Fótbolti Benzema: Hef fengið tilboð frá Manchester United síðastliðin þrjú ár Karim Benzema, leikmaður Real Madrid og franska landsliðsins, hefur nú staðfest að Manchester United hafi reynt að fá leikmanninn til liðsins undanfarinn þrjú tímabil. Fótbolti 10.6.2012 19:00 Mikið ofbeldi hefur sett svip sinn á Evrópumótið Mikill hiti virðist vera á milli aðdáenda Írlands og Króatíu fyrir leik liðanna á Evrópumótinu í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 10.6.2012 16:45 Djurgården saknaði Guðbjargar - tapaði 11-0 á móti Linköping Guðbjörg Gunnarsdóttir, fyrirliði og markvörður Djurgården, gat ekki spilað með liði sínu á móti Linköping í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í dag og varamarkvörður hennar, Tove Endblom, þurfti að sækja boltann átta sinnum í markið. Fótbolti 10.6.2012 16:36 Roy Hodgson: Hræðumst ekki Frakkana Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, er mjög bjartsýnn fyrir fyrsta leik liðsins gegn Frökkum á Evrópumótinu í knattspyrnu sem er nýhafið í Póllandi og Úkraínu. Fótbolti 10.6.2012 16:00 Edda með tvær stoðsendingar en Þóra og Sara unnu Þóra Björg Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir höfðu betur í Íslendingaslag á móti Eddu Garðarsdóttur í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í dag en LdB FC Malmö vann þá 4-3 útisigur á KIF Örebro. Fótbolti 10.6.2012 14:58 Tapið á móti Dönum þarf ekki að boða slæmt fyrir Hollendinga Hollenska landsliðið byrjaði ekki vel á EM í fótbolta í gær þegar liðið tapaði 0-1 á móti Danmörku í fyrsta leik sínum í keppninni. Hollendingar geta þó hughreyst sig með því að fletta sögubókunum því síðast þegar þeir töpuðu fyrsta leik á EM þá fóru þeir alla leið og urðu Evrópumeistarar í fyrsta og eina skiptið. Fótbolti 10.6.2012 14:30 Trapattoni: Við getum gert eins og Chelsea Giovanni Trapattoni, þjálfari írska landsliðsins, horfir til Chelsea-liðsins þegar kemur að því að tala trúnna í sína menn fyrir Evrópumótið í fótbolta. Írar mæta Króötum í fyrsta leiknum sínum í kvöld en það búast ekki margir við því að írska landsliðið eigi möguleika í C-riðli á móti Spáni, Ítalíu og Króatíu. Fótbolti 10.6.2012 13:00 Allt í góðu milli leikmanna Barca og Real í spænska liðinu Vicente Del Bosque, þjálfari spænska landsliðsins og leikmennirnir Iker Casillas og Andres Iniesta hafa engar áhyggjur af því að gamlar deilur milli leikmanna Barca og Real í spænska landsliðinu skemmi fyrir liðinu á EM. Spánverjar mæta Ítölum í sínum fyrsta leik í dag. Fótbolti 10.6.2012 11:30 Prandelli: Balotelli verður að læra áhrifamátt liðssamvinnunnar Cesare Prandelli, þjálfari ítalska landsliðsins, segir að Mario Balotelli eigi enn eftir að læra áhrifamátt liðssamvinnunnar en ítalska landsliðið mætir Heims- og Evrópumeisturum Spánar í dag í fyrsta leik þjóðanna á EM. Fótbolti 10.6.2012 11:00 Messi skoraði 82 mörk fyrir Barcelona og Argentínu á tímabilinu Lionel Messi skoraði þrennu í 4-3 sigri á Brasilíu í vináttulandsleik í New Jersey í gærkvöldi og hefur þar með skorað 82 mörk fyrir Barcelona og Argentínu á þessu tímabili. Þetta var lokaleikur kappans á tímabilinu 2011-12 og það verður ansi erfitt fyrir einhvern leikmann, þar á meðal hann sjálfan, að bæta þessa tölfræði í framtíðini. Fótbolti 10.6.2012 08:00 Harry Redknapp: Ég hefði sagt já Harry Redknapp, stjóri Tottenham, viðurkenndi það í samtali við BBC Sport að hann hefði samþykkt að taka við enska landsliðinu ef enska sambandið hefði boðið honum starfið. Enska knattspyrnusambandið ákvað frekar að leita til Roy Hodgson þegar það leitaði að eftirmanni Fabio Capello. Enski boltinn 10.6.2012 06:00 Króatar skoruðu þrjú mörk hjá Írum Mario Mandzukic, framherji þýska liðsins VfL Wolfsburg, skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Króata á Írlandi í kvöld í fyrsta leik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta. Mandzukic byrjaði báða hálfleiki á því að skora skallamark en Króatar komust í 2-1 rétt fyrir hálfleik á rangstöðumarki. Króatarnir byrja því Evrópumótið vel en róðurinn verður þungur fyrir írska liðið í næstu tveimur leikjum sínum á móti Ítalíu og Spáni. Fótbolti 10.6.2012 00:41 Spánverjar náðu bara jafntefli á móti Ítölum Heims- og Evrópumeistarar Spánverja byrjuðu titilvörn sína á 1-1 jafntefli á móti Ítalíu í fyrsta leiknum í C-riðli á Evrópumótinu í fótbolta. Ítalir komust yfir í leiknum með marki varamannsins Antonio Di Natale en Cesc Fabregas jafnaði metin fjórum mínútum síðar. Fótbolti 10.6.2012 00:32 Gomez: Þetta var ekkert svo erfitt Mario Gomez átti frábært tímabil með Bayern München og hann byrjaði vel á EM í fótbolta með því að skora sigurmark Þjóðverja á móti Portúgal í kvöld. Fótbolti 9.6.2012 22:31 Þjóðverjar hafa aldrei tapað fyrsta leik á EM Þýska landsliðið vann í kvöld 1-0 sigur á Portúgal í fyrsta leik sínum á EM í fótbolta og þótt að sigurinn hafi ekki verið sannfærandi þá gerðu Þjóðverjar nóg til að ná í öll þrjú stigin sem voru í boði. Fótbolti 9.6.2012 21:32 Lionel Messi afgreiddi Brassana - skoraði þrjú í 4-3 sigri Lionel Messi skoraði þrennu og þar á meðal sigurmarkið þegar Argentína vann 4-3 í mögnuðum leik á móti Brasilíu í kvöld en leikurinn íor fram í New Jersey í Bandaríkjunum í kvöld. Sjö mörk og tvö rauð spjöld litu dagsins ljós í þessum "vináttulandsleik" nágrannanna. Fótbolti 9.6.2012 21:08 Bert van Marwijk: Þetta var augljós vítaspyrna Bert van Marwijk, þjálfari Hollands og Mark van Bommel, fyrirliði hollenska liðsins, voru allt annað en sáttir eftir tapið á móti Dönum í dag í fyrsta leik liðsins á EM í fótbolta. Hollendingar voru í stórsókn stærsta hluta leiksins en Danir skoruðu eina markið og tóku þar með öll þrjú stigin. Fótbolti 9.6.2012 19:36 Morten Olsen: Við höfðum hugrekki til að spila fótbolta Morten Olsen, þjálfari danska landsliðsins, var náttúrulega í skýjunum eftir 1-0 sigur á Hollandi í fyrsta leik liðsins á EM í fótbolta. Danir skoruðu eina mark leiskins á 24. mínútu en Hollendingar voru í stórsókn stærsta hluta leiksins. Fótbolti 9.6.2012 19:29 Willems sló metið hans Scifo - yngstur til að spila á EM Jetro Willems, vinstri bakvörður Hollendinga setti nýtt met í dag þegar hann var í byrjunarliði Hollands á móti Danmörku í fyrsta leik liðanna í B-riðli EM í fótbolta. Willems er nú yngsti leikmaðurinn til að spila í úrslitakeppni EM frá upphafi. Fótbolti 9.6.2012 17:01 Faðir Van Persie segir að strákurinn hans fari aldrei til City Faðir Robin van Persie hefur tjáð sig um framtíðarplön stráksins síns við spænskt blað en Van Persie sjálfur er eins og kunnugt er í fjölmiðlabanni á meðan EM stendur, að beiðni félags hans Arsenal. Enski boltinn 9.6.2012 16:45 Fjölnismenn á toppinn í 1.deildinni - úrslit dagsins Fimm leikir fóru fram í fimmtu umferð 1. deildar karla í fótbolta í dag og bæði Fjölnir og Haukar komust upp fyrir topplið Þórs sem spilar ekki fyrr en á mánudaginn. Haukarnir unnu 2-0 sigur á Leiknismönnum sem eru enn án sigurs í sumar. Fjölnismenn fengu góða hjálp frá mótherjanum í 6-2 útisigri á Víkingum en Víkingar, sem komust í 1-0 og 2-1, skoruðu tvö sjálfsmörk í leiknum. Íslenski boltinn 9.6.2012 16:04 Guðjón skoraði í þriðja leiknum í röð - kominn með sjö mörk Guðjón Baldvinsson skoraði annað marka Halmstad í 3-1 heimasigri á Varbergs BoIS FC í sænsku b-deildinni í dag og er þar með búinn að skora sjö mörk í fyrstu tíu leikjum sínum á tímabilinu. Fótbolti 9.6.2012 15:58 Kristín Ýr og Hólmfríður tryggðu Avaldsnes öll þrjú stigin Kristín Ýr Bjarnadóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir voru báðar á skotskónum þegar Avaldsnes vann 3-2 útisigur á Åsane í norsku b-deildinni í dag. Avaldsnes hefur unnið 8 af 9 leikjum sínum og er með fimm stiga forskot á toppnum. Fótbolti 9.6.2012 15:00 Morten Olsen öfundar hollenska þjálfarann Morten Olsen, þjálfari danska landsliðsins í fótbolta, segist vera örlítið öfundsjúkur út í leikmannahóp Hollands en Danmörk mætir í dag silfurliði síðustu Heimsmeistarakeppni í fyrsta leik sínum á EM 2012. Fótbolti 9.6.2012 14:30 KR-ingar unnu sinn hundraðasta bikarsigur á Skaganum í gær KR-ingar tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Borgunarbikarsins í gær með því að vinna 2-0 sigur á ÍA upp á Akranesi. Atli Sigurjónsson og Óskar Örn Hauksson skoruðu mörk KR og komu þau bæði á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Íslenski boltinn 9.6.2012 14:00 Þjálfari Indriða er hættur Åge Hareide er hættur hjá norska úrvalsdeildarliðinu Viking en hann og félagið gáfu í dag frá sér sameiginlega fréttatilkynningu þar sem kemur fram að Hareide verði ekki áfram með liðið. Norska deildin er í fríi á meðan EM stendur en næsti leikur Viking er á móti Rosenborg í lok júní. Fótbolti 9.6.2012 13:00 Lewandowski vill ekkert tala um Manchester United Robert Lewandowski, framherji pólska landsliðsins, neitaði að svara spurningum blaðamanna um Manchester United eftir leik Pólverja og Grikkja á EM í fótbolta í gær. Lewandowski skoraði fyrsta mark EM í ár en hann hefur verið margoft orðaður við enska stórliðið. Enski boltinn 9.6.2012 12:30 Papadopoulos sleit krossband í fyrsta leik EM Avraam Papadopoulos mun ekki spila meira með Grikkjum á EM eða meiri fótbolta á þessu ári eftir að ljós kom að hnémeiðsli hans eru alvarleg. Papadopoulos sleit krossband á vinstra hné í fyrsta leik EM og þurfti að yfirgefa völlinn eftir 37 mínútur í 1-1 jafntefli Grikkja og Pólverja. Fótbolti 9.6.2012 12:00 Rio búinn að afskrifa 100. landsleikinn Rio Ferdinand, miðvörður Manchester United, fékk ekki að fara með enska landsliðinu á EM og þessi 33 ára gamli leikmaður viðurkenndi það í viðtali við The Sun að landsliðsferillinn væri líklega á enda. Ferdinand hefur spilað 81 landsleik frá árinu 1997 og lét sig dreyma um að spila hundrað landsleiki. Enski boltinn 9.6.2012 11:00 Dauðariðillinn á EM af stað í dag Tveir stórleikir eru á dagskrá Evrópumeistaramótsins í dag þegar keppni í B-riðli, sem hefur verið kallaður dauðariðill keppninnar, hefst í Úkraínu. Holland og Danmörk eigast við í fyrri viðureign dagsins en í kvöldleiknum mætast lið Þýskalands og Portúgals. Fótbolti 9.6.2012 08:00 « ‹ ›
Benzema: Hef fengið tilboð frá Manchester United síðastliðin þrjú ár Karim Benzema, leikmaður Real Madrid og franska landsliðsins, hefur nú staðfest að Manchester United hafi reynt að fá leikmanninn til liðsins undanfarinn þrjú tímabil. Fótbolti 10.6.2012 19:00
Mikið ofbeldi hefur sett svip sinn á Evrópumótið Mikill hiti virðist vera á milli aðdáenda Írlands og Króatíu fyrir leik liðanna á Evrópumótinu í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 10.6.2012 16:45
Djurgården saknaði Guðbjargar - tapaði 11-0 á móti Linköping Guðbjörg Gunnarsdóttir, fyrirliði og markvörður Djurgården, gat ekki spilað með liði sínu á móti Linköping í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í dag og varamarkvörður hennar, Tove Endblom, þurfti að sækja boltann átta sinnum í markið. Fótbolti 10.6.2012 16:36
Roy Hodgson: Hræðumst ekki Frakkana Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, er mjög bjartsýnn fyrir fyrsta leik liðsins gegn Frökkum á Evrópumótinu í knattspyrnu sem er nýhafið í Póllandi og Úkraínu. Fótbolti 10.6.2012 16:00
Edda með tvær stoðsendingar en Þóra og Sara unnu Þóra Björg Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir höfðu betur í Íslendingaslag á móti Eddu Garðarsdóttur í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í dag en LdB FC Malmö vann þá 4-3 útisigur á KIF Örebro. Fótbolti 10.6.2012 14:58
Tapið á móti Dönum þarf ekki að boða slæmt fyrir Hollendinga Hollenska landsliðið byrjaði ekki vel á EM í fótbolta í gær þegar liðið tapaði 0-1 á móti Danmörku í fyrsta leik sínum í keppninni. Hollendingar geta þó hughreyst sig með því að fletta sögubókunum því síðast þegar þeir töpuðu fyrsta leik á EM þá fóru þeir alla leið og urðu Evrópumeistarar í fyrsta og eina skiptið. Fótbolti 10.6.2012 14:30
Trapattoni: Við getum gert eins og Chelsea Giovanni Trapattoni, þjálfari írska landsliðsins, horfir til Chelsea-liðsins þegar kemur að því að tala trúnna í sína menn fyrir Evrópumótið í fótbolta. Írar mæta Króötum í fyrsta leiknum sínum í kvöld en það búast ekki margir við því að írska landsliðið eigi möguleika í C-riðli á móti Spáni, Ítalíu og Króatíu. Fótbolti 10.6.2012 13:00
Allt í góðu milli leikmanna Barca og Real í spænska liðinu Vicente Del Bosque, þjálfari spænska landsliðsins og leikmennirnir Iker Casillas og Andres Iniesta hafa engar áhyggjur af því að gamlar deilur milli leikmanna Barca og Real í spænska landsliðinu skemmi fyrir liðinu á EM. Spánverjar mæta Ítölum í sínum fyrsta leik í dag. Fótbolti 10.6.2012 11:30
Prandelli: Balotelli verður að læra áhrifamátt liðssamvinnunnar Cesare Prandelli, þjálfari ítalska landsliðsins, segir að Mario Balotelli eigi enn eftir að læra áhrifamátt liðssamvinnunnar en ítalska landsliðið mætir Heims- og Evrópumeisturum Spánar í dag í fyrsta leik þjóðanna á EM. Fótbolti 10.6.2012 11:00
Messi skoraði 82 mörk fyrir Barcelona og Argentínu á tímabilinu Lionel Messi skoraði þrennu í 4-3 sigri á Brasilíu í vináttulandsleik í New Jersey í gærkvöldi og hefur þar með skorað 82 mörk fyrir Barcelona og Argentínu á þessu tímabili. Þetta var lokaleikur kappans á tímabilinu 2011-12 og það verður ansi erfitt fyrir einhvern leikmann, þar á meðal hann sjálfan, að bæta þessa tölfræði í framtíðini. Fótbolti 10.6.2012 08:00
Harry Redknapp: Ég hefði sagt já Harry Redknapp, stjóri Tottenham, viðurkenndi það í samtali við BBC Sport að hann hefði samþykkt að taka við enska landsliðinu ef enska sambandið hefði boðið honum starfið. Enska knattspyrnusambandið ákvað frekar að leita til Roy Hodgson þegar það leitaði að eftirmanni Fabio Capello. Enski boltinn 10.6.2012 06:00
Króatar skoruðu þrjú mörk hjá Írum Mario Mandzukic, framherji þýska liðsins VfL Wolfsburg, skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Króata á Írlandi í kvöld í fyrsta leik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta. Mandzukic byrjaði báða hálfleiki á því að skora skallamark en Króatar komust í 2-1 rétt fyrir hálfleik á rangstöðumarki. Króatarnir byrja því Evrópumótið vel en róðurinn verður þungur fyrir írska liðið í næstu tveimur leikjum sínum á móti Ítalíu og Spáni. Fótbolti 10.6.2012 00:41
Spánverjar náðu bara jafntefli á móti Ítölum Heims- og Evrópumeistarar Spánverja byrjuðu titilvörn sína á 1-1 jafntefli á móti Ítalíu í fyrsta leiknum í C-riðli á Evrópumótinu í fótbolta. Ítalir komust yfir í leiknum með marki varamannsins Antonio Di Natale en Cesc Fabregas jafnaði metin fjórum mínútum síðar. Fótbolti 10.6.2012 00:32
Gomez: Þetta var ekkert svo erfitt Mario Gomez átti frábært tímabil með Bayern München og hann byrjaði vel á EM í fótbolta með því að skora sigurmark Þjóðverja á móti Portúgal í kvöld. Fótbolti 9.6.2012 22:31
Þjóðverjar hafa aldrei tapað fyrsta leik á EM Þýska landsliðið vann í kvöld 1-0 sigur á Portúgal í fyrsta leik sínum á EM í fótbolta og þótt að sigurinn hafi ekki verið sannfærandi þá gerðu Þjóðverjar nóg til að ná í öll þrjú stigin sem voru í boði. Fótbolti 9.6.2012 21:32
Lionel Messi afgreiddi Brassana - skoraði þrjú í 4-3 sigri Lionel Messi skoraði þrennu og þar á meðal sigurmarkið þegar Argentína vann 4-3 í mögnuðum leik á móti Brasilíu í kvöld en leikurinn íor fram í New Jersey í Bandaríkjunum í kvöld. Sjö mörk og tvö rauð spjöld litu dagsins ljós í þessum "vináttulandsleik" nágrannanna. Fótbolti 9.6.2012 21:08
Bert van Marwijk: Þetta var augljós vítaspyrna Bert van Marwijk, þjálfari Hollands og Mark van Bommel, fyrirliði hollenska liðsins, voru allt annað en sáttir eftir tapið á móti Dönum í dag í fyrsta leik liðsins á EM í fótbolta. Hollendingar voru í stórsókn stærsta hluta leiksins en Danir skoruðu eina markið og tóku þar með öll þrjú stigin. Fótbolti 9.6.2012 19:36
Morten Olsen: Við höfðum hugrekki til að spila fótbolta Morten Olsen, þjálfari danska landsliðsins, var náttúrulega í skýjunum eftir 1-0 sigur á Hollandi í fyrsta leik liðsins á EM í fótbolta. Danir skoruðu eina mark leiskins á 24. mínútu en Hollendingar voru í stórsókn stærsta hluta leiksins. Fótbolti 9.6.2012 19:29
Willems sló metið hans Scifo - yngstur til að spila á EM Jetro Willems, vinstri bakvörður Hollendinga setti nýtt met í dag þegar hann var í byrjunarliði Hollands á móti Danmörku í fyrsta leik liðanna í B-riðli EM í fótbolta. Willems er nú yngsti leikmaðurinn til að spila í úrslitakeppni EM frá upphafi. Fótbolti 9.6.2012 17:01
Faðir Van Persie segir að strákurinn hans fari aldrei til City Faðir Robin van Persie hefur tjáð sig um framtíðarplön stráksins síns við spænskt blað en Van Persie sjálfur er eins og kunnugt er í fjölmiðlabanni á meðan EM stendur, að beiðni félags hans Arsenal. Enski boltinn 9.6.2012 16:45
Fjölnismenn á toppinn í 1.deildinni - úrslit dagsins Fimm leikir fóru fram í fimmtu umferð 1. deildar karla í fótbolta í dag og bæði Fjölnir og Haukar komust upp fyrir topplið Þórs sem spilar ekki fyrr en á mánudaginn. Haukarnir unnu 2-0 sigur á Leiknismönnum sem eru enn án sigurs í sumar. Fjölnismenn fengu góða hjálp frá mótherjanum í 6-2 útisigri á Víkingum en Víkingar, sem komust í 1-0 og 2-1, skoruðu tvö sjálfsmörk í leiknum. Íslenski boltinn 9.6.2012 16:04
Guðjón skoraði í þriðja leiknum í röð - kominn með sjö mörk Guðjón Baldvinsson skoraði annað marka Halmstad í 3-1 heimasigri á Varbergs BoIS FC í sænsku b-deildinni í dag og er þar með búinn að skora sjö mörk í fyrstu tíu leikjum sínum á tímabilinu. Fótbolti 9.6.2012 15:58
Kristín Ýr og Hólmfríður tryggðu Avaldsnes öll þrjú stigin Kristín Ýr Bjarnadóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir voru báðar á skotskónum þegar Avaldsnes vann 3-2 útisigur á Åsane í norsku b-deildinni í dag. Avaldsnes hefur unnið 8 af 9 leikjum sínum og er með fimm stiga forskot á toppnum. Fótbolti 9.6.2012 15:00
Morten Olsen öfundar hollenska þjálfarann Morten Olsen, þjálfari danska landsliðsins í fótbolta, segist vera örlítið öfundsjúkur út í leikmannahóp Hollands en Danmörk mætir í dag silfurliði síðustu Heimsmeistarakeppni í fyrsta leik sínum á EM 2012. Fótbolti 9.6.2012 14:30
KR-ingar unnu sinn hundraðasta bikarsigur á Skaganum í gær KR-ingar tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Borgunarbikarsins í gær með því að vinna 2-0 sigur á ÍA upp á Akranesi. Atli Sigurjónsson og Óskar Örn Hauksson skoruðu mörk KR og komu þau bæði á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Íslenski boltinn 9.6.2012 14:00
Þjálfari Indriða er hættur Åge Hareide er hættur hjá norska úrvalsdeildarliðinu Viking en hann og félagið gáfu í dag frá sér sameiginlega fréttatilkynningu þar sem kemur fram að Hareide verði ekki áfram með liðið. Norska deildin er í fríi á meðan EM stendur en næsti leikur Viking er á móti Rosenborg í lok júní. Fótbolti 9.6.2012 13:00
Lewandowski vill ekkert tala um Manchester United Robert Lewandowski, framherji pólska landsliðsins, neitaði að svara spurningum blaðamanna um Manchester United eftir leik Pólverja og Grikkja á EM í fótbolta í gær. Lewandowski skoraði fyrsta mark EM í ár en hann hefur verið margoft orðaður við enska stórliðið. Enski boltinn 9.6.2012 12:30
Papadopoulos sleit krossband í fyrsta leik EM Avraam Papadopoulos mun ekki spila meira með Grikkjum á EM eða meiri fótbolta á þessu ári eftir að ljós kom að hnémeiðsli hans eru alvarleg. Papadopoulos sleit krossband á vinstra hné í fyrsta leik EM og þurfti að yfirgefa völlinn eftir 37 mínútur í 1-1 jafntefli Grikkja og Pólverja. Fótbolti 9.6.2012 12:00
Rio búinn að afskrifa 100. landsleikinn Rio Ferdinand, miðvörður Manchester United, fékk ekki að fara með enska landsliðinu á EM og þessi 33 ára gamli leikmaður viðurkenndi það í viðtali við The Sun að landsliðsferillinn væri líklega á enda. Ferdinand hefur spilað 81 landsleik frá árinu 1997 og lét sig dreyma um að spila hundrað landsleiki. Enski boltinn 9.6.2012 11:00
Dauðariðillinn á EM af stað í dag Tveir stórleikir eru á dagskrá Evrópumeistaramótsins í dag þegar keppni í B-riðli, sem hefur verið kallaður dauðariðill keppninnar, hefst í Úkraínu. Holland og Danmörk eigast við í fyrri viðureign dagsins en í kvöldleiknum mætast lið Þýskalands og Portúgals. Fótbolti 9.6.2012 08:00