Fótbolti

Heimir Guðjóns: Öskraði það sem allir sáu

„Þetta var auðvitað víti og það sáu allir á vellinum. Ég öskraði á dómarann það sem allir sáu og við það fékk ég að líta rauða spjaldið," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH eftir 2-2 jafntefli sinna manna gegn Fylki í kvöld en hann fékk að líta rauða spjaldið fyrir að mótmæla þegar ekki var dæmt vítaspyrna undir lok leiksins.

Íslenski boltinn

Jafnt í Árbænum

Fylkir og FH gerðu jafntefli í skemmtilegum leik í Árbænum í kvöld. Albert Brynjar Ingason og Atli Viðar Björnsson sáu um markaskorun í 2-2 jafntefli.

Íslenski boltinn

Þetta er ekki bara Anelka að kenna

Yoann Gourcuff, miðjumaður franska landsliðsins, hefur komið Nicolas Anelka til varnar en Anelka hefur verið mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í síðustu leikjum franska liðsins. Gourcuff segir að Anelka fá ekki nægilega mikinn stuðning sem fremsti maður í 4-3-3 leikkerfinu.

Fótbolti

Arnór búinn að gera þriggja ára samning við Esbjerg

Landsliðsmaðurinn Arnór Smárason er búinn að gera þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Esbjerg en þetta kemur fram á vef Tipsblaðsins í Danmörku. Arnór kemur á frjálsri sölu þar sem samningur hans við Heerenveen var runninn út.

Fótbolti