Fótbolti

Verðum miklu ofar eftir tvö ár

Íslenska landsliðið í fótbolta stendur í stórræðum í mánaðarlok þegar liðið mætir tveimur öflugum knattspyrnuþjóðum sem eiga það sameiginlegt að vera þá á fullu í lokaundirbúningi sínum fyrir EM í sumar.

Íslenski boltinn

Rúrik fór meiddur af velli

OB setti strik í meistarabaráttu Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld en þá gerðu liðin markalaust jafntefli. OB fékk að sama skapi dýrmætt stig í fallbaráttunni.

Fótbolti

Martin Skrtel bestur hjá Liverpool á tímabilinu

Stuðningsmenn Liverpool hafa kosið Martin Skrtel besta leikmann liðsins á þessu tímabili en slóvakíski miðvörðurinn vann sér fast sæti í miðri vörn Liverpool á tímabilinu og spilaði alls 45 leiki með liðinu. Skrtel fékk 44 prósent atkvæða en næstur honum kom framherjinn Luis Suarez með 33 prósent atkvæða. Daniel Agger varð síðan í þriðja sæti.

Enski boltinn

Lagerbäck: FIFA-listinn skiptir engu máli fyrr en eftir tvö ár

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hitti Hörð Magnússon, íþróttafréttamann á Stöð 2 Sport, í dag og ræddi málefni íslenska landsliðsins en Lagerbäck tilkynnti í dag hóp sinn fyrir komandi vináttulandsleiki við Frakka og Svía. Það er nú hægt að nálgast þetta viðtal á Vísi.

Íslenski boltinn

Andrei Arshavin verður fyrirliði Rússa á EM í sumar

Dick Advocaat, þjálfari Rússa, er búinn að gefa það út að Andrei Arshavin verði fyrirliði rússneska landsliðsins á EM í sumar. Þetta verður síðasta verkefni Advocaat með rússneska liðið en hann mun fara til PSV Eindhoven eftir mótið.

Fótbolti

Alex McLeish rekinn frá Aston Villa

Alex McLeish hefur verið rekinn sem þjálfari Aston Villa en liðið rétt slapp við fall úr ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. McLeish var á sínu fyrsta tímabili með Aston Villa en fyrir ári síðan hætti hann sem stjóri nágrannanna í Birmingham City.

Enski boltinn

Lars ætlar að funda með Eiði Smára í sumar

Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, valdi Eið Smára Guðjohnsen ekki í landsliðshóp sinn fyrir vináttuleiki við Frakka og Svía þrátt fyrir að Eiður Smári sé byrjaður að spila á ný með AEK Aþenu eftir að hann fótbrotnaði í október.

Íslenski boltinn

Van Nistelrooy leggur skóna á hilluna

Ruud van Nistelrooy hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en hann er 35 ára gamall og á að baki farsælan feril með liðum eins og Manchester United og Real Madrid. Van Nistelrooy endaði ferilinn hjá spænska liðinu Malaga.

Fótbolti

Tvær frá Pittsburgh Panthers til KR

Bandarísku leikmennirnir Liz Carroll og Katelyn Ruhe komu til landsins í gær en þær ætla að spila með KR í Pepsi-deild kvenna í sumar. Þær Liz og Katelyn léku þó ekki gegn Selfossi í gær enda ekki komnar með leikheimild. Þetta kemur fram á heimasíðu KR.

Íslenski boltinn

Redknapp: Scott Parker gæti misst af EM í sumar

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, óttast það að hásinarmeiðsli Scott Parker gætu kostað hann Evrópumótið í sumar. Parker missti af leik Tottenham í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina en liðið tryggði sér þá fjórða sætið í deildinni með 2-0 sigri á Fulham.

Enski boltinn

Leikmaður Stabæk fannst látinn á byggingarsvæði

Tor-Marius Gromstad, tuttugu og tveggja ára leikmaður Stabæk í norsku úrvalsdeildinni, fannst látinn í morgun á byggingarsvæði í Osló. Hans hafði verið saknað frá því á laugardagsmorgun eftir að hann yfirgaf heimili bróður síns.

Fótbolti

Kompany: Hungraður í fleiri titla

Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, hefur þegar sett stefnuna á að vinna fleiri titla en City tryggði sér enska meistaratitilinn í gær í fyrsta sinn í 44 ár. City tryggði sér titilinn með tveimur dramatískum mörkum í uppbótartíma og varð enskur meistari á markatölu.

Enski boltinn