Erlent

Krókódíl lógað eftir árás á bíl

Þriggja metra langur krókódíll olli miklum skemmdum á lögreglubíl í Flórídaríki um síðustu helgi. Lögregla var kölluð á vettvang eftir að krókódíllinn birtist á golfvelli við Gainesville. Á meðan lögregluþjónn beið í bíl sínum eftir aðstoð réðst dýrið á bílinn. Krókódílabani kom

Erlent

Olían á svipuðu róli og í mars

Heimsmarkaðsverð á hráolíu féll, þegar mest var, um 8,2 prósent á bandarískum fjármálamörkuðum í gær í kjölfar gengisstyrkingar Bandaríkjadals.

Erlent

Rússar banna mútur erlendis

Rússar hafa sett lög sem banna þarlendum að múta opinberum starfsmönnum erlendra ríkja. Sektir verða lagðar jafnt á fyrirtæki sem einstaklinga sem uppvísir verða að því að brjóta lögin.

Erlent

Ráðherrafrú dæmd fyrir fíkniefnasmygl

Sheryl Cwele, ráðherrafrú í Suður Afríku, hefur verið dæmd fyrir fíkniefnasmygl. Cwele, er kvænt Siyabonga Cwele öryggismálaráðherra. Hún var fundin sek um að fá konur til að smygla fíkniefnum inn í Suður Afríku frá Tyrklandi og Suður-Ameríku.

Erlent

Absinthe leyft í Frakklandi á ný

Franskir vínunnendur geta nú glaðst því að drykkurinn görótti absinthe, eða malurtarbrennivín, hefur verið leyfður eftir að sölubann frá árinu 1915 var afnumið af franska þinginu.

Erlent

Minntist þeirra sem fórust

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, lagði blómsveig á Ground Zero, staðinn þar sem Tvíburaturnarnir stóðu. Minningarstund fór fram þar í dag vegna hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Obama sagði við það tækifæri að fall Osama Bin Ladens sýndi að Bandaríkjamenn myndu alltaf ná réttlæti fram gegn hryðjuverkamönnum.

Erlent

Fljótur að hugsa

Sautján ára piltur í Pittsburg í Bandaríkjunum var ekkert að tvínóna við hlutina þegar hann kom að manni sem hafði fengið hjartaáfall í bílnum sínum. Maðurinn hafði stoppað og lá meðvitundarlaus fram á stýrið.

Erlent

Hvor þeirra var eiginlega skotinn?

Ótrúlega margir bæði fréttamenn og álitsgjafar hafa ruglað saman þeim Barack Obama og Osama Bin Laden. CNN, Fox News, Sky News og Associated press eru meðal þeirra sem hafa ruglast í ríminu.

Erlent

Nei takk

Bandarískir kjósendur virðast hafa frekar lítinn áhuga á hugsanlegum frambjóðendum republikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári.

Erlent

Taldir vera sekir um stríðsglæpi

Saksóknarar Alþjóðlega sakadómstólsins í Haag óska eftir því að handtökubeiðni verði gefin út á hendur þremur Líbíumönnum vegna glæpa gegn mannkyni.

Erlent

Óttast um líf níu í námunni

Fimm létust og níu er saknað eftir gassprengingu í kolanámu í Coahuila-héraði í Mexíkó á þriðjudag. Sprengingin var gríðarlega öflug og eru litlar líkur taldar á því að þeir níu sem enn er saknað finnist á lífi.

Erlent

Kosið um nýtt kosningakerfi í Bretlandi

Kosið verður í Bretlandi í dag um breytingar á kosningakerfinu, sem notað er í þingkosningum. Samkvæmt skoðanakönnunum er vart von til þess að breytingarnar verði samþykktar.

Erlent

Stjórnvöld breyta sögu af drápi

Bandarísk stjórnvöld hafa leiðrétt lýsingar á vígi sérsveitarmanna á hryðjuverkaleiðtoganum Osama bin Laden á mánudag. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort mynd af líki hans verði gerð opinber.

Erlent

Útilokar ekki framboð næst

Silvio Berlusconi, hinn umdeildi forsætisráðherra Ítalíu, útilokar ekki að bjóða sig fram til þingkosninga þegar kjörtímabil hans rennur út árið 2013. Þá verður hann orðinn 76 ára. Fyrir fáeinum vikum sagðist hann reikna með því að tveggja áratuga pólitískum ferli sínum færi brátt að ljúka.

Erlent

Rob Lowe flaug með hryðjuverkamanni

Hollywoodleikarinn Rob Lowe flaug í sömu flugvél og einn hryðjuverkamannanna sem stóð að baki árásunum 11. september 2001. Þetta gerðist ellefu dögum áður en árásirnar voru gerðar. Þetta upplýsti leikarinn nýlega. Lowe telur að í þessari flugferð hafi hryðjuverkamennirnir verið að undirbúa árásirnar.

Erlent

Birta ekki myndir af Osama Bin Laden látnum

Obama Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að birta ekki myndir af líki Osama Bin Laden en Hvíta húsið staðfesti í dag að hann hefði verið óvopnaður þegar hann var drepinn aðfaranótt mánudags. Hópur stuðningsmanna hans safnaðist saman í dag og brenndi meðal annars bandaríska fánann.

Erlent

Árás gerð á höfnina í Misrata

Fjórir létust hið minnsta í líbísku borginni Misrata þegar hersveitir Gaddafís einræðisherra gerðu loftárásir á hafnarsvæði borgarinnar. Fregnir af málinu eru óljósar enn sem komið er en í höfninni er nú flutningaskip frá alþjóðlegum hjálparstofnunum sem kom til borgarinnar með hjálpargögn fyrir íbúana. Ekki er ljóst hvort skipið sjálft hafi orðið fyrir árás.

Erlent

Íhuga að birta myndir af líki Bin Ladens

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA ýjaði að því í dag að myndir sem sýna sundurskotið lík Osama Bin Laden verði gerðar opinberar. Engin mynd hefur enn verið birt af líkinu en bandarísk yfirvöld óttast að slík birting myndi framkalla reiði fólks og að hún yrði talin ósmekkleg. Líkið af hryðjuverkaleiðtoganum var myndað á að minnsta kosti tveimur stöðum, í herstöð í Afganistan og um borð í herskipinu USS Vinson rétt áður en líkinu var varpað fyrir borð.

Erlent

Kung fu flugfreyjur hjá kínverska ríkisflugfélaginu

Flugfreyjum hjá kínverska ríkisflugfélaginu er nú boðið að sækja námskeið í bardagaíþróttinni Kung fu til að verjast drukknum farþegum sem eiga það til að setja hendur sínar á óviðeigandi staði á líkama flugfreyjanna.

Erlent