Erlent Blaðahneyksli í Bretlandi: Andy Coulson handtekinn Andy Coulson, fyrrverandi ritstjóri News of the World og fyrrverandi blaðafulltrúi forsætisráðherra Bretlands er í haldi lögreglu sem rannsakar nú ásakanir á hendur ritstjórn blaðsins um að símar þúsunda einstaklinga hafi verið hleraðir á nokkurra ára tímabili. Erlent 8.7.2011 14:35 Atlantis leggur af stað í síðustu geimferðina - bein útsending Geimferjan Atlantis fer ef allt gengur að óskum í sína hinstu för út í geiminn í dag klukkan 15:26 Veðurspáin er þó ekki hliðholl geimförunum en þó eru allar líkur á því að hægt verði að halda sig við áður ákveðinn tíma. Erlent 8.7.2011 14:26 Rowling útilokar ekki aðra bók um Potter JK Rowling, höfundur bókanna um galdrastrákinn Harry Potter, útilokar ekki að hún muni skrifa fleiri bækur um Potter í framtíðinni. Áður hafði verið sagt að sjöunda bókin, sem þegar er komin út, yrði sú síðasta. Erlent 8.7.2011 10:47 Látin laus strax í næstu viku Casey Anthony, 25 ára bandarísk kona sem var grunuð um að hafa myrt tveggja ára barn sitt, verður látin laus í næstu viku. Erlent 8.7.2011 07:45 Veðrið gæti sett strik í reikninginn hjá Atlantis Geimferjan Atlantis fer ef allt gengur að óskum í sína hinstu för út í geiminn í dag klukkan 24 mínútur yfir fjögur. Veðurspáin er þó ekki hliðholl geimförunum og nú eru taldar 70 prósent líkur á að förin frestist sökum rigningar og roks. Erlent 8.7.2011 07:37 Stefnt að sjálfbærum veiðum Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst leggja til að fiskveiðikvótar verði fyrir fram ákveðnir til nokkurra ára í senn og jafnframt verði framsal kvóta leyfilegt, líkt og tíðkast hefur hér á landi. Erlent 8.7.2011 06:00 Foreldrar Obama ætluðu að gefa hann til ættleiðingar Foreldrar Bandaríkjaforsetans Barack Obama höfðu það í hyggju að láta ættleiða son sinn ef marka má innflytjendaskjöl föður hans, sem nú hafa komið upp á yfirborðið. Erlent 7.7.2011 23:45 Hætta að kenna tengiskrift Sífellt færri bandarísk börn þurfa nú að hafa áhyggjur af rithandarprófum, þar sem 41 af 50 fylkjum Bandaríkjanna hafa fjarlægt tengiskrift af lista yfir fög sem skólum ber skylda til að kenna. Þess í stað er lögð meiri áhersla á að auka vélritunarfærni nemenda. Erlent 7.7.2011 23:30 Handtóku meintan árásarmann Vopnaðir lögreglumenn handtóku í dag mann úr röðum aðskilnaðarsinna Baska, sem grunaðir eru um að hafa sýnt Juan Carlos Spánarkonungi, banatilræði árið 1997. Erlent 7.7.2011 23:00 Fyrsta nautahlaup ársins í Pamplóna Fyrsta nautahlaup San Fermin hátíðarinnar fór fram í dag á þröngum götum borgarinnar Pamplóna á Spáni þegar þúsundir ofurhuga héldu út á göturnar og hlupu undan nautunum sex sem sleppt var. Erlent 7.7.2011 22:30 Fyrsta manngerða líffærið grætt í meistaranema við HÍ Í fyrsta sinn hefur manngert líffæri verið grætt í manneskju. Líffærið sem um ræðir er barki, og var hann græddur í Andemariam Teklesenbet Beyene, 36 ára gamlan meistaranema í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Erlent 7.7.2011 21:31 Jarðskjálfti nálægt Fukushima kjarnorkuslysstaðnum Jarðskjálfti varð nálægt Fukushima kjarnorkuslysstaðnum í Japan á sjöunda tímanum í kvöld og mældist hann um 5,6 stig á richter skalanum. Upptök skjálftans voru í Kyrrahafinu, um 83 kílómetra suðaustur af Fukushima. Erlent 7.7.2011 19:43 Útgáfu News of the World hætt Útgáfu vikublaðsins News of the World verður hætt. Þetta hefur Sky fréttastöðin eftir James Murdoch, syni Ruperts Murdoc eiganda blaðsins. Síðasta tölublað kemur út á sunnudaginn. Erlent 7.7.2011 16:00 Bangsamamma banaði ferðamanni í Yellowstone Kvenkyns grábjörn, eða Grizzly, drap í gær mann í Yellowstone þjóðgarðinum í Bandaríkjunum. Maðurinn var á göngu með konunni sinni þegar þau genge fram á birnuna og hún hennar. Dýrin virðast hafa orðið skelkuð og snérist birnan því til varnar og réðst á fólkið. Erlent 7.7.2011 10:42 Að minnsta kosti sextán fallnir í Hama Að minnsta kosti sextán hafa fallið í átökum í sýrlensku borginni Hama síðustu tvo sólarhringa að því er mannréttindasamtökin Human Rights Watch fullyrða. Erlent 7.7.2011 10:41 Gíslataka: Leikskólabörn frelsuð í Malasíu Um 30 börn á leikskólaaldri og kennarar þeirra voru í morgun frelsuð úr haldi manns sem ruddist inn í skólann vopnaður hamri og sveðju. Lögreglan girti skólann af og eftir langar en árangurslausar viðræður við manninn til þess að fá hann til að gefast upp var ákveðið að ráðast til atlögu. Öll börnin sluppu ómeidd en gíslatökumaðurinn særðist og hefur verið fluttur á spítala. Ekkert liggur fyrir hvað manninum gekk til eða hverjar kröfur hans voru. Erlent 7.7.2011 10:16 Verstu þurrkar í sextíu ár Öflugustu samtök herskárra íslamista í Sómalíu hafa aflétt banni við starfsemi erlendra hjálparstofnana, nú þegar verstu þurrkar til margra áratuga hrjá landsmenn. Bannið var lagt á árið 2009 með þeim rökum að hjálparstofnanirnar væru andsnúnar íslamstrú. Erlent 7.7.2011 10:00 Segja fregnir af andláti Jiang Zemin stórlega ýktar Kínversk yfirvöld hafa borið til baka sögur sem gengið hafa fjöllunum hærra í Kína síðustu daga þess efnis að Jiang Zemin fyrrverandi leiðtogi landsins sé látinn. Erlent 7.7.2011 08:50 Saksóknari í máli Strauss-Kahn ætlar ekki að víkja Aðalsaksóknarinn í málinu gegn Dominique Strauss-Kahn í New York ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir harða gagnrýni. Lögfræðingar þernunnar sem sakar Strauss-Kahn fyrrverandi forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um nauðgun, segja að Aðalsaksóknari Manhattan, Cyrus Vance, hafi stórskaðað málstað hennar með því að leka út til fjölmiðla viðkvæmum upplýsingum um konuna. Erlent 7.7.2011 08:48 Kerfisbundnar misþyrmingar Mannréttindasamtökin Amnesty International segja sýrlenskar öryggissveitir að öllum líkindum hafa framið glæpi gegn mannkyni í umsátri sínu um bæinn Talkalakh í maí síðastliðnum. Erlent 7.7.2011 08:45 Harry Potter æði í London Mörg hundruð aðdáendur Harry Potter og félaga hans hafa komið sér fyrir á Leicester torgi í London til þess að eygja von um að sjá stjörnur áttundu og síðustu frumsýningarinnar í þessum mikla bálki sem rakað hefur inn milljörðum síðustu tíu árin. Erlent 7.7.2011 08:17 Tugir brúðkaupsgesta fórust á Indlandi Að minnsta kosti þrjátíu og þrír létust þegar rúta varð fyrir lest á Indlandi í gærkvöldi. Rútan var full af brúðkaupsgestum á heimleið þegar lestin skall á henni í Utarr Pradesh ríki sunnan við höfuðborgina Delí. Bíllinn hafði stöðvast á lestarteinunum þegar öxull brotnaði undan honum en um hundrað manns voru í rútunni. Brúðhjónin voru í sér bíl og sakaði þau því ekki. Erlent 7.7.2011 08:08 Leikskólabörn upplifa streitu Dvöl á leikskóla allan daginn er of streituvaldandi fyrir ung börn, samkvæmt nýrri rannsókn Norska tækniháskólans. Erlent 7.7.2011 06:00 Bíður dóms fyrir minni glæpi Allar bendir nú til þess að Casey Anthony, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í tæp þrjú ár grunuð um að hafa myrt tveggja ára dóttur sína, verði látin laus í dag þegar kveðinn verður upp dómur í máli hennar. Erlent 7.7.2011 05:45 Málið gegn Strauss-Kahn heldur áfram Saksóknarar í New York munu halda áfram að rannsaka meint kynferðisbrot Dominiques Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóra AGS. Þetta sögðu saksóknararnir eftir fund með verjendum Strauss-Kahn í dag. Erlent 6.7.2011 23:15 Handtekinn fyrir að klippa hár konu Hamas samtökin hafa handtekið karlkyns hárgreiðslumann á Gaza-svæðinu fyrir að hafa klippt hár kvenkyns viðskiptavinar, en samtökin bönnuðu aðkomu karlmanna að hársnyrtingu kvenna í mars á síðasta ári. Erlent 6.7.2011 23:00 Þúsundir yfirgefa heimili sín 3.200 manns hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín og 13 þorp hafa einangrast í miklum rigningum sem geisað hafa í Dóminíska lýðveldinu undanfarna daga. Erlent 6.7.2011 22:35 Dæmdir í lífstíðarfangelsi 67 árum seinna Herdómstóll í borginni Veróna á Ítalíu hefur sakfellt níu fyrrum hermenn Nasista fyrir að hafa valdið dauða rúmlega 140 almennra borgara í fjöldamorðum sem áttu sér stað í Apennine fjöllunum vorið 1944. Frá þessu er greint á vef the Washington Post. Erlent 6.7.2011 22:00 Hugh Grant beðinn að bera vitni í símahleranamáli Leikarinn Hugh Grant segir að lögreglan hafi beðið sig að bera vitni í rannsókn sem nú stendur yfir á æsifréttablaðinu News of the World, sem sakað er um að hafa hlerað símtöl fólks, meðal annars ungrar stúlku sem var myrt árið 2002. Erlent 6.7.2011 21:00 Snarpur skjálfti nærri Nýja Sjálandi Jarðskjálfti upp á 7,8 á Richter skók Kermadec eyjar, norðaustur af Nýja Sjálandi, segir Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna. Jarðskjálftinn varð á áttunda tímanum nú í kvöld og hefur verið gefin út flóðbylgjuviðvörun fyrir Kermadeceyjar, Nýja Sjáland og Tonga. Upptök skjálftans eru á 48 kílómetra dýpi. Erlent 6.7.2011 20:04 « ‹ ›
Blaðahneyksli í Bretlandi: Andy Coulson handtekinn Andy Coulson, fyrrverandi ritstjóri News of the World og fyrrverandi blaðafulltrúi forsætisráðherra Bretlands er í haldi lögreglu sem rannsakar nú ásakanir á hendur ritstjórn blaðsins um að símar þúsunda einstaklinga hafi verið hleraðir á nokkurra ára tímabili. Erlent 8.7.2011 14:35
Atlantis leggur af stað í síðustu geimferðina - bein útsending Geimferjan Atlantis fer ef allt gengur að óskum í sína hinstu för út í geiminn í dag klukkan 15:26 Veðurspáin er þó ekki hliðholl geimförunum en þó eru allar líkur á því að hægt verði að halda sig við áður ákveðinn tíma. Erlent 8.7.2011 14:26
Rowling útilokar ekki aðra bók um Potter JK Rowling, höfundur bókanna um galdrastrákinn Harry Potter, útilokar ekki að hún muni skrifa fleiri bækur um Potter í framtíðinni. Áður hafði verið sagt að sjöunda bókin, sem þegar er komin út, yrði sú síðasta. Erlent 8.7.2011 10:47
Látin laus strax í næstu viku Casey Anthony, 25 ára bandarísk kona sem var grunuð um að hafa myrt tveggja ára barn sitt, verður látin laus í næstu viku. Erlent 8.7.2011 07:45
Veðrið gæti sett strik í reikninginn hjá Atlantis Geimferjan Atlantis fer ef allt gengur að óskum í sína hinstu för út í geiminn í dag klukkan 24 mínútur yfir fjögur. Veðurspáin er þó ekki hliðholl geimförunum og nú eru taldar 70 prósent líkur á að förin frestist sökum rigningar og roks. Erlent 8.7.2011 07:37
Stefnt að sjálfbærum veiðum Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst leggja til að fiskveiðikvótar verði fyrir fram ákveðnir til nokkurra ára í senn og jafnframt verði framsal kvóta leyfilegt, líkt og tíðkast hefur hér á landi. Erlent 8.7.2011 06:00
Foreldrar Obama ætluðu að gefa hann til ættleiðingar Foreldrar Bandaríkjaforsetans Barack Obama höfðu það í hyggju að láta ættleiða son sinn ef marka má innflytjendaskjöl föður hans, sem nú hafa komið upp á yfirborðið. Erlent 7.7.2011 23:45
Hætta að kenna tengiskrift Sífellt færri bandarísk börn þurfa nú að hafa áhyggjur af rithandarprófum, þar sem 41 af 50 fylkjum Bandaríkjanna hafa fjarlægt tengiskrift af lista yfir fög sem skólum ber skylda til að kenna. Þess í stað er lögð meiri áhersla á að auka vélritunarfærni nemenda. Erlent 7.7.2011 23:30
Handtóku meintan árásarmann Vopnaðir lögreglumenn handtóku í dag mann úr röðum aðskilnaðarsinna Baska, sem grunaðir eru um að hafa sýnt Juan Carlos Spánarkonungi, banatilræði árið 1997. Erlent 7.7.2011 23:00
Fyrsta nautahlaup ársins í Pamplóna Fyrsta nautahlaup San Fermin hátíðarinnar fór fram í dag á þröngum götum borgarinnar Pamplóna á Spáni þegar þúsundir ofurhuga héldu út á göturnar og hlupu undan nautunum sex sem sleppt var. Erlent 7.7.2011 22:30
Fyrsta manngerða líffærið grætt í meistaranema við HÍ Í fyrsta sinn hefur manngert líffæri verið grætt í manneskju. Líffærið sem um ræðir er barki, og var hann græddur í Andemariam Teklesenbet Beyene, 36 ára gamlan meistaranema í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Erlent 7.7.2011 21:31
Jarðskjálfti nálægt Fukushima kjarnorkuslysstaðnum Jarðskjálfti varð nálægt Fukushima kjarnorkuslysstaðnum í Japan á sjöunda tímanum í kvöld og mældist hann um 5,6 stig á richter skalanum. Upptök skjálftans voru í Kyrrahafinu, um 83 kílómetra suðaustur af Fukushima. Erlent 7.7.2011 19:43
Útgáfu News of the World hætt Útgáfu vikublaðsins News of the World verður hætt. Þetta hefur Sky fréttastöðin eftir James Murdoch, syni Ruperts Murdoc eiganda blaðsins. Síðasta tölublað kemur út á sunnudaginn. Erlent 7.7.2011 16:00
Bangsamamma banaði ferðamanni í Yellowstone Kvenkyns grábjörn, eða Grizzly, drap í gær mann í Yellowstone þjóðgarðinum í Bandaríkjunum. Maðurinn var á göngu með konunni sinni þegar þau genge fram á birnuna og hún hennar. Dýrin virðast hafa orðið skelkuð og snérist birnan því til varnar og réðst á fólkið. Erlent 7.7.2011 10:42
Að minnsta kosti sextán fallnir í Hama Að minnsta kosti sextán hafa fallið í átökum í sýrlensku borginni Hama síðustu tvo sólarhringa að því er mannréttindasamtökin Human Rights Watch fullyrða. Erlent 7.7.2011 10:41
Gíslataka: Leikskólabörn frelsuð í Malasíu Um 30 börn á leikskólaaldri og kennarar þeirra voru í morgun frelsuð úr haldi manns sem ruddist inn í skólann vopnaður hamri og sveðju. Lögreglan girti skólann af og eftir langar en árangurslausar viðræður við manninn til þess að fá hann til að gefast upp var ákveðið að ráðast til atlögu. Öll börnin sluppu ómeidd en gíslatökumaðurinn særðist og hefur verið fluttur á spítala. Ekkert liggur fyrir hvað manninum gekk til eða hverjar kröfur hans voru. Erlent 7.7.2011 10:16
Verstu þurrkar í sextíu ár Öflugustu samtök herskárra íslamista í Sómalíu hafa aflétt banni við starfsemi erlendra hjálparstofnana, nú þegar verstu þurrkar til margra áratuga hrjá landsmenn. Bannið var lagt á árið 2009 með þeim rökum að hjálparstofnanirnar væru andsnúnar íslamstrú. Erlent 7.7.2011 10:00
Segja fregnir af andláti Jiang Zemin stórlega ýktar Kínversk yfirvöld hafa borið til baka sögur sem gengið hafa fjöllunum hærra í Kína síðustu daga þess efnis að Jiang Zemin fyrrverandi leiðtogi landsins sé látinn. Erlent 7.7.2011 08:50
Saksóknari í máli Strauss-Kahn ætlar ekki að víkja Aðalsaksóknarinn í málinu gegn Dominique Strauss-Kahn í New York ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir harða gagnrýni. Lögfræðingar þernunnar sem sakar Strauss-Kahn fyrrverandi forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um nauðgun, segja að Aðalsaksóknari Manhattan, Cyrus Vance, hafi stórskaðað málstað hennar með því að leka út til fjölmiðla viðkvæmum upplýsingum um konuna. Erlent 7.7.2011 08:48
Kerfisbundnar misþyrmingar Mannréttindasamtökin Amnesty International segja sýrlenskar öryggissveitir að öllum líkindum hafa framið glæpi gegn mannkyni í umsátri sínu um bæinn Talkalakh í maí síðastliðnum. Erlent 7.7.2011 08:45
Harry Potter æði í London Mörg hundruð aðdáendur Harry Potter og félaga hans hafa komið sér fyrir á Leicester torgi í London til þess að eygja von um að sjá stjörnur áttundu og síðustu frumsýningarinnar í þessum mikla bálki sem rakað hefur inn milljörðum síðustu tíu árin. Erlent 7.7.2011 08:17
Tugir brúðkaupsgesta fórust á Indlandi Að minnsta kosti þrjátíu og þrír létust þegar rúta varð fyrir lest á Indlandi í gærkvöldi. Rútan var full af brúðkaupsgestum á heimleið þegar lestin skall á henni í Utarr Pradesh ríki sunnan við höfuðborgina Delí. Bíllinn hafði stöðvast á lestarteinunum þegar öxull brotnaði undan honum en um hundrað manns voru í rútunni. Brúðhjónin voru í sér bíl og sakaði þau því ekki. Erlent 7.7.2011 08:08
Leikskólabörn upplifa streitu Dvöl á leikskóla allan daginn er of streituvaldandi fyrir ung börn, samkvæmt nýrri rannsókn Norska tækniháskólans. Erlent 7.7.2011 06:00
Bíður dóms fyrir minni glæpi Allar bendir nú til þess að Casey Anthony, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í tæp þrjú ár grunuð um að hafa myrt tveggja ára dóttur sína, verði látin laus í dag þegar kveðinn verður upp dómur í máli hennar. Erlent 7.7.2011 05:45
Málið gegn Strauss-Kahn heldur áfram Saksóknarar í New York munu halda áfram að rannsaka meint kynferðisbrot Dominiques Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóra AGS. Þetta sögðu saksóknararnir eftir fund með verjendum Strauss-Kahn í dag. Erlent 6.7.2011 23:15
Handtekinn fyrir að klippa hár konu Hamas samtökin hafa handtekið karlkyns hárgreiðslumann á Gaza-svæðinu fyrir að hafa klippt hár kvenkyns viðskiptavinar, en samtökin bönnuðu aðkomu karlmanna að hársnyrtingu kvenna í mars á síðasta ári. Erlent 6.7.2011 23:00
Þúsundir yfirgefa heimili sín 3.200 manns hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín og 13 þorp hafa einangrast í miklum rigningum sem geisað hafa í Dóminíska lýðveldinu undanfarna daga. Erlent 6.7.2011 22:35
Dæmdir í lífstíðarfangelsi 67 árum seinna Herdómstóll í borginni Veróna á Ítalíu hefur sakfellt níu fyrrum hermenn Nasista fyrir að hafa valdið dauða rúmlega 140 almennra borgara í fjöldamorðum sem áttu sér stað í Apennine fjöllunum vorið 1944. Frá þessu er greint á vef the Washington Post. Erlent 6.7.2011 22:00
Hugh Grant beðinn að bera vitni í símahleranamáli Leikarinn Hugh Grant segir að lögreglan hafi beðið sig að bera vitni í rannsókn sem nú stendur yfir á æsifréttablaðinu News of the World, sem sakað er um að hafa hlerað símtöl fólks, meðal annars ungrar stúlku sem var myrt árið 2002. Erlent 6.7.2011 21:00
Snarpur skjálfti nærri Nýja Sjálandi Jarðskjálfti upp á 7,8 á Richter skók Kermadec eyjar, norðaustur af Nýja Sjálandi, segir Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna. Jarðskjálftinn varð á áttunda tímanum nú í kvöld og hefur verið gefin út flóðbylgjuviðvörun fyrir Kermadeceyjar, Nýja Sjáland og Tonga. Upptök skjálftans eru á 48 kílómetra dýpi. Erlent 6.7.2011 20:04