Fótbolti

Naumt tap fyrir Evrópumeisturunum

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 0-1 á móti Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik sínum í Algarve-bikarnum en leiknum var að ljúka í Portúgal. Þýskaland hefur þar með unnið alla tólf leiki sína við Ísland hjá A-landsliðum kvenna en síðustu tveir leikir hafa endað með naumum eins marks sigri.

Íslenski boltinn

Parker verður fyrirliði enska landsliðsins í kvöld

Fréttastofur Sky og BBC hafa heimildir fyrir því að Scott Parker, miðjumaður Tottenham, verði fyrirliði enska landsliðsins í leiknum á móti Hollandi í kvöld en tvær af bestu knattspyrnuþjóðum heims mætast þá í vináttulandsleik á Wembley. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Enski boltinn

Karalandsliðið í fótbolta í aðalhlutverki í Boltanum á X-inu 977

Íslensku landsliðsmennirnir í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson og Rúrik Gíslason, verða í viðtali í Boltanum á X-inu 977 í dag. Þátturinn er á milli 11 og 12. Ísland mætir Svartfjallalandi í vináttulandsleik í dag kl. 17 og verður rætt um leikinn sem fram fer í bænum Podgorica. Það er Valtýr Björn Valtýsson sem stýrir þættinum í dag.

Fótbolti

Lagerbäck: Þetta eru fyrstu skrefin

Lars Lagerbäck krefst þess að íslenska A-landsliðið í fótbolta geri fá mistök í vináttulandsleiknum gegn Svartfjallalandi í dag sem fram fer á Pod Goricom-leikvanginum í Podgorica. Þetta er annar leikur Íslands undir stjórn sænska þjálfarans, en Ísland tapaði 3-1 gegn Japan síðastliðinn föstudag í Osaka. Ísland stillir upp alveg nýju liði frá því í leiknum gegn Japan og er landsliðsþjálfarinn vongóður um að ná að leggja Svartfjallaland að velli.

Fótbolti

Sara Björk: Ég mun aldrei biðja um skiptingu

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur í dag sinn fyrsta leik í Algarve-bikarnum í ár þegar liðið mætir Evrópumeisturum Þýskalands. Þetta er í áttunda sinn sem íslensku stelpurnar taka þátt í þessu árlega móti en bestum árangri náðu þær í fyrra þegar íslenska liðið komst alla leið í úrslitaleikinn.

Fótbolti

Engir ágústleikir í dalnum?

Samtök knattspyrnufélaga í Evrópu, ECA, hafa komist að samkomulagi við Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, um að fækka fjölda vináttulandsleikja ár hvert. 201 evrópskt knattspyrnufélag er meðlimur í ECA en þar af eru tvö íslensk félög – Keflavík og FH.

Fótbolti

Brassar heppnir gegn Bosníu

Brasilía marði sigur á Bosníu í kvöld. Sigurmarkið var sjálfsmark á lokamínútunni. Um var að ræða vináttulandsleik á milli þjóðanna.

Fótbolti

Carragher setur stefnuna á Meistaradeildina

Liverpool tryggði sér um helgina þátttökurétt í Evrópudeild UEFA á næstu leiktíð með því að bera sigur úr býtum í enska deildabikarnum. En Carragher vill komast í Meistaradeildina og festa liðið í sessi þar.

Enski boltinn