Fótbolti

Anzhi lagði Liverpool

Liverpool fór ekki neina frægðarför til Rússlands í dag því liðið tapaði, 1-0, gegn Anzhi Makhachkala í Evrópudeild UEFA. Það var Lacina Traore sem skoraði eina mark leiksins. Lyfti boltanum smekklega í netið.

Fótbolti

Stelpurnar okkar fengu viðurkenningu og tóku lagið

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fékk í dag afhenta viðurkenningu vegna jákvæðra skilaboða gegn einelti til samfélagsins. Viðurkenninguna fengu þær afhenta í Þjóðmenningarhúsinu en þar fór fram athöfn í tilefni af baráttudegi gegn einelti sem er í dag, 8. nóvember. Það var Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra sem afhenti viðurkenninguna. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn

Markahrókur og þúsundþjalasmiður

Matthías Vilhjálmsson og Guðmundur Kristjánsson áttu báðir frábært tímabil með IK Start í norsku B-deildinni. Liðið varð meistari um síðustu helgi en báðir vilja spila með liðinu í úrvalsdeildinni á næsta ári.

Fótbolti

Steinþór í stuði með Sandnes

Steinþór Freyr Þorsteinsson fór enn eina ferðina á kostum í liði Sandnes Ulf er liðið fór langt með að bjarga sér frá falli í norsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti

Gerrard og Suarez fóru ekki með til Moskvu

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, og Luis Suarez, markahæsti leikmaður Liverpool, verða fjarri góðu gamni þegar liðið mætir Anzhi Makhachkala í Evrópudeildinni á morgun. Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, ákvað að leyfa þeim að vera eftir í Bítlaborginni og sleppa við langt ferðalag til Moskvu.

Enski boltinn

Watt: Besta stund lífs míns

Það ætlaði allt um koll að keyra á Celtic Park eftir að skoska liðið gerði sér lítið fyrir og skellti stórliði Barcelona. Þeir voru ekki margir sem áttu von á því.

Fótbolti

Sænski egóistinn gaf fjórar stoðsendingar í gær

Svíinn Zlatan Ibrahimovic fékk mikið hrós fyrir frammistöðu sína í 4-0 sigri Paris Saint Germain á Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni í gær og það þrátt fyrir að ná ekki að skora mark í leiknum. Zlatan hefur verið þekktur fyrir að sýna hroka innan sem utan vallar og gera mikið úr eigin getu en í gær einbeitti hann sér að spila upp liðsfélagana.

Fótbolti

Lennon: Barcelona-liðið er ekki bara byggt í kringum Messi

Celtic tekur á móti stórliði Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld en það munaði ótrúlega litlu að Celtic-menn tækju með sér stig frá Nývangi í síðustu umferð. Börsungar skoruðu þá sigurmarkið á fjórðu mínútu í uppbótartíma. Neil Lennon, stjóri Celtic, lofaði Barca-liðið á blaðamannafundi fyrir leikinn á Celtic Park í kvöld en þarna mætast tvö efstu lið riðilsins.

Fótbolti

Rúnar Már og Elfar á óskalista danskra og sænskra liða

Valsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson og Elfar Freyr Helgason, fyrrum Bliki og nú síðast leikmaður með Stabæk í Noregi, eru báðir orðaðir við dönsku úrvalsdeildina í dönskum netmiðlum. Það er einnig áhugi á þeim í Svíþjóð samkvæmt Magnúsi Agnari Magnússyni sem er umboðsmaður beggja leikmanna.

Fótbolti

Apamaðurinn settur í bann hjá Chelsea

Chelsea hefur ákveðið að meina Gavin Kirkham, 28 ára gömlum stuðningsmanni Chelsea, frá því að mæta á fleiri heimaleiki liðsins á meðan að lögreglan rannsakar athæfi hans á leik Chelsea og Manchester United í enska deildabikarnum.

Enski boltinn