Fótbolti

Strákar, markið er þarna!

Stuðningsmenn þýska knattspyrnuliðsins Magdeburg eru orðnir þreyttir á markaleysi liðsins í vetur og hafa nú ákveðið að hjálpa liðinu við að skora.

Fótbolti

Kallaði boltastrák helvítis homma

Colin Clarke, leikmaður Houston Dynamo í MLS-deildinni, varð sjálfum sér til skammar er hann lét ungan boltastrák heldur betur heyra það í leik gegn Seattle Sounders.

Fótbolti

Kaka kom inná og kláraði leikinn | Real Madrid í frábærum málum

Brasilíumaðurinn Kaka var maðurinn á bak við 3-0 útisigur Real Madrid á kýpverska liðinu APOEL Nicosia í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Real Madrid er komið með annan fótinn í undanúrslitin og ævintýri kraftaverkaliðsins frá Kýpur er svo gott sem á enda.

Fótbolti

Salomon Kalou tryggði Chelsea sigur í Portúgal

Chelsea er í fínum málum eftir 1-0 útisigur á portúgalska liðinu Bendica í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en spilað var á heimavelli Portúgal. Chelsea fer bæði með sigur og útivallarmark heim til Englands. Þetta var fyrsti útisigur Chelsea í Meistaradeildinni á tímabilinu.

Fótbolti

Tottenham í undanúrslit enska bikarsins - vann Bolton 3-1

Tottenham tryggði sér sæti í undanúrslitum enska bikarsins eftir 3-1 sigur á Bolton í leik liðanna í átta liða úrslitunum á White Hart Lane í kvöld. Leikurinn var endurtekinn eftir að fyrri leikurinn var flautaður af þegar Fabrice Muamba hneig niður rétt fyrir hálfleik í stöðunni 1-1. Tottenham mætir Chelsea í undanúrslitaleiknum sem fer fram á Wembley.

Enski boltinn

Cruyff: Madridingar eru tapsárir fýlupúkar

Hollenska goðsögnin Johan Cruyff gefur ekki mikið fyrir vælið í Real Madrid um að dómarar á Spáni séu á móti þeim. Svo ósáttir voru allir hjá Real með dómgæsluna að leikmenn og þjálfari voru settir í vikulangt fjölmiðlabann.

Fótbolti

Hvað er um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld?

Það er nóg um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld þar sem að Meistaradeild Evrópu og enska bikarkeppnin eru í aðalhlutverki. Upphitun fyrir Meistaradeildarleikina í 8-liða úrslitunum hefst kl. 18:00 þar sem Þorsteinn J fer yfir málin með sérfræðingum þáttarins. Tveir leikir fara fram í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar.

Fótbolti

Körfubolti og Meistaradeildin í aðalhlutverki í Boltanum á X977

Meistaradeildin í knattspyrnu og körfubolti verða aðalumræðuefni í Boltanum í dag á X-inu 977 á milli 11-12. Valtýr Björn Valtýsson er umsjónarmaður þáttarins í dag. Hann fær formann Körfuknattleiksdeildar Skallagríms í heimsókn en í kvöld fer fram oddaleikur á milli Skallagríms og ÍA um laust sæti í Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Meistaradeildin verður einnig áberandi þar sem Heimir Guðjónsson sérfræðingur Stöðvar 2 sport fer yfir leiki kvöldsins.

Fótbolti

Cisse í fjögurra leikja bann en Heiðar fékk grænt ljós

Djibril Cisse var í kvöld dæmdur í fjögurra leikja bann í ensku úrvalsdeildinni en það er mikið áfall fyrir Queens Park Rangers sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Jákvæðu fréttir dagsins eru þó þær að íslenski framherjinn Heiðar Helguson má aftur byrja að æfa aftur á fullu.

Enski boltinn

Sir Alex Ferguson: Fulham átti að fá víti í lokin

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sá sína menn ná þriggja stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með því að vinna Fulham 1-0 á Old Trafford í kvöld. United var miklu sterkara liðið framan af leik en tókst ekki að bæta við marki og slapp síðan með skrekkinn í lokin.

Enski boltinn

Inter búið að reka Claudio Ranieri

Claudio Ranieri var rekinn í kvöld en hann hefur verið þjálfari ítalska liðsins Inter Milan síðan í september. Það hefur ekkert gengið hjá liðinu eftir áramót, Inter datt út úr Meistaradeildinni og hefur einnig hrunið niður töfluna í ítölsku deildinni.

Fótbolti

Fabrice Muamba farinn að hreyfa sig úr rúminu

Fabrice Muamba, leikmaður Bolton, heldur áfram að braggast eftir að hafa orðið fyrir hjartastoppi í bikarleik Bolton og Tottenham fyrir rúmri viku. Muamba er farinn að geta hreyft sig úr rúminu sínu á sjúkrahúsinu en bata hans hefur verið líkt við kraftaverk.

Enski boltinn

Steinþór lagði upp mark fyrir Ondo

Nýliðar Sandnes Ulf gerðu 2-2 jafntefli við Viking í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld í lokaleik fyrstu umferðar. Íslendingurinn Steinþór Freyr Þorsteinsson lagði upp fyrra mark liðsins.

Fótbolti