Fótbolti

Guardiola mun halda sig í New York næsta árið

Pep Guardiola, fyrrum þjálfari Barcelona, nýtur nú lífsins í Bandaríkjunum en hann flutti með alla fjölskylduna frá Barcelona til New York eftir að hann hætti að þjálfa Barcelona-liðið síðasta vor enda harður á því að taka sér eitt ár í frí frá boltanum.

Enski boltinn

Halsey dómari stal senunni í sigri Man. Utd. á Liverpool

Manchester United sigraði Liverpool 2-1 á útivelli í hádegisleik enska boltans í dag. Liverpool var mun sterkari aðilinn í leiknum þrátt fyrir að leika einum færri í rúmar 50 mínútur en Mark Halsey dómari stal senunni með stórum dómum sem réðu úrslitum í leiknum.

Enski boltinn

Enginn Nemanja Vidic hjá Manchester United

Nemanja Vidic, fyrirliði Manchester United, verður ekki með liðinu á móti Liverpool á Anfield í dag í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Jonny Evans og Rio Ferdinand byrja því í miðvarðarstöðunum hjá Sir Alex Ferguson.

Enski boltinn

Gerrard pressar á Suarez að taka í höndina á Evra

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, vill að Luis Suarez taki í höndina á Patrice Evra fyrir stórleik Liverpool og Manchester United í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikurinn hefst klukkan 12.30 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og Sport 2 HD en á undan leiknum er hálftíma upphitunarþáttur með Guðmundi Benediktssyni.

Enski boltinn

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - KR 3-2

Fylkismenn unnu góðan 3-2 sigur á KR í dag og tryggðu endanlega veru sína í Pepsi deildinni á næsta ári. Þeir komust í 3-0 í upphafi seinni hálfleiks en gestirnir klóruðu í bakkann í þegar dróg á seinni hálfleik en náðu ekki að bjarga stigi.

Íslenski boltinn

Van der Vaart lagði upp tvö þegar HSV vann meistara Dortmund

Hollendingurinn Rafael van der Vaart lagði upp tvö mörk fyrir Hamburger SV í þýsku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið vann 3-2 heimasigur á meisturum Borussia Dortmund. Suður-Kóreumaðurinn Son Heung-Min skoraði tvö mörk fyrir HSV í leiknum. Bayern München komst aftur í toppsætið eftir 2-0 útisigur á Schalke 04.

Fótbolti

Aron Einar og Björn Bergmann skoruðu báðir

Cardiff tókst ekki að að að landa þremur stigum á móti Crystal Palace í ensku b-deildinni í dag þrátt fyrir að komast í 2-0 í fyrri hálfleiknum. Cardiff átti með sigri möguleika að komast upp að hlið Brighton & Hove Albion á toppi ensku b-deildarinnar en tapaði leiknum 2-3. Björn Bergmann Sigurðarson kom inn á sem varamaður og skoraði sitt fyrsta mark fyrir Wolves.

Enski boltinn

Jose Mourinho: Chelsea mun sakna Drogba í vetur

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid og fyrrum stjóri Chelsea, er viss um að Chelsea-liðið munu sakna Didier Drogba mikið á þessu tímabili. Fílabeinsstrendingurinn lék sinn síðasta leik með Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor og samdi síðan við kínverska liðið Shanghai Shenhua.

Enski boltinn

Everton vann Swansea 3-0 í Wales og fór upp í 2. sætið

Everton-menn sóttu þrjú stig til Wales með því að vinna Swansea 3-0 í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni og komust fyrir vikið upp í annað sætið deildarinnar. Leikurinn var afar fjörugur allan tímann og mikil skemmtun fyrir þá sem á horfðu en Swansea lék reyndar manni færri síðustu 32 mínútur leiksins. Á endanum var það hreinlega ótrúlegt að mörkin í þessum leik urðu bara þrjú.

Enski boltinn

Bréf Sir Alex Ferguson til stuðningsmanna Manchester United

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur skrifað bréf sem allir stuðningsmenn félagsins fá sem mæta á leikinn á móti Liverpool á Anfield á morgun. Sir Alex biðlar þar til stuðningsmannanna að virða viðkvæma og tilfinningamikla stund hjá erkifjendunum í Liverpool.

Enski boltinn

Sigurður Ragnar: Eigum helmingsmöguleika

Stelpurnar okkar þurfa að fara Krýsuvíkurleiðina á EM 2013 en það varð ljóst er liðið tapaði gegn Noregi ytra í vikunni. Þær þurfa að fara í umspil til þess að komast inn á mótið og var dregið í það í gær. Þar dróst Ísland gegn sterku liði Úkraínu. Leikirnir fara fram í lok október og á Ísland seinni leikinn heima.

Fótbolti

Verður stríð eða friður?

Loftið verður örugglega lævi blandið á Anfield á morgun er Liverpool tekur á móti Man. Utd. Þetta er fyrsti heimaleikur Liverpool síðan skýrslan um Hillsborough kom út og einnig í fyrsta skipti sem Patrice Evra snýr aftur á Anfield eftir uppákomuna með Luis Suarez í fyrra.

Enski boltinn