Fótbolti

Spánverjar skoruðu í lokin og slógu út Króata

Varamaðurinn Jesús Navas skoraði sigurmark Heims- og Evrópumeistara Spánverja á móti Króatíu í lokaleik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta. Jesús Navas kom inn á sem varamaður fyrir Fernando Torres eftir klukkutíma og skoraði eina mark leiksins tveimur mínútum fyrir leikslok.

Fótbolti

Torres með sjálfstraustið í botni

Fernando Torres hefur sýnt gamalkunna takta á EM og meira að segja tekist að skora. Hann segist spila með sjálfstraustið í botni þar sem hann njóti fyllsta trausts frá þjálfaranum, Vicente del Bosque.

Fótbolti

UEFA sektar Rússana

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur sektað rússneska knattspyrnusambandið um 30 þúsund evrur vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins í leiknum gegn Póllandi. Það á einnig að draga sex stig af liðinu en ekki er búið að virkja þá refsingu.

Fótbolti

Rooney: Við getum unnið EM

Wayne Rooney er orðinn spenntur fyrir því að taka þátt á EM eftir að hafa verið í banni í fyrstu tveim leikjunum. Hann er líka með sjálfstraustið í lagi enda hefur hann trú á því að enska landsliðið geti unnið EM.

Fótbolti

Titilvörn Man. City hefst gegn Southampton

Búið er að gefa út leikjalista fyrir næsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni. Meistarar Man. City byrja á því að spila gegn Southampton á heimavelli en Man. Utd spilar sinn fyrsta leik á útivelli gegn Everton. Deildin hefst þann 18. ágúst.

Enski boltinn

Norðurálsmót ÍA | myndasyrpa

Norðurálsmóti ÍA fyrir keppendur í 7. flokki í knattspyrnu lauk í dag á Akranesi. Rétt um 1200 keppendur sýndu fín tilþrif alla þrjá keppnisdagana og má gera ráð fyrir að á bilinu 5-7 þúsund manns hafi komið á Akranes um helgina vegna mótsins. Guðmundur Bjarki Halldórsson, áhugaljósmyndari á Akranesi tók þessar myndir um helgina og lýsa þær stemningunni betur en mörg orð.

Fótbolti

Danir úr leik | Þjóðverjar með fullt hús stiga

Danir eru úr leik á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu eftir 2-1 tap gegn Þjóðverjum í lokaumferð B-riðilsins. Þjóðverjar unnu alla þrjá leiki sína í riðlinum og mæta þeir liði Grikklands í átta liða úrslitum. Danir sátu eftir með sárt ennið í þriðja sæti riðilsins en Portúgal endaði í öðru sæti eftir 2-1 sigur gegn Hollendingum – sem töpuðu öllum þremur leikjum sínum í riðlinum.

Fótbolti

Ronaldo skaut Portúgal í átta liða úrslitin

Cristiano Ronaldo skaut Portúgal í átta liða úrslit Evrópumóts landsliða í kvöld í 2-1 sigri liðsins gegn Hollendingum í B-riðlinum. Holland náði ekki að landa stigi í þessum riðli og er þetta í fyrsta sinn sem Hollendingar eru í slíkri stöðu eftir Evrópumót í fótbolta. Portúgal mun mæta liði Tékklands í átta liða úrslitum. Þjóðverjar mæta liði Grikklands.

Fótbolti

Sænskur blaðamaður njósnaði um liðsuppstillingu Englands

Leikur Englendinga og Svía á EM s.l. föstudag var stórkostleg skemmtun þar sem að Englendingar fóru með sigur af hólmi 3-2. Það dugði ekki fyrir Svía að þeir fengu nánast allar upplýsingar um liðsval og leikaðferð Roy Hodgson þjálfara enska landsliðsins löngu áður en leikurinn hófst. Sænskur blaðamaður Ola Billger náði að horfa á "töflufund“ enska landsliðsins í gegnum hótelglugga í Kænugarði og sendi hann allar upplýsingarnar á forráðamenn sænska landsliðsins – sem voru afar þakklátir fyrir.

Fótbolti

Morten Olsen hefur aldrei tapað gegn Þjóðverjum

Danir og Þjóðverjar eigast við í lokaumferð B-riðilsins á Evrópumeistaramótinu í fótbolta karla í kvöld og Danir þurfa að fá í það minnsta eitt stig úr þessum leik til þess að komast áfram. Joachim Löw þjálfari þýska liðsins hrósaði því danska á fundi með fréttamönnum í gær en þar fékk hann að vita af því að Morten Olsen þjálfari danska liðsins hefur aldrei tapað gegn Þjóðverjum sem þjálfari.

Fótbolti

Vicente del Bosque verður með Spán á HM 2014

Vicente del Bosque hefur framlengt samningi sínum við spænska knattspyrnusambandið um tvö ár. Þar með mun hinn sigursæli landsliðsþjálfari heims – og Evrópumeistaraliðs Spánar þjálfa liðið fram yfir heimsmeistarakeppnina sem fram fer í Brasilíu árið 2014.

Fótbolti

Hollendingar í vondum málum fyrir lokaumferðina í "dauðariðlinum"

Það er mikil spenna fyrir lokaumferðina í B-riðli Evrópumóts karlalandsliða í fótbolta sem fram fer í kvöld. Danir og Þjóðverjar mætast, og á sama tíma og leikur Hollands og Portúgals. Staðan í riðlinum er þannig að Þýskaland er efst með 6 stig, Portúgal og Danmörk eru með 3 stig og Holland er án stiga eftir tvo tapleiki. Leikirnir hefjast báðir samtímis kl. 19.45 og er þeim lýst í textalýsingu á Vísi.

Fótbolti

BBC segir Liverpool og Hoffenheim vera í viðræðum um Gylfa Þór

Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool og Hoffenheim í Þýskalandi eru samkvæmt BBC í viðræðum þess efnis að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fari til Liverpool. Samkvæmt frétt BBC gætu liðin komist að samkomulagi í byrjun næstu viku. Swansea og Hoffneheim höfðu áður komist að samkomulagi um kaupverð á leikmanninum en staðan breyttist töluvert þegar Brendan Rodgers knattspyrnustjóri Swansea var ráðinn sem knattspyrnustjóri hjá Liverpool.

Enski boltinn

Stefnir allt í úrslitaleik Íslands og Noregs um efsta sætið

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er í efsta sæti 3. riðils í undankeppni Evrópumótsins eftir 3-0 sigur gegn Ungverjum í gær. Ísland er með 16 stig að loknum 7 leikjum en Norðmenn eru með 15 stig eftir 11-0 stórsigur í gær gegn liði Búlgaríu sem er í neðsta sæti án stiga eftir 8 leiki. Efsta liðið kemst beint í úrslitakeppnina sem fram fer í Svíþjóð sumarið 2013.

Fótbolti

Þjálfari Pólverja sagði upp í beinni eftir tapið gegn Tékkum

Franciszek Smuda þjálfari pólska landsliðsins í knattspyrnu sagði upp störfum strax eftir 1-0 tap liðsins í gær gegn Tékkum á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Póllandi og Úkraínu. Pólland er úr leik og endaði liðið í neðsta sæti A-riðils með aðeins 2 stig. Tékkar og Grikkir komust áfram úr þessum riðli í 8-liða úrslit en Rússar og Pólverjar sátu eftir.

Fótbolti

Pepsi-mörkin: Markaregnið úr sjöundu umferð

Öll mörkin úr sjöundu umferð Pepsi-deildar karla voru sýnd í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport í gærkvöld. Bandaríska hljómsveitin The Black Keys skreytir markaregnið með laginu Dead and gone. Umfjöllun um alla leiki umferðarinnar er að finna á Vísi ásamt ítarlegri tölfræði sem birt er í rauntíma frá leikjum.

Íslenski boltinn