Fótbolti

Spurs gefur ekkert eftir

Tottenham er enn í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir afar öruggan útisigur á Bolton í kvöld. Fabrice Muamba steig út á völl fyrir leik og grét.

Enski boltinn

Papiss Cisse skaut Chelsea í kaf

Hinn ótrúlegi markaskorari Newcastle, Papiss Cisse, tryggði Newcastle gríðarlega mikilvægan útisigur á Chelsea í kvöld. Hann skoraði bæði mörk Newcastle í 0-2 sigri.

Enski boltinn

Welbeck er ekki fótbrotinn

Danny Welbeck, leikmaður Manchester United, fékk góðar fréttir í gærkvöldi en þá var staðfest að hann væri ekki með brotið bein í fæti eins og hafði verið óttast.

Enski boltinn

Ballack: Bayern líklegra en Chelsea

Micheal Ballack, fyrrverandi leikmaður Bayern München og Chelsea, segir Bayern hafa tilfinningalegt forskot fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, sem haldinn verður á heimavelli Bayern, þann 19. maí.

Fótbolti

Hodgson: Hápunktur allra enskra þjálfara

Nú rétt í þessu var haldinn blaðamannafundur þar sem ráðning Roy Hodgson, landsliðsþjálfara Englands var staðfest. Enska knattspyrnusambandið sagði að þeir hefðu haft nokkra menn í huga varðandi starfið en á endanum hafi þeir einungis nálgast einn mann. Talsmenn knattspyrnusambandsins sögðu að reynsla Hodgson sem landsliðsþjálfara hafi verið gríðarlega mikilvægur þáttur í ráðningunni.

Enski boltinn

Roy Hodgson ráðinn þjálfari enska landsliðsins

Enska knattspyrnusambandið staðfesti nú rétt í þessu að Roy Hodgson hafi verið ráðinn sem þjálfari enska landsliðins. Hodgson er ráðinn til fjögurra ára og nær samningur hans því yfir næstu þrjú stórmót. Hann mun því undir eðlilegum kringumstæðum stýra liðinu á Evrópumótinu í sumar, Heimsmeistaramótinu sem haldið verður árið 2014 og Evrópumótinu 2016.

Enski boltinn

Allar líkur á því að Roy Hodgson taki við enska landsliðinu í dag

Allar líkur eru á því að enska knattspyrnusambandið, FA, greini frá því í dag að Roy Hodgson verði næsti þjálfari enska landsliðsins. Hodgson fundaði með FA í gær í fjórar klukkustundir. Samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla mun hann stýra liði WBA í ensku úrvalsdeildinni í síðustu tveimur umferðunum áður en hann tekur við liði Englands sem leikur í úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins sem hefst í byrjun júní í Póllandi og Úkraínu.

Enski boltinn

Mourinho vill fá Zlatan Ibrahimovic til Real Madrid

José Mourinho, þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid, er strax farinn að huga að næsta tímabili en liðið getur tryggt sér meistaratitilinn á Spáni á morgun, miðvikudag. Samkvæmt frétt El Confidencial er Mourhino sagður hafa mikinn áhuga á að fá sænska framherjann Zlatan Ibrahimovic í lið sitt fyrir næstu leiktíð. Ibrahimovic er samningsbundinn AC Milan en hann lék áður með Barcelona á Spáni.

Fótbolti

Suarez leikmaður umferðarinnar | öll tilþrifin úr 36. umferð á Vísi

Luis Suarez framherji Liverpool er leikmaður 36. umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði þrennu í 3-0 sigri liðsins gegn Norwich um helgina. Á sjónvarpshluta Vísis eru ýmsar samantektir frá ensku úrvalsdeildinni eftir síðustu umferð. Mörk umferðarinnar, lið umferðarinnar ásamt hápunktunum úr leik Man City og Man Utd sem fram fór í gær.

Enski boltinn

Liam Gallagher: Maradona tók í hönd Guðs

Rokkstjarnan Liam Gallagher stal senunni á fundi með fréttamönnum eftir 1-0 sigur Manchester City gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Tónlistarmaðurinn úr hljómsveitinni Oasis er harður stuðningsmaður Man City og hann gerði sér lítið fyrir eftir leikinn og settist í stól sem ætlaður var Roberto Mancini knattspyrnustjóra Man City á fréttamannafundinum eftir leik. Og þar lét hann allt flakka.

Enski boltinn