Erlent

Tíu þúsund heimili í Christchurch óíbúðarhæf

Tíu þúsund heimili í Christchurch á Nýja-Sjálandi hafa verið lýst óíbúðarhæf eftir jarðskjálftann sem þar reið yfir þann 22. febrúar síðastliðinn. Þetta tilkynnti Jophn Key forsætisráðherra landsins í gærkvöldi.

Erlent

Auð kynlífsbók vekur athygli

Bókin „Það sem allir karlmenn hugsa um fyrir utan kynlíf“ selst nú eins og heitar lummur hjá netversluninni Amazon. Bókin samanstendur af tvö hundruð auðum síðum og er aðallega notuð sem stílabók hjá námsmönnum um allt Bretland.

Erlent

Kulnuð eldfjöll sögð leyna á sér

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að eðli kulnaðra eldfjalla og kvikuhólfanna undir þeim sé annað en lengi var talið. Vísindamenn segja nú að þau geti orðið virk að nýju með styttri fyrirvara en áður var talið og því þurfi að endurmeta hættuna sem af þeim geti stafað.

Erlent

Mikil skothríð í höfuðborginni

Hörð átök milli uppreisnarmanna og hersveita, sem hliðhollar eru Muammar Gaddafi, héldu áfram víða í Líbíu um helgina. Ríkissjónvarpsstöð landsins greindi frá því í gær að herinn hefði aftur náð völdum í borgunum Misrata, Ra’s Lanuf, Tobruk og Zawiya. Í öðrum miðlum halda uppreisnarmenn og íbúar borganna því þó fram að mótmælendur séu enn við völd í þessum borgum. Fréttir af mannfalli í átökunum eru óljósar, en í gær töldu bráðaliðar á svæðinu að tveir hið minnsta hefðu látist og nokkrir tugir slasast.

Erlent

Kínverjar styrkja herafla sinn

Kínversk stjórnvöld ætla að auka framlög sín til hermála um 13 prósent á þessu ári. Nágrannaríki Kína og Bandaríkin hafa viðrað áhyggjur sínar af þessu.

Erlent

Vélhjólafélagi Che Guevara látinn

Alberto Granado er látinn. Hann var 88 ára gamall þegar hann lést á Kúbu. Alberto er sennilega þekktastur fyrir að vera góðvinur byltingarsinnans, Che Guevara, en saman ferðustu þeir vítt og breitt um Suður-Ameríku um miðja síðustu öld.

Erlent

Breskir sérsveitarmenn í haldi uppreisnarmanna í Líbíu

Líbískir uppreisnarmenn hafa handsamað átta breska hermann, þar af eru sex þeim sérsveitarmenn innan breska hersins. Varnarmálaráðherra Bretlands sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið að lítið teymi diplómata væri nú í Benghazi, þar sem mennirnir eru í haldi, og ættu í samningaviðræðum við uppreisnarmennina.

Erlent

Utanríkisráðherra Japans segir af sér

Utanríkisráðherra Japans, Seiji Maehara, sagði af sér um helgina eftir að hann tók við fjárframlögum frá erlendum ríkisborgara. Lög í Japan kveða á um að stjórnmálamenn megi ekki taka við fjárframlögum frá erlendum einstaklingum.

Erlent

Ríkissjónvarpið lýgur að Líbíumönnum

Ríkissjónvarpsstöð Líbíu greindi frá því í nótt að hermenn þjóðarinnar væri tryggir Muamma Gaddafi. Jafnframt var því haldið fram að þeir hafi náð töluverðum árangri í að bæla niður uppreisnina í Líbíu en mótmælendur hafa náð völdum í stórum hluta landsins í vopnuðum átökum við hermenn Gaddafis, undanfarnar tvær vikur.

Erlent

Baðst afsökunar á kynlífssýningu í háskóla

Sálfræðikennarinn, J. Michael Bailey, baðst opinberlega afsökunar í gær á því að hafa staðið fyrir sérkennilegri kennslustund þar sem nemendur gátu fylgst með manni fullnægja konu sinni með mótorknúnu kynlífshjálpartæki.

Erlent

Bradley látinn sofa nakinn

Bradley Manning, ungi hermaðurinn sem sakaður er um að hafa látið forsvarsmenn WikiLeaks hafa trúnaðargögn, þurfti að sofa nakinn í heila sjö tíma á dögunum. Manning er sakaður um að hafa látið WikiLeaks í té upplýsingar úr sendiráðum Bandaríkjanna víða um heim og hefur mátt dúsa í fangelsi í Washington vegna þessa undanfarna mánuði. Þar þurfti hann að vera í sjö tíma nakinn á dögunum, eftir því sem fram kemur á fréttavef Guardian. Verjandi hans telur að herlög hafi verið brotin með þessari framkomu gagnvart Manning.

Erlent

Hörð átök í Líbíu

Hörð átök eru á milli uppreisnarmanna og hersveita hliðhollar Muammar Gaddafis, leiðtoga Líbíu, í borginni Zawiya, sem er um 50 kílómetrum vestur af höfuðborg landsins, Trípolí.

Erlent

Saudí-Arabía bannar mótmæli í landinu - hóta öryggisveitum

Saudí-Arabísk yfirvöld hafa bannað öll mótmæli í landinu sem og kröfugöngur samkvæmt þarlendum fjölmiðlum og Reuters greinir frá. Það var Innanríkisráðherra Saudí-Arabíu sem tilkynnti um bannið eftir að sjíta-múslimar í landinu stóðu fyrir fámennum mótmælum í Austurhéraði landsins.

Erlent

Banksy borgaði rússneska listamenn úr fangelsi

Dularfulli listamaðurinn Banksy borgaði tryggingafé fyrir tvo rússneska listamenn sem voru handteknir af lögreglunni í Moskvu fyrir list sína. Listamennirnir Leonid Nikolayev og Oleg Vorotnikov tilheyra listahópnum Voina, sem þýðir stríð.

Erlent

Kínverjar vilja hitta son Kim Jong-Il

Stjórnvöld í Kína hafa boðið Kim jong-un í opinbera heimsókn. Kim Jong-un er sonur Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu og sá sem taka á við völdum þegar faðir hans fellur frá.

Erlent

Þúsundir vilja stjórnarbetrun

Þúsundir manna héldu út á götur í Bagdad og fleiri borgum Íraks í gær, annan föstudaginn í röð, til að krefjast umbóta í stjórn landsins og betri kjara. Fólkið lét það ekki á sig fá að stjórnin hafði bannað umferð ökutækja, heldur hélt gangandi til mótmælanna. Sumir þurftu að ganga klukkustundum saman. Írakar hafa tekið sér til fyrirmyndar mótmælendur í ríkjum Norður-Afríku og Mið-Austurlanda, en stjórnvöld óttast að mótmælin fari úr böndunum.

Erlent

Tugir friðargæsluliða látnir

Meira en fimmtíu friðargæsluliðar hafa látið lítið í átökum í Sómalíu síðan stórsókn gegn íslamistum hófst fyrir hálfum mánuði. Friðargæsluliðarnir eru í Sómalíu á vegum Afríkubandalagsins. Flestir hinna látnu eru frá Búrúndí og Úganda.

Erlent

Sagði af sér vegna tengsla við Gaddafí

Howard Davies sagði af sér í gær sem rektor London School of Economics, eins virtasta háskóla Bretlands, vegna tengsla sinna við Gaddafí og son hans, Saíf al-Islam Gaddafí, þann sama son og nú birtist reglulega í fjölmiðlum sem helsti talsmaður Líbíustjórnar út á við.

Erlent