Erlent Öflugur jarðskjálfti í Fukushima Öflugur jarðskjálfti reið yfir Fukushima í Japan í morgun. Talið er að hann sé 7,1 á richter. Erlent 11.4.2011 08:51 Hollenski fjármálaráðherrann vonsvikinn yfir niðurstöðunni Hollenski fjármálaráðherrann, Jan Kees de Jager, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með það að Íslendingar hafi hafnað Icesave samningunum. Nú kæmi það í hlut dómstóla að skera úr um málið. Íslendingar höfnuðu Icesave samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. "Ég er vonsvikinn yffir því að Icesave samningarnir hafi ekki náð í gegn. Þetta er ekki gott fyrir Ísland og ekki fyrir Hollendinga. Tími samningaumleitana er liðinn. Íslandi ber skylda til að greiða. Nú er það dómstólanna að skera úr um þetta,“ segir Jager í yfirlýsingu. Hann segir að Hollendingar muni ráðfæra sig við Breta um næstu skref í stöðunni. Erlent 10.4.2011 10:40 LOL komið í Oxford English Skammstöfunin LOL, sem þýðir á ensku „laughing out loud“, eða „að hlæja upphátt,“ er nýjasta viðbótin í ensku orðabók Oxford háskólans. Erlent 10.4.2011 10:00 Bretar ætla að ná Icesave peningunum aftur Danny Alexander, aðstoðarfjármálaráðherra Breta, lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með lyktir þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave í gær. Nú hafi verið reynt til þrautar að ná lausn í málinu með samningum. "Okkur ber skylda til þess að ná peningunum til baka og við munum halda áfram að reyna þangað til við náum þeim. Við erum í erfiðri fjárhagsstöðu sem þjóð og þessir peningar myndu hjálpa okkur,“ segir Alexander við BBC. Erlent 10.4.2011 09:35 Keikó vill verða forseti í Perú Keiko Fujimori, dóttir umdeilds fyrrverandi forseta í Perú, á samkvæmt skoðanakönnunum raunhæfa möguleika á öðru sætinu í forsetakosningum í Perú, sem haldnar verða á morgun. Reiknað er með að kosið verði milli tveggja efstu í seinni umferð kosninganna, sem haldnar yrðu í júní. Erlent 9.4.2011 15:30 Fimm létust í skotárás í Hollandi Fimm létust og ellefu særðust í skotárás í Hollandi í morgun. Árásarmaðurinn svipti sig lífi eftir árásina. Skotárásin varð í smábæ, um 25 kílómetrum frá Amsterdam. Bæjarstjórinn segir að maðurinn hafi skotið á fólkið með sjálfvirkri byssu og svo svipt sjálfan sig lífi. Ekki er vitað um ástæður verknaðarins. Erlent 9.4.2011 14:44 Bretar bíða spenntir eftir brúðkaupi Vilhjálms og Kate Bretar bíða spenntir eftir brúðkaupi ársins hinn 29. apríl þegar Vilhjálmur prins gengur að eiga unnustu sína, Kate Middleton. Enska biskupakirkjan biður fyrir því að hjónin verði hvort öðru trú. Erlent 9.4.2011 13:30 Samkomulag um fjárlög Repúblikanar og demókratar náðu í nótt samkomulagi um bráðabirgðafjárlög Bandaríkjanna, um klukkustund áður frestur til þess að samþykkja fjárlögin rann út. Samkomulag er um að skera niður um 38 milljarða bandaríkjatala á árinu allt til 30. september. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði af þessu tilefni að niðurskurðurinn yrði sársaukafullur. Hann sagði að um væri að ræða mesta niðurskurð í sögunni, en Bandaríkjamenn yrðu að fara að sníða sér stakk eftir vexti. Erlent 9.4.2011 09:32 Portúgal þarf 80 milljarða Fjármálafróðir embættismenn Evrópusambandsins munu sitja næstu vikurnar við að reikna út hve mikið fé portúgalska ríkið þarf í aðstoð frá ESB til að geta staðið við skuldbindingar sínar næstu mánuði og misseri. Erlent 9.4.2011 09:30 Gbagbo enn í byrginu sínu Enn ríkir óvissuástand á Fílabeinsströndinni þó Alassane Ouattara virðist hafa náð yfirráðum í landinu eftir fjögurra mánaða deilur í kjölfar forsetakosninga. Laurent Gbagbo, fráfarandi forseti, er enn í felum í neðanjarðarbyrgi undir forsetahöllinni. Erlent 9.4.2011 08:00 NATO gagnrýnt fyrir mistök NATO er nú harðlega gagnrýnt fyrir frammistöðu sína eftir að hafa tekið við stjórn aðgerða í Líbíu fyrir tíu dögum. Sérstaklega er bandalaginu legið á hálsi fyrir mistök sem urðu í aðgerðum þess. Til dæmis voru gerðar loftárásir á skriðdreka uppreisnamanna á fimmtudag þar sem fimm létust og margir skriðdrekar voru eyðilagðir. Erlent 9.4.2011 06:30 Morð um borð í kjarnorkukafbáti Einn maður var skotinn til bana og annar særður um borð í breska kjarnorkukafbátnum Astute í dag. Kabáturinn liggur við bryggju í Southampton. Erlent 8.4.2011 14:59 Hrotur í flugturninum Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum ætla að endurskoða vaktafyrirkomulag í flugstjórnarmiðstöðvum eftir að upp komst að tveir flugumferðarstjórar á næturvakt sváfu mestalla vaktina. Erlent 8.4.2011 10:00 Stormur truflar flugumferð á Kastrup Mikill stormur sem herjar nú á Dani hefur leitt til truflana á flugumferðinni um Kastrup flugvöll. Stormurinn kemur harðast niður á Kaupmannahafnarsvæðinu og á Sjálandi. Erlent 8.4.2011 07:46 Rannsókn sýnir tengsl milli krabbameins og áfengisdrykkju Ný umfangsmikil evrópsk rannsókn hefur leitt í ljós að tengsl eru á milli krabbameins og of mikillar áfengisdrykkju. Niðurstöðurnar hafa verið birtar í tímaritinu British Medical Journal. Erlent 8.4.2011 07:39 Örlagadagur runninn upp í Bandaríkjunum Örlagadagur er runninn upp í Bandaríkjunum því ef ekki næst samkomulag um fjárlög landsins fram á haustið mun stór hluti af hinu opinbera kerfi í Bandaríkjunum stöðvast á miðnætti. Erlent 8.4.2011 07:37 Skaut 12 börn til bana í grunnskóla í Brasilíu Þungvopnaður 24 ára gamall maður ruddist inn í grunnskóla í borginni Rio de Janeiro í Brasilíu í gærdag og skaut 12 börn til bana áður enn hann framdi sjálfsmorð. Um var að ræða fyrrum nemanda í skólanum. Erlent 8.4.2011 07:28 Leki kominn að öðru kjarnorkuveri í Japan Vatnsleki er kominn upp við annað kjarnorkuver í Japan. Um er að ræða Onagawa kjarnorkuverið í norðurausturhluta Japans en lekinn úr því hófst í kjölfar jarðsskjálfta upp á 7,4 á Richter sem reið yfir Japan í gærdag. Erlent 8.4.2011 07:25 Kínverjar framleiða fyrstu klámmyndina í þrívídd Kínverjar hafa riðið á vaðið og framleitt fyrstu þrívíddarklámmyndina í fullri lengd. Byrjað er að sýna myndina í Hong Kong og er fullt hús á hverri sýningu. Erlent 8.4.2011 07:22 Send heim í fjárlagadeilu Leiðtogar demókrata og repúblikana á Bandaríkjaþingi hafa fram á síðustu stundu ekki náð samkomulagi um fjárlög ársins. Erlent 8.4.2011 06:00 Minntist fórnarlambanna í tilfinningaþrunginni ræðu Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, hélt tilfinningaþrungna ræðu í kvöld þegar hún minntist fórnarlambanna í skotárásinni í Rio de Janeiro í morgun. Að minnsta kosti 13 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í grunnskóla í borginni. Maðurinn svipti sig lífi í kjölfarið. Erlent 7.4.2011 23:47 Talið að áhorfsmet falli Nú styttist óðum í hið konunglega brúðkaup Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton. Talið er að allt að tveir milljarðar manna um allan heim muni fylgjast með brúðkaupinu í beinni útsendingu í sjónvarpi eða á netinu. Þetta sagði talsmaður breska forsætisráðuneytisins í samtali við Reuters-fréttastofuna í dag. Um 750 milljónir manna fylgdust með brúðkaupi Díönu og Karls Bretaprins árið 1981, en talið er að áhorfsmet verði slegið. Erlent 7.4.2011 22:09 Neita að hafa haldið stúlku í kynlífsþrælkun í 18 ár Hjón á sextugsaldri í Kaliforníu neita að hafa rænt 11 ára stúlku árið 1991 og haldið henni í kynlífsþrælkun í 18 ár. Maðurinn, sem er dæmdur kynferðisbrotamaður, mun hafa nauðgað stúlkunni sem ól honum tvö börn. Erlent 7.4.2011 20:30 Reiði í Brasilíu vegna siðblinds kvikindis Að minnsta kosti 13 eru látnir eftir að maður hóf skothríð í grunnskóla í Ríó De Janeiro. Árásarmaðurinn er einn hinna látnu. Talið er hann sé fyrrverandi nemandi við skólann sem tekur nemendur frá 10 til 15 ára aldurs. Erlent 7.4.2011 19:56 Stór skjálfti í Japan - varað við flóðbylgju Stór jarðskjálfti, 7,4 stig á Ricther reið yfir Japan í dag. Skjálftinn átti upptök sín undan ströndum Miyagi héraðs að því er fram kemur hjá CNN fréttastofunni. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út og er talið að bylgjan gæti orðið um meter á hæð. Því eru íbúar hvattir til að færa sig frá ströndinni. Tæpur mánuður er liðinn frá því risaskjálfti, níu stig, reið yfir sama svæði með skelfilegum afleiðingum. Erlent 7.4.2011 14:57 Þrettán létust í skotárás í brasilískum skóla Að minnsta kosti þrettán liggja í valnum eftir að byssumaður hóf skothríð í skóla í Rio De Janeiro í Brasilíu í dag. Árásarmaðurinn er á meðal hinna látnu en óljóst er hvort hann hafi fallið fyrir kúlum lögreglunnar eða hvort hann hafi framið sjálfsmorð að ódæðinu loknu. Erlent 7.4.2011 14:39 Lögreglan leitar að tvíburaníðingi Breskur barnaníðingur sem var á flótta í Evrópu var í gær handtekinn af frönsku lögreglunni. Hann hafði verið látinn laus úr fangelsi en var á skilorði sem bannaði honum að fara úr landi. Hann lagði þá á flótta ásamt tvíburabróður sínum, sem einnig er eftirlýstur fyrir sömu sakir. Lögreglan breska hefur farið fram á að maðurinn verði framseldur til Bretlands en tvíburabróðursins er enn leitað. Erlent 7.4.2011 14:24 Þarf sex hárgreiðslumenn Hin tilvonandi prinsessa Kate Middleton ætlar ekki að ganga með úfið hár inn kirkjugólfið 29. apríl næstkomandi, því hún hefur ráðið heila sex hárgreiðslumenn til að sjá um hárið sitt þennan merkisdag. Erlent 7.4.2011 13:30 Mér leið hræðilega og ég hafði ekkert að borða "Ég kom með ömmu minni í síðustu viku þegar bardagamennirnir komu. Þeir sögðu konum og börnum að fara til kaþólsku trúboðsstöðvarinnar. Við höldum að þeir hafi haldið karlmönnunum eftir til að drepa þá. Mér leið hræðilega og ég hafði ekkert að borða. Ég varð að sofa úti. Ég hef engin föt, bara einar buxur. Þar sem Barnaheill - Save the Children gáfu okkur hrísgrjón í vikunni, hef ég eitthvað að borða núna," segir 14 ára drengur í Duekoué á Fílabeinsströndinni. Hættuástand breiðist nú út á Fílabeinsströndinni og staða barna versnar með degi hverjum. Stórfelldur flótti almennings gerir það að verkum að tugir þúsunda svelta og smithætta eykst. Barnaheill - Save the Children segja að ef ekki komi til stórfelld mannúðaraðstoð, geti sjúkdómar lagt af velli berskjölduð og vannærð börn. Í bænum Duekoué í vestri, þar sem meint fjöldamorð á hundruðum manna á að hafa átt sér stað, hafa að minnsta kosti 27 þúsund manns þurft að flýja, margir af þeim börn. Þau, og fjölskyldur þeirra, hafa leitað skjóls í og í kringum opinberar byggingar, eins og kirkjur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Barnaheill. Hvarvetna í landinu er brýn þörf fyrir mannúðaraðstoð. Í verslunarborginni Abidjan, hafa hatrömm átökin leitt til skorts á vatni, matvælum og lyfjum. Mörgum sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum hefur verið lokað, eða hafa einangrast vegna átakanna, þar sem lyfjabirgðir eru litlar. Þegar áður en síðustu átök hófust í Abidjan, höfðu fjölskyldur ekki þau lyf sem þær þurftu eða aðgang að læknum til að hjálpa veikum börnum sínum. Móðir ein, sem flúði frá Abobo í Abidjan, sagði starfsfólki Barnaheilla - Save the Children að lyktin af líkum ylli henni enn, mörgum vikum eftir flóttann, höfuðverk en hún hefði engin lyf til að bæta úr því. Dóttir hennar var með hita og móðirin óttaðist að um malaríu væri að ræða en gat ekki fullvissað sig um það þar sem þær komust ekki á heilsugæslustöð. Í Bouaké í norðri, hefur flóð flóttamanna frá átökunum í Abidjan, leitt til þess að allt upp í 80 manns hafa þurft að deila einu húsi. Barnaheill - Save the Children segja að ef ekki komi til stórfelld mannúðaraðstoð, geti sjúkdómar lagt af velli berskjölduð og vannærð börn. Jafnvel áður en átökin hófust, lést eitt af hverjum tíu börnum á Fílabeinsströndinni fyrir fimm ára afmælið sitt, flest úr sjúkdómum sem auðveldlega má koma í veg fyrir, svo sem niðurgangur og malaría. Erlent 7.4.2011 10:40 Viðræður geta hafist í lok júní Eiginlegar aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins geta hafist í lok júní, að því er Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, sagði í yfirlýsingu í gær. „Þetta er metnaðarfull en framkvæmanleg tímaáætlun þegar allir aðilar eru staðráðnir í að halda áfram,“ segir í yfirlýsingunni. Erlent 7.4.2011 10:00 « ‹ ›
Öflugur jarðskjálfti í Fukushima Öflugur jarðskjálfti reið yfir Fukushima í Japan í morgun. Talið er að hann sé 7,1 á richter. Erlent 11.4.2011 08:51
Hollenski fjármálaráðherrann vonsvikinn yfir niðurstöðunni Hollenski fjármálaráðherrann, Jan Kees de Jager, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með það að Íslendingar hafi hafnað Icesave samningunum. Nú kæmi það í hlut dómstóla að skera úr um málið. Íslendingar höfnuðu Icesave samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. "Ég er vonsvikinn yffir því að Icesave samningarnir hafi ekki náð í gegn. Þetta er ekki gott fyrir Ísland og ekki fyrir Hollendinga. Tími samningaumleitana er liðinn. Íslandi ber skylda til að greiða. Nú er það dómstólanna að skera úr um þetta,“ segir Jager í yfirlýsingu. Hann segir að Hollendingar muni ráðfæra sig við Breta um næstu skref í stöðunni. Erlent 10.4.2011 10:40
LOL komið í Oxford English Skammstöfunin LOL, sem þýðir á ensku „laughing out loud“, eða „að hlæja upphátt,“ er nýjasta viðbótin í ensku orðabók Oxford háskólans. Erlent 10.4.2011 10:00
Bretar ætla að ná Icesave peningunum aftur Danny Alexander, aðstoðarfjármálaráðherra Breta, lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með lyktir þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave í gær. Nú hafi verið reynt til þrautar að ná lausn í málinu með samningum. "Okkur ber skylda til þess að ná peningunum til baka og við munum halda áfram að reyna þangað til við náum þeim. Við erum í erfiðri fjárhagsstöðu sem þjóð og þessir peningar myndu hjálpa okkur,“ segir Alexander við BBC. Erlent 10.4.2011 09:35
Keikó vill verða forseti í Perú Keiko Fujimori, dóttir umdeilds fyrrverandi forseta í Perú, á samkvæmt skoðanakönnunum raunhæfa möguleika á öðru sætinu í forsetakosningum í Perú, sem haldnar verða á morgun. Reiknað er með að kosið verði milli tveggja efstu í seinni umferð kosninganna, sem haldnar yrðu í júní. Erlent 9.4.2011 15:30
Fimm létust í skotárás í Hollandi Fimm létust og ellefu særðust í skotárás í Hollandi í morgun. Árásarmaðurinn svipti sig lífi eftir árásina. Skotárásin varð í smábæ, um 25 kílómetrum frá Amsterdam. Bæjarstjórinn segir að maðurinn hafi skotið á fólkið með sjálfvirkri byssu og svo svipt sjálfan sig lífi. Ekki er vitað um ástæður verknaðarins. Erlent 9.4.2011 14:44
Bretar bíða spenntir eftir brúðkaupi Vilhjálms og Kate Bretar bíða spenntir eftir brúðkaupi ársins hinn 29. apríl þegar Vilhjálmur prins gengur að eiga unnustu sína, Kate Middleton. Enska biskupakirkjan biður fyrir því að hjónin verði hvort öðru trú. Erlent 9.4.2011 13:30
Samkomulag um fjárlög Repúblikanar og demókratar náðu í nótt samkomulagi um bráðabirgðafjárlög Bandaríkjanna, um klukkustund áður frestur til þess að samþykkja fjárlögin rann út. Samkomulag er um að skera niður um 38 milljarða bandaríkjatala á árinu allt til 30. september. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði af þessu tilefni að niðurskurðurinn yrði sársaukafullur. Hann sagði að um væri að ræða mesta niðurskurð í sögunni, en Bandaríkjamenn yrðu að fara að sníða sér stakk eftir vexti. Erlent 9.4.2011 09:32
Portúgal þarf 80 milljarða Fjármálafróðir embættismenn Evrópusambandsins munu sitja næstu vikurnar við að reikna út hve mikið fé portúgalska ríkið þarf í aðstoð frá ESB til að geta staðið við skuldbindingar sínar næstu mánuði og misseri. Erlent 9.4.2011 09:30
Gbagbo enn í byrginu sínu Enn ríkir óvissuástand á Fílabeinsströndinni þó Alassane Ouattara virðist hafa náð yfirráðum í landinu eftir fjögurra mánaða deilur í kjölfar forsetakosninga. Laurent Gbagbo, fráfarandi forseti, er enn í felum í neðanjarðarbyrgi undir forsetahöllinni. Erlent 9.4.2011 08:00
NATO gagnrýnt fyrir mistök NATO er nú harðlega gagnrýnt fyrir frammistöðu sína eftir að hafa tekið við stjórn aðgerða í Líbíu fyrir tíu dögum. Sérstaklega er bandalaginu legið á hálsi fyrir mistök sem urðu í aðgerðum þess. Til dæmis voru gerðar loftárásir á skriðdreka uppreisnamanna á fimmtudag þar sem fimm létust og margir skriðdrekar voru eyðilagðir. Erlent 9.4.2011 06:30
Morð um borð í kjarnorkukafbáti Einn maður var skotinn til bana og annar særður um borð í breska kjarnorkukafbátnum Astute í dag. Kabáturinn liggur við bryggju í Southampton. Erlent 8.4.2011 14:59
Hrotur í flugturninum Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum ætla að endurskoða vaktafyrirkomulag í flugstjórnarmiðstöðvum eftir að upp komst að tveir flugumferðarstjórar á næturvakt sváfu mestalla vaktina. Erlent 8.4.2011 10:00
Stormur truflar flugumferð á Kastrup Mikill stormur sem herjar nú á Dani hefur leitt til truflana á flugumferðinni um Kastrup flugvöll. Stormurinn kemur harðast niður á Kaupmannahafnarsvæðinu og á Sjálandi. Erlent 8.4.2011 07:46
Rannsókn sýnir tengsl milli krabbameins og áfengisdrykkju Ný umfangsmikil evrópsk rannsókn hefur leitt í ljós að tengsl eru á milli krabbameins og of mikillar áfengisdrykkju. Niðurstöðurnar hafa verið birtar í tímaritinu British Medical Journal. Erlent 8.4.2011 07:39
Örlagadagur runninn upp í Bandaríkjunum Örlagadagur er runninn upp í Bandaríkjunum því ef ekki næst samkomulag um fjárlög landsins fram á haustið mun stór hluti af hinu opinbera kerfi í Bandaríkjunum stöðvast á miðnætti. Erlent 8.4.2011 07:37
Skaut 12 börn til bana í grunnskóla í Brasilíu Þungvopnaður 24 ára gamall maður ruddist inn í grunnskóla í borginni Rio de Janeiro í Brasilíu í gærdag og skaut 12 börn til bana áður enn hann framdi sjálfsmorð. Um var að ræða fyrrum nemanda í skólanum. Erlent 8.4.2011 07:28
Leki kominn að öðru kjarnorkuveri í Japan Vatnsleki er kominn upp við annað kjarnorkuver í Japan. Um er að ræða Onagawa kjarnorkuverið í norðurausturhluta Japans en lekinn úr því hófst í kjölfar jarðsskjálfta upp á 7,4 á Richter sem reið yfir Japan í gærdag. Erlent 8.4.2011 07:25
Kínverjar framleiða fyrstu klámmyndina í þrívídd Kínverjar hafa riðið á vaðið og framleitt fyrstu þrívíddarklámmyndina í fullri lengd. Byrjað er að sýna myndina í Hong Kong og er fullt hús á hverri sýningu. Erlent 8.4.2011 07:22
Send heim í fjárlagadeilu Leiðtogar demókrata og repúblikana á Bandaríkjaþingi hafa fram á síðustu stundu ekki náð samkomulagi um fjárlög ársins. Erlent 8.4.2011 06:00
Minntist fórnarlambanna í tilfinningaþrunginni ræðu Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, hélt tilfinningaþrungna ræðu í kvöld þegar hún minntist fórnarlambanna í skotárásinni í Rio de Janeiro í morgun. Að minnsta kosti 13 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í grunnskóla í borginni. Maðurinn svipti sig lífi í kjölfarið. Erlent 7.4.2011 23:47
Talið að áhorfsmet falli Nú styttist óðum í hið konunglega brúðkaup Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton. Talið er að allt að tveir milljarðar manna um allan heim muni fylgjast með brúðkaupinu í beinni útsendingu í sjónvarpi eða á netinu. Þetta sagði talsmaður breska forsætisráðuneytisins í samtali við Reuters-fréttastofuna í dag. Um 750 milljónir manna fylgdust með brúðkaupi Díönu og Karls Bretaprins árið 1981, en talið er að áhorfsmet verði slegið. Erlent 7.4.2011 22:09
Neita að hafa haldið stúlku í kynlífsþrælkun í 18 ár Hjón á sextugsaldri í Kaliforníu neita að hafa rænt 11 ára stúlku árið 1991 og haldið henni í kynlífsþrælkun í 18 ár. Maðurinn, sem er dæmdur kynferðisbrotamaður, mun hafa nauðgað stúlkunni sem ól honum tvö börn. Erlent 7.4.2011 20:30
Reiði í Brasilíu vegna siðblinds kvikindis Að minnsta kosti 13 eru látnir eftir að maður hóf skothríð í grunnskóla í Ríó De Janeiro. Árásarmaðurinn er einn hinna látnu. Talið er hann sé fyrrverandi nemandi við skólann sem tekur nemendur frá 10 til 15 ára aldurs. Erlent 7.4.2011 19:56
Stór skjálfti í Japan - varað við flóðbylgju Stór jarðskjálfti, 7,4 stig á Ricther reið yfir Japan í dag. Skjálftinn átti upptök sín undan ströndum Miyagi héraðs að því er fram kemur hjá CNN fréttastofunni. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út og er talið að bylgjan gæti orðið um meter á hæð. Því eru íbúar hvattir til að færa sig frá ströndinni. Tæpur mánuður er liðinn frá því risaskjálfti, níu stig, reið yfir sama svæði með skelfilegum afleiðingum. Erlent 7.4.2011 14:57
Þrettán létust í skotárás í brasilískum skóla Að minnsta kosti þrettán liggja í valnum eftir að byssumaður hóf skothríð í skóla í Rio De Janeiro í Brasilíu í dag. Árásarmaðurinn er á meðal hinna látnu en óljóst er hvort hann hafi fallið fyrir kúlum lögreglunnar eða hvort hann hafi framið sjálfsmorð að ódæðinu loknu. Erlent 7.4.2011 14:39
Lögreglan leitar að tvíburaníðingi Breskur barnaníðingur sem var á flótta í Evrópu var í gær handtekinn af frönsku lögreglunni. Hann hafði verið látinn laus úr fangelsi en var á skilorði sem bannaði honum að fara úr landi. Hann lagði þá á flótta ásamt tvíburabróður sínum, sem einnig er eftirlýstur fyrir sömu sakir. Lögreglan breska hefur farið fram á að maðurinn verði framseldur til Bretlands en tvíburabróðursins er enn leitað. Erlent 7.4.2011 14:24
Þarf sex hárgreiðslumenn Hin tilvonandi prinsessa Kate Middleton ætlar ekki að ganga með úfið hár inn kirkjugólfið 29. apríl næstkomandi, því hún hefur ráðið heila sex hárgreiðslumenn til að sjá um hárið sitt þennan merkisdag. Erlent 7.4.2011 13:30
Mér leið hræðilega og ég hafði ekkert að borða "Ég kom með ömmu minni í síðustu viku þegar bardagamennirnir komu. Þeir sögðu konum og börnum að fara til kaþólsku trúboðsstöðvarinnar. Við höldum að þeir hafi haldið karlmönnunum eftir til að drepa þá. Mér leið hræðilega og ég hafði ekkert að borða. Ég varð að sofa úti. Ég hef engin föt, bara einar buxur. Þar sem Barnaheill - Save the Children gáfu okkur hrísgrjón í vikunni, hef ég eitthvað að borða núna," segir 14 ára drengur í Duekoué á Fílabeinsströndinni. Hættuástand breiðist nú út á Fílabeinsströndinni og staða barna versnar með degi hverjum. Stórfelldur flótti almennings gerir það að verkum að tugir þúsunda svelta og smithætta eykst. Barnaheill - Save the Children segja að ef ekki komi til stórfelld mannúðaraðstoð, geti sjúkdómar lagt af velli berskjölduð og vannærð börn. Í bænum Duekoué í vestri, þar sem meint fjöldamorð á hundruðum manna á að hafa átt sér stað, hafa að minnsta kosti 27 þúsund manns þurft að flýja, margir af þeim börn. Þau, og fjölskyldur þeirra, hafa leitað skjóls í og í kringum opinberar byggingar, eins og kirkjur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Barnaheill. Hvarvetna í landinu er brýn þörf fyrir mannúðaraðstoð. Í verslunarborginni Abidjan, hafa hatrömm átökin leitt til skorts á vatni, matvælum og lyfjum. Mörgum sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum hefur verið lokað, eða hafa einangrast vegna átakanna, þar sem lyfjabirgðir eru litlar. Þegar áður en síðustu átök hófust í Abidjan, höfðu fjölskyldur ekki þau lyf sem þær þurftu eða aðgang að læknum til að hjálpa veikum börnum sínum. Móðir ein, sem flúði frá Abobo í Abidjan, sagði starfsfólki Barnaheilla - Save the Children að lyktin af líkum ylli henni enn, mörgum vikum eftir flóttann, höfuðverk en hún hefði engin lyf til að bæta úr því. Dóttir hennar var með hita og móðirin óttaðist að um malaríu væri að ræða en gat ekki fullvissað sig um það þar sem þær komust ekki á heilsugæslustöð. Í Bouaké í norðri, hefur flóð flóttamanna frá átökunum í Abidjan, leitt til þess að allt upp í 80 manns hafa þurft að deila einu húsi. Barnaheill - Save the Children segja að ef ekki komi til stórfelld mannúðaraðstoð, geti sjúkdómar lagt af velli berskjölduð og vannærð börn. Jafnvel áður en átökin hófust, lést eitt af hverjum tíu börnum á Fílabeinsströndinni fyrir fimm ára afmælið sitt, flest úr sjúkdómum sem auðveldlega má koma í veg fyrir, svo sem niðurgangur og malaría. Erlent 7.4.2011 10:40
Viðræður geta hafist í lok júní Eiginlegar aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins geta hafist í lok júní, að því er Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, sagði í yfirlýsingu í gær. „Þetta er metnaðarfull en framkvæmanleg tímaáætlun þegar allir aðilar eru staðráðnir í að halda áfram,“ segir í yfirlýsingunni. Erlent 7.4.2011 10:00