Erlent

Til í aðra kóran-brennu

Bandaríski klerkurinn Terry Jones segist ekki iðrast þess að hafa kveikt í kóraninum þótt sá gjörningur hafi kostað þrjátíu manns lífið og skilið 150 eftir særða.

Erlent

Líbíska konan fundin

Líbíska konan sem sakaði hermenn Gaddafis um hópnauðgun hvarf af sjónarsviðinu eftir að hún var dregin út af hóteli vestrænna fréttamanna í síðustu viku.

Erlent

Uppreisnarmenn í Líbíu flytja út olíu

Von er á olíuflutningaskipinu Equador til hafnar í Tobruk í Líbíu í dag en skipið mun lesta þar olíufarm. Um er að ræða fyrsta útflutning á olíu frá Líbíu á vegum uppreisnarmanna en þeir hafa Tobruk á sínu valdi.

Erlent

Ætlar að safna milljarði dala

Barack Obama og Joe Biden tilkynntu í gær að þeir ætluðu að gefa kost á sér til annars kjörtímabils sem forseti og varaforseti Bandaríkjanna.

Erlent

Reynt að ná flakinu upp

Allt að mánuður getur liðið þangað til hægt verður að hefja vinnu við að ná flaki franskrar Airbus-farþegaþotu af botni Atlantshafsins, þar sem það hefur legið á 3.900 metra dýpi síðan vélin hrapaði í júní 2009.

Erlent

Réttað yfir hryðjuverkamönnum á Kúbu

Réttarhöldin yfir Kahlid Sheikh Mohammed, sem hefur viðurkennt að hafa skipulagt hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin í september árið 2001, fara fram í herdómstóli í Guantanamó á Kúbu.

Erlent

Tíu fórust í flugslysi

Að minnsta kosti tíu fórust þegar flugvél hrapaði við flugvöllinn í Kinshasa í Kongó í dag. Vélin var á vegum Sameinuðu þjóðanna og brotnaði hún í tvennt þegar hún brotlenti á flugbrautinni að því er vitni segja í samtali við BBC. Vélin mun hafa verið að koma frá norðausturhluta landsins en óljóst er enn hvað olli slysinu. Að minnsta kosti 16 slösuðust að því er fram kemur hjá Reuters.

Erlent

Norðmenn halda til sjóræningjaveiða

Norðmenn ætla að blanda sér í baráttuna við sjóræningja undan ströndum Sómalíu með afgerandi hætti. Þeir ætla að senda fjögurra hreyfla Orion eftirlitsflugvél til Afríku en það eru fullkomnustu eftirlitsvélar sem völ er á.

Erlent

Þakhluti rifnaði af Boeing þotu

Skelfing greip um sig meðal farþega í Boeing 737-300 þotu í Bandaríkjunum um helgina þegar hluti af þaki hennar rifnaði af. Vélin var á leið frá Phoenix til Sakramento með 123 farþega innanborðs. Farþegarnir sem voru næst gatinu segjast hafa séð í bláan himininn.

Erlent

Obama og Biden aftur í framboð

Barack Obama og Joe Biden varaforseti hafa tilkynnt að þeir munu báðir verða í framboði í forsetakosningunum árið 2012. Bandaríska fréttastofan CNN segir að þeir félagar hafi tilkynnt um þetta í fyrra lagi til þess að geta byrjað að safna strax safna fé til kosningabaráttunnar.

Erlent

Fundu geislavirk lík starfsmanna

Lík tveggja starfsmanna Fukushima Daiichi kjarnorkuversins, sem létust þegar flóðbylgja skall á verið í hamförunum í Japan fyrir rúmum þremur vikum, fundust á miðvikudag. Tilkynnt var um fundinn í gær, en eyða þurfti skaðlegum efnum úr líkunum áður en hægt var að skila þeim til fjölskyldna fórnarlambanna.

Erlent

Bónusgreiðslur fyrir öryggismál

Fyrirtækið Transocean hefur veitt helstu yfirmönnum sínum veglegar bónusgreiðslur í tilefni góðs árangur í öryggismálum á síðasta ári. Transocean bar ábyrgð á rekstri olíuborpalls British Petroleum (BP) á Mexíkóflóa þar sem leki olli miklu umhverfisslysi í apríl á síðasta ári og hefur, ásamt BP og olíufélaginu Halliburton-olíufélaginu, verið kennt um slysið og mengunina undan ströndum Mexíkó og Bandaríkjanna. Frá þessu er sagt á vefsíðu BBC.

Erlent

Hryðjuverk í Pakistan - 41 látinn

41 létust í Punjab í Pakistan í dag þegar sjálfsmorðshryðjuverkamaður sprengdi sig sjálfan í loft upp nærri hofi þar sem Sufi-múslimar héldu upp á þriggja daga helgiathöfn.

Erlent

Keyrði niður rafmagnsstaur og kveikti í tveimur bílum

Áttræð kona olli eldsvoða þegar hún ók á rafmagnsstaur á Long Island í New York fylki í gærdag. Rafmagnsstaurinn féll niður og olli eldsvoða sem teygði sig í tvo kyrrstæða bíla. Kalla þurfti á slökkviliðið sem slökkti eldana.

Erlent

Konan í Trípolí enn týnd

Faðir konunnar, sem vakti heimsathygli fyrir skömmu þegar hún braut sér leið inn á hótel erlendra fréttamanna í Trípolí og sagði frá að sér hefði verið nauðgað, segir að dóttir hans sé enn týnd.

Erlent