Fótbolti

Tveir Chile-menn spiluðu tvo landsleiki sama daginn

Marcelo Bielsa, landsliðsþjálfari Chile, leggur greinilega mikla áherslu á að liðið spili sem flesta undirbúningsleiki fyrir HM í Suður-Afríku í sumar. Landsliðið hans spilaði nefnilega tvo leiki á sunnudaginn og vann þá báða.

Fótbolti

Umfjöllun: Sóknarsýning Vals gegn varnarlausum gestum

Valur vann stórsigur á Fylki 5-2 á Hlíðarenda í kvöld. Gríðarlega öflugur sóknarleikur Vals í kvöld gefur stuðningsmönnum liðsins von um að liðið sé búið að finna rétta gírinn og ef þetta er það sem koma skal eru þeir rauðu til alls líklegir þetta sumarið.

Íslenski boltinn

Ballack-baninn Boateng í HM-liði Gana

Kevin-Prince Boateng, leikmaður Portsmouth og maðurinn sem er ábyrgur fyrir því að Michael Ballack spilar ekki á HM í Suður-Afríku í sumar, komst í HM-hóp Gana sem var tilkynntur í dag.

Fótbolti

Jose Mourinho mættur á Santiago Bernabeu - myndir

Blaðamannaherbergið á Santiago Bernabeu var troðfullt í dag þegar Jose Mourinho var kynntur sem nýr þjálfari spænska stórliðsins en honum er ætlað að gera það sem Manuel Pellegrini tókst ekki á nýloknu tímabili - að vinna titla.

Fótbolti

Luis Fabiano ætlar að vinna HM fyrir afa sinn

Luis Fabiano, framherji brasilíska landsliðsins, ætlar sér að vinna HM fyrir afa sinn sem hann segir ástæðuna fyrir því að hann sé að spila sem atvinnumaður í fótbolta. Fabiano er nú á hátindi ferils síns en hann verður þrítugur í nóvember.

Fótbolti

Selfoss fékk tíu milljónir frá KSÍ

Selfoss fékk 10 milljónir króna úr Mannvirkjasjóði KSÍ fyrir nýjan grasvöll sinn og áhorfendastúku. Þetta er hæsta upphæð sem Mannvirkjasjóður úthlutar í þetta sinn en alls fengu 12 verkefni samtals 31 milljón til mannvirkjagerða.

Íslenski boltinn

Fyrrum leikmaður Barcelona: Van Gaal er eins og Hitler

Louis Van Gaal, þjálfari Bayern Munchen, er ekki fyrir alla þrátt fyrir að þessi frábæri þjálfari hafi náð einstökum árangri á sínum þjálfaraferli. Einn af þeim sem á óuppgerðar sakir við hollenska þjálfarann er Brasilíumaðurinn Giovanni sem spilaði fyrir hann hjá Barcelona á árunum 1997 til 1999.

Fótbolti

Yossi Benayoun: Ancelotti vill fá mig fyrir næsta tímabil

Guardian segir frá því að Chelsea sé tilbúið að láta Joe Cole fara og ætli sér að fylla skarð hans með því að kaupa Yossi Benayoun frá Liverpool. Liverpool er þegar búið að hafna fjögurra milljóna punda í Ísraelann en áhugi Ancelotti er mikill á leikmanninum.

Enski boltinn

Ólafur: Ekki fallegasti leikurinn

„Við vorum miklu betri en þeir og 4-0 eru fín úrslit,“ sagði Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir sigurinn örugga á Andorra í vináttulandsleik á Laugardalsvelli um helgina.

Íslenski boltinn