Erlent

Ferris Bueller snýr aftur

Sýnishorn úr væntanlegri auglýsingu gefur til kynna að Ferris Bueller sé væntanlegur á hvíta tjaldið á ný. Auglýsingin verður sýnd á úrslitaleik NFL deildarinnar í amerískum fótbolta, Super Bowl.

Erlent

Timeline komin til að vera á Facebook

Stjórnendur Facebook sæta nú gagnrýni frá notendum síðunnar eftir að Timeline var gert að stöðluðu prófílsniði. Timeline var opinberað í september á síðasta ári og gátu notendur valið um hvort þeir nýttu sér nýjungina.

Erlent

Fjórir bílstjórar stálu frímerkjum fyrir hálfan milljarð

Fjórir bílstjórar hjá dönsku póstþjónustunni hafa verið handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þeir eru sakaðir um að hafa nýtt sér glufu í öryggiskerfi póstsins til þess að stela frímerkjum að andvirði um 23 milljónum danskra króna eða sem svarar til hálfum milljarði króna.

Erlent

Bill Gates gefur 750 milljónir dollara

Milljarðamæringurinn Bill Gates gaf 750 milljón dollara til hjálparsamtaka í dag. Fyrr í vikunni sagði Gates hærri skattar á efnameiri fólk væri nauðsynlegur liður í baráttunni við eyðni og malaríu.

Erlent

Leggur mikla áherslu á auðmannaskattinn

Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði í stefnuræðu sinni á bandaríska þinginu í fyrrinótt að hann stefndi ótrauður að því að koma á sérstökum skatti á auðmenn. Þannig yrðu þeir sem hafa heildarárslaun yfir einni milljón dala að greiða 30 prósenta skatt hið minnsta.

Erlent

Vill banna notkun fóstra í matvælum

Öldungadeildarþingmaður frá Oklahoma í Bandaríkjunum kynnti í gær nýtt frumvarp sem bannar notkun eyddra fóstra í matvælum. Þingmaðurinn viðurkennir að hann viti ekki til þess að matvælafyrirtæki í landinu noti fóstur í vörum sínum.

Erlent