Erlent

Muammar Gaddafi: Ef heimurinn verður brjálaður, þá verðum við brjálaðir

Muammar Gaddafi hótaði þeim, sem skipta sér af átökum í landinu, öllu illu í hljóðávarpi sem var birt á ríkissjónvarpsstöðinni í Líbíu í kvöld. Orðum sínum beindi hann til þeirra sem hyggjast koma á flugbanni yfir Líbíu en öryggisráð Sameinuðu þjóðanna funda um málið og má búast við niðurstöðu eftir klukkan tíu í kvöld.

Erlent

Náðu að tengja rafmagn í kjarnaofn tvö

Verkfræðingar í japanska kjarnorkuverinu í Fukushima hafa náð að tengja rafmagnskapal við kjarnaofn tvö sem gerir það að verkum að þeir geta endurræst pumpur sem dæla vatni í ofninn. Alls eru ofnarnir fjórir en kælikerfið var bilað í þeim öllum.

Erlent

Flugher Líbíu gerir árásir á Benghazi

Loftárásir eru hafnar á næst stærstu borg Líbíu, Benghazi, sem er helsta vígi uppreisnarmanna í landinu sem berjast nú við liðsmenn einræðisherrans Gaddafís. Fréttamenn breska ríkisútvarpsins á staðnum hafa greint frá flugvélagný og sprengingum í úthverfum borgarinnar en í henni búa milljón manns.

Erlent

Hillary er sátt

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að bjóða sig aftur fram til forseta Bandaríkjanna. Hún ætlar heldur ekki að sækjast eftir því að verða varaforseti á næsta kjörtímabili, né verða varnarmálaráðherra eða vera utanríkisráðherra áfram. Þetta segir Hillary í samtali við CNN fréttastofuna.

Erlent

Auknar aðgerðir til að kæla Fukushima kjarnorkuverið

Japönsk stjórnvöld hafa aukið mjög aðgerðir sínar til að kæla niður kjarnakjúfana í Fukushima kjarnorkuverinu. Stórar Chinook herþyrlur eru nú notaðar til að hella vatni yfir kjarnorkuverið en hver þeirra getur borið 7.000 lítra af vatni.

Erlent

Ítalía fagnar 150 ára afmæli sínu

Ítalir halda upp á 150 ára afmæli landsins í dag en það fer lítið fyrir hátíðahöldum eða þeirri gleði sem venjulega fylgir merkisdögum sem þessum, meðal þjóða heimsins.

Erlent

Óvissa um hvað er á seyði í kjarnaofnum

Akihito Japanskeisari ávarpaði þjóð sína í gær og hvatti fólk til að gefast ekki upp, þrátt fyrir erfiðleika í kjölfar náttúruhamfaranna. Þetta er í fyrsta sinn sem keisarinn kemur fram opinberlega með ávarp sem fyrir fram er hugsað til útsendingar í sjónvarpi.

Erlent

Gæti leitt til skorts á varahlutum í bíla

Ró færðist yfir hlutabréfamarkaði í Asíu í fyrrinótt eftir hrun í kjölfar náttúruhamfara þar fyrir viku. Nikkei-vísitalan hækkaði um tæp 5,7 prósent í gær en hafði fallið um tæp tuttugu prósent á fjórum dögum.

Erlent

Engar dauðarefsingar í bili

Yfirvöld í Georgíu í Bandaríkjunum hafa hætt við allar dauðarefsingar í ríkinu eftir að lyf sem notað er til að taka fanga af lífi var gert upptækt.

Erlent

Jack Bauer Japans sofnaði loksins

Hægri hönd forsætisráðherra Japans er skyndilega orðin hetja í Japan en á fjölmörgum bloggum í Japan, og Daily Telegraph greinir frá, dáist fólk af þessum eljusama ráðuneytisstjóra sem heitir Yukio Edano.

Erlent

Ætlar að lifa á bjór og engu öðru - í sjö vikur

Bandaríkjamaður ætlar sér að lifa á engu nema bjór a lönguföstunni sem gengin er í garð en hún stendur frá öskudegi og fram að páskum. J. Wilson bruggar bjórinn sjálfur og ætlar með þessu að líkja eftir þýskum munkum á 17. öld sem gerðu slíkt hið sama á tímabilinu.

Erlent

Að minnsta kosti sex fallnir í átökum í Barein

Hermenn í Barein hafa rutt torg í miðbæ höfuðborgarinnar Manama þar sem mótmælendur hafa haldið sig síðustu vikur. Að minnsta kosti þrír mótmælendur, sem flestir er Shía múslímar, hafa fallið í átökunum og yfirvöld segja að þrír lögreglumenn hafi einnig látið lífið.

Erlent

Japönsk stelpa fann fjölskylduna á YouTube

Japönsk stúlka grét í þrjá daga af því að hún hélt að fjölskylda hennar hefði farist í flóðbylgjunni sem fylgdi jarðskjálftanum stóra í landinu. Stúlkan, sem heitir Akiko Kosaka fékk skilaboð á föstudaginn síðasta um að heimsins stærsti jarðskjálfti hefði skekið Japan og 10 metra há flóðbylgja hefði fylgt fast á eftir.

Erlent

Dýrin þjást líka í Japan - vildi ekki yfirgefa félaga sinn

Japanskir myndatökumenn gengu í gær fram á tvo hunda í rústunum í Japan þegar þeir voru að mynda hinar hrikalegu afleiðingar jarðskjálftans á föstudag og flóðbylgjunnar sem fylgdi í kjölfarið. Annar hundurinn er greinilega særður en félagi hans neitar að yfirgefa hann og situr hjá honum hundtryggur.

Erlent

Dregur úr geislun á ný og starfsmenn snúa aftur

Starfsmenn í Fukushima kjarnorkuverinu sem hafa reynt að kæla kjarnakljúfa þess síðustu daga hafa snúið aftur í verið eftir að hafa þurft að yfirgefa það í nótt þegar eldur varð þar laus og geislavirknin jókst til muna. Stjórnvöld segja nú að dregið hafi úr geisluninni á ný þannig að hún sé nú undir hættumörkum á svæðinu í kringum verið.

Erlent

Þeir skapstyggu lifa lengur en glaðlyndir

Umfangsmikil bandarísk rannsókn sem hófst árið 1921 og hefur staðið fram á okkar daga hefur leitt í ljós að það borgar sig að vera höstugur, eða skapstyggur, fremur en glaðlyndur ef maður vill lifa lengur.

Erlent