Erlent Þýskir afhuga Danmörku Útlit er fyrir að danskur ferðamannaiðnaður muni skaðast vegna nýrra laga um hert landamæraeftirlit. Margir Þjóðverjar hafa afpantað sumarhús undanfarið, að því er fram kemur í Politiken. Þar sem Þjóðverjar eru þriðjungur gesta í dönskum sumarhúsum óttast rekstraraðilar að tjón geti orðið verulegt. - þj Erlent 31.5.2011 05:30 Rýmdi leikskóla vegna sprengju Sprengjusveit lögreglunnar í Noregi var kölluð að leikskóla í Ósló í gærmorgun eftir að handsprengja hafði sést á þaki skólans. Fjörutíu börn og 21 starfsmaður voru flutt út úr húsinu á meðan lögregla athafnaði sig. Erlent 31.5.2011 05:00 Herforingjar flýja frá Líbíu Átta herforingjar frá Líbíu komu fram á blaðamannafundi á Ítalíu í gær, þar sem þeir sögðust hafa sagt skilið við Múammar Gaddafí, leiðtoga Líbíu. Þeir sögðu æ fleiri herforingja vera að hlaupast undan merkjum og nú væri geta hersins aðeins um fimmtungur af því sem hún var. Erlent 31.5.2011 05:00 Ásakanir hafa valdið skaða Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandins FIFA, segir að mótframbjóðandi hans í forsetakjöri, Mohammed bin Hammam frá Katar, og Jack Warner varaforseti hafi valdið FIFA miklu tjóni. Erlent 31.5.2011 04:00 Kim Jong-Il notar svifnökkva Svo virðist sem Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, sé farinn að hugsa fyrir utan kassann þegar það kemur að hernaði en hann hefur nú hafið byggingu herstöðvar skammt undan strönd Suður-Kóreu. Herstöðin mun hýsa 60 svifnökkva sem verða notaðir í ýmsum hernaðaraðgerðum. Erlent 30.5.2011 22:45 Gervitennurnar björguðu brasilískum bareiganda Aldraður Brasilíumaður getur þakkað gervitönnunum sínum fyrir að vera enn á lífi. Maðurinn sem rekur bar í borginni Alta Floresta, var skotinn í andlitið af stuttu færi af grímuklæddum manni sem hugðist ræna barinn. Kúlan lenti hinsvegar á forláta gervitiönnum mannsins og breytti um stefnu. Erlent 30.5.2011 21:30 Endeavour á leið til jarðar Geimferjan Endeavoour er á leið til jarðar. Hún leysti festar frá Alþjóðlegu geimstöðinni í gær. Þetta er síðasta ferð Endeavoour út í geiminn. Hún mun lenda á jörðinni á miðvikudag og þar verður hún sett á geimferðasafn í Kaliforníu. Þá verður aðeins eftir ein geimferja í bandaríska ferjuflotanum. Það er Atlantis sem fer í sína síðustu ferð í júlí næstkomandi. Þegar hún lendir verður lokið 30 ára merkum kafla í geimferðasögu Bandaríkjanna. Erlent 30.5.2011 19:25 Berlusconi missir fylgi Berlusconi virðist vera að tapa fylgi í heimaborg sinni, Mílanó, en nú standa yfir kosningar í landinu. Svo virðist sem sitjandi borgarstjóri og flokksfélagi Berlusconis hafi tapað sæti sínu og hinn vinstrisinnaði Giuliano Pisapia muni setjast í borgarstjórastólinn í hans stað. Verði þetta niðurstaðan verður það í fyrsta skipti í tvo áratugi sem Berlusconi tapar meirihluta í borginni en auk þess virðist barátta flokksfélaga hans í Napólí vera töpuð. Erlent 30.5.2011 17:40 Greenpeace í aðgerðum á Grænlandi Meðlimir í Greenpeace samtökunum hafa farið um borð í olíuborpall undan ströndum Grænlands og ætla að reyna að koma í veg fyrir að pallurinn geti borað eftir olíu. Pallurinn sem heitir Leifur Eiríksson er í eigu Cairn Energy og er um 100 mílur undan strönd Grænlands. Cairn er eina fyrirtækið sem ætlar að leita að olíu á svæðinu en talsmenn Greenpeace segjast óttast að finni þeir olíu muni hálfgert gullæði brjótast út sem hefði skelfilegar afleiðingar fyrir umhverfið. Talsmenn heimastjórnarinnar á Grænlandi segja hinsvegar að aðgerðir Greenpeace manna séu ólöglegar og að mótmælendurnir verði fjarlægðir af lögreglu haldi þeir aðgerðum sínum áfram. Erlent 30.5.2011 08:55 Maltverjar vilja lögleiða skilnaði Íbúar Möltu sögðu í gær já við því í þjóðaratkvæðagreiðslu að leyfa skilnaði. Kosningin er óbindandi fyrir ríkisstjórnina en um 75 prósent þáttaka var í atkvæðagreiðslunni. Hingað til hefur Malta, sem er kaþólskt ríki, verið eina landið í Evrópusambandinu þar sem hjónaskilnaður er bannaður með lögum. Erlent 30.5.2011 08:09 Þjóðverjar ætla að loka öllum kjarnorkuverum sínum Ríkisstjónin í Þýskalandi hefur ákveðið að slökkva á öllum kjarnorkuverum sínum á næsta áratug. Þetta var ákveðið á fundi stjórnarinnar sem hófst í gær og stóð langt fram á nótt. Mikil umræða hefur verið í landinu um kjarnorkumál í kjölfar slyssins í Fukushima kjarnorkuverinu í Japan og mótmæltu þúsundir manna kjarnorkunni víða um land. Erlent 30.5.2011 08:04 NATO biður Afgana afsökunar á drápum á óbreyttum borgurum Fjölþjóðalið NATO í Afganistan hefur beðist afsökunar á loftárás sem gerð var suðvesturhluta landsins á laugardag en að minnsta kosti fjórtán óbreyttir borgarar létu þar lífið. Æðstu hershöfðingjar bandalagsins segja í yfirlýsingu að ávallt sé reynt að koma í veg fyrir mannfall á meðal óbreyttra og að slík tilvik séu ætíð rannsökuð til hlítar. Erlent 30.5.2011 07:59 Mótmæltu handtöku Mladics Ratko Mladic, fyrrverandi yfirherforingi í her Bosníu-Serba, ætlar að áfrýja framsalskröfu á hendur sér en hann hefur verið eftirlýstur af Stríðsglæpadómstólnum í Haag síðustu ár. Mladic, sem var handtekinn á dögunum í Serbíu, er sakaður um þjóðarmorð í Bosníustríðinu árið 1995, hann er meðal annars sagður hafa fyrirskipað morð á tæplega átta þúsund múslimskum mönnum og drengjum í bænum Srebrenica. Þúsundir serbneskra þjóðernissinna mótmæltu handtöku Mladics í Belgrad í gær og voru um 100 handteknir eftir átök við lögreglu. Erlent 30.5.2011 07:58 Banvænu agúrkurnar ekki fluttar til Íslands Lífrænar agúrkur hafa verið afturkallaðar úr verslunum í Austurríki og í Tékklandi af ótta við útbreiðslu bakteríu sem hefur banað að minnsta kosti níu manns og valdið veikindum hundraða manna víðs vegar um Evrópu. Erlent 30.5.2011 03:30 Konur á níræðisaldri fældu ræningja í burtu Áttatíu og níu ára gömul kona frá Melbourne í Ástralíu ætlaði sko ekki að láta ræningjann sem ætlaði að ræna töskunni hennar komast upp með ránið. Hún lét sko finna fyrir sér. "Ég hefði drepið hann ef ég hefði getað það," segir hún. Erlent 29.5.2011 21:54 NATÓ rannsakar hvers vegna loftárásin varð tólf börnum að bana NATÓ rannsakar nú hvers vegna lofttárás varð tólf börnum og tveimur konum að bana í gærkvöldi. Loftárásin var gerð í suðvestur Afganistan í Helmands-héraði en ástæða hennar er sú að talíbanar réðust á bandaríska herstöð á svæðinu á dögunum. Loftskeytið lenti ekki á aðstöðu uppreisnarmannanna heldur tveimur heimilum almennra borgara. Erlent 29.5.2011 20:30 Verjandi Mladic segir hann ekki færan um að koma fyrir dóm Verjandi Radko Mladic segir ómögulegt að halda uppi vitænum samræðum við stríðsherrann fyrrverandi, sem hafi í þrígang fengið heilablóðfall og þrugli nú tóma vitleysu. Hann sé ekki fær um að koma fyrir dóm. Erlent 29.5.2011 18:42 Féllu fram af tíundu hæð Ein kona lést og önnur slasaðist þegar þær féllu fram af tíundu hæð á hóteli í Atlanta í Bandaríkjunum í fyrrinótt. Erlent 29.5.2011 17:06 Strangar reglur fyrir lögreglumenn í Víetnam Víetnamskir lögreglumenn mega ekki vera með svört sólgleraugu, spjalla saman, reykja eða hafa hendur í vösum á meðan þeir sinna skyldustörfum á opinberum stöðum. Erlent 29.5.2011 15:45 Mladic segist ekki hafa fyrirskipað fjöldamorðin Fyrrverandi hershöfðinginn Ratkó Mladic segist ekki hafa fyrirskipað fjöldamorð á mörg þúsundum múslima í Srebrenica árið 1995. Þetta hafa fjölmiðlar eftir Darko syni hans sem spjallaði við fjölmiðla eftir að hann heimsótti föður sinn í Serbíu í dag. Erlent 29.5.2011 15:27 Giftu sig loksins eftir að hafa verið trúlofuð í 28 ár Loksins, hefur eflaust einhver sagt þegar að breska parið Ivan Brown og Barbara Furlonger giftu sig í síðustu viku. Þau voru búin að vera trúlofuð í 28 ára, hvorki meira né minna. Erlent 29.5.2011 13:30 Verðmætar myndir Bandarískur áhugaljósmyndari datt heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar hann var að gramsa í dóti á bílskúrssölu og fann þar gamlar ljósmyndafilmur. Hann greiddi einungis tvöhundruð og þrjátíu íslenskar krónur fyrir fundinn en varð ljóst við framköllun að hann var mun verðmætari. Myndirnar voru nefnilega af leikkonunni Marilyn Monroe og teknar áður en hún komst til frægðar. Fréttastofa CNN hefur fengið leyfi til að birta þær næstkomandi þriðjudag, einum degi fyrir afmælisdag leikkonunnar, en Monroe hefði orðið áttatíu og fimm ára þann fyrsta júní. Erlent 29.5.2011 11:15 Þjóðin leyfir hjónum að skilja Samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu á Möltu í gær að setja lög sem leyfa hjónaskilnaði. Malta er nú ekki lengur eina Evrópuríkið þar sem ólöglegt er fyrir hjón að skilja. Það er nú í höndum þingsins að samþykkja lögin sem 72 prósent þjóðarinnar samþykktu í gær. Erlent 29.5.2011 10:55 Brotist inn í tölvukerfi söluaðila bandaríska hersins Lockheed Martin, sem selur bandaríska hernum vopn og flugvélar og er umsýslu- og þjónustuaðili upplýsingakerfa bandaríska ríkisins, varð fyrir alvarlegri tölvuárás hinn 21. maí síðastliðinn. Fyrirtækið, sem framleiðir meðal annars F16 orrustuþotur sem Bandaríkjaher notar, greindi frá þessu í gærkvöldi en starfsmenn þess segja að tekist hafi að fyrirbyggja að viðkvæmar persónuupplýsingar kæmust í hendur óprúttinna aðila. Erlent 29.5.2011 10:45 Tíu látist í Þýskalandi vegna sýkingar í grænmeti Að minnsta kosti tíu hafa látist af völdum E.coli sýkingar í Þýskalandi og tvö hundruð og sjötíu hafa smitast. Sóttvarnarstofnun Evrópu telur að útbreiðsla sýkingarinnar sé ein sú stærsta sem komið hefur upp. Þessi gerð E.coli ræðst einna helst á nýru og miðtaugakerfi þeirra sem af henni smitast. Erlent 29.5.2011 10:00 Sex þúsund milljarðar seldust af sígarettum árið 2009 Þrátt fyrir þá þekktu staðreynd að reykingar séu skaðlegar heilsu manna halda stóru tóbaksfyrirtækin enn að hagnast á reykingum og sala á sígarettum hefur aukist á síðustu tveimur áratugum. Erlent 29.5.2011 09:56 Tvær konur og tólf börn fórust í árás NATÓ Fjórtán borgarar féllu í loftárás NATO í suðvestur Afganistan í Helmands héraði í gær. Loftárásin varð eftir að talíbanar réðust á bandaríska herstöð á svæðinu. Árás NATO var beint að uppreisnarmönnum en lenti á tveimur heimilium almennra borgara þar sem tvær konur og tólf börn féllu, sum undir tveggja ára aldri. Málið er nú til rannsóknar hjá Nato og afgönskum hersveitum. Erlent 29.5.2011 09:27 Konur laðast ekki að brosmildum karlmönnum Samkvæmt niðurstöðu rannsóknar í Kanada laðast konur ekki að brosmildum karlmönnum. Erlent 28.5.2011 23:45 Handtekin í Moskvu Um tuttugu konur og karlar voru handtekin í Moskvu í dag fyrir tilraun til að fara í göngu fyrir mannréttindum samkynhneigðra. Nokkrir tugir þjóðernissinna gerðu aðsúg að göngufólki og handtók lögregla svipaðan fjölda þeirra. Borgarstjórinn í Moskvu hefur ekki viljað heimila göngu samkynhneigðra í borginni en undanfarin fimm ár hafa verið gerðar tilraunir til að halda slíkar göngur án leyfis yfirvalda. Þær hafa alltaf leitt til handtöku og jafnvel blóðugra átaka. Erlent 28.5.2011 23:00 Kenickie úr Grease er látinn Einn leikaranna úr einni frægustu söngvamynd allra tíma, Grease, er látinn. Leikarinn, sem heitir Jeff Conaway, lék Kenickie, vin Dannys Zukoks, í myndinni. Hann lést á spítala í Kalíforníu í gær, sextugur að aldri. Erlent 28.5.2011 21:29 « ‹ ›
Þýskir afhuga Danmörku Útlit er fyrir að danskur ferðamannaiðnaður muni skaðast vegna nýrra laga um hert landamæraeftirlit. Margir Þjóðverjar hafa afpantað sumarhús undanfarið, að því er fram kemur í Politiken. Þar sem Þjóðverjar eru þriðjungur gesta í dönskum sumarhúsum óttast rekstraraðilar að tjón geti orðið verulegt. - þj Erlent 31.5.2011 05:30
Rýmdi leikskóla vegna sprengju Sprengjusveit lögreglunnar í Noregi var kölluð að leikskóla í Ósló í gærmorgun eftir að handsprengja hafði sést á þaki skólans. Fjörutíu börn og 21 starfsmaður voru flutt út úr húsinu á meðan lögregla athafnaði sig. Erlent 31.5.2011 05:00
Herforingjar flýja frá Líbíu Átta herforingjar frá Líbíu komu fram á blaðamannafundi á Ítalíu í gær, þar sem þeir sögðust hafa sagt skilið við Múammar Gaddafí, leiðtoga Líbíu. Þeir sögðu æ fleiri herforingja vera að hlaupast undan merkjum og nú væri geta hersins aðeins um fimmtungur af því sem hún var. Erlent 31.5.2011 05:00
Ásakanir hafa valdið skaða Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandins FIFA, segir að mótframbjóðandi hans í forsetakjöri, Mohammed bin Hammam frá Katar, og Jack Warner varaforseti hafi valdið FIFA miklu tjóni. Erlent 31.5.2011 04:00
Kim Jong-Il notar svifnökkva Svo virðist sem Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, sé farinn að hugsa fyrir utan kassann þegar það kemur að hernaði en hann hefur nú hafið byggingu herstöðvar skammt undan strönd Suður-Kóreu. Herstöðin mun hýsa 60 svifnökkva sem verða notaðir í ýmsum hernaðaraðgerðum. Erlent 30.5.2011 22:45
Gervitennurnar björguðu brasilískum bareiganda Aldraður Brasilíumaður getur þakkað gervitönnunum sínum fyrir að vera enn á lífi. Maðurinn sem rekur bar í borginni Alta Floresta, var skotinn í andlitið af stuttu færi af grímuklæddum manni sem hugðist ræna barinn. Kúlan lenti hinsvegar á forláta gervitiönnum mannsins og breytti um stefnu. Erlent 30.5.2011 21:30
Endeavour á leið til jarðar Geimferjan Endeavoour er á leið til jarðar. Hún leysti festar frá Alþjóðlegu geimstöðinni í gær. Þetta er síðasta ferð Endeavoour út í geiminn. Hún mun lenda á jörðinni á miðvikudag og þar verður hún sett á geimferðasafn í Kaliforníu. Þá verður aðeins eftir ein geimferja í bandaríska ferjuflotanum. Það er Atlantis sem fer í sína síðustu ferð í júlí næstkomandi. Þegar hún lendir verður lokið 30 ára merkum kafla í geimferðasögu Bandaríkjanna. Erlent 30.5.2011 19:25
Berlusconi missir fylgi Berlusconi virðist vera að tapa fylgi í heimaborg sinni, Mílanó, en nú standa yfir kosningar í landinu. Svo virðist sem sitjandi borgarstjóri og flokksfélagi Berlusconis hafi tapað sæti sínu og hinn vinstrisinnaði Giuliano Pisapia muni setjast í borgarstjórastólinn í hans stað. Verði þetta niðurstaðan verður það í fyrsta skipti í tvo áratugi sem Berlusconi tapar meirihluta í borginni en auk þess virðist barátta flokksfélaga hans í Napólí vera töpuð. Erlent 30.5.2011 17:40
Greenpeace í aðgerðum á Grænlandi Meðlimir í Greenpeace samtökunum hafa farið um borð í olíuborpall undan ströndum Grænlands og ætla að reyna að koma í veg fyrir að pallurinn geti borað eftir olíu. Pallurinn sem heitir Leifur Eiríksson er í eigu Cairn Energy og er um 100 mílur undan strönd Grænlands. Cairn er eina fyrirtækið sem ætlar að leita að olíu á svæðinu en talsmenn Greenpeace segjast óttast að finni þeir olíu muni hálfgert gullæði brjótast út sem hefði skelfilegar afleiðingar fyrir umhverfið. Talsmenn heimastjórnarinnar á Grænlandi segja hinsvegar að aðgerðir Greenpeace manna séu ólöglegar og að mótmælendurnir verði fjarlægðir af lögreglu haldi þeir aðgerðum sínum áfram. Erlent 30.5.2011 08:55
Maltverjar vilja lögleiða skilnaði Íbúar Möltu sögðu í gær já við því í þjóðaratkvæðagreiðslu að leyfa skilnaði. Kosningin er óbindandi fyrir ríkisstjórnina en um 75 prósent þáttaka var í atkvæðagreiðslunni. Hingað til hefur Malta, sem er kaþólskt ríki, verið eina landið í Evrópusambandinu þar sem hjónaskilnaður er bannaður með lögum. Erlent 30.5.2011 08:09
Þjóðverjar ætla að loka öllum kjarnorkuverum sínum Ríkisstjónin í Þýskalandi hefur ákveðið að slökkva á öllum kjarnorkuverum sínum á næsta áratug. Þetta var ákveðið á fundi stjórnarinnar sem hófst í gær og stóð langt fram á nótt. Mikil umræða hefur verið í landinu um kjarnorkumál í kjölfar slyssins í Fukushima kjarnorkuverinu í Japan og mótmæltu þúsundir manna kjarnorkunni víða um land. Erlent 30.5.2011 08:04
NATO biður Afgana afsökunar á drápum á óbreyttum borgurum Fjölþjóðalið NATO í Afganistan hefur beðist afsökunar á loftárás sem gerð var suðvesturhluta landsins á laugardag en að minnsta kosti fjórtán óbreyttir borgarar létu þar lífið. Æðstu hershöfðingjar bandalagsins segja í yfirlýsingu að ávallt sé reynt að koma í veg fyrir mannfall á meðal óbreyttra og að slík tilvik séu ætíð rannsökuð til hlítar. Erlent 30.5.2011 07:59
Mótmæltu handtöku Mladics Ratko Mladic, fyrrverandi yfirherforingi í her Bosníu-Serba, ætlar að áfrýja framsalskröfu á hendur sér en hann hefur verið eftirlýstur af Stríðsglæpadómstólnum í Haag síðustu ár. Mladic, sem var handtekinn á dögunum í Serbíu, er sakaður um þjóðarmorð í Bosníustríðinu árið 1995, hann er meðal annars sagður hafa fyrirskipað morð á tæplega átta þúsund múslimskum mönnum og drengjum í bænum Srebrenica. Þúsundir serbneskra þjóðernissinna mótmæltu handtöku Mladics í Belgrad í gær og voru um 100 handteknir eftir átök við lögreglu. Erlent 30.5.2011 07:58
Banvænu agúrkurnar ekki fluttar til Íslands Lífrænar agúrkur hafa verið afturkallaðar úr verslunum í Austurríki og í Tékklandi af ótta við útbreiðslu bakteríu sem hefur banað að minnsta kosti níu manns og valdið veikindum hundraða manna víðs vegar um Evrópu. Erlent 30.5.2011 03:30
Konur á níræðisaldri fældu ræningja í burtu Áttatíu og níu ára gömul kona frá Melbourne í Ástralíu ætlaði sko ekki að láta ræningjann sem ætlaði að ræna töskunni hennar komast upp með ránið. Hún lét sko finna fyrir sér. "Ég hefði drepið hann ef ég hefði getað það," segir hún. Erlent 29.5.2011 21:54
NATÓ rannsakar hvers vegna loftárásin varð tólf börnum að bana NATÓ rannsakar nú hvers vegna lofttárás varð tólf börnum og tveimur konum að bana í gærkvöldi. Loftárásin var gerð í suðvestur Afganistan í Helmands-héraði en ástæða hennar er sú að talíbanar réðust á bandaríska herstöð á svæðinu á dögunum. Loftskeytið lenti ekki á aðstöðu uppreisnarmannanna heldur tveimur heimilum almennra borgara. Erlent 29.5.2011 20:30
Verjandi Mladic segir hann ekki færan um að koma fyrir dóm Verjandi Radko Mladic segir ómögulegt að halda uppi vitænum samræðum við stríðsherrann fyrrverandi, sem hafi í þrígang fengið heilablóðfall og þrugli nú tóma vitleysu. Hann sé ekki fær um að koma fyrir dóm. Erlent 29.5.2011 18:42
Féllu fram af tíundu hæð Ein kona lést og önnur slasaðist þegar þær féllu fram af tíundu hæð á hóteli í Atlanta í Bandaríkjunum í fyrrinótt. Erlent 29.5.2011 17:06
Strangar reglur fyrir lögreglumenn í Víetnam Víetnamskir lögreglumenn mega ekki vera með svört sólgleraugu, spjalla saman, reykja eða hafa hendur í vösum á meðan þeir sinna skyldustörfum á opinberum stöðum. Erlent 29.5.2011 15:45
Mladic segist ekki hafa fyrirskipað fjöldamorðin Fyrrverandi hershöfðinginn Ratkó Mladic segist ekki hafa fyrirskipað fjöldamorð á mörg þúsundum múslima í Srebrenica árið 1995. Þetta hafa fjölmiðlar eftir Darko syni hans sem spjallaði við fjölmiðla eftir að hann heimsótti föður sinn í Serbíu í dag. Erlent 29.5.2011 15:27
Giftu sig loksins eftir að hafa verið trúlofuð í 28 ár Loksins, hefur eflaust einhver sagt þegar að breska parið Ivan Brown og Barbara Furlonger giftu sig í síðustu viku. Þau voru búin að vera trúlofuð í 28 ára, hvorki meira né minna. Erlent 29.5.2011 13:30
Verðmætar myndir Bandarískur áhugaljósmyndari datt heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar hann var að gramsa í dóti á bílskúrssölu og fann þar gamlar ljósmyndafilmur. Hann greiddi einungis tvöhundruð og þrjátíu íslenskar krónur fyrir fundinn en varð ljóst við framköllun að hann var mun verðmætari. Myndirnar voru nefnilega af leikkonunni Marilyn Monroe og teknar áður en hún komst til frægðar. Fréttastofa CNN hefur fengið leyfi til að birta þær næstkomandi þriðjudag, einum degi fyrir afmælisdag leikkonunnar, en Monroe hefði orðið áttatíu og fimm ára þann fyrsta júní. Erlent 29.5.2011 11:15
Þjóðin leyfir hjónum að skilja Samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu á Möltu í gær að setja lög sem leyfa hjónaskilnaði. Malta er nú ekki lengur eina Evrópuríkið þar sem ólöglegt er fyrir hjón að skilja. Það er nú í höndum þingsins að samþykkja lögin sem 72 prósent þjóðarinnar samþykktu í gær. Erlent 29.5.2011 10:55
Brotist inn í tölvukerfi söluaðila bandaríska hersins Lockheed Martin, sem selur bandaríska hernum vopn og flugvélar og er umsýslu- og þjónustuaðili upplýsingakerfa bandaríska ríkisins, varð fyrir alvarlegri tölvuárás hinn 21. maí síðastliðinn. Fyrirtækið, sem framleiðir meðal annars F16 orrustuþotur sem Bandaríkjaher notar, greindi frá þessu í gærkvöldi en starfsmenn þess segja að tekist hafi að fyrirbyggja að viðkvæmar persónuupplýsingar kæmust í hendur óprúttinna aðila. Erlent 29.5.2011 10:45
Tíu látist í Þýskalandi vegna sýkingar í grænmeti Að minnsta kosti tíu hafa látist af völdum E.coli sýkingar í Þýskalandi og tvö hundruð og sjötíu hafa smitast. Sóttvarnarstofnun Evrópu telur að útbreiðsla sýkingarinnar sé ein sú stærsta sem komið hefur upp. Þessi gerð E.coli ræðst einna helst á nýru og miðtaugakerfi þeirra sem af henni smitast. Erlent 29.5.2011 10:00
Sex þúsund milljarðar seldust af sígarettum árið 2009 Þrátt fyrir þá þekktu staðreynd að reykingar séu skaðlegar heilsu manna halda stóru tóbaksfyrirtækin enn að hagnast á reykingum og sala á sígarettum hefur aukist á síðustu tveimur áratugum. Erlent 29.5.2011 09:56
Tvær konur og tólf börn fórust í árás NATÓ Fjórtán borgarar féllu í loftárás NATO í suðvestur Afganistan í Helmands héraði í gær. Loftárásin varð eftir að talíbanar réðust á bandaríska herstöð á svæðinu. Árás NATO var beint að uppreisnarmönnum en lenti á tveimur heimilium almennra borgara þar sem tvær konur og tólf börn féllu, sum undir tveggja ára aldri. Málið er nú til rannsóknar hjá Nato og afgönskum hersveitum. Erlent 29.5.2011 09:27
Konur laðast ekki að brosmildum karlmönnum Samkvæmt niðurstöðu rannsóknar í Kanada laðast konur ekki að brosmildum karlmönnum. Erlent 28.5.2011 23:45
Handtekin í Moskvu Um tuttugu konur og karlar voru handtekin í Moskvu í dag fyrir tilraun til að fara í göngu fyrir mannréttindum samkynhneigðra. Nokkrir tugir þjóðernissinna gerðu aðsúg að göngufólki og handtók lögregla svipaðan fjölda þeirra. Borgarstjórinn í Moskvu hefur ekki viljað heimila göngu samkynhneigðra í borginni en undanfarin fimm ár hafa verið gerðar tilraunir til að halda slíkar göngur án leyfis yfirvalda. Þær hafa alltaf leitt til handtöku og jafnvel blóðugra átaka. Erlent 28.5.2011 23:00
Kenickie úr Grease er látinn Einn leikaranna úr einni frægustu söngvamynd allra tíma, Grease, er látinn. Leikarinn, sem heitir Jeff Conaway, lék Kenickie, vin Dannys Zukoks, í myndinni. Hann lést á spítala í Kalíforníu í gær, sextugur að aldri. Erlent 28.5.2011 21:29