Fótbolti

Arbeloa fékk nýjan samning hjá Real Madrid

Spænski landsliðsbakvörðurinn Alvaro Arbeloa verður áfram hjá Real Madrid næstu árin því hann er búinn að ganga frá nýjum samningi til ársins 2016. Arbeloa verður 33 ára gamall þegar samningurinn rennur út.

Fótbolti

Neymar og Messi saman í liði eftir ÓL?

Jose Maria Bartomeu, varaforseti Barcelona, segir að Barcaelona ætli að reyna að sannfæra Brasilíumanninn Neymar um að ganga til liðs við félagið eftir Ólympíuleikanna í London en mikið hefur verið látið með þennan tvítuga strák.

Fótbolti

Ingvar: Þetta var meira í framtíðardraumunum

"Ég fékk bara að heyra af þessu í gærkvöldi," sagði Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar og nú íslenska landsliðsins eftir að Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, valdi hann í hóp sinn fyrir vináttuleik á móti Færeyjum.

Íslenski boltinn

Framtíð Modric ræðst þegar Tottenham-liðið kemur aftur til Englands

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Tottenham enduðu æfingaferð sína til Bandaríkjanna með 2-1 sigri á New York Red Bulls í nótt. Gylfi Þór skoraði glæsilegt sigurmark og lagði einnig upp fyrra markið en góð frammistaða Íslendingsins dugði þó ekki til að fá enska fjölmiðla til að hætta að spyrja Andre Villas-Boas um Króatann Luka Modric.

Enski boltinn

Andy Carroll ekki í leikmannahópi Liverpool í Evrópudeildinni

Andy Carroll er ekki í leikmannahópi Liverpool fyrir Evrópudeildarleikinn í Hvíta-Rússlandi á morgun og framtíð hans á Anfield er áfram í óvissu. Carroll var fyrr í vikunni sagður á leið til West Ham á láni en hann vill ekki fara til London og dreymir enn um endurkomu til Newcastle. BBC sagði fyrst frá því að Carroll yrði með í leiknum en dró það síðan til baka.

Enski boltinn

Shaneka hetja Eyjakvenna gegn Blikum

Shaneka Gordon skoraði bæði mörk ÍBV í 2-1 útisigri á Breiðablik í 12. umferð Pepsi-deildar kvenna í dag. Sigurmarkið kom í viðbótartíma en Blikar höfðu ráðið gangi mála lengst af í leiknum.

Íslenski boltinn

"Hlægilegt hjá greyið manninum"

Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, gefur ekki mikið fyrir þau orð sem Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, lét falla eftir leik liðanna í Pepsideildinni í gærkvöld. Þar sakaði Þórður, Kjartan um "óþverraskap" þegar sá síðarnefndi steig ofan á hönd Guðjóns Sveinssonar með þeim afleiðingum að 18 spor þurfti til að sauma saman sárið.

Íslenski boltinn