Erlent Lýsa yfir fullnaðarsigri í Sirte Hersveitir bráðabirgðarstjórnarinnar í Líbíu segjast hafa náð fullu valdi á borginni Sirte fæðingarbæ Múammars Gaddafís fyrrverandi einræðisherra. Sirte var síðasta vígi stuðningsmanna Gaddafís og hafa harðir bardagar geisað í borginni síðustu vikur. Nú hafa fánar uppreisnarmanna verið dregnir að húni á byggingum í miðborg Sirte og fullnaðarsigri verið lýst yfir. Erlent 20.10.2011 10:49 Einn öflugasti gervihnöttur sögunnar á braut um Jörðu Einum öflugasta gervihnetti sem smíðaður hefur verið var skotið á braut um Jörðu með rússneskri Proton eldflaug í morgun. Erlent 20.10.2011 08:17 Elísabet Bretadrottning heimsækir Ástralíu Elísabet II Bretlandsdrotting er nú stödd í 10 daga opinberri heimsókn til Ástralíu en hún kom til landsins í gærdag. Talið er að þetta sé síðasta opinbera heimsókn drottningarinnar til Ástralíu vegna þess hve öldruð Elísabet er orðin en hún er 85 ára gömul. Erlent 20.10.2011 07:56 Hátt í 800 farast í flóðum í Suðaustur Asíu Hátt í 800 manns hafa nú farist í Suðaustur Asíu vegna mikilla flóða í kjölfar monsúnrigningatímabilsins þar frá því í sumar. Erlent 20.10.2011 07:54 Lindsey Lohan aftur í handjárn Leikkonan Lindsey Lohan er aftur komin í mikil vandræði en hún var sett í handjárn um tíma í gærdag. Erlent 20.10.2011 07:50 Gríska þingið samþykkti mikinn niðurskurð Þing Grikklands samþykkti í gærkvöldi annað af tveimur frumvörpum um mikinn niðurskurð í ríkisrekstrinum. Hitt frumvarpið kemur til atkvæðagreiðslu í dag. Erlent 20.10.2011 07:49 Carla Bruni og Nicolas Sarkozy eignuðust fallega dóttur Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og eiginkona hans Carla Bruni eignuðust sitt fyrsta barn saman í gærkvöldi, velskapaða stúlku samkvæmt fréttum erlendra fjölmiðla. Erlent 20.10.2011 07:46 Vilja sakhæfi aftur upp í 15 ár Dönsk stjórnvöld áforma að hækka sakhæfisaldur aftur úr 14 árum upp í 15 ár. Stjórn Venstre og Íhaldsflokksins færði aldurinn niður fyrir um einu ári. Talsmaður Venstre segir við danska ríkisútvarpið að ekki sé gert ráð fyrir fangelsisdómum yfir 14 ára börnum, heldur séu önnur úrræði til staðar þegar dómur hafi verið kveðinn upp. Stjórnin svarar því hins vegar til að hingað til hafi lækkun sakhæfisaldurs ekki skilað neinum árangri. Erlent 20.10.2011 05:00 Gröf með báti og vopnum Heillegt bátskuml hefur fundist í Skotlandi, á afskekktum skaga sem nefnist Ardnamurchan. Talið er að víkingahöfðingi hafi verið grafinn þar ásamt báti sínum, exi, sverði og spjóti. Kumlið er líklega meira en þúsund ára gamalt, en þetta er fyrsta heillega víkingakumlið sem finnst í Bretlandi og þykir þessi fornleifafundur því afar merkilegur. Reynt er að afla vitneskju um samfélagsþróun á þessum slóðum frá víkingatímanum. Erlent 20.10.2011 04:00 Ríkari krafa um að villidýr verði látin í friði Harmleikurinn í Zanesville í Ohio í Bandaríkjunum í dag, þar sem fjölda villidýra var sleppt, svo elt aftur uppi og skotin, veldur því að ríkari krafa verður um að einstaklingum verði bannað að halda slík dýr. Greint var frá því í dag að karlmaður á sjötugsaldri hefði hleypt dýrunum, sem hann hélt á bóndabýli sínu, út úr prísund sinni. Um var að ræða ljón, tígrisdýr og birni, svo fátt eitt sé nefnt. Maðurinn fyrirfór sér svo síðan. Erlent 19.10.2011 23:54 George Clooney ætlar ekki í atvinnustjórnmál Hollywoodleikarinn og hjartaknúsarinn George Clooney ætlar ekki að gera stjórnmál að atvinnu sinni. Hann ætlar, eftir sem áður, að taka þátt í stjórnmálum af hliðarlínunni. Ástæðan fyrir þessum yfirlýsingum Clooneys er sú að hann er um þessar myndir að kynna nýja mynd sem hann leikur í og leikstýrir. Myndin heitir The Ideas of March. Í myndinni leikur hann fylkisstjóra að nafni Mike Morris, sem jafnframt tekur þátt í forkosningum fyrir forsetakjör. Erlent 19.10.2011 21:45 Forsetinn kominn til eiginkonu sinnar Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, er núna kominn á fæðingardeildina til eiginkonu sinnar, Carla Bruni. Hún ól stúlkubarn klukkan sex í kvöld að íslenskum tíma. Sarkozy gat ekki verið viðstaddur fæðinguna því að hann var á fundi til að ræða skuldavanda evruríkjanna, eftir því sem BBC greinir frá. Erlent 19.10.2011 21:28 Eiginkona Frakklandsforseta ól stúlku Carla Bruni, eiginkona Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta, ól stúlkubarn klukkan sex í dag að íslenskum tíma. Frönsk blöð segja að margmenni hafi safnast saman fyrir utan La Muette fæðingardeildina áður en hún fæddi. Erlent 19.10.2011 20:32 Fjöldi villidýra skotinn Það varð uppi algjör ringulreið í Zanesville í Ohio þegar villidýr sem voru lokuð inni á einum bænum þar sluppu út. Lögregluna grunar að bóndinn á bænum, Terry Thompson, hafi sleppt dýrunum og svo svipt sig lífi. Um 50 manna lögreglulið fór strax á stúfana og skaut að minnsta kosti þrjátíu dýr. Þar á meðal voru ljón, tígrisdýr, úlfar og birnir. Erlent 19.10.2011 19:43 Bensínsprengjum varpað í Aþenu Grikkir hentu bensínsprengjum að lögreglumönnum í Aþenu í dag og lögreglan svaraði með táragasi. Gríska þingið ræðir nú frumvarp sem gerir ráð fyrir tímabundnum uppsögnum þrjátíu þúsund stöðugilda í opinbera kerfinu og niðurskurð á lífeyri og launakjörum. Atvinnulífið í Grikklandi lamaðist jafnframt í dag en þar hófst tveggja daga verkfall á almennum vinnumarkaði svo allt flug hefur legið niðri og mikil röskun hefur verið á almenningssamgöngum, í skólum og verslunarþjónustu. Erlent 19.10.2011 19:13 Svíar ósammála um brottvísun 91 árs konu Yfirvöld í Svíþjóð frestuðu því á síðustu stundu í gær að senda 91 árs gamla úkraínska konu úr landi. Ákvörðunin var tekin eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu ákvað að taka mál konunnar fyrir. Erlent 19.10.2011 16:30 Réttað yfir fyrrum fegurðardrottningu Réttarhöld eru hafin yfir fegurðardrottningunni Angie Valencia í Argentínu en hún er fyrrum Ungfrú Kólombía. Erlent 19.10.2011 08:00 Merk víkingagröf fannst í skosku hálöndunum Breskir fornleifafræðingar hafa fundið fyrstu víkingaskipsgröfina í Bretlandi sem ekki hefur verið hróflað við. Gröfin fannst í skosku Hálöndunum og er talin vera um 1.000 ára gömul. Erlent 19.10.2011 07:47 Verkfall lamar athafnalíf í Grikklandi Tveggja sólarhringa verkfall sem hefst í dag mun lama allt athafnalíf í Grikklandi. Það eru tvö stærstu verkalýðsfélög landsins sem standa að verkfallinu. Erlent 19.10.2011 07:29 Danir fara á allt að 10 stefnumót á viku Stefnumótaæði er runnið á frændur okkar Dani. Dæmi eru um einstaklinga sem fara á allt að tíu stefnumót í hverri viku. Erlent 19.10.2011 07:10 Flugöryggi oft stefnt í hættu Mikið hefur verið um það undanfarið að danskir flugmenn séu truflaðir með sterkum laser-ljósum af jörðu niðri. Samkvæmt frétt danska ríkisútvarpsins DR voru 22 slík atvik tilkynnt í síðasta mánuði. Erlent 19.10.2011 04:00 Verfall boðað í Grikklandi Verkalýðsfélög í Grikklandi hafa boðað til verkfalls á morgunn. Meðlimir verkalýðsfélaganna eru nær tvær milljónir, helmingur alls vinnuafla Grikklands. Erlent 18.10.2011 23:40 Fyrsta geimhöfn jarðar Breski milljarðamæringurinn Richard Branson hefur opnað fyrstu geimhöfnina í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum. Athöfnin átti sér stað í dag og vígði Branson höfnina með því að brjóta kampavínsflösku á vegg hennar. Erlent 18.10.2011 22:53 Níu ára ökumaður skutlaði pabba heim Níu ára gömul stúlka var stöðvuð af lögreglunni í Michigan í gær. Þegar lögreglumaðurinn gekk að stúlkunni spurði hún hvað vandamálið væri. Hún taldi sig hafa ekið vel. Erlent 18.10.2011 22:33 Strauss-Kahn flæktur í nýtt kynlifshneyksli Dominique Strauss-Kahn er flæktur í rannsókn lögreglunnar á vændishring í Frakklandi og Belgíu, eftir því sem franska blaðið Journal du Dimanche greinir frá. Samkvæmt heimildum blaðsins tók Strauss-Kahn, sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þátt í hópkynlífi í New York fáeinum dögum áður en hann var kærður fyrir að hafa beitt herbergisþernu kynferðislegu ofbeldi. Mál herbergisþernunnar var látið niður falla. Erlent 18.10.2011 22:24 Ársfjórðungstölur Apple birtar Tæknirisinn Apple tilkynnti í dag sölutekjur sínar fyrir síðasta ársfjórðung. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu kom fram að fyrirtækið hefði selt 17 milljón iPhone símtæki og 11 milljón iPad spjaldtölvur. Erlent 18.10.2011 22:10 Útgefendur uggandi yfir áætlunum Amazon Vefverslunin Amazon er einn af brautryðjendum rafbókarinnar og í vetur mun verslunin stíga skrefinu lengra og hefja útgáfu bóka. Erlent 18.10.2011 21:38 Hillary Clinton heimsækir Líbíu Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Hillary Clinton, hefur boðið bráðabirgðastjórninni í Líbíu stuðning Bandaríkjanna. Erlent 18.10.2011 21:19 Gríðarlegar vinsældir Twitter Forstjóri samskiptasíðunnar Twitter tilkynnti í dag að 250 milljónir skilaboða birtist á síðunni daglega. Erlent 18.10.2011 21:02 Bólusetning við malaríu ber góðan árangur Tilraunir með nýtt bóluefni við malaríu hafa borið góðan árangur í Afríku. Erlent 18.10.2011 20:39 « ‹ ›
Lýsa yfir fullnaðarsigri í Sirte Hersveitir bráðabirgðarstjórnarinnar í Líbíu segjast hafa náð fullu valdi á borginni Sirte fæðingarbæ Múammars Gaddafís fyrrverandi einræðisherra. Sirte var síðasta vígi stuðningsmanna Gaddafís og hafa harðir bardagar geisað í borginni síðustu vikur. Nú hafa fánar uppreisnarmanna verið dregnir að húni á byggingum í miðborg Sirte og fullnaðarsigri verið lýst yfir. Erlent 20.10.2011 10:49
Einn öflugasti gervihnöttur sögunnar á braut um Jörðu Einum öflugasta gervihnetti sem smíðaður hefur verið var skotið á braut um Jörðu með rússneskri Proton eldflaug í morgun. Erlent 20.10.2011 08:17
Elísabet Bretadrottning heimsækir Ástralíu Elísabet II Bretlandsdrotting er nú stödd í 10 daga opinberri heimsókn til Ástralíu en hún kom til landsins í gærdag. Talið er að þetta sé síðasta opinbera heimsókn drottningarinnar til Ástralíu vegna þess hve öldruð Elísabet er orðin en hún er 85 ára gömul. Erlent 20.10.2011 07:56
Hátt í 800 farast í flóðum í Suðaustur Asíu Hátt í 800 manns hafa nú farist í Suðaustur Asíu vegna mikilla flóða í kjölfar monsúnrigningatímabilsins þar frá því í sumar. Erlent 20.10.2011 07:54
Lindsey Lohan aftur í handjárn Leikkonan Lindsey Lohan er aftur komin í mikil vandræði en hún var sett í handjárn um tíma í gærdag. Erlent 20.10.2011 07:50
Gríska þingið samþykkti mikinn niðurskurð Þing Grikklands samþykkti í gærkvöldi annað af tveimur frumvörpum um mikinn niðurskurð í ríkisrekstrinum. Hitt frumvarpið kemur til atkvæðagreiðslu í dag. Erlent 20.10.2011 07:49
Carla Bruni og Nicolas Sarkozy eignuðust fallega dóttur Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og eiginkona hans Carla Bruni eignuðust sitt fyrsta barn saman í gærkvöldi, velskapaða stúlku samkvæmt fréttum erlendra fjölmiðla. Erlent 20.10.2011 07:46
Vilja sakhæfi aftur upp í 15 ár Dönsk stjórnvöld áforma að hækka sakhæfisaldur aftur úr 14 árum upp í 15 ár. Stjórn Venstre og Íhaldsflokksins færði aldurinn niður fyrir um einu ári. Talsmaður Venstre segir við danska ríkisútvarpið að ekki sé gert ráð fyrir fangelsisdómum yfir 14 ára börnum, heldur séu önnur úrræði til staðar þegar dómur hafi verið kveðinn upp. Stjórnin svarar því hins vegar til að hingað til hafi lækkun sakhæfisaldurs ekki skilað neinum árangri. Erlent 20.10.2011 05:00
Gröf með báti og vopnum Heillegt bátskuml hefur fundist í Skotlandi, á afskekktum skaga sem nefnist Ardnamurchan. Talið er að víkingahöfðingi hafi verið grafinn þar ásamt báti sínum, exi, sverði og spjóti. Kumlið er líklega meira en þúsund ára gamalt, en þetta er fyrsta heillega víkingakumlið sem finnst í Bretlandi og þykir þessi fornleifafundur því afar merkilegur. Reynt er að afla vitneskju um samfélagsþróun á þessum slóðum frá víkingatímanum. Erlent 20.10.2011 04:00
Ríkari krafa um að villidýr verði látin í friði Harmleikurinn í Zanesville í Ohio í Bandaríkjunum í dag, þar sem fjölda villidýra var sleppt, svo elt aftur uppi og skotin, veldur því að ríkari krafa verður um að einstaklingum verði bannað að halda slík dýr. Greint var frá því í dag að karlmaður á sjötugsaldri hefði hleypt dýrunum, sem hann hélt á bóndabýli sínu, út úr prísund sinni. Um var að ræða ljón, tígrisdýr og birni, svo fátt eitt sé nefnt. Maðurinn fyrirfór sér svo síðan. Erlent 19.10.2011 23:54
George Clooney ætlar ekki í atvinnustjórnmál Hollywoodleikarinn og hjartaknúsarinn George Clooney ætlar ekki að gera stjórnmál að atvinnu sinni. Hann ætlar, eftir sem áður, að taka þátt í stjórnmálum af hliðarlínunni. Ástæðan fyrir þessum yfirlýsingum Clooneys er sú að hann er um þessar myndir að kynna nýja mynd sem hann leikur í og leikstýrir. Myndin heitir The Ideas of March. Í myndinni leikur hann fylkisstjóra að nafni Mike Morris, sem jafnframt tekur þátt í forkosningum fyrir forsetakjör. Erlent 19.10.2011 21:45
Forsetinn kominn til eiginkonu sinnar Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, er núna kominn á fæðingardeildina til eiginkonu sinnar, Carla Bruni. Hún ól stúlkubarn klukkan sex í kvöld að íslenskum tíma. Sarkozy gat ekki verið viðstaddur fæðinguna því að hann var á fundi til að ræða skuldavanda evruríkjanna, eftir því sem BBC greinir frá. Erlent 19.10.2011 21:28
Eiginkona Frakklandsforseta ól stúlku Carla Bruni, eiginkona Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta, ól stúlkubarn klukkan sex í dag að íslenskum tíma. Frönsk blöð segja að margmenni hafi safnast saman fyrir utan La Muette fæðingardeildina áður en hún fæddi. Erlent 19.10.2011 20:32
Fjöldi villidýra skotinn Það varð uppi algjör ringulreið í Zanesville í Ohio þegar villidýr sem voru lokuð inni á einum bænum þar sluppu út. Lögregluna grunar að bóndinn á bænum, Terry Thompson, hafi sleppt dýrunum og svo svipt sig lífi. Um 50 manna lögreglulið fór strax á stúfana og skaut að minnsta kosti þrjátíu dýr. Þar á meðal voru ljón, tígrisdýr, úlfar og birnir. Erlent 19.10.2011 19:43
Bensínsprengjum varpað í Aþenu Grikkir hentu bensínsprengjum að lögreglumönnum í Aþenu í dag og lögreglan svaraði með táragasi. Gríska þingið ræðir nú frumvarp sem gerir ráð fyrir tímabundnum uppsögnum þrjátíu þúsund stöðugilda í opinbera kerfinu og niðurskurð á lífeyri og launakjörum. Atvinnulífið í Grikklandi lamaðist jafnframt í dag en þar hófst tveggja daga verkfall á almennum vinnumarkaði svo allt flug hefur legið niðri og mikil röskun hefur verið á almenningssamgöngum, í skólum og verslunarþjónustu. Erlent 19.10.2011 19:13
Svíar ósammála um brottvísun 91 árs konu Yfirvöld í Svíþjóð frestuðu því á síðustu stundu í gær að senda 91 árs gamla úkraínska konu úr landi. Ákvörðunin var tekin eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu ákvað að taka mál konunnar fyrir. Erlent 19.10.2011 16:30
Réttað yfir fyrrum fegurðardrottningu Réttarhöld eru hafin yfir fegurðardrottningunni Angie Valencia í Argentínu en hún er fyrrum Ungfrú Kólombía. Erlent 19.10.2011 08:00
Merk víkingagröf fannst í skosku hálöndunum Breskir fornleifafræðingar hafa fundið fyrstu víkingaskipsgröfina í Bretlandi sem ekki hefur verið hróflað við. Gröfin fannst í skosku Hálöndunum og er talin vera um 1.000 ára gömul. Erlent 19.10.2011 07:47
Verkfall lamar athafnalíf í Grikklandi Tveggja sólarhringa verkfall sem hefst í dag mun lama allt athafnalíf í Grikklandi. Það eru tvö stærstu verkalýðsfélög landsins sem standa að verkfallinu. Erlent 19.10.2011 07:29
Danir fara á allt að 10 stefnumót á viku Stefnumótaæði er runnið á frændur okkar Dani. Dæmi eru um einstaklinga sem fara á allt að tíu stefnumót í hverri viku. Erlent 19.10.2011 07:10
Flugöryggi oft stefnt í hættu Mikið hefur verið um það undanfarið að danskir flugmenn séu truflaðir með sterkum laser-ljósum af jörðu niðri. Samkvæmt frétt danska ríkisútvarpsins DR voru 22 slík atvik tilkynnt í síðasta mánuði. Erlent 19.10.2011 04:00
Verfall boðað í Grikklandi Verkalýðsfélög í Grikklandi hafa boðað til verkfalls á morgunn. Meðlimir verkalýðsfélaganna eru nær tvær milljónir, helmingur alls vinnuafla Grikklands. Erlent 18.10.2011 23:40
Fyrsta geimhöfn jarðar Breski milljarðamæringurinn Richard Branson hefur opnað fyrstu geimhöfnina í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum. Athöfnin átti sér stað í dag og vígði Branson höfnina með því að brjóta kampavínsflösku á vegg hennar. Erlent 18.10.2011 22:53
Níu ára ökumaður skutlaði pabba heim Níu ára gömul stúlka var stöðvuð af lögreglunni í Michigan í gær. Þegar lögreglumaðurinn gekk að stúlkunni spurði hún hvað vandamálið væri. Hún taldi sig hafa ekið vel. Erlent 18.10.2011 22:33
Strauss-Kahn flæktur í nýtt kynlifshneyksli Dominique Strauss-Kahn er flæktur í rannsókn lögreglunnar á vændishring í Frakklandi og Belgíu, eftir því sem franska blaðið Journal du Dimanche greinir frá. Samkvæmt heimildum blaðsins tók Strauss-Kahn, sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þátt í hópkynlífi í New York fáeinum dögum áður en hann var kærður fyrir að hafa beitt herbergisþernu kynferðislegu ofbeldi. Mál herbergisþernunnar var látið niður falla. Erlent 18.10.2011 22:24
Ársfjórðungstölur Apple birtar Tæknirisinn Apple tilkynnti í dag sölutekjur sínar fyrir síðasta ársfjórðung. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu kom fram að fyrirtækið hefði selt 17 milljón iPhone símtæki og 11 milljón iPad spjaldtölvur. Erlent 18.10.2011 22:10
Útgefendur uggandi yfir áætlunum Amazon Vefverslunin Amazon er einn af brautryðjendum rafbókarinnar og í vetur mun verslunin stíga skrefinu lengra og hefja útgáfu bóka. Erlent 18.10.2011 21:38
Hillary Clinton heimsækir Líbíu Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Hillary Clinton, hefur boðið bráðabirgðastjórninni í Líbíu stuðning Bandaríkjanna. Erlent 18.10.2011 21:19
Gríðarlegar vinsældir Twitter Forstjóri samskiptasíðunnar Twitter tilkynnti í dag að 250 milljónir skilaboða birtist á síðunni daglega. Erlent 18.10.2011 21:02
Bólusetning við malaríu ber góðan árangur Tilraunir með nýtt bóluefni við malaríu hafa borið góðan árangur í Afríku. Erlent 18.10.2011 20:39