Erlent

Halda ásökunum gagnvart Strauss-Kahn til streitu

Lögmenn konunnar sem sakar Dominique Strauss-Kahn um gróft kynferðisofbeldi og tilraun til nauðgunar halda ásökunum hennar til streitu, en Strauss-Kahn var látinn laus úr stofufangelsi í dag og fékk sex milljón dollara tryggingu sína endurgreidda.

Erlent

Nýnasistar skreyta sig með íslenska fánanum

Þýskir nýnasistar hafa tekið ástfóstri við fatnað frá framleiðandanum Thor Steinar. Athygli vekur að í nýjustu línunni prýðir íslenski fáninn nokkrar flíkurnar. Thor Steinar hefur verið umdeilt fyrirtæki allt frá stofnun þess árið 2002. Tveimur árum síðar var lagt bann við því að ganga í fatnaði merktum Thor Steinar víða í Þýskalandi vegna þess hversu vörumerkið líktist merkjum sem einkenndu stormsveitir Hitlers. Eftir það var skipt um vörumerki en nýnasistar halda tryggð sinni við fatnaðinn. Í dag er bannað að mæta í fatnaði Thor Steinar á leiki ýmissa þýskra knattspyrnuliða, svo sem Werder Bremen, Hertha Berlin og Borussia Dortmund. Eigendur fyrirtækisins neita því hinsvegar staðfastlega að tengjast nasisma eða þjóðernishyggju. Auk íslenska fánans hefur norski fáninn verið prentaður á fatnað Thor Steinar. Jens Stoltenbert, fyrrverandi forsætisráðherra Norðmanna, var kunngert um þetta árið 2006 og lýsti hann yfir miklum áhyggjum af því að norsk tákn væru misnotuð í þágu nasista. Norska ríkið höfðaði í framhaldinu mál gegn Thor Steiner og krafðist þess að hætt væri að nota norska fánann á fatnað fyrirtækisins. Norðmenn töpuðu málinu en forsvarsmenn Thor Steiner gáfu engu að síður út yfirlýsingu um að þeir myndu hætta að prenta fánann á fötin. Í staðinn virðast þeir hafa snúið sér að íslenska fánanum.

Erlent

Strauss-Kahn laus úr stofufangelsi

Dominique Strauss-Kahn fyrrum forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var í dag látinn laus úr stofufangelsi og trygging fyrir lausn hans hefur verið afnumin. Ástæðan er að framburður herbergisþernunnar sem ásakaði Strauss-Kahn um kynferðislega árás á sig, virðist ekki halda vatni.

Erlent

Ólafur og Dorrit í brúðkaupi Alberts fursta af Mónakó

Íslensku forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff eru á meðal gesta í brúðkaupi Alberts II af Mónakó en hann ætlar að kvænast suður-afrísku sunddrottningunni Charlene Wittstock í furstadæminu um helgina. Þegnar Mónakófursta hafa í áraraðir beðið eftir því að Albert prins festi ráð sitt og því ríkir mikil gleði í ríkinu litla við frönsku Rívíeruna.

Erlent

Ráðist á Frakklandsforseta

Þrjátíu og tveggja ára gamall maður hefur verið handtekinn í Frakklandi fyrir að ráðast á Nicolas Sarkozy forseta og reyna að draga hann yfir öryggisgirðingu. Forsetinn var í heimsókn í bæn um Brax í suðvesturhluta landsins og gekk meðfram girðingunni og heilsaði upp á fólk.

Erlent

Bretar mótmæla niðurskurði

Um 750 þúsund opinberir starfsmenn í Bretlandi lögðu niður vinnu í gær. Margir þeirra tóku þátt í mótmælaaðgerðum í London og víðar um landið. Starfsemi lá meira eða minna niðri í skólum, hjá dómstólum, á skrifstofum skattstjóra og vinnumiðlunum en allt ætti þetta að komast í samt lag aftur í dag, þegar vinna hefst að nýju.

Erlent

Bandaríkjaþing frestar fríinu

Harry Reid, leiðtogi meirihluta demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir það hafa orðið niðurstöðu þingmanna að fresta sumarfríinu, sem átti að hefjast eftir helgi.

Erlent

Festist í loftræstiröri

Lögregla og slökkvilið í Bergen í Noregi komu manni til bjargar snemma í gærmorgun þar sem hann sat fastur í loftræstikerfi bílastæðahúss.

Erlent

Strauss-Kahn kemur fyrir dómara á morgun

Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, kemur fyrir dómara í New York á morgun en áður var talið að hann þyrfti ekki mæta í réttarsal fyrr en um miðjan næsta mánuð. Ekki liggur hvers vegna honum er gert að mæta fyrir dómarann en samkvæmt AP-fréttaveitunni snýst málið um stofufangelsið sem Strauss-Kahn hefur verið í frá því að hann var látinn laus úr fangelsi 19. maí síðastliðinn. Hann er grunaður um að hafa reynt að nauðga herbergisþernu á hóteli í New York.

Erlent

Fjarlægasta dulstirni sem fundist hefur

Evrópskir stjörnufræðingar hafa með hjálp Very Large Telescope ESO í Chile fundið og rannsakað fjarlægasta dulstirni sem fundist hefur hingað til. Greint er frá fundinum í vísindatímaritinu Nature.

Erlent

Kona giftist látnum kærasta sínum

Tuttugu og tveggja ára gömul frönsk kona, Karen Jumeux, fékk sérstakt leyfi frá Nicolas Sarkozy frakklandsforseta, til þess að giftast kærasta sínum. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að kærastinn lést fyrir tveimur árum síðan. Forsetinn svaraði bréfinu og féllst á ráðahaginn, ekki síst í ljósi þess að parið hafði verið trúlofað áður en maðurinn lést.

Erlent

Nýr framvæmdastjóri AGS telur sig geta lært af Strauss-Kahn

Christine Lagarde sem hefur verið útnefnd framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrst kvenna telur mikilvægt að hún hitti forvera sinn, Dominique Strauss-Kahn. Framkvæmdastjórastaðan losnaði þegar Strauss-Kahn sagði af sér í síðasta mánuði eftir að hann var ákærður fyrir að hafa reynt að nauðga hótelþernu í New York.

Erlent

Kínverjar vígja risabrú: 42 kílómetrar að lengd

Kínverjar vígðu í dag lengstu sjávarbrú jarðar en hún er 42 kílómetrar að lengd. Brúin tengir hafnarborgina Qingdao í austurhluta landsins við Huangdao eyju. Samkvæmt ríkisútvarpi Kína kostaði brúin 1,5 milljarða bandaríkjadala en breska blaðið The Telegraph fullyrðir að kostnaðurinn hafi numið 8,8 milljörðum. Brúin, sem er studd af rúmlega fimm þúsund brúarstólpum var rúm fjögur ár í byggingu. Hún er samkvæmt Heimsmetabók Guinnes rúmum fjórum kílómetrum lengri en brú í Louisiana í Bandaríkjunum sem áður var lengsta brú yfir vatn í heiminum.

Erlent

Með matarolíu í tönkunum

Í september næstkomandi hyggst hollenska flugfélagið KLM fylla á eldsneytistanka sína með matarolíu sem notuð hefur verið til steikingar á frönskum kartöflum. Tilgangurinn er að draga úr losun koldíoxíðs.

Erlent

Halli ríkissjóðs veldur titringi

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær að hann vænti þess að samkomulag náist um ríkisfjármál á næstu vikum. Glímt er um hvernig ná skal niður skuldum ríkissjóðs sem nálgast 14,3 trilljóna dala þak sem sett hefur verið. Eftir 2. ágúst segist fjármálaráðuneytið ekki fært um að standa við skuldbindingar.

Erlent

Vilja vörumerkingar fyrir blinda og sjónskerta

Evrópuþingið hefur samþykkt yfirlýsingu þar sem hvatt er til þess að Evrópusambandið beiti sér fyrir því að vörumerkingar verði gerðar aðgengilegar fyrir blinda og sjónskerta. Metfjöldi þingmanna á Evrópuþinginu skrifaði undir yfirlýsinguma. Yfirlýsingin, sem var að frumkvæði þingmannanna Konstantinos Poupakis og Ádám Kósa, með stuðningi þingmannanna Cecilia Wikström, Richard Howitt og Eva Lichtenberger, skorar á Evrópuráðið að hleypa af stokkunum breiðu samráðsferli um kosti þess að setja upp valfrjálst merkingakerfi með punktaletri og á öðrum aðgengilegum formum. Í kjölfar öflugrar herferðar af hálfu European Blind Union var skriflega yfirlýsing afgreidd af Evrópuþinginu á fundi í Brussel þann 23 júní síðast liðinn með metstuðningi 447 undirskrifta. Þetta er mesti stuðningur sem nokkur yfirlýsing hefur fengið á Evrópuþinginu og varpar skýru ljósi á það misrétti sem blindir og sjónskertir hafa þurft að búa við varðandi athafnir daglegs lífs, eins og t.d. við innkaup. Forseti European Blind Union, Colin Low lávarður, segir þetta mikilvægan sigur: „Ég er yfir mig ánægður með þennan mikla stuðning frá þingmönnum Evrópuþingsins. Án aðgengis að upplýsingum er ekkert sjálfstæði, ekkert val og ekkert öryggi. Á þessu verður að taka. Sá mikli stuðningur sem þetta mál hefur fengið setur það á dagskrá hjá Evrópusambandinu."

Erlent

Umdeild forsíða Newsweek á fimmtugsafmæli Díönu

Nýjasta tölublað tímaritsins Newsweek hefur vakið hörð viðbrögð, en á forsíðunni er að finna tölvugerða mynd af Díönu prinsessu og Katrínu hertogaynju af Cambridge. Díana prinsessa hefði orðið fimmtug á morgun hefði hún lifað og veltir ritstjóri blaðsins, Tina Brown, fyrir sér hvernig líf prinsessunnnar væri árið 2011.

Erlent

Hitabeltisstormurinn Arlene skellur á Mexíkó

Fyrsti hitabeltisstormur fellibyljatímabilsins á Atlantshafi er um það bil að skella á vesturströnd Mexíkó. Hafa yfirvöld þarlendis varað íbúa á þessu svæði við miklu úrhelli, flóðum og mögulegri hættu á leirskriðum.

Erlent

Mikið úrhelli hrjáir Dani

Mikið úrhelli víða í Danmörku í nótt hefur valdið því að veðurstofa landsins hefur varað við flóðum á vegum einkum á Jótlandi.

Erlent

Gríska þingið féllst á aðhaldspakkann

Gríska þingið samþykkti í gær hið óvinsæla aðhaldsfrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem tryggir að Grikkland fái næstu greiðslu frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þar með eru Grikkir sloppnir fyrir horn í bili og geta greitt næstu afborganir af himinháum lánum ríkissjóðs.

Erlent

Seinlæti herforingja mótmælt

Meira en þúsund manns hafa meiðst í hörðum átökum lögreglu við mótmælendur í miðborg Kaíró tvo daga í röð. Hundruð ungmenna hafa safnast saman á götum miðborgarinnar til að krefjast þess að málaferlum gegn lögreglumönnum, sem sakaðir eru um hrottaskap, verði hraðað.

Erlent

Heilsufar Hugos Chavez enn á huldu

Ekki liggur fyrir hvort Hugos Chavez, forseti Venesúela, sé heill heilsu en orðrómur er á kreiki um að hann sé alvarlega veikur. Ráðstefna sem átti að hefjast í Venesúela 5. júlí hefur verið aflýst og eru veikindi forsetans sögð orsökin.

Erlent

Fjölgun í hópi fátækra barna

Um 65 þúsund dönsk börn bjuggu við fátækt árið 2009 og hefur þeim fjölgað stórlega frá árinu 2002. Þetta kemur fram í frétt danska ríkisútvarpsins. Samkvæmt Efnahagsráði verkalýðshreyfingarinnar óx hlutfall fátækra barna um 51 prósent.

Erlent

Yfirvöld hætti að dæla lyfjum í byssumanninn

Lögmaður manns sem myrti sex og særði 13, þar á meðal þingkonuna Gabrielle Giffords, fyrr á þessu ári vill að fangelsismálayfirvöldum verði óheimilt að gefa manninum geðlyf. Hin mikla lyfjanotkun geti útskýrt undarlega hegðun fangans að undanförnu.

Erlent