Fótbolti

Robben: Vítaspyrnan mín var hræðileg

Arjen Robben, leikmaður Bayern München , átti erfitt með að leyna tilfinningum sínum eftir tapið gegn Chelsea í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær en úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni.

Fótbolti

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - KR 0-1 | Maggi Lú hetjan

Magnús Már Lúðvíksson var óvænt hetja KR-inga sem unnu 1-0 sigur á Val í Reykjavíkurslag á Hlíðarenda í kvöld. Magnús skoraði eina mark leiksins um miðjan síðari hálfleikinn eftir varnarmistök Valsara og tryggði KR sinn 1000. sigur í efstu deild. Valsmenn áttu síst minna í leik kvöldsins og ganga svekktir frá borði.

Íslenski boltinn

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Keflavík 3-2

ÍA er enn með fullt hús stiga á toppi Pepsí deildar karla eftir 3-2 sigur á Keflavík í rafmögnuðum háspennuleik á Akranesi þar sem Garðar Bergmann Gunnlaugsson skoraði sigurmarkið á síðustu mínútunni en Keflvíkingar sitja eftir með sárt ennið þrátt fyrir fín tilþrif í leiknum.

Íslenski boltinn

Lovísa fékk ekki að leiða uppáhaldið

Lovísa Scheving, íslenska stelpan sem fékk að leiða leikmann inn á völlinn fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær, fékk ekki ósk sína uppfyllta. Lovísa vildi helst leiða Philipp Lahm, fyrirliða Bayern en leiddi þess í stað Jerome Boateng.

Fótbolti

Didier Drogba: Níu úrslitaleikir - níu mörk

Didier Drogba skoraði að sjálfsögðu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í München í gær alveg eins og hann gerði í sigrinum á Liverpool í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á Wembley á dögunum. Drogba er maður stórleikjanna og tölfræðin hans sýnir það svart á hvítu.

Fótbolti

Tevez kemst ekki í argentínska landsliðið

Carlos Tevez, leikmaður Manchester City, er ekki nógu góður til að komast í argentínska landsliðið fyrir leik í undankeppni HM í næsta mánuði. Alejandro Sabella, þjálfari Argentínu, valdi Tevez ekki í hópinn sinn fyrir leik á móti Ekvador.

Enski boltinn

McManaman: Liverpool getur ekki lengur valið sér hvaða stjóra sem er

Steve McManaman, fyrrum stjarna Liverpool-liðsins, segir þá daga vera liðna þegar Liverpool gat valið sér hvaða stjóra sem er. Liverpool er þessa dagana að leita að eftirmanni Kenny Dalglish sem gerði liðið að deildarmeisturum í vetur en náði aðeins áttunda sætinu í ensku úrvalsdeildinni og var fyrir vikið látinn fara.

Enski boltinn

Chelsea vann Meistaradeildina - myndir

Chelsea-menn fögnuðu gríðarlega á Allianz Arena í kvöld þegar liðið tryggði sér sigur í Meistaradeildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins. Chelsea vann þá þýska liðið Bayern München í vítakeppni eftir að staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu.

Fótbolti

Cech fór í rétt horn í öllum sex vítum Bayern - varði þrjú

Ein af allra stærstu hetjum Chelsea í München í kvöld var tékkneski markvörðurinn Petr Cech sem átti magnaðan úrslitaleik og magnað tímabil í Meistaradeildinni. Cech varði þrjú víti Bæjara í leiknum, eitt í framlengingunni og tvö í vítakeppninni þar sem að hann fór í rétt horn í öllum spyrnum Bayern.

Fótbolti

Drogba: Þetta var skrifað í skýin fyrir löngu síðan

Didier Drogba var hetja Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í München í kvöld þegar Chelsea vann titilinn eftir sigur á Bayern í vítakeppni. Drogba tryggði Chelsea framlengingu með því að skora jöfnunarmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok og skoraði síðan úr síðustu spyrnunni í vítakeppninni.

Fótbolti

Frank Lampard: Drogba er hetjan okkar

Frank Lampard átti flottan leik á miðju Chelsea þegar liðið tryggði sér sigur í Meistaradeildinni með því að vinna Bayern München í úrslitaleiknum á Allianz Arena í München.

Fótbolti

Chelsea vann Bayern í vítakeppni | Drogba og Cech voru hetjur liðsins

Chelsea vann Meistaradeildina í fyrsta sinn eftir að hafa unnið Bayern München 4-3 í vítakeppni á þeirra eigin heimavelli á Allianz Arena í München. Didier Drogba og Petr Cech voru hetjur Chelsea í þessum leik. Drogba tryggði Chelsea framlengingu með því að skora jöfnunarmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok og skoraði síðan úr síðustu spyrnunni í vítakeppninni. Petr Cech varði aftur á móti víti Arjen Robben í framlengingunni og tók síðan tvö víti Bæjara í vítakeppninni.

Fótbolti

Cech: Ég mæti undirbúinn ef að það verður vítakeppni

Petr Cech, tékkneski markvörðurinn hjá Chelsea, segist hafa unnið heimavinnu sína fyrir leikinn á móti Bayern München fari svo að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar endi í vítakeppni. Cech er viss um að Chelsea geti klárað leikinn í venjulegum leiktíma en hefur samt sem áður skoðað vel upptökur af vítum leikmanna Bayern.

Fótbolti

Gömlu liðsfélagar Eggerts unnu skoska bikarinn

Hearts tryggði sér skoska bikarinn í dag með ótrúlegum 5-1 sigri á Hibernian í úrslitaleik á Hampden Park en þarna voru tvö Edinborgarliðið að mætast. Eggert Gunnþór Jónsson lék með Hearts til áramóta þegar hann fór til enska liðsins Wolves. Hann náði því ekki að spila neinn bikarleik á tímabilinu.

Fótbolti