Fótbolti

Ari Freyr: Þurfum að hugsa um góðu punktana

Ari Freyr Skúlason átti fínan leik sem vinstri bakvörður íslenska landsliðsins þó hann sé ekki vanur að leika þá stöðu með sínu félagsliði. Ari þurfti að kljást við Xherdan Shaqiri, skærustu stjörnu Sviss, náði að halda honum að mestu niðri.

Fótbolti

Kári: Klaufamörk sem við fáum á okkur

"Þetta er algjörlega grátlegt. Við vörðumst vel í klukkutíma eða 70 mínútur. Við fáum á okkur klaufalegt mark. Hannes er með boltann en missir hann og við fáum sex sénsa til að hreinsa en allt kemur fyrir ekki og hann snýr boltann skemmtilega upp í skeytin,“ sagði Kári Árnason annar miðvörður Íslands eftir 2-0 tapið gegn Sviss í kvöld.

Fótbolti

Rúrik, Grétar og Kári í bann

Rúrik Gíslason fékk gult spjald fyrir afar litlar sakir í fyrri hálfleik gegn Sviss. Fyrir vikið er Rúrik kominn í leikbann en þetta var annað gula spjaldið sem hann fær í riðlinum. Grétar og Kári fengu svo spjald í síðari hálfleik og er einnig komnir í bann.

Fótbolti

Dýrt vítaklúður hjá Fabregas

Spánverjar og Frakkar skildu jafnir, 1-1, í miklum hörkuleik tveggja ósigraðra aí 9. riðli í undankeppni HM í kvöld. Cesc Fabregas gat svo gott sem gert út um leikinn af vítapunktinum en honum brást bogalistin.

Fótbolti

Leik Englands og Póllands frestað

Ekki reyndist unnt að spila leik Póllands og Englands í undankeppni HM í kvöld vegna rigningar. Í fyrstu var leiknum seinkað og svo var honum frestað á endanum. Reynt verður að spila á morgun.

Fótbolti

Anfield fær ekki nýtt nafn

Ian Ayre, framkvæmdarstjóri Liverpool, hefur staðfest að félagið ætli ekki að selja nafnið á heimavelli sínum, Anfield, í tengslum við endurbætur sem verða gerðar á næstunni.

Fótbolti

Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Sviss 0-2

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut 0-2 gegn Svisslendingum í E-riðli undankeppni HM í knattspyrnu 2014 en leikið var á Laugardalsvelli. Íslendingar voru síst slakari aðilinn í leiknum en Svisslendingar nýttu færin og kræktu í stigin þrjú.

Fótbolti

Rúrik: Höfum ekki spilað frábærlega

Rúrik Gíslason segir að leikmenn íslenska landsliðsins séu ánægðir með gengi þess en það þeir séu allir hungraðir í meira. "Við viljum komast í toppsætið,“ sagði hann við Vísi í gær.

Fótbolti

Helgi Sigurðsson ráðinn til Fram

Helgi Sigurðsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Fram í Pepsi-deild karla en hann kemur til félagsins frá Víkingi, þar sem hann var spilandi aðstoðarþjálfari.

Fótbolti