Fótbolti

Benitez: Þarf að breyta ýmsu eftir Mourinho

Rafa Benitez, þjálfari Inter, segir að það muni taka tíma að breyta ákveðnum hlutum hjá félaginu sem José Mourinho innleiddi hjá félaginu. Inter tapaði fyrir Atletico Madrid í Ofurbikarnum og leit ekki of vel út.

Fótbolti

Burdisso kominn til Roma

Roma er búið að kaupa argentínska varnarmanninn Nicolas Burdisso frá Inter en leikmaðurinn vildi ólmur ganga aftur í raðir Roma.

Fótbolti

Guardiola reiður út í umboðsmann Zlatans

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hefur loksins rofið þögnina um Zlatan Ibrahimovic og hann ræðst harkalega að umboðsmanni leikmannsins, Mino Raiola, fyrir það hvernig hann heldur á málum skjólstæðings síns.

Fótbolti

Ferguson ósáttur við Wenger

Eina ferðina enn hefur slest upp á vinskap Sir Alex Ferguson og Arsene Wenger. Þeir félagar voru vanir að takast á hér áður en hafa verið merkilega kurteisir hvor við annan síðustu ár.

Enski boltinn

Benjani til Blackburn frá Man City

Blackburn hefur fengið sóknarmanninn Benjani Mwaruwari frá Manchester City. Benjani er 32 ára og hefur æft með Rovers í þessum mánuði eftir að hafa verið leystur undan samningi frá City í júní.

Enski boltinn

Sabrosa hættur með Portúgal

Simao Sabrosa, vængmaður Atletico Madrid, er hættur að leika með landsliði Portúgals. Hann segir ákvörðun sína byggða á persónulegum ástæðum.

Fótbolti

Atletico Madrid vann Ofurbikarinn

Spænska liðið Atletico Madrid vann leikinn um Ofurbikarinn í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á Inter í þessum árlega leik milli sigurvegaranna í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni.

Fótbolti