spítala skömmu síðar. 23 aðrir eru slasaðir. Bílaeign hefur vaxið gríðarlega í Kína á síðustu árum og hefur það haft þann fylgifist að alvarlegum bílslysum fer mjög fjölgandi á vegum landsins.

Erlent

Mótorhjólamaður sprengdi sig í loft upp

Að minnsta kosti fjórir létu lífið í nótt þegar sjálfsmorðsárás var gerð í höfuðborg Afganistan, Kabúl. Árásin var með þeim hætti að sjálfsmorðssprengjumaður ók mótorhjóli á rútu áður en hann sprakk í loft upp.

Erlent

Bond mætir á svæðið enn einu sinni

Aðdáendur ævintýranna um James Bond geta nú tekið gleði sína á ný en framleiðendur hafa ákveðið að hefja framleiðslu nýrrar myndar, sem verður númer 23 í röðinni.

Erlent

Enn magnast flóðin í Queensland

Flóðin í Queensland í Ástralíu virðast alls ekki í rénum. Allt að 20 þúsund heimili eru nú í hættu í Brisbane, þriðju stærstu borg Ástralíu og gætu orðið flóðunum að bráð, segir ríkisstjórinn í Queensland.

Erlent

Lét lífið stuttu eftir svæfingu

Conrad Murray, læknir söngvarans Michaels Jackson, sagðist hafa nuddað fætur söngvarans, borið krem á bak hans og gefið honum svefnlyf án árangurs nóttina örlagaríku í júní síðastliðnum, þegar Jackson lést.

Erlent

Íbúar í Brisbane búa sig undir stórflóð

Það var engu líkara en að tsunami-flóðbylgja hefði skollið á bænum Toowoomba í Ástralíu á mánudag. Glugga­­rúður sprungu í húsum og bílar þeyttust upp í tré og skoppuðu í flóðinu eins og korktappar.

Erlent

Ástum steinbítanna lauk með harmleik

„Steinbítshrygnan hrygndi um hálfáttaleytið [í fyrrakvöld]. Hængurinn hefði átt að taka við hrognaklasanum af henni en í staðinn át hann hrognin. Það voru mikil vonbrigði,“ segir Margrét Lilja Magnúsdóttir, safnstjóri Sæheima í Vestmannaeyjum.

Erlent

Enn sannfærður um sakleysi

F. Lee Bailey, einn af lögmönnum O.J. Simpson, segir að mikilvæg sönnunargögn, sem ekki voru notuð við réttarhöldin yfir Simpson árið 1995, hefðu sýnt að hann væri saklaus af morðinu á fyrrverandi eiginkonu sinni og elskhuga hennar.

Erlent

Elsta bruggverksmiðja í heimi fannst í Armeníu

Elsta bruggverksmiðja í heimi fannst á dögunum í Armeníu. Hún er talin vera meira en 6100 ára gömul. Í helli í Armeníu, þar sem bruggverksmiðjan er talin hafa verið, fundust áhöld til að brugga og drekka vínið. Daily Mail segir að þessi fornleifafundur gefi vísbendingar um að það hafi verið Armenar sem fyrstir hafi byrjað að brugga vín.

Erlent

Von á fleiri skjölum frá Wikileaks

Julian Assange kom fyrir dómara í Lundúnum í dag þar sem tekin var fyrir framsalsbeiðni Svíþjóðar á hendur honum. Sú fyrirtaka tók aðeins 10 mínútur og verður ekki fram haldið fyrr en sjöunda febrúar. Assange sagði fréttamönnum að WikiLeaks muni á næstunni herða mjög birtingu sína á leyndarskjölum.

Erlent

Húsbóndi í guðanna bænum borgaðu

Bæjarstjórnin í litlu sveitaþorpi í Sviss var orðinn svo þreytt á slugsi íbúanna við að borga hundaskattinn sinn að hún endurvakti lög frá árinu 1904. Samkvæmt þeim er yfirvöldum heimilt að drepa hunda þeirra sem ekki borga leyfisgjaldið.

Erlent

Hart tekið á stúdentum eftir óeirðir

Átján ára gamall breskur námsmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára og átta mánaða fangelsi fyrir framgöngu sína í stúdentaóeirðum í Lundúnum í desember síðastliðnum.

Erlent

Kortlagði árásir á innflytjendur

Sænska leyniskyttan í Malmö sem skaut á innflytjendur er talin hafa kortlagt sumar árásir sínar. Hinn 38 ára gamli Peter Mangs hefur verið ákærður fyrir þrjú morð og tíu morðtilraunir.

Erlent

Rokkið er dautt

Rokkið er dautt, að minnsta kosti ef marka má breska smáskífulistann fyrir síðasta ár.

Erlent

Þúsundir íbúa Brisbane flýja flóð

Flóðin sem hrellt hafa íbúa Ástralíu síðustu daga virðast aðeins færast í aukana. Lögreglan í Brisbane í Queensland, þriðju stærstu borg Ástralíu, hvetur nú íbúa í úthverfum borgarinnar til þess að yfirgefa heimili sín þar sem flóðgarðar séu við það að rofna.

Erlent

Allar Airbus vélar Qantas aftur í loftið

Ástralska flugfélagið Qantas hefur ákveðið að hefja á fulla notkun á risaþotunni Airbus A380 en vélarnar voru kyrrsettar fyrir tveimur mánuðum þegar hreyfill einnar þeirrar sprakk í loft upp. Félagið hafði þegar hafið notkun á vélinni í styttri ferðum en ferðir yfir kyrrahafið hafa legið niðri. Það breytist á sunnudaginn kemur þegar fyrsta ferðin verður farin frá Melbourne til Los Angeles. Sprengingin í hreyflinum, sem er frá Rolls Royce hefur verið rakin til olíuleka sem nú hefur verið komið í veg fyrir.

Erlent

Átta létust í flóði í Ástralíu

Að minnsta kosti átta létu lífið þegar skyndilegt flóð skall á bænum Toowoomba í Ástralíu í gær. Ellefu til viðbótar er saknað. Vatnsflaumurinn var svo sterkur að hann sópaði með sér bílum um götur bæjarins.

Erlent

Læknar segjast vera bjartsýnir

Átta manns eru enn á sjúkrahúsi eftir skotárásina í Tucson í Arizona á laugardag. Þingkonan Gabrielle Giffords er enn í lífshættu og fimm aðrir eru þungt haldnir.

Erlent

Láti Austur-Jerúsalem eiga sig

Sendiherrar 25 aðildarríkja Evrópusambandsins í Jerúsalem og Ramallah skora á leiðtoga Evrópusambandsins að líta á Austur-Jerúsalem sem framtíðarhöfuðborg Palestínuríkis.

Erlent