Fótbolti

Webb var úrvinda á líkama og sál

Keith Hackett, fyrrum formaður enska dómarasambandsins, hefur ákveðið að veita Howard Webb aðstoð sína en enski dómarinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í úrslitaleik HM. Þá sérstaklega af hollenskum fjölmiðlum sem eru enn í sárum.

Fótbolti

Alonso ósáttur við De Jong

Spænski miðjumaðurinn Xabi Alonso óttast að hafa brotið rif þegar Nigel de Jong sparkaði í bringuna á honum í úrslitaleik HM. Hann segir sparkið hafa verið eina verstu tæklingu sem hann hafi lent í á ferlinum.

Fótbolti

Fabregas í Barcelona-treyju - myndband

Þó svo forráðamönnum Barcelona gangi lítið að kaupa Cesc Fabregas og það líti út fyrir að leikmaðurinn sjálfur sé búinn að sætta sig við að vera áfram í herbúðum Arsenal hafa leikmenn Barcelona ekki gefið vonina um að fá hann til félagsins.

Fótbolti

Bjarni: Dramatíkin var með ólíkindum í lokin

„Jú, jú," svaraði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar þegar Valtýr Björn Valtýsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2 Sport spurði hann hvort tapið á móti Víkingi Ólafsvík í kvöld hafi verið áfall. Stjarnan tapaði þá 4-5 í vítakeppni fyrir 2. deildarliðinu.

Íslenski boltinn

Benitez vill vinna með Balotelli

Rafa Benitez, þjálfari Inter, reyndi í dag að gera lítið úr þeim sögusögnum að argentínski miðjumaðurinn Javier Mascherano myndi fylgja honum frá Liverpool til Inter.

Fótbolti

Gerrard og Maicon fara ekki til Real Madrid

Real Madrid hefur gefist upp á því að reyna að kaupa brasilíska bakvörðinn Maicon frá Evrópumeisturum Inter. Það staðfestir sérstakur ráðgjafi félagsins í leikmannamálum, Ernesto Bronzetti.

Fótbolti

Ronaldinho vill fara til Flamengo

Forseti brasilíska félagsins Flamengo segir að landi sinn, Ronaldinho, sé æstur í að spila með félaginu. Hann vilji fara frá Milan og spila aftur í heimalandinu.

Fótbolti

Real Madrid vill fá Khedira

Þýski miðjumaðurinn Sami Khedira vakti mikla athygli fyrir vasklega framgöngu á HM og það hefur nú skilað sér í því að stórliðið Real Madrid er á eftir leikmanninum sem spilar með Stuttgart.

Fótbolti

Kasabian ætlar að spila í sigurteiti Spánverja

Fernando Torres, framherji Spánar, hefur verið duglegur að auglýsa hversu stóran þátt breska hljómsveitin Kasabian hafi spilað í herbúðum spænska liðsins á HM. Liðið hefur hlustað á tónlist sveitarinnar fyrir leiki inn í klefa og komið sér í rétta gírinn með tónum frá sveitinni.

Fótbolti