Fótbolti

Gareth Bale besti leikmaðurinn í janúar

Gareth Bale, hjá Tottenham, hefur verið valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í janúarmánuði. Bale var með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í fjórum deildarleikjum Tottenham í janúar en hann átti þátt í marki í öllum leikjunum fjórum.

Enski boltinn

Van Persie með þrennu í fyrsta sigri Arsenal á árinu | Henry skoraði

Robin van Persie skoraði þrennu og Alex Oxlade-Chamberlain var með tvö mörk þegar Arsenal-liðið hrökk í gang og vann 7-1 stórsigur á Blackburn Rovers. Þetta var fyrsti sigur Arsenal á árinu 2004 en liðið var aðeins búið að ná í eitt stig úr síðustu fjórum leikjum sínum. Thierry Henry kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og skoraði sjöunda og síðasta markið.

Enski boltinn

Hættir John Terry í enska landsliðinu?

Guardian segir frá því í morgun að John Terry sé að hugsa um að gefa ekki lengur kost á sér í enska landsliðið vegna þess að hann hafi verið rekinn sem fyrirliði liðsins og hafi ennfremur þurft að glíma við uppreisn gegn sér meðal leikmanna landsliðsins sem eru dökkir á hörund.

Enski boltinn

Rio Ferdinand hefur ekki áhuga á fyrirliðabandinu

Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United, hefur engan áhuga á því að taka við fyrirliðabandi enska landsliðsins eins og hann gerði síðast þegar John Terry missti fyrirliðabandið. Það lítur allt út fyrir að Steven Gerrard verði fyrirliði enska landsliðsins á EM í sumar.

Enski boltinn

City þarf að komast aftur á skrið

Árið hefur ekki byrjað nógu vel hjá Manchester City en liðið hefur ekki nema unnið þrjá af síðustu níu leikjum sínum í öllum keppnum. Liðið hefur á síðustu vikum fallið úr leik í bæði bikarnum og deildabikarnum og í vikunni náðu grannarnir í Manchester United að jafna liðið að stigum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn

Sir Alex vill að sínir menn taki í höndina á bæði Terry og Suarez

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, mun ráðleggja bæði Rio Ferdinand og Patrice Evra að taka í höndina á John Terry og Luis Suarez fyrir komandi leiki Manchester United á móti Chelsea og Liverpool. Þetta verða fyrstu leikir United á móti þeim Terry og Suarez síðan að þeir voru sakaðir um kynþáttafordóma gegn bróðir Rio og Evra.

Enski boltinn

Dalglish: Bannið gæti hjálpað Luis Suarez

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, trúir því að átta leikja bannið hans Luis Suarez muni hjálpa Úrúgvæmanninum að halda sér ferskum og heilum til loka tímabilsins. Luis Suarez er nú búinn að taka út bannið og spilar væntanlega sinn fyrsta leik á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á mánudagskvöldið.

Enski boltinn

Gerrard: Við höfum allir saknað Suarez

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, fagnar því að Luis Suarez sé búinn að taka út átta leikja bann og verði með liðinu á móti Tottenham á mánudagskvöldið. Suarez hefur ekki spilað með Liverpool á þessu ári en liðið vann 4 af 8 leikjum án hans og sló bæði Manchester-liðin út úr sitt hvorri bikarkeppninni.

Enski boltinn

Mancini: Tevez gæti spilað aftur fyrir Manchester City

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur rétt út sáttarhönd og segir að Carlos Tevez gæti spilað með City-liðinu á ný komi argentínski framherjinn sér í form. Tevez hefur ekkert spilað með City síðan í september og eftir að hann neitaði að hita upp fyrir Meistaradeildarleik á móti AC Milan þá gaf Mancini það út að hann myndi aldrei spila fyrir hann aftur.

Enski boltinn

Heiðar: Ekki ástæða til að æsa sig

Heiðar Helguson segist ekkert vera að fara á taugum þó svo framherjum QPR hafi fjölgað um þrjá í síðasta mánuði. Hann óttast ekki samkeppni. Ef á þurfi að halda verði hann þolinmóður. Honum líst vel á nýja stjórann, Mark Hughes.

Enski boltinn

Enginn tapar fleiri boltum á Spáni en Messi

Barcelonamaðurinn Lionel Messi er að flestum talinn vera besti fótboltamaður heims og hann hefur farið á kostum með Barcelona á þessu tímabili með 22 mörk og 9 stoðsendingar í fyrstu tuttugu umferðunum.

Fótbolti