Erlent Gaddafí flúinn frá Trípolí Muammar Gaddafi, fyrrverandi leiðtogi Líbíu, er flúinn frá höfuðborginni Trípolí. Lífvörður sonar hans segir Gaddafi hafa hitt börn sín í borginni á föstudaginn en hann hafi ekki sést frá þeim tíma. Erlent 30.8.2011 21:30 Kynlífs-skatta-miðar í Þýskalandi Vændiskonur í þýsku borginni Bonn munu héðan í frá þurfa að ganga með miða, sem þær fá úr vélum sem minna helst á stöðumæla-vélarnar í miðbæ Reykjavíkur. Ef þær verða gripnar án miðans munu þær fá háar sektir frá skattayfirvöldum, samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi í gærkvöldi. Erlent 30.8.2011 21:05 Útlendingastefna mætir aukinni andstöðu Bandalag Íhaldsflokksins og Róttæka flokksins, tveggja danskra stjórnmálaflokka af sitthvorum væng stjórnmálanna, hefur haft óvænt áhrif á kosningabaráttuna þar í landi. Erlent 30.8.2011 21:00 Sjö fórust í skotárásum í Sýrlandi Að minnsta kosti sjö fórust í skotárásum í Sýrlandi í dag þegar öryggissveitir stjórnvalda skutu á mótmælendur þar í landi. Á meðal þeirra sem fórust var þrettán ára gamall piltur sem tók þátt í mótmælunum, eftir því sem Sky fréttastofan hefur eftir talsmanni mótmælenda. Þúsundir mótmælenda flykktust út á götur í Sýrlandi í dag og kröfust afsagnar Bashars al Assad, forseta landsins, en skriðdrekar og hermenn voru þar jafnframt á hverju strái. Erlent 30.8.2011 20:00 Tunglið kortlagt með meiri nákvæmni en nokkru sinni Erlent 30.8.2011 20:00 Gaddafi farinn frá Trípolí Muammar Gaddafi, fyrrverandi leiðtogi Líbíu, er farinn frá Trípolí. Síðast sást til hans suður af borginni á föstudaginn. Þetta segir einn lífvarða sona hans við Sky fréttastöðina. Fjölskylda hans er enn stödd í Alsír. Lífvörðurinn staðfesti jafnframt frásagnir þess efnis að sonur Gaddafis, Khami, hefði farist í loftárás um 60 kílómetrum frá Trípolí. Erlent 30.8.2011 16:57 Austin Powers-stjarna fundin sek um hrottalega nauðgun Joseph Son, lék í einni af Austin Powers-myndunum en í þeim var hann í hlutverki aðstoðarmanns Dr. Evil, sem var erkióvinur glaumgosans. Fáir þekkja víst nafnið en margir kannast við kauða þegar þeir sjá hann á mynd. Erlent 30.8.2011 14:00 Pia vill reka innflytjendur á sakaskrá úr landi Pia Kjærsgaard, formaður Danska þjóðarflokksins, ætlar að krefjast þess að lögum verði breytt á þann hátt að öllum innflytjendum sem gerst hafa brotlegir við dönsk lög verði vísað úr landi. Þetta sagði hún í kjölfar skotárásar á Vesturbrú í morgun þar sem einn lést og tveir særðust. Erlent 30.8.2011 13:43 Skotárás við moskuna á Vesturbrú - einn látinn Að minnsta kosti tveir voru skotnir um klukkan hálfátta í morgun við moskuna á Vesturbrú í Kaupmannahöfn. Annar þeirra er látinn af sárum sínum að því er fram kemur hjá danska ríkisútvarpinu. Mikið lið lögreglu er nú statt við moskuna. Svo virðist sem skotin hafi komið úr bifreið sem ekið var framhjá moskunni og að minnsta kosti tuttugu skotum hleypt af en í dag lýkur föstumánuði múslima Ramadan. Enn sem komið er hefur enginn verið handtekinn vegna málsins. Erlent 30.8.2011 09:50 Aukinn kraftur færist í mótmælin í Sýrlandi Aukinn kraftur hefur færst í mótmæli landsmanna í Sýrlandi gegn ríkisstjórn landsins en föstumánuði múslima Ramadan er að ljúka. Þúsundir manna flykktust út á götur helstu borga og kröfðust afsagnar Bashar al-Assads forseta og stjórnar hans. Mannréttindasamtök segja að lögregla hafi skotið á mótmælendur og að sjö hafi fallið hið minnsta. Erlent 30.8.2011 09:06 Neitaði að borga verndarfé Eigendur spilavítisins, sem brann til grunna í Monterrey í Mexíkó í síðustu viku, neituðu að greiða glæpasamtökum verndarfé nokkrum dögum fyrir harmleikinn. Því ákváðu foringjar samtakana að ráðast inn í spilavítið, hella bensíni um veggi og gólf og kveikja í. Erlent 30.8.2011 08:16 Nýr forsætisráðherra Japans Neðri deild japanska þingið samþykkti í morgun fjármálaráðherran fyrrverandi Yoshihiko Noda sem nýjan forsætisráðherra landsins. Hann tekur við embætti af Naoto Kan sem sagði af sér embætti á dögunum. Erlent 30.8.2011 08:05 Námumönnum bjargað í Kína Nítján kínverskum námuverkamönnum var bjargað í morgun úr kolanámu í norðausturhluta landsins en þar höfðu þeir verið fastir í sjö daga vegna flóða. Þriggja er enn saknað. Erlent 30.8.2011 08:03 Jarðskjálfti upp á 6,8 Öflugur jarðskjálfti reið yfir í morgun úti fyrir ströndum Austur-Tímor. Skjálftinn mældist 6.8 á Richter kvarða en yfirvöld hafa ekki gefið út flóðbylgjuviðvörun. Skjálftinn virðist hafa orðið á miklu dýpi, eða tæpa 500 kílómetra undir sjávarbotninum. Engar fregnir hafa borist af skemmdum eða manntjóni af völdum skjálftans að því er fréttastofa AFP greinir frá. Erlent 30.8.2011 07:57 Klámmyndaiðnaðurinn lamaður vegna alnæmissmits Klámmyndaframleiðendur í Los Angelses í Bandaríkjunum segja að klámmyndaleikari hafi reynst jákvæður þegar hann fór í alnæmisprór á dögunum. Þetta mun hafa í för með sér að hlé verður gert á framleiðslu fullorðinsmynda í Suður-Kalíforníu á næstunni á meðan rannsakað er hvort veiran hafi dreift sér eitthvað innan starfsstéttarinnar. Erlent 29.8.2011 22:11 Irene eyðilagði hús rokksöngvara Sebastian Bach fyrrum söngvari sveitarinnar Skid Row var einn þeirra sem missti húsið sitt í flóðunum sem fylgdu storminum Irene sem reið yfir Bandaríkin síðastliðna helgi. Erlent 29.8.2011 21:38 Jennifer Aniston komin í sambúð Leikkonan Jennifer Aniston seldi nýverið húsið sitt í Beverly Hills á litlar 38 milljónir dollara og hefur nú að sögn heimildarmanna flutt inn í leiguhúsnæði ásamt kærastanum, leikaranum og leikstjóranum Justin Theroux. Erlent 29.8.2011 20:21 Uppreisnarmenn segja son Gaddafi fallinn Um leið og fréttir berast af því að hluti fjölskyldu Gaddafi hafi flúið til Alsír segja yfirmenn uppreisnarmanna, Khami Gaddafi, þann son einræðisherrans sem mest hefur verið óttast, hafa verið skotinn til bana. Erlent 29.8.2011 19:35 Breivik fær enga sérmeðferð Líklegt er talið að Anders Behring Breivik muni afplána dóm sinn í Skien fangelsinu sem er annað tveggja norskra fangelsa með hæsta mögulegan öryggisstuðul. Erlent 29.8.2011 18:46 Mannæta handtekin eftir að hafa borðað "Netvin" 21 árs rússneskur karlmaður hefur viðurkennt að hafa myrt og borðað 32 ára gamlan mann sem hann hitti í gegnum Netsíðu fyrir samkynhneigða. Rússneska lögreglan hefur handtekið manninn eftir því sem fram kemur á vef norska ríkissjónvarpsins. Erlent 29.8.2011 18:01 Eiginkona Gaddafis og þrjú börn komin til Alsír Eiginkona Gaddafis, einræðisherra í Líbíu og þrjú börn hafa flúið heimaland sitt og dvelja nú í Alsír. Þetta staðfestir utanríkisráðherra Alsírmanna. Eftir því sem fram kemur á Sky fréttastöðinni komu þau þangað í morgun. Enginn veit hvar Gaddafi sjálfur er niðurkominn, því ekkert hefur sést til hans frá því uppreisnarmenn réðust inn í Trípolí, höfuðborg Líbíu, fyrir viku síðan. Leiðtogi uppreisnarmannanna segir að þeim standi ennþá ógn af Gaddafi og krefjast þeir áframhaldandi verndar frá herjum Atlantshafsbandalagsins. Erlent 29.8.2011 17:47 Irene er skilaboð frá Guði Fellibylurinn Irene er skilaboð frá guði, segir Michele Bachmann, hugsanlegt forsetaefni Repúblikana í Bandaríkjunum. Hún telur fellibylinn sem og jarðskjálfta sem varð í austurhluta Bandaríkjanna í síðustu viku öruggt merki þess að Washington þurfi á nýjum leiðtoga og nýjum stefnumiðum að halda. Erlent 29.8.2011 15:01 Segir Beijing borg ofbeldisins Kínverski nútímalistamaðurinn, Ai Weiwei, sendi seint í gærkvöld frá sér grein þar sem hann gagnrýnir stjórnvöld í Kína harkalega. Weiwei var sleppt úr varðhaldi í júní á þessu ári. Hann hefur lengi verið hávær gagnrýnandi stjórnvalda í kína en að sögn embættismanna var hann fangelsaður vegna fjármálaglæpa. Erlent 29.8.2011 14:28 Kínversk leyndarmál leka á Youtube Myndband þar sem kínverskur herforingi talar um viðkvæm njósnamál hefur lekið á myndbandasíðuna Youtube. Kínverjar hafa ekki svarað fyrirspurnum sem sendar voru í dag vegna málsins. Kínversk yfirvöld ræða sjaldan mál af þessu tagi og eru að öllum líkindum æf vegna tilviksins. Erlent 29.8.2011 13:23 Margir halda 11. september samsæri Einn af hverjum sjö trúir því að árásirnar á tvíburaturnana í Bandaríkjunum 11. september 2001 hafi verið samsæri ríkisstjórnarinnar. Þetta kom fram í símakönnun sem gerð var fyrir heimildamynd á sjónvarpsstöðinni BBC í síðasta mánuði. Erlent 29.8.2011 12:04 Hleypur listaverk fyrir Steve Jobs Maraþonhlaupari í Tokyo vottaði fráfarandi forstjóra Apple, Steve Jobs, virðingu sína á frumlegan hátt síðasta laugardag. Hlauparinn, Joseph Tame, hljóp 21 km hlaup og myndaði með hlaupaleið sinni risafengið apple-merki á götum Tokyo. Hann notaði GPS tækni, tvo iphona og forrit sem kallast Runkeeper til að teikna merkið upp. Erlent 29.8.2011 11:14 Hungurverkfallið í Indlandi á enda Indverski mótmælandinn Anna Hazare endaði í gær 13 daga hungurverkfall sitt í kjölfar þess að ríkisstjórn landsins varð við kröfum hans. Á föstunni missti hann tæp 7 kíló. Erlent 29.8.2011 10:49 Fuglaflensan dreifir sér á ný Sameinuðu Þjóðirnar vöruðu í dag við því að fuglaflensan kunni að blossa upp aftur. Nýtt afbrigði vírussins, sem virðist þola alla lyfjameðferð sem nú þekkist, er að breiða sig út í Kína og Víetnam. Einnig hafa villtir fuglar borið vírusinn til landa sem áður voru laus við flensuna, meðal annars Ísrael og Búlgaríu. Þetta kemur fram á vefmiðli The Independent. Erlent 29.8.2011 10:24 Reynslusaga úr bjarnarkjafti Hópur breskra barna á skólaferðalagi á Svalbarða varð fyrir árás ísbjarnar nú fyrr í mánuðinum. Patrick Flinders, 16 ára strákur, sem tókst á við björninn með berum höndum kom fram í viðtali í gær og sagði ítarlega frá atburðunum. Erlent 29.8.2011 09:59 Verður sjötti forsætisráðherran á fimm árum Japanski lýðræðisflokkurinn hefur útnefnt fjarmálaráðherrann Yoshihiko Noda sem næsta forsætisráðherra-efni flokksins. Gert er ráð fyrir því að þingið muni samþykkja Noda sem næsta forsætisráðherra á morgun, þriðjudag. Erlent 29.8.2011 08:33 « ‹ ›
Gaddafí flúinn frá Trípolí Muammar Gaddafi, fyrrverandi leiðtogi Líbíu, er flúinn frá höfuðborginni Trípolí. Lífvörður sonar hans segir Gaddafi hafa hitt börn sín í borginni á föstudaginn en hann hafi ekki sést frá þeim tíma. Erlent 30.8.2011 21:30
Kynlífs-skatta-miðar í Þýskalandi Vændiskonur í þýsku borginni Bonn munu héðan í frá þurfa að ganga með miða, sem þær fá úr vélum sem minna helst á stöðumæla-vélarnar í miðbæ Reykjavíkur. Ef þær verða gripnar án miðans munu þær fá háar sektir frá skattayfirvöldum, samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi í gærkvöldi. Erlent 30.8.2011 21:05
Útlendingastefna mætir aukinni andstöðu Bandalag Íhaldsflokksins og Róttæka flokksins, tveggja danskra stjórnmálaflokka af sitthvorum væng stjórnmálanna, hefur haft óvænt áhrif á kosningabaráttuna þar í landi. Erlent 30.8.2011 21:00
Sjö fórust í skotárásum í Sýrlandi Að minnsta kosti sjö fórust í skotárásum í Sýrlandi í dag þegar öryggissveitir stjórnvalda skutu á mótmælendur þar í landi. Á meðal þeirra sem fórust var þrettán ára gamall piltur sem tók þátt í mótmælunum, eftir því sem Sky fréttastofan hefur eftir talsmanni mótmælenda. Þúsundir mótmælenda flykktust út á götur í Sýrlandi í dag og kröfust afsagnar Bashars al Assad, forseta landsins, en skriðdrekar og hermenn voru þar jafnframt á hverju strái. Erlent 30.8.2011 20:00
Gaddafi farinn frá Trípolí Muammar Gaddafi, fyrrverandi leiðtogi Líbíu, er farinn frá Trípolí. Síðast sást til hans suður af borginni á föstudaginn. Þetta segir einn lífvarða sona hans við Sky fréttastöðina. Fjölskylda hans er enn stödd í Alsír. Lífvörðurinn staðfesti jafnframt frásagnir þess efnis að sonur Gaddafis, Khami, hefði farist í loftárás um 60 kílómetrum frá Trípolí. Erlent 30.8.2011 16:57
Austin Powers-stjarna fundin sek um hrottalega nauðgun Joseph Son, lék í einni af Austin Powers-myndunum en í þeim var hann í hlutverki aðstoðarmanns Dr. Evil, sem var erkióvinur glaumgosans. Fáir þekkja víst nafnið en margir kannast við kauða þegar þeir sjá hann á mynd. Erlent 30.8.2011 14:00
Pia vill reka innflytjendur á sakaskrá úr landi Pia Kjærsgaard, formaður Danska þjóðarflokksins, ætlar að krefjast þess að lögum verði breytt á þann hátt að öllum innflytjendum sem gerst hafa brotlegir við dönsk lög verði vísað úr landi. Þetta sagði hún í kjölfar skotárásar á Vesturbrú í morgun þar sem einn lést og tveir særðust. Erlent 30.8.2011 13:43
Skotárás við moskuna á Vesturbrú - einn látinn Að minnsta kosti tveir voru skotnir um klukkan hálfátta í morgun við moskuna á Vesturbrú í Kaupmannahöfn. Annar þeirra er látinn af sárum sínum að því er fram kemur hjá danska ríkisútvarpinu. Mikið lið lögreglu er nú statt við moskuna. Svo virðist sem skotin hafi komið úr bifreið sem ekið var framhjá moskunni og að minnsta kosti tuttugu skotum hleypt af en í dag lýkur föstumánuði múslima Ramadan. Enn sem komið er hefur enginn verið handtekinn vegna málsins. Erlent 30.8.2011 09:50
Aukinn kraftur færist í mótmælin í Sýrlandi Aukinn kraftur hefur færst í mótmæli landsmanna í Sýrlandi gegn ríkisstjórn landsins en föstumánuði múslima Ramadan er að ljúka. Þúsundir manna flykktust út á götur helstu borga og kröfðust afsagnar Bashar al-Assads forseta og stjórnar hans. Mannréttindasamtök segja að lögregla hafi skotið á mótmælendur og að sjö hafi fallið hið minnsta. Erlent 30.8.2011 09:06
Neitaði að borga verndarfé Eigendur spilavítisins, sem brann til grunna í Monterrey í Mexíkó í síðustu viku, neituðu að greiða glæpasamtökum verndarfé nokkrum dögum fyrir harmleikinn. Því ákváðu foringjar samtakana að ráðast inn í spilavítið, hella bensíni um veggi og gólf og kveikja í. Erlent 30.8.2011 08:16
Nýr forsætisráðherra Japans Neðri deild japanska þingið samþykkti í morgun fjármálaráðherran fyrrverandi Yoshihiko Noda sem nýjan forsætisráðherra landsins. Hann tekur við embætti af Naoto Kan sem sagði af sér embætti á dögunum. Erlent 30.8.2011 08:05
Námumönnum bjargað í Kína Nítján kínverskum námuverkamönnum var bjargað í morgun úr kolanámu í norðausturhluta landsins en þar höfðu þeir verið fastir í sjö daga vegna flóða. Þriggja er enn saknað. Erlent 30.8.2011 08:03
Jarðskjálfti upp á 6,8 Öflugur jarðskjálfti reið yfir í morgun úti fyrir ströndum Austur-Tímor. Skjálftinn mældist 6.8 á Richter kvarða en yfirvöld hafa ekki gefið út flóðbylgjuviðvörun. Skjálftinn virðist hafa orðið á miklu dýpi, eða tæpa 500 kílómetra undir sjávarbotninum. Engar fregnir hafa borist af skemmdum eða manntjóni af völdum skjálftans að því er fréttastofa AFP greinir frá. Erlent 30.8.2011 07:57
Klámmyndaiðnaðurinn lamaður vegna alnæmissmits Klámmyndaframleiðendur í Los Angelses í Bandaríkjunum segja að klámmyndaleikari hafi reynst jákvæður þegar hann fór í alnæmisprór á dögunum. Þetta mun hafa í för með sér að hlé verður gert á framleiðslu fullorðinsmynda í Suður-Kalíforníu á næstunni á meðan rannsakað er hvort veiran hafi dreift sér eitthvað innan starfsstéttarinnar. Erlent 29.8.2011 22:11
Irene eyðilagði hús rokksöngvara Sebastian Bach fyrrum söngvari sveitarinnar Skid Row var einn þeirra sem missti húsið sitt í flóðunum sem fylgdu storminum Irene sem reið yfir Bandaríkin síðastliðna helgi. Erlent 29.8.2011 21:38
Jennifer Aniston komin í sambúð Leikkonan Jennifer Aniston seldi nýverið húsið sitt í Beverly Hills á litlar 38 milljónir dollara og hefur nú að sögn heimildarmanna flutt inn í leiguhúsnæði ásamt kærastanum, leikaranum og leikstjóranum Justin Theroux. Erlent 29.8.2011 20:21
Uppreisnarmenn segja son Gaddafi fallinn Um leið og fréttir berast af því að hluti fjölskyldu Gaddafi hafi flúið til Alsír segja yfirmenn uppreisnarmanna, Khami Gaddafi, þann son einræðisherrans sem mest hefur verið óttast, hafa verið skotinn til bana. Erlent 29.8.2011 19:35
Breivik fær enga sérmeðferð Líklegt er talið að Anders Behring Breivik muni afplána dóm sinn í Skien fangelsinu sem er annað tveggja norskra fangelsa með hæsta mögulegan öryggisstuðul. Erlent 29.8.2011 18:46
Mannæta handtekin eftir að hafa borðað "Netvin" 21 árs rússneskur karlmaður hefur viðurkennt að hafa myrt og borðað 32 ára gamlan mann sem hann hitti í gegnum Netsíðu fyrir samkynhneigða. Rússneska lögreglan hefur handtekið manninn eftir því sem fram kemur á vef norska ríkissjónvarpsins. Erlent 29.8.2011 18:01
Eiginkona Gaddafis og þrjú börn komin til Alsír Eiginkona Gaddafis, einræðisherra í Líbíu og þrjú börn hafa flúið heimaland sitt og dvelja nú í Alsír. Þetta staðfestir utanríkisráðherra Alsírmanna. Eftir því sem fram kemur á Sky fréttastöðinni komu þau þangað í morgun. Enginn veit hvar Gaddafi sjálfur er niðurkominn, því ekkert hefur sést til hans frá því uppreisnarmenn réðust inn í Trípolí, höfuðborg Líbíu, fyrir viku síðan. Leiðtogi uppreisnarmannanna segir að þeim standi ennþá ógn af Gaddafi og krefjast þeir áframhaldandi verndar frá herjum Atlantshafsbandalagsins. Erlent 29.8.2011 17:47
Irene er skilaboð frá Guði Fellibylurinn Irene er skilaboð frá guði, segir Michele Bachmann, hugsanlegt forsetaefni Repúblikana í Bandaríkjunum. Hún telur fellibylinn sem og jarðskjálfta sem varð í austurhluta Bandaríkjanna í síðustu viku öruggt merki þess að Washington þurfi á nýjum leiðtoga og nýjum stefnumiðum að halda. Erlent 29.8.2011 15:01
Segir Beijing borg ofbeldisins Kínverski nútímalistamaðurinn, Ai Weiwei, sendi seint í gærkvöld frá sér grein þar sem hann gagnrýnir stjórnvöld í Kína harkalega. Weiwei var sleppt úr varðhaldi í júní á þessu ári. Hann hefur lengi verið hávær gagnrýnandi stjórnvalda í kína en að sögn embættismanna var hann fangelsaður vegna fjármálaglæpa. Erlent 29.8.2011 14:28
Kínversk leyndarmál leka á Youtube Myndband þar sem kínverskur herforingi talar um viðkvæm njósnamál hefur lekið á myndbandasíðuna Youtube. Kínverjar hafa ekki svarað fyrirspurnum sem sendar voru í dag vegna málsins. Kínversk yfirvöld ræða sjaldan mál af þessu tagi og eru að öllum líkindum æf vegna tilviksins. Erlent 29.8.2011 13:23
Margir halda 11. september samsæri Einn af hverjum sjö trúir því að árásirnar á tvíburaturnana í Bandaríkjunum 11. september 2001 hafi verið samsæri ríkisstjórnarinnar. Þetta kom fram í símakönnun sem gerð var fyrir heimildamynd á sjónvarpsstöðinni BBC í síðasta mánuði. Erlent 29.8.2011 12:04
Hleypur listaverk fyrir Steve Jobs Maraþonhlaupari í Tokyo vottaði fráfarandi forstjóra Apple, Steve Jobs, virðingu sína á frumlegan hátt síðasta laugardag. Hlauparinn, Joseph Tame, hljóp 21 km hlaup og myndaði með hlaupaleið sinni risafengið apple-merki á götum Tokyo. Hann notaði GPS tækni, tvo iphona og forrit sem kallast Runkeeper til að teikna merkið upp. Erlent 29.8.2011 11:14
Hungurverkfallið í Indlandi á enda Indverski mótmælandinn Anna Hazare endaði í gær 13 daga hungurverkfall sitt í kjölfar þess að ríkisstjórn landsins varð við kröfum hans. Á föstunni missti hann tæp 7 kíló. Erlent 29.8.2011 10:49
Fuglaflensan dreifir sér á ný Sameinuðu Þjóðirnar vöruðu í dag við því að fuglaflensan kunni að blossa upp aftur. Nýtt afbrigði vírussins, sem virðist þola alla lyfjameðferð sem nú þekkist, er að breiða sig út í Kína og Víetnam. Einnig hafa villtir fuglar borið vírusinn til landa sem áður voru laus við flensuna, meðal annars Ísrael og Búlgaríu. Þetta kemur fram á vefmiðli The Independent. Erlent 29.8.2011 10:24
Reynslusaga úr bjarnarkjafti Hópur breskra barna á skólaferðalagi á Svalbarða varð fyrir árás ísbjarnar nú fyrr í mánuðinum. Patrick Flinders, 16 ára strákur, sem tókst á við björninn með berum höndum kom fram í viðtali í gær og sagði ítarlega frá atburðunum. Erlent 29.8.2011 09:59
Verður sjötti forsætisráðherran á fimm árum Japanski lýðræðisflokkurinn hefur útnefnt fjarmálaráðherrann Yoshihiko Noda sem næsta forsætisráðherra-efni flokksins. Gert er ráð fyrir því að þingið muni samþykkja Noda sem næsta forsætisráðherra á morgun, þriðjudag. Erlent 29.8.2011 08:33