Fótbolti Rakel byrjar vel með Blikum - skoraði tvö gegn FH Rakel Hönnudóttir byrjar vel með Breiðabliksliðinu í kvennafótboltanum en hún skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á FH í Faxaflóamótinu í dag. Rakel kom til Blika frá Þór/KA í vetur. Íslenski boltinn 4.2.2012 17:51 Cardiff fékk á sig þrjú mörk í lokin | Hermann ekki með í tapleik Cardiff City steinlá 1-3 á heimavelli á móti Blackpool í ensku b-deildinni í fótbolta í dag. Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn á miðju Cardiff. Enski boltinn 4.2.2012 17:23 Man. City áfram með 100 prósent árangur heima | Vann Fulham 3-0 Manchester City náði þriggja stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-0 sigur á Fulham á Etihad Stadium í kvöld. Manchester City heldur þar með áfram hundrað prósent árangri sínum á heimavelli en liðið hefur unnið alla tólf deildarleiki sína á Etihad í vetur. Enski boltinn 4.2.2012 17:00 Rauðu spjöldin hjá Cisse og Huth afdrifarík | Öll úrslitin í enska í dag Queens Park Rangers og Stoke City þurftu bæði að sætta sig við tap á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir að hafa misst mann af velli í fyrri hálfleik. Rauðu spjöldin hjá Robert Huth hjá Stoke og Djibril Cisse hjá QPR voru því afdrifarík fyrir þeirra lið í dag. Enski boltinn 4.2.2012 14:45 Gylfi Þór með mark og stoðsendingu í sigri Swansea | Átti frábæran leik Gylfi Þór Sigurðsson var maðurinn á bak við 2-1 útisigur Swansea á West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylfi skoraði fyrra markið og lagði upp sigurmarkið fjórum mínútum síðar eftir að WBA hafði komst yfir í upphafi seinni hálfleiks. Gylfi átti frábæran leik. Enski boltinn 4.2.2012 14:30 Villas-Boas: Jose Mourinho setur pressu á okkur alla Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, segir að allir stjórar í ensku úrvalsdeildinni gætu misst starfið sitt ef að Jose Mourinho ákveður að hætta með Real Madrid og snúa aftur í enska boltann. Enski boltinn 4.2.2012 14:00 Gareth Bale besti leikmaðurinn í janúar Gareth Bale, hjá Tottenham, hefur verið valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í janúarmánuði. Bale var með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í fjórum deildarleikjum Tottenham í janúar en hann átti þátt í marki í öllum leikjunum fjórum. Enski boltinn 4.2.2012 13:00 Van Persie með þrennu í fyrsta sigri Arsenal á árinu | Henry skoraði Robin van Persie skoraði þrennu og Alex Oxlade-Chamberlain var með tvö mörk þegar Arsenal-liðið hrökk í gang og vann 7-1 stórsigur á Blackburn Rovers. Þetta var fyrsti sigur Arsenal á árinu 2004 en liðið var aðeins búið að ná í eitt stig úr síðustu fjórum leikjum sínum. Thierry Henry kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og skoraði sjöunda og síðasta markið. Enski boltinn 4.2.2012 12:30 Hættir John Terry í enska landsliðinu? Guardian segir frá því í morgun að John Terry sé að hugsa um að gefa ekki lengur kost á sér í enska landsliðið vegna þess að hann hafi verið rekinn sem fyrirliði liðsins og hafi ennfremur þurft að glíma við uppreisn gegn sér meðal leikmanna landsliðsins sem eru dökkir á hörund. Enski boltinn 4.2.2012 11:30 Rio Ferdinand hefur ekki áhuga á fyrirliðabandinu Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United, hefur engan áhuga á því að taka við fyrirliðabandi enska landsliðsins eins og hann gerði síðast þegar John Terry missti fyrirliðabandið. Það lítur allt út fyrir að Steven Gerrard verði fyrirliði enska landsliðsins á EM í sumar. Enski boltinn 4.2.2012 11:15 City þarf að komast aftur á skrið Árið hefur ekki byrjað nógu vel hjá Manchester City en liðið hefur ekki nema unnið þrjá af síðustu níu leikjum sínum í öllum keppnum. Liðið hefur á síðustu vikum fallið úr leik í bæði bikarnum og deildabikarnum og í vikunni náðu grannarnir í Manchester United að jafna liðið að stigum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 4.2.2012 00:01 Slasaðist við tannburstun og missir af leik gegn Barcelona Knattspyrnumenn missa stundum af mikilvægum leikjum eða heilum stórmótum í knattspyrnu af ótrúlegustu ástæðum og nú hefur Svisslendingurinn Eren Derdiyok, leikmaður Bayer Leverkusen, bæst í þann hóp. Fótbolti 3.2.2012 23:45 Grayson felldi tár þegar hann fór frá Elland Road Simon Grayson var í vikunni rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Leeds en hann segir að tíðindin hafi komið sem mikið reiðarslag. Enski boltinn 3.2.2012 23:30 Sir Alex vill að sínir menn taki í höndina á bæði Terry og Suarez Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, mun ráðleggja bæði Rio Ferdinand og Patrice Evra að taka í höndina á John Terry og Luis Suarez fyrir komandi leiki Manchester United á móti Chelsea og Liverpool. Þetta verða fyrstu leikir United á móti þeim Terry og Suarez síðan að þeir voru sakaðir um kynþáttafordóma gegn bróðir Rio og Evra. Enski boltinn 3.2.2012 22:45 John Terry er bálreiður og í sárum Enskir fjölmiðlar segja að John Terry sé í sárum eftir að stjórn enska knattspyrnusambandsins ákvað í morgun að taka af honum fyrirliðaband enska landsliðsins. Enski boltinn 3.2.2012 22:00 Ancelotti: Real og Barca eru langsigurstranglegust í Meistaradeildinni Carlo Ancelotti, stjóri Paris Saint-Germain, er sannfærður um að Meistaradeildarbikarinn sé aftur á leiðinni til Spánar. Hann telur að Real Madrid og Barcelona séu í sérflokki meðal bestu liða Evrópu og annaðhvort þeirra eigi eftir að vinna Meistaradeildina í vor. Fótbolti 3.2.2012 20:30 KSÍ skilaði hagnaði árið 2011 Knattspyrnusamband Íslands hefur birt ársreikning fyrir árið 2011 á heimasíðu sinni en um helgina fer fram ársþing sambandsins. Fótbolti 3.2.2012 18:58 Saha gæti komið beint inn í byrjunarliðið á móti Liverpool Louis Saha fór óvænt frá Everton til Tottenham á lokadegi félagsskiptagluggans og svo gæti farið að franski framherjinn fari beint inn í byrjunarliðið hjá liðinu fyrir leikinn á móti Liverpool á mánudagskvöldið. Enski boltinn 3.2.2012 18:15 Dalglish: Bannið gæti hjálpað Luis Suarez Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, trúir því að átta leikja bannið hans Luis Suarez muni hjálpa Úrúgvæmanninum að halda sér ferskum og heilum til loka tímabilsins. Luis Suarez er nú búinn að taka út bannið og spilar væntanlega sinn fyrsta leik á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á mánudagskvöldið. Enski boltinn 3.2.2012 17:30 Gerrard: Við höfum allir saknað Suarez Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, fagnar því að Luis Suarez sé búinn að taka út átta leikja bann og verði með liðinu á móti Tottenham á mánudagskvöldið. Suarez hefur ekki spilað með Liverpool á þessu ári en liðið vann 4 af 8 leikjum án hans og sló bæði Manchester-liðin út úr sitt hvorri bikarkeppninni. Enski boltinn 3.2.2012 14:15 Hausinn enn í ólagi hjá Samba - verður ekki með á móti Arsenal Christopher Samba, fyrirliði Blackburn, verður ekki með liðinu á móti Arsenal á morgun þar sem að Steve Kean, stjóri Blackburn, segir hann ekki vera andlega tilbúinn að spila fyrir Blackburn. Enski boltinn 3.2.2012 13:30 Mancini: Tevez gæti spilað aftur fyrir Manchester City Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur rétt út sáttarhönd og segir að Carlos Tevez gæti spilað með City-liðinu á ný komi argentínski framherjinn sér í form. Tevez hefur ekkert spilað með City síðan í september og eftir að hann neitaði að hita upp fyrir Meistaradeildarleik á móti AC Milan þá gaf Mancini það út að hann myndi aldrei spila fyrir hann aftur. Enski boltinn 3.2.2012 13:00 Ashley Young og Cleverley snúa aftur um helgina | Rooney og Nani heilir Manchester United fékk mjög góðar fréttir fyrir leikinn á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helgina en bæði Ashley Young og Tom Cleverley hafa náð sér af meiðslum og verða í leikmannahópnum á Stamford Bridge. Enski boltinn 3.2.2012 12:30 Terry fékk símtal klukkan tíu - missir fyrirliðabandið John Terry er ekki lengur fyrirliði enska landsliðsins því hann fékk símtal frá stjórnarformanni enska knattspyrnusambandsins klukkan tíu í morgun þar sem að honum var tilkynnt að hann yrði ekki áfram fyrirliði landsliðsins. Enski boltinn 3.2.2012 11:37 Lennart Johannson: Blatter á að hætta sem forseti FIFA Lennart Johannson, fyrrum forseti UEFA og varaforseti FIFA, segir að Sepp Blatter, forseti FIFA, eigi að segja af sér og hætta að leika einræðisherra í fótboltaheiminum. Johannson talaði um þetta í úrvarpsviðtali við BBC. Fótbolti 3.2.2012 11:15 Liverpool fær miklu færri miða á Old Trafford Forráðamenn Manchester United hafa ákveðið að láta Liverpool fá aðeins 2100 miða fyrir stuðningsmenn sína á deildarleik erkifjendanna á Old Trafford 11. febrúar en það er þriðjungi minna en venjan er. Enski boltinn 3.2.2012 10:45 Terry missir líklega aftur fyrirliðabandið skömmu fyrir stórmót Stjórn enska knattspyrnusambandins er nú að fara yfir það hvort að John Terry fái að halda fyrirliðabandi enska landsliðsins. Terry hefur verið ásakaður um kynþáttaníð gagnvart Anton Ferdinand hjá QPR og framundan eru réttarhöld yfir Terry eftir Evrópumótið í sumar. Enski boltinn 3.2.2012 09:15 Heiðar: Ekki ástæða til að æsa sig Heiðar Helguson segist ekkert vera að fara á taugum þó svo framherjum QPR hafi fjölgað um þrjá í síðasta mánuði. Hann óttast ekki samkeppni. Ef á þurfi að halda verði hann þolinmóður. Honum líst vel á nýja stjórann, Mark Hughes. Enski boltinn 3.2.2012 06:00 Tevez segir ummæli sín í Kicker skálduð Carlos Tevez og hans fulltrúar sendu í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ummæli sem höfð voru eftir honum í þýska blaðinu Kicker í dag séu skálduð. Enski boltinn 2.2.2012 22:38 Enginn tapar fleiri boltum á Spáni en Messi Barcelonamaðurinn Lionel Messi er að flestum talinn vera besti fótboltamaður heims og hann hefur farið á kostum með Barcelona á þessu tímabili með 22 mörk og 9 stoðsendingar í fyrstu tuttugu umferðunum. Fótbolti 2.2.2012 19:45 « ‹ ›
Rakel byrjar vel með Blikum - skoraði tvö gegn FH Rakel Hönnudóttir byrjar vel með Breiðabliksliðinu í kvennafótboltanum en hún skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á FH í Faxaflóamótinu í dag. Rakel kom til Blika frá Þór/KA í vetur. Íslenski boltinn 4.2.2012 17:51
Cardiff fékk á sig þrjú mörk í lokin | Hermann ekki með í tapleik Cardiff City steinlá 1-3 á heimavelli á móti Blackpool í ensku b-deildinni í fótbolta í dag. Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn á miðju Cardiff. Enski boltinn 4.2.2012 17:23
Man. City áfram með 100 prósent árangur heima | Vann Fulham 3-0 Manchester City náði þriggja stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-0 sigur á Fulham á Etihad Stadium í kvöld. Manchester City heldur þar með áfram hundrað prósent árangri sínum á heimavelli en liðið hefur unnið alla tólf deildarleiki sína á Etihad í vetur. Enski boltinn 4.2.2012 17:00
Rauðu spjöldin hjá Cisse og Huth afdrifarík | Öll úrslitin í enska í dag Queens Park Rangers og Stoke City þurftu bæði að sætta sig við tap á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir að hafa misst mann af velli í fyrri hálfleik. Rauðu spjöldin hjá Robert Huth hjá Stoke og Djibril Cisse hjá QPR voru því afdrifarík fyrir þeirra lið í dag. Enski boltinn 4.2.2012 14:45
Gylfi Þór með mark og stoðsendingu í sigri Swansea | Átti frábæran leik Gylfi Þór Sigurðsson var maðurinn á bak við 2-1 útisigur Swansea á West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylfi skoraði fyrra markið og lagði upp sigurmarkið fjórum mínútum síðar eftir að WBA hafði komst yfir í upphafi seinni hálfleiks. Gylfi átti frábæran leik. Enski boltinn 4.2.2012 14:30
Villas-Boas: Jose Mourinho setur pressu á okkur alla Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, segir að allir stjórar í ensku úrvalsdeildinni gætu misst starfið sitt ef að Jose Mourinho ákveður að hætta með Real Madrid og snúa aftur í enska boltann. Enski boltinn 4.2.2012 14:00
Gareth Bale besti leikmaðurinn í janúar Gareth Bale, hjá Tottenham, hefur verið valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í janúarmánuði. Bale var með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í fjórum deildarleikjum Tottenham í janúar en hann átti þátt í marki í öllum leikjunum fjórum. Enski boltinn 4.2.2012 13:00
Van Persie með þrennu í fyrsta sigri Arsenal á árinu | Henry skoraði Robin van Persie skoraði þrennu og Alex Oxlade-Chamberlain var með tvö mörk þegar Arsenal-liðið hrökk í gang og vann 7-1 stórsigur á Blackburn Rovers. Þetta var fyrsti sigur Arsenal á árinu 2004 en liðið var aðeins búið að ná í eitt stig úr síðustu fjórum leikjum sínum. Thierry Henry kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og skoraði sjöunda og síðasta markið. Enski boltinn 4.2.2012 12:30
Hættir John Terry í enska landsliðinu? Guardian segir frá því í morgun að John Terry sé að hugsa um að gefa ekki lengur kost á sér í enska landsliðið vegna þess að hann hafi verið rekinn sem fyrirliði liðsins og hafi ennfremur þurft að glíma við uppreisn gegn sér meðal leikmanna landsliðsins sem eru dökkir á hörund. Enski boltinn 4.2.2012 11:30
Rio Ferdinand hefur ekki áhuga á fyrirliðabandinu Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United, hefur engan áhuga á því að taka við fyrirliðabandi enska landsliðsins eins og hann gerði síðast þegar John Terry missti fyrirliðabandið. Það lítur allt út fyrir að Steven Gerrard verði fyrirliði enska landsliðsins á EM í sumar. Enski boltinn 4.2.2012 11:15
City þarf að komast aftur á skrið Árið hefur ekki byrjað nógu vel hjá Manchester City en liðið hefur ekki nema unnið þrjá af síðustu níu leikjum sínum í öllum keppnum. Liðið hefur á síðustu vikum fallið úr leik í bæði bikarnum og deildabikarnum og í vikunni náðu grannarnir í Manchester United að jafna liðið að stigum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 4.2.2012 00:01
Slasaðist við tannburstun og missir af leik gegn Barcelona Knattspyrnumenn missa stundum af mikilvægum leikjum eða heilum stórmótum í knattspyrnu af ótrúlegustu ástæðum og nú hefur Svisslendingurinn Eren Derdiyok, leikmaður Bayer Leverkusen, bæst í þann hóp. Fótbolti 3.2.2012 23:45
Grayson felldi tár þegar hann fór frá Elland Road Simon Grayson var í vikunni rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Leeds en hann segir að tíðindin hafi komið sem mikið reiðarslag. Enski boltinn 3.2.2012 23:30
Sir Alex vill að sínir menn taki í höndina á bæði Terry og Suarez Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, mun ráðleggja bæði Rio Ferdinand og Patrice Evra að taka í höndina á John Terry og Luis Suarez fyrir komandi leiki Manchester United á móti Chelsea og Liverpool. Þetta verða fyrstu leikir United á móti þeim Terry og Suarez síðan að þeir voru sakaðir um kynþáttafordóma gegn bróðir Rio og Evra. Enski boltinn 3.2.2012 22:45
John Terry er bálreiður og í sárum Enskir fjölmiðlar segja að John Terry sé í sárum eftir að stjórn enska knattspyrnusambandsins ákvað í morgun að taka af honum fyrirliðaband enska landsliðsins. Enski boltinn 3.2.2012 22:00
Ancelotti: Real og Barca eru langsigurstranglegust í Meistaradeildinni Carlo Ancelotti, stjóri Paris Saint-Germain, er sannfærður um að Meistaradeildarbikarinn sé aftur á leiðinni til Spánar. Hann telur að Real Madrid og Barcelona séu í sérflokki meðal bestu liða Evrópu og annaðhvort þeirra eigi eftir að vinna Meistaradeildina í vor. Fótbolti 3.2.2012 20:30
KSÍ skilaði hagnaði árið 2011 Knattspyrnusamband Íslands hefur birt ársreikning fyrir árið 2011 á heimasíðu sinni en um helgina fer fram ársþing sambandsins. Fótbolti 3.2.2012 18:58
Saha gæti komið beint inn í byrjunarliðið á móti Liverpool Louis Saha fór óvænt frá Everton til Tottenham á lokadegi félagsskiptagluggans og svo gæti farið að franski framherjinn fari beint inn í byrjunarliðið hjá liðinu fyrir leikinn á móti Liverpool á mánudagskvöldið. Enski boltinn 3.2.2012 18:15
Dalglish: Bannið gæti hjálpað Luis Suarez Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, trúir því að átta leikja bannið hans Luis Suarez muni hjálpa Úrúgvæmanninum að halda sér ferskum og heilum til loka tímabilsins. Luis Suarez er nú búinn að taka út bannið og spilar væntanlega sinn fyrsta leik á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á mánudagskvöldið. Enski boltinn 3.2.2012 17:30
Gerrard: Við höfum allir saknað Suarez Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, fagnar því að Luis Suarez sé búinn að taka út átta leikja bann og verði með liðinu á móti Tottenham á mánudagskvöldið. Suarez hefur ekki spilað með Liverpool á þessu ári en liðið vann 4 af 8 leikjum án hans og sló bæði Manchester-liðin út úr sitt hvorri bikarkeppninni. Enski boltinn 3.2.2012 14:15
Hausinn enn í ólagi hjá Samba - verður ekki með á móti Arsenal Christopher Samba, fyrirliði Blackburn, verður ekki með liðinu á móti Arsenal á morgun þar sem að Steve Kean, stjóri Blackburn, segir hann ekki vera andlega tilbúinn að spila fyrir Blackburn. Enski boltinn 3.2.2012 13:30
Mancini: Tevez gæti spilað aftur fyrir Manchester City Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur rétt út sáttarhönd og segir að Carlos Tevez gæti spilað með City-liðinu á ný komi argentínski framherjinn sér í form. Tevez hefur ekkert spilað með City síðan í september og eftir að hann neitaði að hita upp fyrir Meistaradeildarleik á móti AC Milan þá gaf Mancini það út að hann myndi aldrei spila fyrir hann aftur. Enski boltinn 3.2.2012 13:00
Ashley Young og Cleverley snúa aftur um helgina | Rooney og Nani heilir Manchester United fékk mjög góðar fréttir fyrir leikinn á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helgina en bæði Ashley Young og Tom Cleverley hafa náð sér af meiðslum og verða í leikmannahópnum á Stamford Bridge. Enski boltinn 3.2.2012 12:30
Terry fékk símtal klukkan tíu - missir fyrirliðabandið John Terry er ekki lengur fyrirliði enska landsliðsins því hann fékk símtal frá stjórnarformanni enska knattspyrnusambandsins klukkan tíu í morgun þar sem að honum var tilkynnt að hann yrði ekki áfram fyrirliði landsliðsins. Enski boltinn 3.2.2012 11:37
Lennart Johannson: Blatter á að hætta sem forseti FIFA Lennart Johannson, fyrrum forseti UEFA og varaforseti FIFA, segir að Sepp Blatter, forseti FIFA, eigi að segja af sér og hætta að leika einræðisherra í fótboltaheiminum. Johannson talaði um þetta í úrvarpsviðtali við BBC. Fótbolti 3.2.2012 11:15
Liverpool fær miklu færri miða á Old Trafford Forráðamenn Manchester United hafa ákveðið að láta Liverpool fá aðeins 2100 miða fyrir stuðningsmenn sína á deildarleik erkifjendanna á Old Trafford 11. febrúar en það er þriðjungi minna en venjan er. Enski boltinn 3.2.2012 10:45
Terry missir líklega aftur fyrirliðabandið skömmu fyrir stórmót Stjórn enska knattspyrnusambandins er nú að fara yfir það hvort að John Terry fái að halda fyrirliðabandi enska landsliðsins. Terry hefur verið ásakaður um kynþáttaníð gagnvart Anton Ferdinand hjá QPR og framundan eru réttarhöld yfir Terry eftir Evrópumótið í sumar. Enski boltinn 3.2.2012 09:15
Heiðar: Ekki ástæða til að æsa sig Heiðar Helguson segist ekkert vera að fara á taugum þó svo framherjum QPR hafi fjölgað um þrjá í síðasta mánuði. Hann óttast ekki samkeppni. Ef á þurfi að halda verði hann þolinmóður. Honum líst vel á nýja stjórann, Mark Hughes. Enski boltinn 3.2.2012 06:00
Tevez segir ummæli sín í Kicker skálduð Carlos Tevez og hans fulltrúar sendu í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ummæli sem höfð voru eftir honum í þýska blaðinu Kicker í dag séu skálduð. Enski boltinn 2.2.2012 22:38
Enginn tapar fleiri boltum á Spáni en Messi Barcelonamaðurinn Lionel Messi er að flestum talinn vera besti fótboltamaður heims og hann hefur farið á kostum með Barcelona á þessu tímabili með 22 mörk og 9 stoðsendingar í fyrstu tuttugu umferðunum. Fótbolti 2.2.2012 19:45